Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1995
KA-ÞÓR:
Texti: Auður Ingólfsdóttir
Oft hefur verið heitt í kolunum ntiíli íþróttafélag-
anna tveggja á Akureyri, KA og Þórs. Komið hef-
ur fyrir að rígurinn milíi félaga vœri svo mikill að
brekkusniglamir í KA og þorparamir í Þór hafi
varla getað talast við. Þó er mjög misjafnt hversu
alvarlega menn taka íþróttimar og leikinn milli
féíaganna. Dagur hafði samband við nokkra
unga og gamla Þórsara og KA-menn og kannaði
hvort þeim fyndist rígurinn vera að aukast eða
minnka, hvort hverfaskiptingin hafi alltafverið
með sama sniði o.fl. Flestir töídu að rígurinn vceri
á undanhaldi énþað vakti athygli blaðamanns að
yngsti viðmcelandinn var sá eini sem taldi að svo
vceri ekki. Hvort skýringin er sú þeir yngri hafi
ekki samanburð eða að þeir eldri mýkist með
aldrinum skal ekki dcemt um hér.
Rjgurinn var meirí áður
Formenn KA og Þórs, Sigmundur Þórisson og Aöalsteinn Sigurgeirsson.
Aðalsteinn telur að ef
rígurinn sé innan velsæmis-
marka geti hann verið já-
kvæður upp á samkeppni.
„En hjá sumum gengur þetta út í
öfgar og það finnst mér leiðin-
legt.“ Um hverfaskiptinguna seg-
ir Aðalsteinn að honum finnist
hún ekki eins afgerandi og hún
hafi verið undanfarin ár. Það sé
t.d. orðið meira um að fólk skipti
um félag en minna hafi verið um
slíkt áður.
Sigmundur segir að alltaf sé
eitthvað um að einhverjir af
Brekkunni fari út í Þorp á æfing-
ar og öfugt og hafi foreldrar oft
áhrif. Yfirleitt sé þó valið að æfa
með því félagi sem hefur aðsetur
í hverfinu sem fólk býr í. í meist-
araflokknum sé hins vegar orðið
algengara en áður að skipt sé um
Núverandi formenn Þórs og
KA eru þeir Aðalsteinn
Sigurgeirsson, sem er for-
maður Þórs, og Sigmundur
Þórisson, formaður KA.
Þeir eru báðir sammála um
að viss rígur sé milli þess-
ara féiaga en hann hafi þó
verið meiri áður. „Inni á
veilinum eru þetta stríðandi
fylkingar þó þeir sem vinni
í kringum þetta séu ekkert í
stríði frá degi til dags,“ seg-
ir Sigmundur.
félög. „Þar gilda önnur
lögmál en í yngri flokkun-
um og eitthvað eiga pen-
ingar þar hlut að máli. En
ég hugsa að rtgurinn sé
mestur á því sviði sem
bæði félögin tefla fram
liði eins og f knattspym-
unni og handboltanum.
Þórsarar eru ekki með
blak og við ekki með
körfu þannig að þar er ríg-
urinn ekki til staðar," seg-
ir Sigmundur.
Báðir formenn félag-
anna segja að hugsanlega
mættu félögin vinna meira
saman en eitthvað sé þó um sam-
vinnu í ákveðnum málaflokkum.
„En auðvitað geta félögin ekki
unnið sameiginlega að uppbygg-
ingu á sínu svæði,“ segir Aðal-
steinn.
Svípað hjá
báðum félögum
Öm Viðar Amarsson spilaði með
KA í knattspymu sumurin 1988-
92 en skipti yfir í Þór þegar KA
féll í 2. deild og hefur spilað með
Þórsliðinu síðustu þrjú sumur.
„Þetta er ósköp svipað hjá báðum
félögum,“ segir hann um muninn
á því að vera í KA eða Þór.
Örn Viðar segir að á ýmsu hafi
gengið þegar hann skipti um félag
og hinir og þessir hafi reynt að
stilla honum upp við vegg. „Það
urðu samt engin leiðindi,“ segir
hann.
- Er algengt að menn séu að
skipta um félag?
„Þetta er orðið auðveldara nú
en var áður. Páll Gíslason skipti
t.d. um leið og ég og síðan skipti
Ormarr Örlygsson um félag. Áður
fyrr voru menn taldir ruglaðir ef
þeir voru að skipta um félag en
mönnum er auðvitað frjálst að
gera það sem þeir vilja.“
Öm Viðar telur að þó alltaf sé
einn og einn sem hatar hitt liðið,
og þannig menn finnist í báðum
liðum, sé rígurinn minni en hann
var og liðin séu farin að vinna
meira saman. „Rígurinn er alltaf
til staðar inni á vellinum þegar
liðin spila og stundum fylgja því
einhver skítköst en það er oftast
búið þegar leikurinn er búinn.“
Örn Viðar á árunum með KA en síðustu þrjú sumur hefur hann spilað
knattspyrnu með Þór.
Félagaskipti
þekktust
varlaþá
„Ætli andinn hafi
ekki verið svipað-
ur en kannski
voru harðari ein-
staklingar inn á
milli þó þeir séu
líka til núna. Svo-
lítið hefur þetta
samt þynnst út,
held ég, og orðin
minni harka þó
enn sé rígur milli
félaga,“ segir
Hermann Sig-
tryggsson, en hann var formaður
KA á árunum 1957-63.
Hermann segir að hverfaskipt-
ingin hafi ekki verið nærri eins
mikil á þessum tíma því seinna
hafi félögin byggt upp með
hverfaskiptingu í huga. „Á þess-
um tíma var knattspyrnuráð IBA
með lið og margir sameinuðust
um það bæði úr KA og Þór. Það
þjappaði félögunum saman en
ekki voru þó allir sammála um að
félögin ættu að vera saman með
lið. Það verður að segjast eins og
er að á meðan ÍBA-liðið var og
hét þynntist meistaraflokkshópur-
inn mjög mikið en breikkaði síðan
aftur þegar félögin fóru aftur að
vera með sitt hvort lið. Reyndar
finnst mér þessi hópur hafa þynnst
aftur af heimamönnum eftir að fé-
lagaskipti urðu algengari en fé-
lagaskipti þekktust varla þá miðað
við það sem nú er. Menn voru
bara í sínu félagi og létu gott og
illt yfir sig ganga.
Þeir menn sem skiptu um félög
voru litnir homauga en nú er það
talið eðlilegt og sjálfsagt að skipta
um félag. Kannski voru menn í
gamla daga harðari félagsmenn þó
enn sé hópur í hvoru félagi fyrir
sig sem er þessi sami harði
kjami.“