Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1995 Byggðavegi 98 Allar bökunarvörur á tilboðsverði Bayonneskinka frá Matfangi á tilboði Minnum á sendingar- þjónustu okkar til vina og ættingja erlendis 4-falt í Mfe Töfcum vel á móti ykkur Starfsfólk Byggðavegi 98 HRISALUNDUR - fyrir þig! Tilboð LaufabrauJ 20 kökur kr. 397 pk. Kynningar á föstudag Egils jólaöl Sól jólaglögg og jólapiparkökur HG bökur Nú eru síðustu forvöð að nýta sér félagsmannaafsláttinn t Mánud.-föstud. kl. 10.00-19.30 • laugard. kl. 10.00-18.00 Fegðarnir Bjarni, til vinstri, og Jón með hluta af þeim úrum sem fást í verslun þeirra. „Það er alveg af sem áður var að stóra fermingargjöfin til hvers barns sem játast hina kristnu trú sé úr. í eina tíð kostuðu úr um það bil þriggja vikna verkamannalaun og þess vegna var þetta meiriháttar gjöf,“ segja þeir feðgar meðal annars í viðtalinu. Mynd: Siguröur Bogi Hvað er klukkan? - rætt við feðgana og úrsmiðina Jón Bjarnason og Bjarna son hans Sagt er að í ættir gangi að menn helgi sig ákveðnum starfsgrein- um og þar um eru reyndar mörg dæmi. Að Kaupvangs- stræti 4 á Akureyri starfrækja feðgarnir, Jón Bjarnason og Bjarni, sonur hans, úrsmíða- vinnustofu, en hún byggir aftur á grunni stofu sem Bjarni, faðir Jóns, setti á fót á Akureyri árið 1939. Þannig hefur þetta rakið sig í ein 56 ár og nó er þriðji ættliðurinn sem óðast að taka við. „Faðir minn, Bjami Jónsson, var Húnvetningur að uppruna, fæddur aldamótárið á bænum Stóru-Borg í Vesturhópi, en flutt- ist síðar með foreldrum sínum að Gröf í Víðidal og var æ síðan kenndur við þann bæ. Hann nam úrsmíði hér á Akureyri á ámnum Sýslumaðurinn á Akureyri Hafnarstræti 107, 600 Akureyri Sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Bakkahlíð 35, neðri hæð, suðurhl. Akureyri, þingl. eig. Amphon Ban- sung, gerðarbeiðendur Akureyrar- bær og Byggingarsjóður ríkisins, 6. desember 1995 kl. 10. Hella, minkahús, Árskógshreppi, þingl. eig. Höfðafell h.f., gerðar- beiðandi Sýslumaðurinn á Akur- eyri, 6. desember 1995 kl. 14. Sýslumaðurinn á Akureyri, 30. nóvember 1995. Innimálning á ótrúlegu verði Gljá- stig 10 Verð frá kr. 569 lítri KAUPLAND Kaupangi • Sími 462 3565 1918 til 1920, en til New York fluttist hann árið 1925 og var þar til ársins 1934. Nam úrsmfðina að mestu leyti þar vestanhafs. Þetta ár, 1934, hugðist hann flýja meng- unina í borginni og flyja til Los Angeles. Málin snérust hins vegar í höndum hans og þetta leiddi til að hann flutti heim til Islands árið 1934 og starfaði fyrst eftir það í Reykjavík. Hingað til Akureyrar kom hann til starfa árið 1939 og starfaði til dánardægurs," segir Jón Bjamason, þegar hann er beð- inn að rekja forsöguna að starf- semi sinni. Umboðin eru meginstoðin Jón segir að strax í kringum ferm- ingu hafi hann hafið störf á úr- smíðastofu föður síns, en það var í kringum 1950. Án fyrirheita og fyrirtætlana af nokkru tagi þróuð- ust mál með þeim hætti að hann varð úrsmiður. „Maður var að smfða gler í úr svona fyrst til að byrja með og greip síðan ýmsar viðgerðir eftir að fæmi manns og innsýn í fagið jókst. Aukavinnan varð að aðalstarfi. Ég fór reyndar í menntaskólann og nam sitt lítið af hverju, eðlis- og efnafræðina í náttúmfræðideild og helstu tungu- mál í máladeildinni. Annað var það nú ekki og aldrei lauk ég stúd- entsprófi. Hér á úrsmíðaverkstæð- inu Ienti ég og hef ekki við annað starfað. Árið 1957 fór ég til náms hjá Mido úraverksmiðjunum í Bi- enne í Sviss og var þar í eitt ár. Tengsl við þá úraverksmiðju komu til af því að þegar faðir minn var við störf í Nýju Jórvík náði hann íslandsumboðinu á Mido úrunum og það hefur æ síð- an verið hjá okkur. Umboð fyrir Tissot ór fékk ég síðan fyrir um fimmtán árum og einnig höfum við umboð fyrir Edox úr. Þessi Is- lands-umboð eru meginstoðin í rekstri okkar fegða, mín og Bjarna í dag,“ segir Jón. Skiptum upp rekstri vegna gjaldeyrisleyfa Úrsmíðavinnustofa þeirra feðga, Bjama heitins og Jóns, var lengi framan af að Hafnarstræti 85, þar sem Hótel Harpa er nú. Héldust þeir feðgar í hendur með rekstur fram til ársins 1960 þegar þeir skiptu honum upp að hluta til. Jón opnaði þá úrsmíðavinnustofu að Hafnarstærti 94, þar sem Sport- húsið er staðsett í dag, en Bjarni faðir hans var áfram með sinn rekstur á fyrri stað. Áfram stóðu þeir sameiginlega að innkaupum, enda kom mun betur út að þau væru gerð af tveimur aðilum vegna gjaldeyrisleyfa ýmiss kon- ar. Jón flutti sína starfsemi að Kaupvangsstræti 4 árið 1976 og þar hefur hún verið æ síðan. - Bjami, sonur Jóns, sem nú stendur á þntugu, kom inn í reksturinn með föður sínum fyrir sex árum. Hann er menntaður tölvunarfræð- ingur frá Háskóla íslands, en ákvað fljótlega að starfa með föð- ur sínum við hans fag. Verða þriðji ættliðurinn í sama faginu. Hann kom norður til starfa í árs- byrjun 1992 og árið 1993 starfaði hann og nam hjá höfuðstöðvum Mido, úraframleiðendanna í Sviss. Er nú jafn föður sínum í rekstrin- um en annast þó mikið innkaup, innflutning og sölu á Mido, Edox og Tissot úrunum, sem þeir hafa umboðin fyrir hér á landi. Úr bila síður en var „Úr fólks bila mun síður en var, en samt fáum við mun fleiri úr hingað inn til okkar en nokkru sinni var áður,“ segir Bjami. Þar á hann við að margir komi til úr- smiða með ýmsar minni háttar viðgerðir, svo sem að skipta um rafhlöður, armbönd, gler, smyrja þau og þess háttar. „Það versta er þó þegar vatn kemst í úrin,“ segir Bjami. „Þá er erfitt að bjarga þeim, einkum ef úrin eru af ódýrri og óvandaðri gerð. En séu þetta vönduð úr er oftast hægt að bjarga þeim,“ segir hann. Þeir fegðar segja að úr hafi lækkað mjög í verði á síðustu ár- um. „í dag fást góð úr frá allt að átta þúsund krónum til kannski 25 þús. kr. Eftir það ert þú kominn í hærri klassa þar sem verðið getur hlaupið á jafnvel hundruðum þús- unda. Slík úr kaupa reyndar fáir. Það er alveg af sem áður var að stóra fermingargjöfin til hvers barns sem játast hina kristnu trú sé úr. I eina tíð kostuðu úr um það bil þriggja vikna verkamannalaun og þess vegna var þetta meirihátt- ar gjöf. En nú hefur verðið á úrun- um lækkað og því hafa úrin dottið úr tísku sem slík gjöf. En annars standa góð úr alltaf fyrir sínu. Vinur minn, Svanlaugur Ólafsson hjá BSA, á Mido úr sem hann fékk árið 1944 og það gengur enn. Úrið það er traust enda þótt hann hafi alla tíð unnið óþrifalega vinnu, það er við bifvélaviðgerð- ir,“ sagði Jón Bjarnason úrsmiður að síðustu. -sbs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.