Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 9

Dagur - 21.10.1995, Blaðsíða 9
Laugardagur 21. október 1995 - DAGUR - 9 Bragi Sigurjónsson: „f þessari síðustu bók minni eru mörg Ijóð þar sem ég er að velta fyrir mér lífinu og tilverunni. Ég býst ekki viö að öllum líki það að ég dreg í efa hvort nokkur Guð sé til eða hvort nokkuð annað líf sé til.“ Mynd: AI Bækur frá Braga Sálarháski Komdu, nei, komdu ekki, komirðu verður mér allr sem ég á og þekki í uppnámi fyrir þér. Vertu, nei, vertu ekki, verðirðu gerist mér allt sem ég ann og þekki einskisvert hjá þér. Farðu, nei,farðu ekki, farirðu trúðu mér yndi alls sem ég þekki yrði á hurt með þér. Höfundur: Bragi Sigurjónsson Ljóðabækur seljast á löngum tíma Þegar sól lækkar á lofti og nær dregur jólum, tekur íslensk bókaútgáfa kipp og nýir titlar streyma fram á markaðinn. í byrjun nóvembermánaðar er von á tveimur nýjum ljóðabókum eft- ir Braga Sigurjónsson. I annarri bókinni eru frumort ljóð og heit- ir bókin Misvœg orð. Hin bókin er þýdd ljóð og ber heitið Af er- lendum Tungum II. Sú fyrri er 10. ljóðabók Braga en hin síðari er önnur bók þýðinga hans. Bragi Sigurjónsson er uppalinn á Litlu-Laugum í Reykjadal en hefur búið á Akureyri frá árinu 1944. Bragi hefur fengist við eitt og annað um ævina. Hann kenndi lengi við Gagnfræðaskólann á Ak- ureyri, vann við tryggingar hjá bæjarfógeta og var útibússtjóri við Utvegsbankann svo eitthvað sé nefnt. Einnig var hann alllengi í bæjarstjóm Akureyrar fyrir Al- þýðuflokk og sat á þingi um skeið. En það eru ljóðin hans Braga sem eru umtalsefnið í þessu viðtali. Viðmótið sem blaðamaður fær, þegar hann bankar upp á hjá Braga í Bjarkarstíg 7, er einkar þýðlegt og yfir heimilinu er ein- hver hljóðlát kyrrð. „Fyrsta ljóða- bókin mín kom út árið 1947 og sú sem er nú væntanleg er 10. í röð- inni. Nafn bókarinnar, Misvæg orð, felur í sér að ég legg kannski ekki mikla alvöru í sumt sem ég segi,“ segir Bragi hæversklega. Hefur þörf fyrir að yrkja Bragi segir ljóðagerðina hafa fylgt sér frá því hann var ungur maður og hann hafi alltaf ort talsvert. „Það má segja að þetta sé eins konar árátta eða þörf.“ Bragi segist ekki viss hvort áhugi á ljóðum sé dvínandi hér á landi. „Stundum rekst ég á fólk sem mér dettur ekki í hug að hafi áhuga á ljóðum en kemst síðan að því að það fylgist vel með. Eg býst við að þjóðin í heild hafi heldur minni áhuga á ljóðum en var. En ég vil þó ekki fullyrða það.“ - Eru einhver sérstök yrkisefni þér hugleiknari en önnur? „Ég hef ort mikið um náttúru landsins og líka nokkuð af sögu- kvæðum. í þessari síðustu bók minni em mörg ljóð þar sem ég er að velta fyrir mér lífinu og tilver- unni. Ég býst ekki við að öllum líki það að ég dreg í efa hvort nokkur Guð sé til eða hvort nokk- uð annað líf sé til.“ I bókinni, Af erlendum tungum II, hefur Bragi þýtt ljóð úr ensku, dönsku, norsku og sænsku. „Árið 1990 gaf ég út Af erlendum tung- um og þessi bók kemur í fram- haldi af þeirri bók,“ segir Bragi. Ljóðaþýðingar segir hann mjög ólíkar því að fmmsemja ljóð en engu að síður sé mjög skemmti- legt að fást við þýðingar. „Það er gaman að reyna að ná sömu hugs- un og frumhöfundurinn er með og finna réttu orðin til að túlka það sem hann vill segja. Ég hef alltaf haft gaman af að ráða krossgátur og þetta minnir ofurlítið á það.“ Bragi kostar útgáfuna á bókunum sjálfur en Ásprent sér um vinnslu og dreifingu. „Þó að það fari leynt er algengt að ljóðahöfundar verði sjálfir að kosta sínar útgáfur. Ljóðabækur seljast ekki í stóm upplagi, nema hjá höfundum sem eru mjög rómaðir, og eins seljast þær á dálítið löngum tíma. Þannig að útgefendum er alls ekkert keppikefli að gefa út ljóðabækur með það í huga að græða á þeim, enda yrði það vonlítið verk.“ Auk ljóðagerðar hefur Bragi gefið út ýmis önnur ritverk. Hann var t.d. ritstjóri ritsafnsins Göngur og réttir, sem er verk í fimm bind- um og hefur komið út í tvígang, gaf út tvö smásagnahefti og tók saman bókina Skapti í Slippnum. Síðasta bók Braga, Þeir létu ekki deigan síga, kom út 1992 og fjallar um kunna síldarútgerðar- menn á Akureyri. Bragi hefur samið ljóð og unn- ið að öðrum ritstörfum í marga áratugi. Á þeim tíma hefur orðið bylting í tæknimálum en hann segist þó halda tryggð við ritvél- ina sína og er ekki á leiðinni að fá sér tölvu. „Reyndar skrifa ég ljóð- in ævinlega fyrst með penna. Ég er lengi að vinna hvert kvæði, breyta því og reyna að bæta. Ég fer stundum suður í Kjamaskóg að ganga og oft verða hugmyndir af kvæðum til þar en ég vinn þau síðan héma heima." AI Taktu þér tíma Taktu þér tíma, tak hann á bak þér ogfinn, hve þungur hann er. Farðu varlega með hann, hann kveinkar sér, róaðu hann. Svalt herbergið andar, blómaangan liðinna ára liggur í loftinu, þú dokar við, og dag einn er tíminn horfinn og herbergið er autt. Höfundur: Bo Carpelan Þýðing: Bragi Sigurjónsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.