Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 5
HVAÐ ER AE> CERAST? Föstudagur 1. desember 1995 - DAGUR - 5 Karlakór Dalvíkur með fyrstu tónleika vetrarins Karlakór Dalvíkur heldur í kvöld sína fyrstu tónleika á vetrinum og verða þeir í Dalvíkurkirkju kl. 21. Kórinn hefur æft tvisvar í viku nú í haust og er komið að því að leyfa tónlistarunnendum að heyra afrakstur erftðisins. A efnisskránni eru ýmis þekkt lög og má meðal annars nefna að Þórir Baldursson hefur útsett lög sér- staklega fyrir kórinn, m.a. lagið í fjarlægð eftir Karl 0. Runólfsson. I kómum eru um 40 manns og söngstjóri er Jóhann ÓI- afsson. Kórinn nýtur einnig liðsinnis Más Magnússonar með raddþjálfun og söng- mennt. Undirleikari á tónleikunum í kvöld er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Jólakaffi Baldursbrár í Glerárkirkju Sunnudaginn 3. desember er kirkjudagur kvenfélagsins Baldursbrár í Glerárkirkju. Konumar munu aðstoða við messuna en síðan verður kirkjukaffi. Það verður með jólalegu sniði; súkkulaði og smákökur. Smábasarhom verður þama líka. Kór Glerárkirkju, sem ætlar að halda tónleika síðar um daginn, ætlar að taka nokkur lög yfir kaffinu svona til að hita upp. Að venju er öldruðum boðinn akstur til messunnar. Þeir sem hafa áhuga á akstri eri) beðnir að láta vita í síma 461 2391 milli 11 og 12 á sunnudag. Jólafundur Baldursbrár verður sama dag kl. 20 í Safnaðarsal Glerárkirkju. Að venju verður kvöldverður, upplestrar og söngur, að ógleymdum jólapökkunum. Flóamarkaður Hjálpræðishersins Flóamarkaður verður haldinn á Hjálpræð- ishemum, Hvannavöllum 10, í dag milli kl. 10 og 17. Mikið úrval af nýjum og góðum fatnaði á verði sem allir ráða við. Sýning á bók og olíumálverkum í Deiglunni Lárus Hinriksson kynnir í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri á morgun, laugar- daginn 2. desember, kl. 14, bókina Berg- mál tímans brotið gler og olíumálverk, myndir úr bókinni. Sýningin stendur frá 2. desember til 16. desember og er opin daglegakl. 14-18. Jólafundur Reikifélags Norðurlands Jólafundur Reikifélags Norðurlands verð- ur nk. sunnudag, 3. desember, kl. 20.30 í sal Bamaskóla Akureyrar. Allir sem hafa lokið námskeiði í reiki eru boðnir vel- komnir. Markaður í Valsárskóla á Svalbarðsströnd Markaður verður í Valsárskóla á Sval- barðsströnd sunnudaginn 3. desember kl. 13-18. Margt góðra muna verður til sölu, t.d. broddur, hákarl, jóladót, dúkkuföt, prjónavara, smákökur, fuglabrauð, jóla- seríur og margt fleira. Kvenfélag Sval- barðsstrandar stendur fyrir markaðnum og mun selja gestum og gangandi vöfflukaffi meðan markaðurinn stendur yfir. Allir eru velkomnir. Fundur hjá Aglow Næstkomandi mánudagskvöld, 4. desem- ber, kl. 20, verður Aglow fundur í félags- miðstöð aldraðra í Víðilundi og nú eru karlmenn velkomnir með. Ræðumaður verður Erlingur Níelsson, foringi í Hjálp- ræðishemum. Erdna Varðardóttir og A. Júlíana Þórólfsdóttir munu syngja. Þá verður veislukaffí. Þátttökugjald er kr. 300. Allir eru velkomnir. Jólamarkaður í Hvítasunnukirkjunni Á morgun, laugardag, verður jólamarkað- ur frá kl. 11 til 16.30 í Hvítasunnukirkj- unni við Skarðshlíð á Akureyri. Þar verð- ur margt á boðstólum, s.s. laufabrauð, kökur, bækur, föt og margt fleira. Annað kvöld kl. 21 verður svo hljóm- sveitin Narsissa með útgáfutónleika í Hvítasunnukirkjunni. Kynnt verður ný geislapiata „Að komast inn“. Platan verð- ur til sölu á staðnum. Einnig verða vitnis- burðir og Dramahópurinn Elí mun sýna. Fjallkonan og Sixties í Sjallanum I kvöld skemmtir Fjallkonan ásamt Páli Óskari Hjálmtýssyni og Emilíana Torrini í Sjallanum. Annað kvöld, laugardagskvöld, sér hins vegar hljómsveitin Sixties um fjörið í Sjallanum. Dúett á Odd-vitanum Dúettinn Gunnar Tryggvason og Erla Stefánsdóttir halda uppi fjör- inu á veitingastaðnum Odd-vitan- um á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Aldurstakmark 20 ár. Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn. Kór Tónlistarskólans flytur Gloriu efitir Vivaldi Kór Tónlistarskólans á Akur- eyri verður með sína fyrstu tón- leika í Akureyrarkirkju nk. mið- vikudagskvöld, 6. desember, ki. 20.30. Á efnisskránni er Gloria eftir Antonio Vivaldi. Kórinn flytur verkið ásamt kammer- sveit og syngja einsöng þau Björg Þórhallsdóttir, ntezzó- sópran, og Hildur Tryggvadótt- ir, sópran. Þá verður á þessum tónleikum fluttur óbókonsert eftir Hándel. Einleikari verður Jacqueline F. Simrn. Stjómandi er Michael J. Clarke. Nánar verður fjallað um þessa tónleika í Degi nk. þriðju- dag. Aðventutónleikar í Glerárkirkju Kór Glerárkirkju og Bamakór Glerárkirkju verða með að- ventutónieika í Glerárkirkju á Akureyri nk. sunnudag, fyrsta sunnudag í aðventu, kl. 16.30. Stjómandi er Jóhann Baldvins- son. einnig á jólatónleikunum í fyrra en af nýjum lögunt eru meðal annars nýjar raddsetningar eftir Jóhann Baldvinsson, kórstjóra. Þá syngur Barnakór Glerár- kirkju einnig með í þrem lög- um. Á tónleikunum verða fiutt fjölbreytt aðventu- og jólalög frá ýmsum löndum, bæði vel og lítt þekkt. Nokkur laganna voru Eins og áður segist hefjast tónleikamir kl. 16.30 á sunnu- dag og er aðgangur ókeypis. Aðgangur er ókeypis og eru aliir vel- komnir. Kaffihlaðborð í Hamri Næstkomandi sunnudag, 3. desember, ki. 14-17 stendur meistaraflokkur Þórs í knattspyrnu fyrir kaffíhlaðborði í félags- heimili íþróttafélagsins Þórs í Hamri. Ágóðinn rennur til starfs meistaraflokks og þó sér í lagi til fyrirhugaðrar æfingar- ferðar hans erlendis síðla vetrar. Vert er að taka fram að ætlunin er að meistara- flokkur Þórs í knattspymu standi fyrir kaffihlaðborði í Hamri þrjá sunnudaga í desember. Jólagallerí myndlistarnema á Akureyri Nemendur í Myndlistaskólanum á Akur- eyri hafa opið svokallað jólagallerí mynd- listanema í Myndlistaskólanum á Akur- eyri laugardaga og sunnudaga í desember ki. 14-17 og einnig verður opið dagana 21. og 22. desember nk. Myndlistanemar hafa til sölu frumleg- ar, spennandi og handunnar jólagjafir. Framtíðarkonur gefa Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri hefur í gegnum tíðina styrkt myndarlega við upp- byggingu Dvalarheimilisins Hlíðar á Ák- ureyri og enn styrkja Framtíðarkonur við uppbyggingu á Hlíð. Næstkomandi mánu- dagskvöld kl. 20 munu þær afhenda Hlíð að gjöf baðker og lyftara. Gjöfin er til minningar um Kristínu Halldórsdóttur, fyrrverandi formann Framtíðarinnar, sem lést í hörmulegu bflslysi í október sl. Iðunn með basar í Laugarborg Kvenfélagið Iðunn í Eyjafjarðarsveit verður með sinn árlega köku- og muna- basar í félagsheimilinu Laugarborg nk. sunnudag kl. 15. Húsið verður opnað kl. 14.30. Sölusýning á Laugalandi Á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 13-18, selur hagleiksfólk vömr sínar í Þróunarsetrinu á Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit. Tera á Grenivík selur ýmiskonar leðurvöru, Gallery Sunnuhlíð verður með keramik, trévöru, kort, postuh'n, skartgripi og íslenskar snyrtivömr. Gígja Kjartans- dóttir selur snyrtivörur úr íslenskum jurt- um og Þyrí verður með silkimálun. Eva selur áteiknaða dúka, vöggusett og fleira. Heimaiðjan á Blönduósi selur vömr úr hrosshári. Frá Sauðárkróki kemur málað gler í glugga. Amór og Kári bjóða upp á trévöm útskoma og rennda. Hagar hendur opna vinnustofu sína, einnig Gullasmiðj- an Stubbur leikfangagerð sem hefur vinnustofu í skólanum. Svo er það laufa- brauðið frá Zontakonum, smákökur og jólakonfekt. Héraðssamband Eyfirskra kvenna opnar safn gamla húsmæðraskólans. Nú nálgast jólin og einn villtur jólasveinn lít- ur inn og talar við bömin á morgun og sunnudagkl. 14-17. Brýmar í Madisonsýslu Borgarbíó á Akureyri hefur tek- ið til sýninga stórmyndina „Brýmar í Madisonsýslu“ með þeim Clint Eastwood og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Eastwood leikstýrir einnig þessari heimsþekktu skáldsögu Robert James Waller. Robert Kincaid (Eastwood) er ljós- myndari hjá National Geo- graphic. Sem slíkur er hann á ferðinni í Madisonsýslu, Iowa, í þeim tilgangi að mynda yfir- byggðar brýr. Francesca (Streep) er ítölsk kona sem giftist amenskum hermanni í seinni heimsstyrj- öldinni og fylgdi honum heim. Hún er ein heima þegar Kincaid ber að garði og tekur að sér að fylgja honum um sýsluna og sýna honum brýrnar. Áður en varir fella þau hugi saman heitt og innilega og skapast þannig togstreita sem á eftir að hafa ntikil áhrif á líf þeirra beggja. Kvikmyndin hefur, rétt eins og bókin, hlotið gríðarlegar vin- sældir þar sem hún hefur verið tekin til sýninga og er mál manna vestur í Hollywood að hún sé örugg með fjölmargar útnefningar til Oskarsverð- launa. Er þar sérstaklega átt við samleik stjamanna tveggja sem þykir með ólíkindum. KVAKsýnir Jarðarber og súkkulaði Kvikmyndaklúbbur Akureyrar (KVAK) sýnir nk. sunnudag kl. 17 og mánudaginn 4. desember kl. 18.30 kúbversku kvikmynd- ina .Jarðarber og súkkulaði“. Myndin var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna í ár sem besta er- lenda kvikmyndin. Hún segir sögu tveggja ungra ntanna, ann- ar er uppþembdur ungkommún- isti og karlremba sem nýverið hefur hætt með æskuástinni sinni. Hann rakst á Diego sem er frjálslyndur hommi. Diego blöskrar hvað ungkommúnist- inn er stffur og óumburðarlynd- ur og álítur það skyldu sína að opna honum frjálslyndari heim. í hringiðu pólitískrar og sið- ferðilegrar kreppu sem þjóðfé- lagið er í verður til vinátta þar sem í Ijós kemur að margt er líkt með þeim félögum undir niðri þó yfirborðið sé gárað. Með því að nota afstöðu rnanna til samkynhneigðar sem tákn fyrir óumburðarlyndi og for- dóma nær þessi nærgöngula og upplífgandi mynd að varpa Ijósi á þá árekstra sem verða í þjóð- félaginu, sem er að ganga í gegnum mikiar póiitískar breyt- ingar, og veitir innsýn í hið fjöl- skrúðuga en þverstæðukennda þjóðfélag Kúbu. Allir eru velkomnir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.