Dagur - 01.12.1995, Page 3

Dagur - 01.12.1995, Page 3
Föstudagur 1. desember 1995 - DAGUR - 3 FRÉTTIR Lögreglumaöur á Blönduósi: Forstöðumaður gæslusveitar á ÓL í Atlanta Þór Gunnlaugsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Biönduósi, verður einn 22ja íslenskra lög- reglumanna, sem valdir hafa verið sem forstöðumenn gæslu- sveita á Olympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum, sem haldnir verða næsta sumar. Þór hefur áður starfað við gæslustörf af svipuðu tagi, meðal annars hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og friðargæslusveit- um í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs. „Við erum 22 yfirmenn úr ís- lensku lögreglunni sem förum. Flestir koma úr Reykjavík eða frá RLR. Þá fara í þetta verkefni tveir varðstjórar á Isafirði og ég, sem er er hinn eini sem fer af Norðurlandi. Starf okkar er að hafa yfjrumsjón með allri örygg- isgæslu á leikunum - og sérstak- lega var leitað að lögreglumönn- um sem reynslu hefðu af þyrlu- flugi, fíkniefnaleit og vopaleit," sagði Þór. Hann tók frant að hinir íslensku lögregiumenn væru óvopnaðir við störf sín. Hann sagði jafnframt þetta starf ólaun- að - og meira að segja yrðu lög- reglumennimir sjálfir að greiða fyrir farmiðann. Þór segist þurl'a að fara í gegnum talsvert af námsefni þessu viðvíkjandi, áður en hann fer utan til starfa t júlíbyrjun á næsta ári. Heim kemur hann þann 6. ágúst. „Mér finnst það góður vitnisburður unt okkur, ís- lenska lögreglumenn, hve margir komast í þetta, miðað við höfða- tölu íslensku þjóðarinnar. Alls eru þúsund lögreglumenn ráðnir. Reyndar tel ég að á heimsvtsu séum við nokkuð hátt skrifaðir fyrir örugg gæslustörf á leiðtoga- fundum, sem hér á íslandi hafa verið haldnir," sagði Þór. -sbs. Húsgögn í Glerárgötu 26: Akureyrarbær velur íslenskt Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í gær afstöðu til þeirra þriggja tilboða sem borist höfðu í húsgögn fyrir Glerárgötu 26, þar sem ýmsar stofnanir á veg- um bæjarins verða til húsa. Tek- ið var tilboði frá Tölvutækjum- Bókval/Á. Guðmundssyni, sem buðust til að mubla upp hús- næðið fyrir 1.887.860 krónur. Það er um 70,11% af kostnaðar- áætlun, sem var tæpar 2,7 millj- ónir. Húsgögnin sem um ræðir eru innlend framleiðsla, smíðuð hjá Á. Guðmundsson húsgagnafram- leiðsla í Kópavogi. Þau á að af- henda 15. desember nk. Húsgögnin eru ætluð fyrir þær stofnanir sem verða eða eru komnar í Glerárgötu 26. Vinnu- miðlun flutti fyrir nokkru síðan á fyrstu hæð hússins. Á annarri hæð verða íþrótta- og tómstundafull- trúi, skóla- og menningarfulltrúi og leikskólafulltrúi og er flutning- ur þessara stofana áætlaður 1. mars. Á 3. hæð verður félagsmála- stofnun til húsa og flutningur hennar mun eiga sér stað einhverjum dögum áður en hús- gögnin verða afhent, þannig að fólk verður að komast af án þeirra fyrstu dagana. HA Borgarbíó á Akureyri: Miðapantanir í gegnum Internetið Borgarbíó á Akureyri býður nú, fyrst íslenskra kvikmyndahúsa, miðapantanir í gegnum Inter- netið, auk þess sem kvikmynda- áhugafólk getur nú fylgst með dagskrá bíósins á heimasíðu þess. Að sögn Jóhanns Norðfjörð hjá Borgarbíói var bíóið á sínum tíma frumkvöðull kvikmyndahúsa í tengingu við Intemetið og hefur um nokkum tíma boðið á heima- síðu sinni tengingu við kvik- myndavefi um allan heim, s.s hjá kvikmyndafyrirtækjum og kvik- myndatímaritum, sem og við vef- síður leikara. Þá er einnig hægt að kalla fram sýnishom úr nýjum og gömlum kvikmyndum eða um- sagnir um þær. Þetta er þó aðeins lítið brot af því sem Veraldarvef- urinn býður upp á. Með því að birta á heimasíðu dagskrá bíósins, sem og bjóða upp á miðapantanir í gegnum netið, segir Jóhann að þjónustan við kvikmyndaáhugafólk sé víkkuð út enn frekar samhliða stigvaxandi notkun Intemetsins. íslenska menntanetið hýsir heimasíðu Borgarbíós og er net- slóðin: http://www.is- mennt.is/fyr-stofn/borgar- bio/grunn.html JÓH Hrossaræktarsamband Skagafjarðar: Vill selja stóðhestinn Asa - ekkert formlegt tilboð borist Hrossaræktarsamband Skaga- fjarðar hefur ákveðið að selja stóðhestinn Asa frá Brimnesi og er hann auglýstur til sölu í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. „Það hefur ckkert formlegt tilboð borist okkur enn, en menn eru að spyrja og spjalla,“ sagði Bjarni Maronsson á Ásgeirs- brekku, formaður sambands- ins, í samtali við Dag. Bjarni Ásgeirsson segir Asa hafa í meðaleinkunn 8,29, það er 8,28 fyrir byggingu og 8,30 fyrir hæfileika. Það teljast al'ar góðar einkunnir og almennt ef þær fara yfir 8,0. „Þessi hestur, sem er 11 vetra, er hvergi slakur í hæfileik- um og menn myndu gera mjög góð kaup í honum. Asa væri hægt að nota sem keppnishest ekki síður en sem stóðhest," sagði Bjami. Uppsett verð fyrir hestinn góða er 1,5 miilj. kr. Ástæðuna fyrir sölunni segir Bjarni Mar- onsson vera að margir stóðhestar séu nú í eigu og notkun á vegum Hrossaræktarsambands Skaga- tjarðar og nauðsynlegt sé að fækka þeim eitthvað. Einkum og sér í lagi sé notkunin lítil nú þeg- ar beðið sé el'tir að afkvæmi komist á legg. -sbs. lANCÖMt: Allir se/n kaupa Lancöme fara í lukkupott sem dregið verðttr nr á laugardag. COME í Amaro oglaugardag jMcJiaupaukcei Dæmi: Þú kaupir Lancome Rénergie 50 ml. Þá fylgir gkmlegt make-up box. Iþví eru tveir kinmlitir og þrír augnskuggar ásamt bustum. Lancðme Hydraprincipie 200 ml. Þá fylgir 7 ml Prímordiale krukka íjólabúningi. Lancome Trésor. Þá jylgir Trésor nœla íjlauelspoka og margt jleira LANCÖME-^É^ P A R I S miðstöð hagstceðra viðskipta meb félagsmannaafslætti

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.