Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SlMI: 462 4222 • SÍMFAX: 462 7639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1500 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285), LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Fjölgun starfa hjá Kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga Það er ánægjulegt þegar góðar fréttir berast úr atvinnulíf- inu. Þannig voru það einkar ánægjulegar fréttir sem Dagur flutti í gær af Kjötiðju Kaupfélags Þingeyinga þess efnis að forráðamenn hennar hefðu ákveðið að bæta við tíu starfs- mönnum vegna mikilla verkefna framundan. Fram kom í máli Páls Arnar, sláturhússtjóra KÞ, að annars vegar væri um að ræða mikla vinnu við framleiðslu á nöggunum svo- kölluðu, sem Kaupfélag Þingeyinga setti á markað fyrir nokkrum vikum, og hins vegar útflutning á lambakjöti til Ameríku. Eftir stöðugar urðunarfréttir í fjölmiðlum að undanförnu eru þetta ánægjuleg tíðindi og það er sérstaklega fagnað- arefni að sú tilraun Kaupfélags Þingeyinga að setja á markað fullunna afurð sem unnin er úr lambakjöti, skuli hafa tekist svo vel sem raun ber vitni. Þetta er vísbending um að það hljóti að vera að hægt að halda áfram á sömu braut, færa lambakjötið nær neytendum og auka þar með sölu þess. Betrí afkoma Mörg iðnfyrirtæki sjá nú í sínum milliuppgjörum betri af- komu en þau hafa lengi séð. Iðnaðurinn í landinu hefur náð sér á strik eftir langvarandi erfiðleika sem ekki síst sköpuðust vegna þess að gengisskráningin miðaðist al- gjörlega við sjávarútveginn. Á þessu hefur orðið breyting, sem betur fer, auk þess sem stöðugleiki í efnahagsmálun- um gerir iðnfyrirtækjum kleift að gera raunhæfar áætlanir frá degi til dags. Þetta hefur allt að segja hjá fyrirtækjum sem flytja bróðurpart sinnar framleiðslu á erlendan mark- að. Því aðeins að stöðugleiki ríki hér innanlands eru iðnfyr- irtækin í stakk búin til þess að keppa á erlendum sam- keppnismörkuðum. Gott dæmi um viðsnúning í rekstri iðnfyrirtækis er bætt afkoma sútunarverkmiðju Loðskinns hf. á Sauðárkróki. Eft- ir mörg léleg ár skilaði fyrirtækið 41 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur reksturinn gengið vel. Hagnaður er forsenda þess að hægt sé að byggja fyrirtæki upp og það gildir um Loðskinn ekki síður en önnur fyrirtæki. Loðskinn var nánast komið í þrot, en innflutningur á gærum frá Ástralíu virðist hafa skotið stoðum undir reksturinn. Það er vel. í UPPÁHALDI Langar að fara að skjóta rjúpur Guðmundur Stefánsson. framhœmdastjóri Fóð- ; un’erksmiðjunnar Laxár áAkureyri, erí uppá- liuhli í lap (iuðmundnr er Reykvíkingur að upp- runa, en að honum standa að eigin sögn húnvetnskir og breiðfirskir stofn- ar. Hann nam landbúnaðarhagfrœði í Noregi og starfaði m.a. áður sem Itag- fraiðingur Stéttarsambands bœnda. Guðmimdur hefttr ttm árabil verið virkur í starfi Framsóknarflokksins á Akureyri og verið þar íframboði bœði til Alþingis og bœjarstjórnar Akureyr- ar. Hann er bæjaifulltrúi á Akureyri. situr í bœjarráði og crformaður at- vinnumálanefndar. Þá Itefur hann einnig látið til sín taka áfleiri sviðum, t.d. með íþróttafélaginu Þór. Eigin- kotta Gttðmundar er Hafdís Jónsdóttir, nemandi í Myndlistaskólammi á Akur- eyri. Synirnir ertt tveir, Þórarinn Ægir 21 árs og Stefán Hrannar 15 ára. Hvaða matur er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Mér finnsl reyndar margur matur góður. Þetta er auðvitað árstíðabundið, jxirramatur er góðurá þorranum, skata á Þorláksmessu o.s.frv. Á heildina litið finnst mér lamba- kjöt afskaplega gott, sem og önnur villi- bráð.“ Uppáhaldsdrykkur? „Ég held að þar verði ég að segja diet- coke.“ Hvaða heimilsstörf fumst þér skemmtilegust/leiðinlegust? „Mér finnst lang skemmtilegast að elda, enda geri ég það yfirleitt. Leiðinlegast finnst mér að skúra og taka til, þó konan spyrji kannski hvemig ég viti það.“ Stundarþú einhverja markvissa hreyfmgu eða líkamsrœkt? „Það get ég varla sagt. Ég hleyp einstöku Guðmundur Stef'ánsson. sinnum og labba úti mcð hundinn, en ég hef mikil áform uppi í þessum efnum og hef haft talsvert Iengi.“ Ert þú í einhverjum klúbb eðafélaga- samtökum? „Ég er í Þór og líka í Víkingi í Reykjavík. Svo er ég auðvitað í Framsóknarflokkn- um.“ Hvaða blöð og tímarit kaupirþú? „Moggan og Dag og einhver blöð sem tengjast mínu starfi.“ Hvaða bók er á nátfborðinu hjá þér? „Það eru einar fimm bækur eftir Laxnes, auk þess Davíð Stefánsson og tvær erlend- ar bækur sem ég er ekki byrjaður á.“ / Itvaða stjörnumerki ert þú? ,Ætli ég sé ekki Hrútur. Ég er reyndar ekki mikill áhugamaður um þessi mál. Hvaða tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég á mér fleiri en einn. Ég held mikið upp á þau stallsystkin Ellý Vilhjálms og Hauk Mortens. Svo get ég nel’nt Lloyd Price og auk þess hef ég ganian af Fats Domino, sem kom hér um árið.“ Uppáhaldsíþróttamaður? „Ég held mikið upp á kvennalið Víkings í handbolta. Þá finnst mér óskaplega gantan að það skuli vera kominn meistaraflokkur kvenna í handbolta hér á Akureyri. Ég er mikill áhugamaður um handbolta og þá ekki síður kvennahandbolta.“ Hvað horftr þú mest á í sjónvarpi? „Langmest horfi ég á fréttir og veðurfréttir. Auk þcss finnst mér ágætt að horfa á góða bíómynd um helgar.“ k hvaða stjórnmálamanni hefurðu mest álit? „Ég hef mikið álit á nafna mínum Bjama- syni og þeim formönnum Framsóknar- flokksins." Hver er að þínu mati fegursti staður á íslandi? „Það er víða mjög fallegt en ég mundi segja að mér finnist Breiðafjörðurinn og húnvetnskar heiðar góðir staðir að vera á.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú þyrftir að flytja búferlum nú? „Það er laust við hliðina á mér í raðhús- inu.“ Ef þú ynnir stóra vinninginn i lóttó- inu hvernig myndir þú eyða pening- unum? „Ég hef lítið hugsað út í það.“ Hvernig vilt þú helst verjafrístundum þínum? „Auðvitað fer mikið af mínum frístundum í bæjarstússið, en ef þær eru ekki taldar með þá finnst mér í fyrsta lagi ágætt að vera bara heima hjá mér og í öðru lagi er gaman að fcrðast og þá gjaman á þessa tvo staði sem ég nefndi fyrr.“ Hvað œtlarðu að gera um helgina? „Mig langar til að fara og skjóta rjúpur en á alveg eins von á að þurfa að vinna.“ HA EITT MEDAL ANNARS /OHANN ARELIUZ í leit að fegurð Ungur maður í Reykjavík, Valdi- mar nokkur Tómasson, og meðal annars áhugamaður um ljóðabæk- ur, útgáfu fagurbókmennta, ýmsa andans menn og konur, svo og al- mennan smekk, tók nýverið upp hjá sjálfum sér að gefa út hand- hægt úrval ljóða Jóns Óskars á þekkilegan hátt og látlausan. Á Valdimar heiður skilið fyrir framtak sitt, ekki síst þegar haft er í huga að útgáfa ljóðabóka hefur sjaldan staðið tæpar hjá „stóru“ forlögunum, en því meira um lit- prentaðar glósur, klám og saurlífi sápuóperunnar. Er kverið alveg laust við prjál, þótt sumum skárri kunningjum skáldsins kunni kannski að þykja portrett Gylfa Gíslasonar að fram- an minna frekar á Stefán Hörð Grímsson en Jón sjálfan. Skítt með það. Kannski sat skáldið of oft fyrir! Og meður því að mér er málið svoltið skylt langar mig að vitna í sjálfan mig án gæsalappa. Vona ég að lesendur Dags kunni vel að meta slíkt á tímum sýndarveru- leika, boðsíma og veraldarvefs. Það hefur svosum ekki verið ves- enið í kringum hann Jón Óskar, en listamaðurinn vakinn sem sofinn sinnt sínu, til að mynda á Akur- eyri sumrunum saman. Ljóðið segir allt sem þarf: Ljóðiðfer ekki, Ijóðið er, það þrúgast og pínist undir vélgengum ofsa. Enginn bíður, og þó bíður Ijóðið og leitar að manni sem kemur inn í bílinn úr kulda norðttrhjarans meðflöskuaf sumri þegar farþegarnir dotta. Jón er maður söngs og seiðs, bjartrar vonar en sjaldan Ieiðrar og lífsþreyttrar. Fals verður ekki fundið í ljóðum hans og hann fell- ur heldur ekki í þá freistingu að „skreyta" ljóð sín einhverri hæfi- legri blöndu auðkeyptrar heim- speki hópsálarinnar. Hér er aldrei um kaldhugsaðar krossgátur að ræða. Nei! Ljóð Jóns Óskars koma til dyranna eins og þau eru klædd: áfeng og einungis ágeng af því þau eru - þegar best lætur - svo listfeng, umbúðalaus, hrein og bein. Eins og skrifað stendur: stfll- inn er maðurinn. Hví stráir þú blómum yftr nóttina, daginn, borgina, húsin, marglitum blómttm yftr einmana hjarta? Þú veist ekki sjálf Itvað þú gerir. Efþú vissir það mundirðu þá ekki hiaupa burt frá góðverki þínu? Þú stóðst áveginum oghorfðirumöxl, en hvernig átturðu að vita að þúsundir blóma féllu af hári þínu og ég tíndi þau upp afveginum. Frumsamdar ljóðabækur Jóns Óskars eru Skrifað í vindinn, sem kom út árið 1953, Nóttin á herðum okkar (1958), Söngur í næsta húsi (1966), Þú sem hlustar (1973) og Næturferð (1982). Þrjár bækur hafa litið dagsins ljós með þýðing- um Jóns á frönskum ljóðum: Ljóðaþýðingar úr frönsku (1963), Ljóðastund á Signubökkum (1988) og Undir Parísarhimni, þýðingar og saga franskra ljóða (1991). Það er ekki síst birtan sem set- ur svip og lit á ljóð Jóns Óskars og til marks um styrk hans og fjöl- breytni sem skálds má hafa það að næsta auðvelt væri að setja saman eitt eða jafnvel tvö úrvöl í viðbót við það sem hér er á ferðinni. Plássið leyfir ekki langar útlegg- ingar á listbrögðum Jóns, frönsk- um háttum og áhrifum öllum vítt of vega. Nægir að nefna fegurð ís- lands og uppruna, hráslaga Reykjavíkur, tros tilverunnar, tónaflóð hugsjóna og drauma. Allt í þeim látlausa og einfalda stíl sem enginn hermir eftir Jóni. Hvað stílbrögð varðar og stfl- brigði má fyrir utan erlendar heimsbókmenntir jafnt vitna í klassíska tónlist og klassískan jass sem og þjóðvísur. Og minni ég um leið á afburðaþýðingar skálds- ins, sem frjógvað hafa verk þess löngum: Jón færir okkur á tærri og skáldlegri íslensku brautryðjendur og byltingarmenn módernismans: snillinga eins og Rimbaud og Baudelaire, svo ég nefni aðeins tvö skáld af meðvituðu handahófi. Ekkert okkar helstu skálda hefur til jafns við Jón Óskar ort fögur og innileg ljóð um frelsi þjóðarinnar og áþján eftir stríðið seinna. En þar sem ég veit að Jón er enn að, læt ég hér staðar numið og býð ykkur lieldur að líta upp og frá búksorgum ykkar um stund, út op- inn gluggann og nema blæbrigði birtunnar. í leit að fegurð um ein- stigi jarðarinnar. Góðar stundir!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.