Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Föstudagur 1. desember 1995 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Ishokkímót á skautasvellinu Síðari hluti Gatorade-bikar- mótsins í íshokkí fer fram á Skautasvellinu á Akureyri um helgina en fyrri hluti mótsins fór fram í Reykjavík um síðustu helgi. Skautafélag Akureyrar, Bjöm- inn Reykjavík og tvö lið frá KA mætir Stjörnunni KA mætir Stjörnunni í 1. deild karla í blaki í kvöld og hefst leikurinn í KA-heimilinu kiukkan 20:30. Knattspyrna - KSI: Ársþingið í Reykjavík Ársþing KSÍ verður haldið á Scandie Hóteli Loftleiða um helgina. hingið verður sett á föstudaginn kl. 17 og lýkur á sunnudaginn. Meðal tillagna sem bomar verða fram á þing- inu cru breytingar á íslands- móti 3. og 4. aldursflokks, til- lögur lagðar fram um stofnun deildarbikarkeppni, breytingar á fjölda þingfulltrúa. í tengsl- um við ársþingið verður haldið málþing um dómgæslu og dómaramál undir yfirskrift- inni; „Hvað er eiginlega að þér dórnari?" Það verður haldið á laugardaginn og hefst kl. 13:15. Handbolti: Mikilvægir Beikir Þórs Þórsarar, sem tefla l'ram liði í 2. deild íslandsmótsins í hand- knattleik, eiga tvo mikilvæga leikí fyrir höndum í Reykjavík um næstu helgi, gegn Fylki, sem er í 4. sæti deildarinnar og gegn Fram, sem er í 2. sæti. Þórsarar eru nú í þriðja sætinu og mæla Fylki í kvöld klukkan 20 og leika síðan á laugardag- inn við Fram. Skautafélagi Reykjavíkur vom skráð til leiks. Ljóst er að yngra lið SR, sem hlaut eitt stig út úr fyrri umferð- inni, verður ekki með á mótinu um helgina, vegna próflesturs nokkurra keppenda. Hins vegar munu Golfklúbbur Akureyrar, SA og SR senda sameiginlegt lið sem keppir á mótinu sem gestir. SA hefur forystu í mótinu með 16 stig, SR hefur 13 stig og Bjöminn 4. Mótið hefst klukkan 11 í fyrra- málið með leik Bjamarins og SR- 2 og klukkustundu síðar hefst leikur gestaliðsins gegn SA. Leik verður síðan framhaldið til klukk- an 19 og keppnin hefst síðan að nýju klukkan 10 á sunnudags- morgun og áætlað er að henni verði lokið klukkan 14. Fylgst með af bekknum Kristinn Friðriksson, körfuboltamaður úr Þór, hefur þurft að fylgjast með félögum sínum af bekknum undanfarið vegna leikbanns og á mynd- inni fylgist hann spenntur með félögum sínum gegn íA í fyrrakvöld. Ekki hefur verið ákveðið hvort Kristinn verði í leikmannahópi Þórs sem mætir Skallagrími á sunnudagskvöldið. Mynd: BG Knattspyrna: Hlynur Birgisson •• afram hja Orebro Hlynur Birgisson mun leika áfram með sænska úrvalsdeild- arliðinu Örebro á næsta tímabili og klára þar með þriggja ára samning við félagið. „Ég er bjartsýnn og held ég sé betur á mig kominn líkamlega og andlega heldur en í fyrra. Ég var ekki í góðu formi f byrjun tíma- bilsins og það var hálfgerð brekka fyrir mig að reyna að vinna mér fast sæti í liðinu,“ sagði Hlynur. Hlynur fékk lítið að spreyta sig á síðasta tímabili en sagðist vera viss um að hann kæmi betur und- irbúinn til leiks í aprfl þegar deild- arkeppnin hefst en æfingar byrja á fullu hjá liðinu í janúar. Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Örebro frá síðasta tímabili, þrír leikmenn úr fastaliðinu eru farnir, þar af Hlynur Stefánsson til ÍBV. Þá hefur einn vamarmaður skipt yfir í annað félag og það ætti að gefa Hlyni meiri möguleika. Sigurður of dýr? „íslenskir leikmenn eru ekki á út- sölu“, var slegið upp í fyrirsögn í Kurien, dagblaði sem gefið er út í Örebro. Var þar vitnað til um- mæla Gunnars Sigurðssonar, for- manns knattspymudeildar ÍA í fyrradag, en sænska liðið hefur undanfarið borið víumar í Sigurð Jónsson, miðvallarleikmann ÍA. Formaðurinn sagði að það hefði tíðkast allt of lengi að sænsk lið hefðu fengið íslenska leikmenn á allt of góðum kjörum. Þjálfari Örebro liðsins sagðist síðan í blaðinu í gær vera svartsýnn á að Sigurður kæmi til liðsins. Iþróttamaður Norðurlands valinn af lesendum Dags - heppinn lesandi hreppir verðlaun frá Radíónausti Samkvæmt venju mun Dagur standa fyrir vali á íþróttamanni ársins á Norðurlandi í samvinnu við lesendur sína. Valið fer fram með svipuðu sniði og undanfarin ár, Iesendur fylla út seðilinn hér til hliðar og senda hann í pósti eða skila honum á afgreiðslu blaðsins eða í Verslunina Radíó- naust að Geislagötu 14 á Akur- eyri, sem veitir heppnum þátt- takanda í kjörinu glæsileg verð- laun. Lesendur skrifa nöfn fimm íþróttamanna á seðilinn ásamt þeirri íþróttagrein sem viðkomandi stundar. Gjaldgengir í kjörinu em þeir íþróttamenn sem stunda íþrótt sína á Norðurlandi og Norðlend- ingar sem stunda íþrótt sína annars staðar. Lesendur merkja seðilinn með nafni sínu, heimilisfangi og síma og til að tryggt sé að hægt verði að ná í þá, ef þeir skyldu verða dregnir út. Skilafrestur er til sunnudagsins 17 desember. Sigurður Sigfússon, verslunarstjóri í Radíónausti, með tækið góða sem einhver þátttakandi í valinu á Iþróttamanni Norðurlands hreppir. Sigurpáll Geir Sveinsson, kylf- ingur úr Golfklúbbi Akureyrar, varð fyrir kjörinu á síðasta ári en það var í tíunda sinn sem Dagur og lesendur blaðsins stóðu að kjöri íþróttamanns Norðurlands. Hesta- maðurinn Baldvin Ari Guðlaugs- son varð fyrir valinu árið 1993 og árið á undan varð það Freyr Gauti Sigmundsson, júdómaður úr KA. Aðrir sem hlotið hafa þessa nafn- bót eru knattspymumennimir Eyj- ólfur Sverrisson, Guðmundur Benediktsson, Þorvaldur Örlygs- son og Halldór Áskelsson. Skíða- mennimir Guðrún H. Kristjáns- dóttir og Daníel Hilmarsson og lyftingamaðurinn Kári Elísson. Ljóst er að margir koma til greina í sætin fimm og það eru vinsamleg tilmæli til lesenda að þeir bregðist skjótt við, fylli út at- kvæðaseðilinn og sendi til Dags. Dregið verður úr innsendum at- kvæðaseðlum og heppinn þátttak- andi getur unnið sér inn Samsung RCD- 1230, vandað ferðatæki með tvöföldu kassettutæki, geislaspil- ara og útvarpi. Tækið er mjög hljómmikið og andvirði þess er kr. 18.900. Sjónvarpað frá risasvigi Á ntorgun verður bein útsend- ing á Eurosport frá fyrsta risa- svigsmóti í heimsbikamum á þessu keppnistímabili, sem fram fer í Vail í Bandaríkjun- um. Ólafsfirðingurinn Kristinn Bjömsson verður á meðal keppenda en sent er út firá kl. 12:30-13:15 og frá 18:00 til 20:00. Kristinn er í 47. sæti á heimslistanum í risasvigi, en það var sú alpagrein sem hann náði bestum árangri í á síðasta vetri. Frjálsíþróttir: Innanhússmót hjá UFA Ungmennafélag Akureyrar gengst fyrir tveimur frjálsíþróttamótum á sunnudaginn. Á Innanhússmóti UFA fyrir þrettán ára og eldri er stefnt að keppni í sjö greinum en það er í 50 m hlaupi, 600 m hlaupi, 800 m hlaupi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi. Á sama tíma fer fram mót fyrir tólf ára og yngri. Bæði mótin hefjast klukkan 15 í íþróttahöllinni. Handbolti: ÍBAgegn toppliðinu ÍBA-stúlkumar mæta íslands- og bikarmeisturum Stjömunnar í KA- heimilinu á morgun og hefst leik- ur liðanna klukkan 16. Stjaman er sem stendur á toppi deildarinnar en ÍBA á botninum. Karfa: Heimaleikir hjá Þór og Tindastóli 17. umferðin í Úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst á sunnudags- kvöldið. Þórsarar taka á móti Skallagrími í íþróttahöllina og hefst leikur liðanna klukkan 20. Á sama tíma mæta ÍR-ingar í „Síkið“, heimavöll Tindastóls. Sund: Sjö í úrvalshópnum Sjö sundmenn eru nú í svokölluðum A-landsliðshópi Sundsambands- ins sem æfir með það að markmiði að komast á Ólympíuleikana í Atlanta. Hjalti Guðmundsson úr SH var síðastur inn í hópinn en aðrir í hópnum em þau Eydís og Magnús Konráðsböm frá Keflavík, Logi Jes Kristjánsson ÍBV, Amar Freyr Ólafsson Þór, Elín Sigurðardóttir SH og Sigurgeir Hreggviðsson úr Ægi. Þeir sundmenn úr Óðni sem næstir eru að komast inn em þeir Ómar Þorsteinn Ámason og Baldur Már Helgason, ef tekið er mið af árangri Óðinsmanna í Bikarkeppn- inni um síðustu helgi. íþróttamaður Norðurlands 1995 Nafn íþróttamanns: 1. íþróttagrein: 2. 3. 4^ 5. Nafn-. Sími: Heimilisfang: Sendisttil Dags, Strandgötu 31,600 Akureyri. Merkt: íþróttamaður Norðurlands 1995. Skilafrestur er til 17. desember 1995

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.