Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. október 1995 - DAGUR - 5 Tuttugu ár frá kvennadegi Næstkomandi þriðjudag, þann 24. október, verða liðin 20 ár frá kvennadegi Sameinuðu þjóðanna, en þá tóku konur víða um land sig saman og lögðu niður vinnu til að vekja athygli á bágborinni stöðu kvenna í atvinnulífinu. Fyrir tíu ár- um síðan var leikurinn endurtekinn og margar konur mættu ekki til vinnu en í þetta sinn er ekki ætlun- in að hvetja konur til að taka sér frí. Dagsins verður þó minnst á Ak- ureyri með viðeigandi hætti því Menntasmiðjan mun hafa opið hús frá 9:00 til 15:00 og jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar stendur fyrir dag- skrá í Deiglunni klukkan 20:30 um kvöldið. Dagur hafði samband við tvær kjamakonur, þær Sæbjörgu Jóns- dóttur og Elínu Stephensen, til að forvitnast hvemig dagskrá kvenna- dagsins hafi gengið fyrir sig fyrir tuttugu árum og tíu árum. Hvemig var stemmningin, hver voru helstu baráttumálin og hvað hefur áunnist síðan þá? 1975 „Kvennafrídagurinn á Akureyri með glæsibrag" var fyrirsögin í Degi fyrir tuttugu ámm. Þennan dag lögðu konur niður vinnu og höfðu opið hús í Sjálfstæðishúsinu og mættu þar hátt á annað þúsund konur. Sæbjörg Jónsdóttir var í framkvæmdanefnd sem sá um skipulagningu á Akureyri og segir hún að dagurinn hafi verið stórkost- leg upplifun. „Stemmningin var mikil, ekki bara hjá konum heldur tóku margir karlar þátt í þessu líka. Þama voru bæði eldri konur og komungar. Við vorum með dagskrá í Sjallanum frá því snemma um morguninn og langt fram á kvöld og var fullt hús allan daginn." Sæbjörg segir að baráttumálin hafi ekki verið ósvipuð þeim sem nú eru efst á baugi. „Það vom jafn- réttismálin, dagvistunarmálin og launamálin. Ymsu hefur samt verið áorkað síðan þá og ég held að dag- urinn hafi haft geysileg áhrif. Kvennalistinn var t.d. stofnaður og Vigdís var kosinn forseti ekki mörgum árum seinna.“ 1985 Konur víða um land tóku sér frí frá vinnu 24. október 1985 í tiiefni þess að tíu ár voru liðin frá kvenna- deginum. I frétt sem birtist í Degi frá þessum atburði segir m.a. „Víða var atvinnustarfsemi lömuð vegna þessa og mikið var um að „grobb- geltimir" yrðu að taka að sér störf sem þeir sinna ekki að öllu jöfnu.“ Elín Stephensen var í farar- broddi við að skipuleggja daginn á Akureyri og segir dagskrána hafa gengið vel. „Aðsóknin fór fram úr okkar björtustu vonum. Við vorum með listsýningar, handavinnusýn- ingar og fleira í gangi. Við byrjuð- um á því að vera í Alþýðuhúsinu og héldum að salurinn þar myndi duga okkur. Þegar fór að líða á morguninn kom í ljós að konur voru famar að snúa frá vegna mik- ils fjölda og um hádegi tókst okkur að útvega Sjallann og vorum með dagskrá þar líka og var fullt allan daginn á báðum stöðum. Þátttakan var gífurleg." Fyrir Elínu er dagurinn 1985 ekki síður ógleymanlegur en kvennadagurinn árið 1975 enda var hún meiri þátttakandi í seinna skiptið. Hún segir þó að það hafi ekki sömu áhrif að endurtaka hlut- ina og því hafi áhrifin ekki verið jafn víðtæk og tíu árum áður. „En ég er ekki í vafa um að dagurinn hafði áhrif og hann skerpti sam- stöðu kvenna." Launamálin voru sá kjaraþáttur sem var lögð mest áhersla á og þykir Elínu miður hve lítið hafi þokast í þeim málum. „Mér finnst skelfilegt hvað lítið hefur miðað.“ 1995 Tuttugu ára afmælis kvennadagsins verður minnst á Akureyri með dag- skrá í Menntasmiðjunni og í Deigl- unni. Menntasmiðjan er dagskóli fyrir konur án launaðrar atvinnu og er þetta annað árið sem hún er starfrækt. A þriðjudaginn verður þar opið hús frá klukkan 9:00 til 15:00. Unnið verður samkvæmt stundarskrá þennan dag og áhuga- sömum er velkomið að fylgjast SasrssBK' ***}&!Sr__— á *** 1 vVjí 'ðmx&r- ■ iEíSsstg Þessi mynd birtist í Degi fyrir tíu árum síðan þegar akureyrskar konur fjölmenntu á dagskrá í tilefni þess að áratug- ur var liðinn frá kvennadeginum. með kennslunni. Konumar munu sækja tíma í íslensku og eins verð- ur fyrirlestur um jóga á Islandi, ein- faldar æfingar verða sýndar og gildi jóga rætt. Eftir hádegi verður áherslan lögð á handverk og mynd- list í þjóðlegum stfl. Gestum á opnu húsi verður boðið upp á kaffi, kleinur og jólaköku. Dagskráin í Deiglunni byrjar klukkan 20:30 og þar kennir ým- issa grasa. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjómar, flytur pistil þar sem hún ræðir m.a. um hvaða veganesti hún hafi komið með heim frá Kína, Aðalheiður Sigur- sveinsdóttir verður fulltrúi ungu kynslóðarinnar og flytur erindi urn hvemig kvennabaráttan hefur mót- að líf hennar og Guðrún Agnars- dóttir, læknir og fyrrverandi alþing- iskona, mun einnig flytja ræðu. Dagskráin einskorðast ekki við ræður því Rósa Guðný Þórsdóttir, leikkona, les örlitla ævisögu venju- legrar konu sem þær Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikstjóri, og Ragnhildur Vigfúsdóttir, fræðslu- og jafnréttis- fulltrúi, hafa samið. Inn á milli at- riða verður síðan saga kvennabar- áttunnar rifjuð upp í tónum og tali en tónlistarflutningur er í höndum Helgu Bryndísar, píanóleikara og Ragnheiðar Olafsdóttur ásamt stúlknakór úr MA. Það er því von á líflegri kvöldstund í Deiglunni á þriðjudaginn. Konur em að sjálf- sögðu hvattar til að fjölmenna og áhugasamir karlmenn eru einnig velkomnir. AI 80 ára Sjallanum 28. okt. HIMH Náttúru- verndar- merkí 1995 Ut er komið fimmta náttúruvernd- armerki Náttúruverndarráðs. Á merkinu er mynd af hávellum með Snæfellsjökul í baksýn. Myndin er eftir enska listakonu, Hilary Burn. Hún hefur m.a. unn- ið við að myndskreyta handbækur með dýramyndum. Allur ágóði af sölu merkjanna og eftirprentanir, sem einungis eru prentuð í 200 eintökum, renn- ur til Friðlýsingarsjóðs Náttúru- verndarráðs sem stofnaður var ár- ið 1974. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að fræðslu um náttúruvernd og auðvelda friðlýsingu lands. Náttúruvemdarmerkið og eftir- prentunin er til sölu á skrifstofu Náttúruverndarráðs, Hlemmi 3, 105 Reykjavík. Rjúpnafjöld í Hrísey Óvíða una rjúpur sér betur en í Hrísey, enda er þar sannkallað kjörland þeirra. Þessa mynd tók blaðamað- ur Dags á ferð sinni í eynni fyrir skemmstu og undi rjúpnahópurinn sér afar vel í nágrenni kirkjunnar og lét sér hvergi bregða þrátt fyrir mannaferðir. Mynd: sígurður Bogi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.