Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1995 DAÚDVEUA Stjörnuspa eftir Athenu Lee Fimmtudagur 1. desember (Vatnsberi D KJÚjyTy (20. jan.-18. feb.) J Þú munt líklega ekki geta treyst minni þínu. Passaöu ab þú sért ekki að gleyma einhverju mikilvægu sem gæti svo móðgab einhvern. Gagn- rýni á þig kann ab vera allbeitt. d Fiskar (19. feb.-20. mars) ) Þú fagnar fjölbreytni, bregst við nýjum aðstæðum eba áhugamál- um af eldmóði. Þetta verður þess vegna ekki dagur fyrir mál sem þarfnast stöðugrar athygli. Hrútur (21. mars-19. apríl) ) Nú kemur nokkurra daga tímabil þegar sambönd eru ánægjuleg, þú nýtur samvinnu annarra og þakklætis fyrir störf þín. Þér hættir til ab verða fljótfær og eyðir t.d. of miklu fé. (W Naut (20. apríl-20. maí) D Þér er mikib í mun að gera fólki til geðs, hjálpar því og heldur frið- inn. Farðu samt varlega í fórnfýsinni, þú gætir orðib sum- um alveg gagnslaus. Tvíburar (21. maí-20. júni) 3 Tvíburar eru glöggir og athugulir, en ef skapið er ekki rétt þá stundina getur það leitt til fordóma eða gagn- rýni af þeirra hálfu. Farðu varlega því ekki eru allir sammála þér. (51 Krabbi (21. júní-22. júlí) 3 Þér veitist erfitt ab einbeita þér, sérstaklega við fjölskyldumálin. Eirðarleysi og leibi koma, reyndu því að snúa þér að einhverju spennandi. (23. júli-22. ágúst) J Aðstæður frjóvga ímyndunarafl Ljónsins enn frekar og hugmyndir fara jafnvel úr fyrir raunsæjan ramma. Dagurinn kallar einmitt á það ab vera raunsær. (E Meyja (23. ágúst-22. sept.) ) Óheppni og slæm byrjun dagsins, kannski vegna mistaka annarra, gætu reynst þér í hag eftir allt saman. Þab borgar sig ab vera vakandi fyrir tækifærunum. @Vóg ^ (23. sept.-22. okt.) J Nýleg ákvörðun gæti litast af kringumstæbum undanfarna daga en það er samt ekki þér í óhag. Raunar munu erfiðleikar fara minnkandi frekar en vaxandi. (^ig SporðdrekiD (23. okt.-21. nóv.) J Þú sýnir ákefð og ert óvenju opin(n) í samskiptum. Því er hætta á ab þú missir út úr þér upplýsingar sem koma þér illa. Þetta verður samt lukkudagur. Happatölur 3,14 og 27. (S Bogmaður (22. nóv.-21. des.) Þú mætir áskorun sem reynir á hæfni þína. Fylgstu vel með nú- verandi abstæbum og þróun mála og þjálfaöu þig í að vera forsjál(l). (W Steingeit D (22. des-19. jan.) J Það verbur meira ab gera hjá þér en þú reiknaöir með, hætta er á stressi og enginn tími til að hjálpa öðrum. Happatölur 4, 24 og 25. Rammur ropi... Á dögunum var sýndur í Sjón- varpinu þáttur þar sem fjallað var um þann sib sem sumir segja ab hafi fylgt íslending- um í gegnum aldirnar, þ.e. landabruggun. Gamansögurnar í kringum landabruggunina eru margar og mikib hefur verib ort um hana. En þab er ekki bara landinn sem hefur verib yrkisefni heldur líka ýmiss annar vökvi sem menn hafa notað. Þannig rifjabist upp vísa ein um Hoffmannsdropana sem talin er eiga rætur sínar hjá góbu skáldi í Þingeyjarsýsiu: Hoffmannsdropa rammurropi rauk úr kjafti. Sem ab opinn eftir sopann ennþá gapti. Aha. Ég er orðin of gömul fyrir svona lagað. En hugsaðu um allt sem þú ferð á mis við! Varðeldarnir! Ferðalögim^/ I Á léttu nótunum Skátamerki „Hvernig tókst þér ab fá svona mörg skátamerki á meðan ég var í feröa- lagi," spurði fabirinn son sinn stoltur á svip. „Eg er ekki klár á því pabbi," svaraði sonurinn. „Kannski er það vegna þess ab skátaforinginn kom hingaö á hverju kvöldi til þess ab gefa mér ráð." „Hann hefur þá hjálpab þér svona dyggilega?" „Nei, ekki beint. Mamma og yfirforinginn brostu svona hvort til annars og svo fiskabi yfirforinginn merki upp úr vasanum og ráðlagði mér ab fara í langan göngutúr." Afmælisbara dagsins Orbtakib Skerast úr leik Merkir ab hlutast til um mál í því skyni að binda endi á það. Orð- takið er kunnugt frá fyrri hluta 19. aldar. Líkingin er aubsæ. í heildina ætti árib framundan að vera happaár, þú kemst yfir það að vera svona óákveðin(n) og láta stjórnast af óskum annarra. Ovenjumikill stöbugleiki og ham- ingja einkennir sambönd þín. Nýttu tækifærin til að auka frítím- ann, sérstaklega þar sem áherslan er á skapandi og listræn áhuga- mál. Þetta þarftu ab vita! Gób tilraun Fyrsta tilraun til ab ná sambandi vib vitibornar verur á öbrum hnöttum var gerb meb útvarps- sjónauka í Green Bank-rannsókn- arstofunni á Englandi árið 1960. Tilraunin var kölluð „Project Ozma". Sendingar voru miðaðar á 2 stjörnur þar sem menn héldu ab líf gæti verib, Epsilon Eridani og Tau Ceti. Enginn árangur varb af þessari tilraun. Spakmælib Hatur Hvers vegna hatar þú mig? Hef ég einhvern tíma gert þér eitt- hvað gott? (Austurlenskt or&atak) í mat meö Jakanum Mikib hefur gengib á í kjaramálunum undanfarna sólarhringa og kjarasamningar hangib á blá- þræbi. Þegar spennan var orbin sem mest hafbi einn þeirra sem í hringibunni stób á orbi ab menn kæmu ekki upp á yfirborbib nema til ab anda, svo mikib væri iúrt yfir tölum, fax- tækjum og símum. Þegar staban er svo vibkvæm dregst stjórnar- heimilib inn í hringibuna og þannig fór einnig nú og hver mínúta var notub til hins ýtr- asta. Þegar hæst stóbu leikar lokubu þeir sig af yfir matardisk- um Davíb Oddsson, forsætisráb- herra, og Gubmundur Jaki. Eng- um sögum fer af því hvað þeir borbubu en ef Davíb hefur hald- ib uppteknum hætti í mataræb- inu þá hefur hann verib í græn- metinu en spurningin er sú hvort hann hefur náb jakanum inn á „Diet''-línuna. • Hafbi Tobbi rétt samib um úrslit í leik sínum í Evrópumótinu í handknattleik gegn Rúmenum til ab tryggja þab ab íslendingar sitji úti í kuldanum þegar úrslitakeppnin fer fram. Til orba hans hugsubu margir þegar úrslitin bárust úr leiknum í fyrrakvöld, rétt fyrir leik íslendinga og Pólverja, en Þorbjörn var var um sig í vibtöl- um og sagbi fátt en hugsabi greinilega sitt. Hvort sem Þor- björn skuldar Rússum afsökun- arbeibni eba ekki þá er víst ab Rússar skulda enn loforbib um ab hann geti komib henni á framfæri í úrslitakeppninni sjálfri, eins og þeir fóru fram á. Þab má því segja ab nú hafi Þorbjörn komib birninum rúss- neska í klípu. Umsjón: Jóhann Ólafur Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.