Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1995 FRÉTTIR Krafist riftunar og greiðslu vegna vanefnda kaupsamnings á Mikialaxi: Málið tekið fyrir í héraðsdómi í desember Þingfest var hjá Héraðsdómi Reykjavíkur 28. september sl. krafa Kristjáns Ólafssonar hrl. fyrir hönd þrotabús Miklalax í Fljótum um riftun og greiðslu á leigu vegna vanefnda á kaup- samningi, sem norska fyrirtækið Nordic Seafarm gerði um kaup á fískeldisfyrirtækinu við Mikla- vatn í Fljótum. Samningurinn hljóðaði upp á 25 milljónir króna, tvær milljónir af fimm sem inna átti af hendi sem útborgun hafa verið greiddar, annað ekki. Kristján segir norsku kaupenduma hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki greiða meira. Lögmaður Norðmannanna, Garðar Briem hrl., mætti fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur og hyggst halda uppi vömum í málinu og mun skila inn greinargerð í málinu en það gæti tekið fjórar vikur. Dóm- stjóri mun að því loknu taka málið til úthlutunar og skipa dómara í málinu sem kalla mun málsaðila fyrir. Það verður ekki fyrr en í lok nóvember eða í desembermánuði. Kristján Ólafsson segir að vöm Norðmannanna byggist á því að ástæðan fyrir því að kaupverðið hafi ekki verið greitt sé sú að þeir hafi orðið fyrir tjóni og á því beri seljandi ábyrgð. Það hafi þeir hins vegar ekki reynt að sanna. „Þeir segja að þegar eignin hafi verið seld hafi þeim ekki verið gerð nægjanlega skýr grein fyrir því hvemig ástandið var. Áður en Miklilax varð gjaldþrota hleyptu Rafmagnsveitur ríkisins úr uppi- stöðulóninu við Skeiðsfossvirkjun niður Fljótaá, þ.e. síðla vetrar 1994, til þess að komast að inntaki stíflugarðsins vegna viðgerðar og tækjaskipta. í framhaldi af því verður mikill fiskadauði í stöðinni sem leiddi til þess að fyrirtækið varð gjaldþrota. Um haustið vissu Norðmennirnir auðvitað að fiskur- inn hafði drepist og einnig af hverju. Þeir hafa hins vegar haldið því fram að þeim hafi ekki verið skýrt frá ástæðunni og að gera mætti ráð fyrir að það gæti verið erfiðleikum bundið að reka laxeldisstöð áfram í Miklavatni. Þetta er að mínu mati bull og fyr- irsláttur, þeim var fullkunnugt um þessa þætti. Þeir geta ekki ásakað þrotabúið fyrir það sem síðar gerðist. Það er meginástæðan fyrir því að þeir greiða ekki, þeir telja sig eiga þessa kröfu. Þeir hafa sett fram í bréfum kröfur um það tjón sem þeir hafa þegar orðið fyrir og eiga eftir að verða fyrir í framtfð- inni án þess að færa sönnur fyrir sínu máli. Ég hef sagt við þá að vera fegna ef þeir losni við að tapa í framtíðinni, láta okkur hafa laxeldisstöðina aftur, þá verður A fundi með Ara Verkalýðsleiðtogar af öllu Norðurlandi áttu í fyrradag fund á Akureyri með Ara Teitssyni, formanni Bænda- samtaka íslands, þar sem hinn nýi búvörusamningur var til umijöllunar. Fram kom í máli Ara að hann vonaðist til þess að ágreiningur Bændasamtakanna í landinu og samtaka launþega væri ekki raunverulegur, enda ættu þessar tvær stéttir margt sameiginlegt. Þar á meðal væri launamisréttið í landinu sem öllum kæmi við - og þyrfti að leiðrétta. Sagði Ari almenna launþega og bændur tilheyra láglaunahópum. Jafnframt kom fram í máli Ara Teitssonar að stuðningur við íslenskan landbúnað hefði talsvert dregist saman síðustu árin, útgjöld fjölskyldnanna til matarkaupa hefðu minnkað og þau væru minni hér en í ná- grannalöndunum. Það væru skref til framfara. Ari sagði jafnframt að í umræðu um land- búnaðarmálin yrði að horfa til þess að mörg byggðarlög úti um land og launþegar þar byggðu afkomu sína að ntiklu leyti á landbúnaði. Að viðhalda þeirri atvinnustarfsemi og um leið byggðunum væri meðal hinna santeiginlegu hagsmuna- mála bænda og launþega í þétt- býli. -sbs. tapið í framtíðinni okkar,“ segir Kristján Ólafsson. Kristján segir að skrifað hafi verið undir skuldabréf fyrir eftir- stöðvum og farið með það í þing- lýsingu en kostnaðinn, 302 þús- und krónur, hafi þeir aldrei greitt og því síður neina afborgun. GG Samningur undirritaður. Þorsteinn Gunnarsson og Bjarni Kr. Grímsson, sern er til hægri á myndinni. Mynd: -sbs. Háskólinn á Akureyri og Fiskifélag íslands: Aukiö samstarf með undirritun samnings Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Bjarni Kr. Grímsson, fískimálastjóri, undirrituðu síðastliðinn fímmtu- dag samning um eflingu sam- starfs Háskólans og Fiskifélags íslands. Lýtur samningurinn að ýmiskonar sérfræðiaðstoð sem fé- lagið veitir skólanum og er stefnt að því að efla sjávarútvegsdeild með þessum hætti. Einnig er samningurinn um útgáfu ýmissa sérfræðirita um sjávarútveg. Samningur þessi er sá fimmti sem Háskólinn á Akureyri gerir við sérfræðistofnanir um samstarf; en áður hafa verið gerðir samningar við Hafrannsóknastofnun, RALA, Iðntæknistofnun og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins. „Með þessu erum við að nýta okkur þá þekk- ingu sem til er í landinu, við kennslu okkar og starf,“ sagði Þor- steinn Gunnarsson. Bjami Kr. Grímsson tók í sama streng og sagði þetta falla ágætlega að meg- inhlutverki Fiskifélags íslands; að vera framfarafélag í íslenskum sjávarútvegi. Við þetta sama tækifæri var kynnt bókin Fiskileitartæki, eftir þá Stefán Kárason og Emil Ragnars- son hjá Fiskifélaginu og Pál Reyn- isson hjá Hafrannsóknastofnun. Fiskifélagið gefur bókina út, en með tilstyrk háskólans. Er útgáfa þessi hluti af samkomulaginu sem undirritað var í fyrradag - og fleiri rit af sama meiði eru fljótlega væntanleg. -sbs. Loðnuleit hefst í næstu viku Hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjami Sæ- mundsson halda til loðnuleit- ar 25. október nk. og verða leiðangursstjórar fiskifræð- ingamir Hjálmar Vilhjálms- son og Sveinn Sveinbjörnsson. Haldið verður á Grænlands- sund og síðan þaðan norður eftir og síðan austur með Norðurlandi. Sveinn Sveinbjörnsson segir rækjuskip fyrir Norðurlandi hafa víða orðið vör við loðnu að undanförnu og það sé stór en botnlæg loðna. I fyrrahaust varð vart við ársgamla loðnu í töluverðum mæli l'yrir Norður- landi og segist Sveinn vona að hún skili sér nú t veiðanlegum stofni. Hal'rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er að ljúka ranrisóknarleiðangri, tjölstofna- verkefni, og eins hafa verið stundaðar stofnmælingar með botnvörpu sem líkja má við ár- legt togararall en að sjálfsögðu í verulega minni mæli. Mark- aðshorfur eru góðar fyrir haust- loðnu, en hún er þá hrognalaus og lrekar fitusnauö. M.a. hefur Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. markað fyrir heilfrysta loðnu á Bandaríkjamarkað, en þar er hún notuð sem fóður í sjávar- dýragörðum, ekki síst fyrir há- hyminga sem fangaðir hafa verið á íslandsmiðum. Loðnu- bátamir eru flestir á rækjuveið- um, nokkrir á síldveiðum, en nokkrir þeirra munu líklega taka þátt í loðnuleit með haf- rannsóknaskipunum, þó tíma- bundið. Forráðamenn stærstu skipanna líta með vonaraugum til kolmunnaveiða fyrir sunnan land en þar hefur fundist gffur- legt magn af kolmunna á um 2Q0 faðma dýpi þar sem botn- dýpi er um 400 faðmar og er lóðningin um 30 faðma þykk. Til veiðanna þarf að nota flot- troll og er eitt skip, Beitir frá Neskaupstað, að búa sig til veiðanna og eflaust fylgja fleiri í kjölfarið. Kolmunnaveiðar hafa ekki verið stundaðar hér við land um langa hríð, en í lok áttaunda áratugarins fannst töluvert af kolmunna út af Austfjörðum. Góðar markaðs- hofur eru á mjöli unnu úr kol- munna. GG Búið að veiða 40 þúsund tonn af síld: Verð a sildarkvota hefur þrefaldast milli ára Nokkur kvika var á sfldarmiðunum í Beruljarðar- ál og austur af Hvalbak í fyrrinótt og olli því að nokkrir bátanna rifu næturnar, m.a. Júpíter ÞH- 61 frá Þórshöfn, sem fékk um 300 tonn frá öðrum bát sem var með risakast á síðunni. Víkurberg GK lenti einnig í vandræðum með nótina, fékk hana í skrúfuna svo draga varð bátinn til hafnar. Júpíter ÞH hélt til Vopnafjarðar þar sem sfldin verður heilsöltuð. Mikið virðist af sfld á áðurnefndu svæði, en hún hefur einnig fundist norður á Litla- dýpi. Af um 130 þúsund tonna sfldarkvóta er búið að veiða um 40 þúsund tonn. Um 20 bátar hafa verið á síldveiðum að undan- fömu, en nokkrir bátanna eru búnir með kvótann og hættir veiðum. Eru það fyrst og fremst þeir bátar sem hafa veitt í bræðslu en aðrir hyggjast geyma hluta kvótans til seinni tíma. Sfldin hefur yfirleitt verið stór og feit, frá 17 til 19%. Arnþór EA-16 frá Árskógssandi hóf síldveiðar fyrir austan fyrir viku síðan og landar báturinn sfld- inni til vinnslu hjá Strandasfld hf. á Seyðisfirði. Afli Amþórs EA var í gær orðinn um 800 tonn. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. hafa verið unnin um 600 tonn af sfld og hefur hún bæði verið flökuð og söltuð en einnig heilfryst. Júpíter ÞH hefur séð um hráefnisöflunina en í gær var ekki von á neinum sfld- arbát til Þórshafnar. Keyptur hefur verið kvóti á Júp- íter ÞH en óvíst er um framhald þess vegna þess hve hátt verð er á sfldarkvótanum, eða 5 til 6 kr/kg, sem er varla verjanlegt í ljósi þeirra staðreynda að fyrir síldina fást 8 til 9 kr/kg. Verð á sfldarkvóta hefur þre- faldast milli ára, var um 2 kr/kg haustið 1994. Sfldar- afurðaverð til manneldis hefur hins vegar ekki hækk- að en einhver hækkun hefur orðið á lýsi og mjöli. Hjá Sfldarvinnslunni hf. í Neskaupstað em unnin um 300 tonn af sfld á sólarhring og er unnið á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Sfldin er bæði heilsöltuð og flökuð og er búið að salta í lið- lega 14 þúsund tunnur. Sfldin fer aðallega á markað í Norður-Evrópu. GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.