Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. desember 1995 - DAGUR - 7 Reynslusveitarfélag: hvað er nú það? I. í maí á síðasta ári voru sett lög á Alþingi um reynslusveitarfélög. Með lögunum var sveitarfélögum gert kleift að taka að sér í tilrauna- skyni til 4 ára, ný verkefni eða verkefni sem áður voru á hendi ríkisins. Jafnframt því að viðkom- andi sveitarfélög geta reynt nýtt rekstrar- og fjármögnunarfyrir- komulag geta þau þróað nýjungar í stjómsýslu og fengið til þess undanþágur frá núgildandi lögum ef þörf krefur. Markmiðin með þessum tilraunum eru göfug: að auka sjálfsstjóm sveitarfélaganna, laga stjómsýslu þeirra betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúa og nýta betur fjármagn hins opinbera. Það er skýrt tekið fram í lögunum að til- raunimar mega ekki hafa í för með sér skerðingu á réttindum íbúanna né fela í sér auknar fjár- hagslegar byrðar fyrir þá. Það vill brenna við að þegar opinberir aðilar brydda upp á nýj- ungum í starfsemi sinni að beðið er með að skýra frá þeim á meðan gengið er frá óhnýttum endum. Þetta er ágætt svo langt sem það nær, en getur komið illilega niður á upplýsingastreymi til hins al- menna borgara. Við sem starfað höfum að undirbúningi verkefna fyrir Akureyrarbæ höfum að nokkru leyti fallið í þessa gryfju og er tilgangurinn með þessum skrifum að komast upp úr henni á ný. Það var strax mikill áhugi fyrir því að Akureyri yrði reynslusveit- arfélag. Skipuð var framkvæmda- nefnd sem annast skyldi umsóknir og framkvæmd verkefna. Snemma á þessu ári varð til heilmikill hug- myndabanki eftir að nefndin aug- lýsti eftir tillögum frá bæjarbúum, nefndum og starfsmönnum bæjar- ins. Upp úr þessum hugmynda- banka urðu til 8 umsóknir um til- raunaverkefni. Þessar umsóknir voru sendar verkefnisstjóm reynslusveitarfélaganna og hafa öll verið unnin áfram. Sótt var um að gera tilraunir með nýbreytni í eftirtöldum málaflokkum: í þjón- ustu við aldraða, í þjónustu við fatlaða, á sviði menningarmála, félagslegra húsnæðismála, starf- semi byggingafulltrúa, starfsemi skipulagsdeildar, þjónustu við at- vinnulausa og svo loks heima- verkefni: bætt skilvirkni bæjar- kerfisins og bætt samskipti við bæjarbúa. Þessi verkefni snúast alls ekki öll um verkefnatilflutn- ing, heldur einnig um breytta og bætta starfshætti. Hér á eftir og í annarri grein um sömu mál verður stiklað efnislega á hverri umsókn fyrir sig. II. Sótt var um rammafjárveitingu til að sinna þjónustu við aldraða á Akureyri, undanskilin er sú þjón- usta sem Fjórðungssjúkrahúsið veitir. Markmiðið með þessu er að fá tækifæri til að færa fé frá stofn- anaþjónustu yfir til opinnar þjón- ustu. Þetta þýðir að rýmum fyrir aldraða. á stofnunum Akureyrar- bæjar verður fækkað, eða í.þ.m. ekki fjölgað, en á sama tíma verð- ur heimilisþjónusta efld. I upphaf- legri umsókn bæjarins var gert ráð fyrir að heimahjúkrun, sem heilsu- gæslustöðin á Akureyri rekur, færðist undir rekstur Akureyrar- bæjar. Markmiðið var að fá tæki- færi til að efla heimahjúkrun og heimilisþjónustu samhliða. Að öðrum kosti gæti Akureyrarbær einungis eflt heimilisþjónustuna, slíkt kallaði á aukningu í heima- hjúkrun, sem engin trygging væri fyrir. Samningar um þetta verk- efni gengu lengst af vel og heil- brigðisráðuneytið kom til móts við óskir bæjarins. Nú hafa hins vegar komið í ljós af hálfu ríkisins tæknilegir erfið- leikar við flutning heimahjúkrunar frá heilsugæslustöðinni. Unnið er að því að finna leið til þess að samningurinn megi ganga upp og sú hugmynd verið reifuð að Akur- eyrarbær taki að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar allrar. Verði sú leið farin, kostar það nokkra yfirlegu og frekari samn- inga. Verkefni án skýrra mark- miða koma ekki til greina. III. Sótt var um að taka yfir þá þjón- ustu sem Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra hefur veitt. Umsóknin var bundin við Eyjafjarðarsvæðið, en komið hefur til tals að hugsanleg skólaskrifstofa á Húsavík þjónusti fatlaða búsetta þar og austar. Meginástæða þess að þjónustu- svæðið var takmarkað með þess- um hætti er landfræðileg; fjar- lægðir frá Akureyri gera það að verkum að heppilegra væri að fatl- aðir ættu sér fulltrúa á Húsavík. Markmiðið með umsókninni er að fá tækifæri til að flétta saman þjónustu svæðisskrifstofunnar og félagslega þjónustu á vegum Ak- ureyrarbæjar. Með því yrði mest- öll þjónusta við fatlaða á einni hendi og kostur á að veita þeim og aðstandendum þeirra heildstæðari og betri þjónustu. Ráðgjöf og að- stoð yrði samræmd og þannig komið í veg fyrir hugsanlegan tví- verknað. Samningar um þessa þjónustu gengu treglega lengi vel, ástæðan var fjármögnun. Akureyr- arbær vildi fá tryggingu fyrir því að geta staðið vel að verkefninu og sá í raun ekki ástæðu til þess að taka við því ef hann yrði seldur undir sök venjulegs fjárlaganiður- skurðar þau 4 ár sem tilraunin skal standa. Ef gera ætti tilraun sem eitthvað yrði að marka og gæti þýtt mikla einföldun á flóknum málaflokki yrði að tryggja henni nokkurt fjárhagslegt svigrúm. Nú er útlit fyrir að ráðuneyti og bær- inn nái sameiginlegri niðurstöðu um fjármálahliðina og þar sem ekki er ágreiningur um hugmynd- ina er gott útlit fyrir að af þessum flutningi verði. Það skal tekið fram að hugsan- leg hagræðing sem næðist í ofan- greindum málaflokkum skal notuð til að efla þjónustuna enn frekar: meiri þjónusta fyrir sama fé. Ef af tilraunum verður í þeim tveimur málaflokkum sem ég hef nú gert grein fyrir, þýðir það í peningum talið flutning á þjónustu fyrir um 600 milljónir króna og því um stórar og metnaðarfullar tilraunir að ræða. IV. Akureyrarbær sótti um rammafjár- veitingu til menningarmála. Þann- Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Lögin um reynslusveitar- félög gefa kost á ýmsum nýjungum í starfsemi sveitarfélaga og í sam- skiptum þeirra og ríkis. Ekki er um það að ræða að ríkið færi einhliða verkefni til sveitarfélag- anna, heldur sækjast þau eftir verkefnum sem þau telja að falli að sínum rekstri. ig fengi bærinn í hendur það fé sem ríkið veitir til menningarstarf- semi tengdri Akureyrarbæ, en skipti því síðan upp meðal aðila í bænum. Lögð hefur verið áhersla á að ekki verði um óbreytta fjár- hæð að ræða, að veitt verði svig- rúm til breytinga og aukinnar starfsemi, enda lítill tilgangur í því að Akureyrarbær taki að sér að skipta fjármagninu með sama hætti og ríkið hefur gert. Þannig hefur Akureyrarbær viljað að bænum verði gert kleift að upp- fylla lagaskyldu Amtsbókasafns- ins svo eitthvað sé nefnt. Á móti gefst menntamálaráðuneytinu tækifæri til að koma nokkuð ör- uggum böndum á framlög sín til menningarmála á Akureyri. Við- ræður um þessa umsókn hafa gengið hægt, en búist við að nið- urstaða fáist í desember. Þá var stungið upp á því að menntamálaráðuneytið, atvinnu- leysistryggingasjóður og Akureyr- arbær gengju til samstarfs um fomleifarannsóknir að Gásum norðan Akureyrar. Lítið fé hefur verið sett í varðveislu fomminja ef marka má orð fomleifafræðinga og yfirleitt aðeins ef brýna nauð- syn hefur borið til eins og þegar grafið er fyrir nýjum húsum og þess háttar. Með þessu verkefni er bryddað upp á nýjung í þessum efnum þar sem sveitarfélag kemur að verkinu. Ástæða þess að Akur- eyrarbær er tilbúinn til þess ama er þríþætt: að varðveita fomminj- ar, skapa áhugaverðan nýjan stað fyrir ferðamenn og skóla á Akur- eyri og síðast en ekki síst skapa atvinnulausum verkefni sem ekki er í samkeppni við annað á vinnu- markaði, en hefur samt sem áður Þórgnýr Dýrfjörð. Fyrri grein skýran tilgang. Þjóðminjavörður og þjóðminjaráð hafa tekið þess- um hugmyndum vel, en nú er kannað hvort unnt sé að útvega fé til verksins. Auk þessa tveggja tilrauna á sviði menningarmála, er lagt til að gerður verði samningur milli Þjóðminjasafnsins og Minjasafns- ins á Akureyri um stöðu minja- varðar fyrir Eyjafjarðarsvæðið en heimild er til þess í þjóðminjalög- um. Þá hafa komið fram hug- myndir um að iðnminjasafn verði staðsett á Akureyri, en varðveisla ýmissa slíkra minja er þegar hafin á Akureyri á vegum einkaaðila. V. Eg hef nú stuttlega reifað í hverju þrjár af átta tilraunum reynslu- sveitarfélagsins Akureyri eru fólgnar. Eins og sjá má eru þær misflóknar og fela í sér mismikinn verkefnatilflutning. Lögin um reynsiusveitarfélög gefa kost á ýmsum nýjungum í starfsemi sveitarfélaga og í samskiptum þeirra og ríkis. Ekki er um það að ræða að ríkið færi einhliða verk- efni til sveitarfélaganna, heldur sækjast þau eftir verkefnum sem þau telja að falli að sínum rekstri. Breytingar sem fylgja í kjölfarið kalla á breytingar á deildaskipu- lagi, verklagi og hlutverki bæjar- ins. Starfsmenn og stjómendur Akureyrarbæjar verða í sumum tilfellum að endurskoða gömul markmið starfsemi sinnar eða setja sér ný. Þetta síðast talda er aukageta þess að takast á hendur ný verkefni, en er ákaflega hollt stóru bæjarkerfi. Þau 5 verkefni sem út af standa í umfjöllun minni bíða annarrar greinar sem birtist í næstu viku. Þórgnýr Dýrfjörð. Höfundur er verkefnisfulltrúi hjá Akureyrarbæ. Nemendur Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavtkur flytja söngleíkinn JÓSEP eftír Tím Ríce og A.L. Webber í þýðíngu Þóraríns Hjartarsonar í Félagsheímílí Húsavíkur. Laugardagínn 2. desember kl. 20.30. Sunnudagínn 3. desember kl. 16 og 20.30. Mánudagínn 4. desember kl. 20.30. Stjómendur tónlístar: Hólmfríður Benediktsdóttir og Valmar Valjatos. Leíkstjóri: María Sigurðardóttir. Aðgangseyrir: 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrír skólafólk. Afgreibslutími í desember 1995 Laugard. 2. des. kl. 10.00-16.00 kl. 10.00-16.00 Laugard. 9. des. kl. 10.00-18.00 kl. 10.00-18.00 Laugard. 16. des. kl. 10.00-22.00 kl. 10.00-20.00 Sunnud. 17. des. kl. 13.00-17.00 kl. 13.00-17.00 Fimmtud. 21. des. kl. 10.00-22.00 kl. 8.00-18.00 Föstud. 22. des. kl. 10.00-22.00 kl. 8.00-20.00 Laugard. 23. des. kl. 10.00-23.00 kl. 10.00-23.00 Sunnud. 24. des. kl. 9.00-12.00 LOKAÐ Raflagnadeild kl. 10.00-16.00 kl. 10.00-18.00 kl. 10.00-22.00 kl. 13.00-17.00 kl. 9.00-22.00 kl. 9.00-22.00 kl. 10.00-23.00 kl. 9.00-12.00 Aftra daga er opið samkvæmt venju

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.