Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 13

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 13
DAGUR - Laugardagur 21. október 1995 - 13 POPP MACNUS ÓEIR ÚUPMUNDSSON n A Islenskir plötupunktar ■ Hér á síðunni var fyrir margt löngu skýrt fré hátiðarútgáfu Harðar Torfa á hans tveimur fyrstu plötum, Hörður Torfason syngur eigin lög og Án þín, á einni geislaplötu i tilefni af 50 ára afmæli hans. Er ástæða til að minna frekar á hana nú, þar sem trúbadoratónlistin er aftur orðin vel gjaldgeng hjá yngri mönnum á borð við Halla Reynís o.fl. ■ Gunnari Jöklí, þeim fornfræga trommara með Trúbrot og fleirum, tókst að láta draum sinn rætast nú síðsumars eftir að hann hafði flutt heim frá Sviþjóð, að senda frá sér plötu undir eigin nafni. Nefnist platan Hamfarir og inniheldur tiu lög, sem öll eru eftir Gunnar. ■ H-spenna er nafn á safnplötu þar sem ýmsir íslenskir tónlistarmenn láta ljós sitt skína. Þar fara einna fremst í flokki Unun og Páll Óskar með hið kraftmikla lag Ástin dugir, sem upprunalega er úr smiðju popptónskálds- ins Georgio Moroder. ■ Þeir Karl trommari og Birgir söngvari og gitarleikari, sem um árabil voru saman í Fildrunni, en hafa síðustu tvö árin eða svo starfað saman í 66, eru nú i gegnum dreifingu frá Skífunni, að senda frá sér sína aðra plötu. Nefnist hún í sveitinni, sem óneitanlega vekur grunsemdir um að eitthvað verði mn „kántrí" að ræða á henni. Erlendir punktar ■ U2 vinna nú hörðum höndtun að nýrri plötu með sinum gamla samstarfs- manni, Brian Eno. Það verður þó sérstætt við hana, að ekki verður um raunverulega U2 plötu að ræða, heldur kalla þeir sig Passangers á henni. Meira um hana væntanlega síðar. ■ Margumtöluð plata með Bitlunum, sem geyma mun m.a. lagið Free As A Bird eftir Lennon og hann raulaði inn á band, en hinir þrír hafa siðan spil- að inn á og tekið upp, er nú væntanleg 19. nóvember nk. Titillinn verður The Beatles Anthology Vol 1. ■ t nóvember verður líka gamli Eaglesboltinn, Don Henley, með útgáfu á .. sinum bestu og vinsælustu lögum. Kallast hún Actual Miles og er ekki '^óliklegt að þar fylgi eitthvað nýtt með gömlu smellunum. „Laun heimsms eru van- þakklæti," er hugsun sem margir listamenn og þá ekki hvaö síst tónlistarmenn hafa upplifað með trega gegnum tíðina. Eftir að hafa lagt huga og hjarta í verk sín og í mörg- um tilfellum stefnt fjárhags- legri framtíð 1 hættu, er upp- skeran oftar en ekki rýr hjá mörgum tónlistarmanninum, óverðskuldað auðvitað í flest- um tilfellum að eigin mati. Slík verk, plötur í tilfellum tónlistarmannanna, fá þó oft góða umfjöllun og skaparar þeirra metnir að verðleikum hjá þeim sem fást við að kryfja tonhst til mergjar, en hinn almenni tónlistarunn- andi, sem þegar allt kemur til alls er sá sem einna mestu máli skiptir, lætur sér það bara ekki nægja. (Undan- tekningar eru auðvitað sem betur fer á því, en svo getur atburðarásin líka verið þver- öfug. Vond umfjöllun á plötu, en góð sala.) Hallur Ingólfs- son er ágætt dæmi um mann sem lagt hefur mikið á sig við sköpunarverk sín, ytra sem innra, en e.t.v. ekki uppskor- ið alveg eins vel og vonast var til og hann hefði átt skil- ið. Árið 1992 var Hallur fremstur í flokki í hljomsveit- inni Bledding Volcano, sem sendi frá sér ansi athyglis- verða plötu, Damcrack. Með frekari þróun og manna- breytingum varð Bleeding Volcano að annarri sveit, Þrettán, þar sem Hallur var sem fyrr potturinn og pannan. Kom frá Þrettán platan Salt á síðasta ári, sem tvímælalaust var ein sú metnaðarfyllsta á ytra sem innra borði, sem út kom á ár- inu, þrátt fyrir að vera ekki unnin við bestu aðstæður. Þrátt fyrir sitt metnaðarfulla og kröftuga rokk (sem af svipuðu tagi hefur reynst svo kjörið til vinsælda á síðustu árum) sem birtist á bæði Damcrack og Salt, urðu ein- tökin aðeins um nokkur hundruð sem seldust af hvorri plötu hérlendis. Nú hins vegar gætu þó hlutirnir eitthvað vera að snúast Halli í hag, ef að líkum lætur. Upphefð í útlöndum 1. september kom platan Salt með Þrettán út á Benelux- svæðinu og er nú að koma líka út í Bretlandi á næstunni. Hafa þær fréttir nú borist frá Belgíu að eitt helsta neðan- jarðarrokkritið þar, hafi fjallað um plötuna og gefið henni þá bestu einkunn sem það hefur gefið nokkurri plötu það sem af er árinu. Staðfestir þetta álit m.a. Poppsíðu Dags á plötunni og má telja líklegt að þessi hrifning belgíska ritsins, sem kemur víst út í 37.000 eintökum, muni ýta vel undir söluna á henni. Það er síðan aldrei að vita nema að hjólin fari að snúast hér heima líka með útgáfu nýju plötunnar, Serpentyne, sem leit dagsins ljós á föstudag- inn var, hinn 13. Það er sem sagt ekki nóg með að hljóm- sveitin nefnist Þrettán, held- ur kemur platan sem sagt út á þrettánda degi mánaðar og inniheldur 13 lög. Ef umsjón- armanni Popps misminnir svo ekki, þá var það sama upp á teningnum með Salt, 13. maí kom hún út í fyrra og geymir hún 13 lög. Finnst þarna sjálfsagt einhverjum skýring- in vera komin á að ekki hafi gengið betur en þetta eins og fyrr var rakið. Það er hins vegar ástæða til að vísa slíku bulli á bug, því um ofurdellu frá Ameríku er að ræða. Svo er ekki, eins og áður sagði er farið að rofa til hjá Halli, a.m.k. utanlands. Hefur hann nú sett saman almennilega sveit í kringum gerð plötunn- ar, fjögurra manna, og er hún byrjuð að fylgja útgáfunni eftir. Hin margfræga söngkona Hole, eiginkona og síðan ekkja Kurts Cobain, Courtn- ey Love, slapp með vægan dóm þegar úrskurðað var í árásarkæru annarrar söng- konu, Kathleen Hanna í Bik- ini Kill, gegn henni. Var Co- urtney í dómnum, sem féll fyrir um hálfum mánuði, að vísu fundin sek og gert að sæta eins árs fangelsi vegna árásarinnar á Hanna, sem átti sér stað á tónleikastað við Seattle 4. júlí í sumar. En vegna þess hve Courtney var samvinnuþýð var gildistök- unni slegið á frest til allt að tveggja ára af dómaranum, þar sem söngkonan mun á þeim tíma gangast undir meðferð til að hemja og læra að hafa stjórn á skapsmun- um sínum. Takist það jafn- framt því að hún „haldi sig á mottunni", fellur dómurinn úr gildi. Vakti það athygli að dómarinn setti sig í föðurleg- ar stellingar þegar hann las hinni 32 ára Courtney sinn mildaða dómsboðskap. Sagð- ist hann vera að taka tillit til áfalls hennar vegna sjálfs- morðs Cobain og hún yrði að leita hjálpar til að ná sér fylli- lega af því. Þá yrði hún líka að gera sér betur grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgdi Courtney Love ásamt Kurt Cobain og dótturinni Frances þegar allt lék enn ílyndi. frægðinni og því, að hún væri móðir ungrar dóttur, sem mikillar umhyggju þyrfti með. Tók Courtney sem sagt þessum ráðleggingum vel og lofaði bót og betrun. Hins vegar sagði hún við blaða- menn eftir að dómsmálinu lauk í Washington, þar sem það fór fram skammt frá höf- uðstaðnum D.C., að hún væri ekki ein um sökina varðandi árásina á Hanna, en sín rök hefðu orðið undir. Uasi tiwssa' 'EpO©acBis^ Háværar raddir em nú uppi um það að Pearl Jam muni fyrir komandi áramót senda frá sér nýja plötu, þá fjórðu í röðinni. Um nafn hennar er ekki vitað, en það er vitað að þeir Eddie Vedder og félagar hafa á síðustu vikum unnið við fínpússningu á a.m.k. tíu lögum fyrir plötuna. Hefur þessi vinna m.a. farið fram í hljóðveri í Chicago, þangað sem þeir héldu í sumar eftir að tónleikaferð þeirra um Bandaríkin fékk snöggan endi af ýmsum ástæðum. Þeirra helst var stríðið sem Pearl Jam átti í við helsta sölu- og miðadreifingaraðil- ann í Bandaríkjunum, Tic- ketMaster, vegna verðlags- ins, sem hljómsveitinni þótti vera allt of hátt fyrir aðdá- endur sína. Ekki er vitað með vissu hvernig því stríði lykt- aði, nema hvað að Pearl Jam hefur nú ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í sumar, með nokkrum tón- leikum í næsta mánuði. Það mun síðan líka vera í deigl- unni, eins og reyndar haldið hefur verið fram frá því að Mirror Ball kom út í sumar, að tónleikaplata með Pearl Jam og Neil Young saman, komi út áður en árið er liðið. Á þetta að vera „kvittun" fyrir þátttöku Pearl Jam á Mirror Ball, svo bæði útgáfa þeirra, Epic og Reprise, útgáfa Yo- ungs, gætu unað glaðar við sitt. Ef og þegar af útgáfu tónleikaplötunnar verður, munu á henni vera upptökur frá tónleikum sem Pearl Jam og Neil Young hóldu í Dublin, deginum áður en stóra stund- in á Readinghátíðinni rann upp. í ofanálag hafa svo ein- stakir meðlimir áfram ýmis járn í eldinum, m.a. hefur Vedder hug á að sögn að taka upp lag eftir hinn sér- staka Captain Beefheart.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.