Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. október 1995 - DAGUR - 7 Of dýrt að hafa tvö lið Gísli Bragi Hjurtarson: „Vissulega var oft tekist á um þessi félög viö matarborðiö hjá fjölskyldunni en það var bara til að hressa upp á andrúmsloftið.“ Uppeldió mistókst „Þetta er allt í einni kássu hjá mér. Uppeldið mistókst og börn- in lentu í KA,“ segir Gísli Bragi Hjartarson mæðulega en þó hálf- hlæjandi en sjálfur er Gísli Bragi mikill Þórsari. „Ég er ekki búinn að ná mér ennþá en þetta er eins og annað sem maður ræður ekki við. Þetta ræðst nú af því að við búum héma á brekkunni." Gísli Bragi á sex börn og þar af hafa tveir synir, þeir Alfreð og Gunnar, verið mjög áberandi í KA í gegnum árin. „Hjörtur, elsti sonur minn, var reyndar lengi vel í Þór og tvíburamir, Gylfi og Garðar, voru í sitt hvoru félag- inu. Þannig að það er svolítið jafnvægi í fjölskyidunni. Vissu- lega var oft tekist á um þessi fé- lög við matarborðið hjá fjöl- skyldunni en það var bara til að hressa upp á andrúmsloftið," seg- ir hann. Gísli Bragi keppti í mörg ár í hinum ýmsu greinum fyrir Þór. „Ég var m.a. unglingameistari ís- lands í þremur greinum í frjáls- um íþróttum þegar ég var 17 ára gamall. Eins var ég í knattspymu og á skíðum. Ég var líka í stjóm félagsins og starfaði mikið með Þór. Ég skynja minni ríg milli þessara félaga nú en þá, kannski vegna þess að ég var nær starfinu í gamla daga.“ - Lendir þú aldrei í klemmu með hverjum þú átt að halda? „Jú. ég verð að játa að þeir tímar koma sem þetta er svolítið erfitt. En hvað mig varðar er ég ekki eins harður í þessum málum og áður.“ - Þú ert bæjarfulltrúi á Akur- eyri. Oft hefur því verið fleygt að flokkurinn skipti ekki einungis máli hetdur líka í hvaða íþrótta- félagi menn séu í. Er eitthvað til í þessu? „Ég held nú ekki. Þetta er oft meira í nösunum á fólki og í starfi bæjarfulltrúa held ég að þeir líti ekki til þessa þegar þeir taka afstöðu til mála. Það er þá meira í gamni en alvöru þegar látið er að því liggja að félaga- sjónarmið ráði. Hitt er annað mál að sem bæjarfulltrúi geri ég mér góða grein fyrir mikilvægi íþróttafélaganna í bæjarfélag- inu.“ Valgerður Jóhannsdóttir er Þórsari og hefur tekið þátt í kvennaknatt- spymunni í fjölda mörg ár. Síð- ustu þrjú sumur hafa KA og Þór sameinast undir merkjum IBA í kvennaknattspyrnunni og segir Valgerður að það hafi gengið ágætlega að vera með sameigin- legt lið. „Auðvitað var samt skrýtið fyrsta árið, sérstaklega hjá okkur eldri sem voru búnar að keppa á móti hvor annarri í mörg ár. Hjá þeim yngri var þetta auðveldara. Þær höfðu margar verið saman í skóla, t.d. VMA eða MA og þekktust meira þannig að þær náðu saman mikið fyrr.“ Valgerður viðurkennir að í byrjun hafi verið rígur milli þeirra sem komu úr Þór og KA og sam- keppni um stöður. „Við vomm ekki alltaf sammála. En miðað við hve margir voru búnir að spá að þetta gengi aldrei upp hefur þetta ekki verið svo slæmt. Arangur Valgerður Jóhannsdóttir segir að vel hafi gengið að vera meö sameig- inlegt lið í kvennaknattspyrnunni. „Miðað við hve margir voru búnir að spá að þetta gengi aldrei upp hef- ur þetta ekki verið svo slæmt.“ liðsins hefur samt ekki verið betri en þegar liðin voru tvö, alla vega ekki ennþá. Hins vegar er orðið svo dýrt að halda uppi liðum og staðreyndin er sú að kvennaliðin fá minni peninga til umráða þann- ig að það gengi ekki upp fjárhags- lega að vera með tvö lið.“ Einhverjar stelpur hættu í fót- boltanum þegar félögin voru sam- einuð en Valgerður segir að eins og staðan var hefði þeim fundist þetta eini möguleikinn. Stelpumar eru áfram skráðar annað hvort í KA eða Þór en spila undir merkj- um ÍBA. En skyldi sameining lið- anna hafa haft áhrif á ríg milli fé- laganna? „Ég hef á tilfinningunni að rígurinn sé minni, að minnsta kosti það sem að mér snýr er miklu meiri samvinna og sam- gangur milli félaga. Við sem spil- um í IBA erum t.d. famar að vera í báðum félagsheimilunum. Ég á líka strák sem æfir með Þór en hann á samt félaga í KA og það er ekkert vandamál." Heiðmar Felixson er Þórsari á sumrin en spilar með KA á veturna Verð alltaf Þórsarí Heiðmar Felixson er nýlega farinn að spila með KA í handbolta en var áður í Þór. Hann segist þó áfram ætla að spila fótbolta með Þór, hann sé eldheitur Þórsari þótt hann spili handbolta meða KA. Heiðmar, sem er 18 ára, segir að sú ákvörðun að færa sig yfir til KA í handboltanum hafi verið sú stærsta hingað til. „Handboltinn er í lægð hjá Þórsurunum sem stend- ur en það var rosalega erfitt að yfirgefa þá. Það var heilmikið mál þegar ég ákvað að skipta og leið- inlegt að skilja við á þann hátt en vonandi eru menn búnir að jafna sig á þessu. KA-strákamir á æf- ingu segja við mig að ég sé ekki lengur Þórsari og eigi að vera eld- heitur KA-maður en Þórsaramir í fótboltanum spyrja hvort ég ætli ekki að fara að hætta þessari vit- leysu með einhverju KA-liði. En ég er Þórsari, það er á hreinu.“ - Hvemig gengur að einbeita sér að tveimur íþróttagreinum? „Skólinn situr ansi mikið á hakanum enda fylgja þessu miklar æfingar og ferðalög. Ég á mjög erfitt að gera upp á milli þessara íþrótta. Mér finnst þó skemmti- legra í fótbolta og tel mig vera betri þar. Ég ætla samt að sjá hvemig gengur í handboltanum í vetur og væntanlega kemur í ljós hvort ég á erindi þangað.“ Heiðmar er á því að rígurinn milli félaganna sé heilmikill. „Á æfingum hjá KA er t.d. oft verið að bauna á Þórsara því þeir em litla félagið í handboltanum. Mér finnst þessi rígur ekkert fara minnkandi. Eldheitir Þórsarar setja út á KA-menn og öfugt.“ Hverfaskiptingin kom um 1970 „Andinn milli liðanna var nokkuð misjafn eftir því hvemig gekk í fé- lögunum. Ef öðru félaginu gekk betur en hinu í einhverri grein var oft togstreita,“ segir Herbert Jóns- son, sem starfaði mikið með Þór á áratugnum 1960-70. Á þessum tíma fór mikil starf- semi fram undir merkjum ÍBA og segir Herbert að þegar krakkar voru að keppa saman undir merki ÍBA hafi lítið borið á ríg milli fé- laga. „Ég fór t.d. einu sinni sem fararstjóri í ferð erlendis til vina- bæjarins Vasterás og þar var eng- inn metingur hvort fleiri væru í KA eða Þór. Krakkarnir skildu að þeir bestu fóru. En metingurinn var meiri þar sem var samkeppni milli félaganna í ákveðnum greinum." - Var hverfaskiptingin mikil á þessum tíma? „Nei, hún var ekki til þá. Hverfaskiptingin kom þegar Þór fór að byggja úti í Þorpi og KA upp á Brekku. Þessi skipting fór að byrja í kring um 1970 og var alveg komin 1975. Á þeim tíma vissi ég um krakka sem áttu heima upp á Brekku og ætluðu að æfa með Þór en for- eldramir gáfust upp á að keyra.“ Herbert segist sjá mörg dæmi um það í dag að böm eða bamaböm gamalla Þórsara séu orðnir harðir KA-menn og öfugt. „Þetta fer eftir því hvar fólk býr og mér finnst það alveg sjálfsagt.“ Eitthvað var um að menn færu á milli félaga á þessum tíma ,segir Herbert, en aðallega til að komast í liðið og peningar komu þar hvergi nærri. „Það voru engir peningar í gangi þegar ég var í þessu starfi. En það hefur alltaf verið eitthvað um að menn væm að skipta um félög. Kannski er það meira áberandi nú því fjölmiðlar fjalla um það og eins virðast peningamál komin inn í þetta þó ég þekki það ekki.“ Herbert Jónssun starfaði mikið með Þór 1960-70.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.