Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1995 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, Sl'MI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON ((þróttlr), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 ---LEIÐARI Prentun Gaman verður að sjá hvað kemur út úr skýrslu sem farið hefur verið fram á á Alþingi um áhrif virðisaukaskattsins á bækur. Menn hafa grun um að skýrslan leiði í ljós að þessi skattur hafi orðið til þess að veltan í prent- verki hér á landi hefur dregist saman, í það minnsta er varðar prentun barnabóka, vegna þess einfaldlega að prentun þeirra hefur verið flutt úr landi í stórum stíl, ekki síst til Singa- pore, þar sem vinnuaflið er ódýrara en hér. Álagning virðisaukaskattsins á bækur hækk- aði verð þeirra að sjálfsögðu, en bókaútgef- endur treystu sér ekki til þess að velta þessari hækkun út í verðlagið nema að takmörkuðu leyti, og leituðu annarra leiða til hagræðingar. Niðurstaða þeirra var að flytja prentverkið að drjúgum hluta úr landi. í samkeppnisheimi þar sem fjarskiptin eru orðin slík að lítið mál er að senda fullbúnar bækur með tölvu heimshluta í milli, er lítið mál að láta prenta bækur og tímarit í fjarlæg- úr landi um heimshlutum. Menn eru einfaldlega að reyna að bjarga sér og halda kostnaði eins mikið niðri og mögulegt er. Þess vegna eru bækur sendar úr landi til prentunar í stórum stíl. Síðan lagður var virðisaukaskattur á bækur hefur prentun flust úr landi í umtalsverðum mæli. í ljós hefur komið að milli 60 og 70 barnabækur af ríflega 100 barnabókum á markaðnum fyrir þessi jól eru prentaðar í út- löndum. Bókaútgendur hafa metið það svo að þetta sé eina færa leiðin, á meðan virðisauka- skatturinn er lagður á bækur, til þess að hafa möguleika í samkeppni við t.d. geisladiskana á jólamarkaðnum. Það er kannski tímanna tákn að á sama tíma og bækur eru prentaðar erlendis sækja hérlendar prentsmiðjur inn á prentmarkaðinn fyrir utan landsteinana. Þetta undirstrikar það sem áður er sagt að með nútíma fjarskiptum er heimurinn orðinn eitt markaðssvæði. Alþjóðadagur fatlaðra 3. desember Sameinuðu þjóðimar hafa valið sunnudaginn 3. desember sem Al- þjóðadag fatlaðra. Á þessum há- tíðisdegi er við hæfi að líta til baka að stofndegi Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og ná- grennis, sem var 8. október 1958. Til stofnfundarins var fenginn einn helsti „eldhugi" hreyfihaml- aðra í landinu á þeim tíma, Sigur- sveinn D. Kristinsson. Hann kvað sér hljóðs á fundinum og benti á þá brýnu nauðsyn að fatlaðir mynduðu með sér félag sem hefði það verkefni að vinna að hags- munamálum þess. Ennfremur sagði hann: „Það er vitað mál að öll getum við unnið eitthvað, ef megináherslan er lögð á að finna hvað hentar hverjum og einum.“ Enn í dag er þetta eitt helsta bar- áttumál Sjálfsbjargar, að hinn fatl- aði geti með eigin vinnu aflað sér og sínum tekna til framfæris. Til þess að það megi verða þarf þjóð- félagið að koma til móts við okkar þarfir s.s. í aðgengismálum. Það hlýtur að vera keppikefli allra þjóðfélaga að hver vinnandi hönd sé nýtt til hins ýtrasta. Því er það undarleg ráðstöfun opinberra aðila að skerða nú þá bótaflokka al- mannatrygginga er líta má á sem stuðning við atvinnuþátttöku fatl- aðra, s.s. með skerðingu á bensín- styrk og lækkun á styrk vegna bif- reiðakaupa hreyfihamlaðra. Örorkulífeyrisþegar er hafa átt alla sína afkomu undir Trygginga- stofnun ríkisins hafa í haust búið við mikla óvissu. Með fjárlögum næsta árs er ætlunin að lækka út- gjöld ríkisins til elli- og örorkulíf- eyrisþega um hundruðir milljóna. Undirritaður stóð í þeirri mein- ingu að þjóðarsátt væri um, að þeir sem vegna sjúkleika eða ör- orku gætu ekki séð sér farborða fái greiðslur frá hinu opinbera sér til eðlilegrar framfærslu. Sá leikur ráðamanna að hafa bótaflokka viðskiptavina Tryggingastofnunn- ar sem flesta, s.s. örorkulífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót .. .þarf þjóðfélagið að koma til móts við okkar þarfír s.s. í aðgengismál- um. Það hlýtur að vera keppikefli allra þjóðfélaga að hver vinnandi hönd sé nýtt til hins ýtrasta. o.s.frv., auðveldar þeim að beita niðurskurði á suma flokka frekar en aðra. Aðgengismál hafa verið eitt af helstu baráttumálum hreyfihaml- Snæbjörn Þóröarson. aðra. Þó ýmsar reglugerðir séu til í byggingarsamþykktum bæjarfé- laga, er tryggja eiga eðlilegt að- gengi er enn verið að byggja og breyta eldra húsnæði sem ætlað er til almennra afnota, en er óað- gengilegt fötluðum. Nýjustu dæm- in hér á Akureyri eru sumarhúsin í Kjamaskógi sem ekki verða öll aðgengileg hreyfihömluðum og bygging 4. hæðar ofan á Hótel Norðurland án þess að kvöð um lyftu sé fullnægt. Ýmsar breyting- ar á eldra húsnæði hafa þó tekist vel má þar nefna skábrautina við Akureyrarkirkju. Ágætu lesendur, að framan- sögðu má sjá að helstu baráttumál er sameinuðu fatlaða til stofnunar hagsmunafélags er enn í fullu gildi. Því er ljóst að í þeim fjár- hagsþrengingum er nú ganga yfir þjóðina verður Sjálfsbjörg að standa vörð um þau réttindi er þegar hafa náðst fram. Megi sam- staða og sameinaðir kraftar fatl- aðra á alþjóðadeginum 3. desem- ber n.k., greiða veginn fyrir bjart- ari framtíð og réttlátari heimi. Snæbjörn Þórðarson. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrennis. „Hér á Akureyri verður í fyrsta skipti á Islandi lögð niður sólarhringsstofnun fyrir fatlaða og munu síðustu íbú- arnir flytjast þaðan um áramót. Ég tel það fötluðum til góðs, þótt ég geri mér fullkomlega ljóst að það að fljdja í nýja búsetu gengur ekki átakalaust.“ gæði sem við flest teljum sjálf- sagðan hluta daglegs lífs. Fæstir þeirra höfðu vinnu og því ekki mikið handa á milli. I framtíðinni munu aðrir borg- arar eiga húsaskjól á Sólborg og nýta vistheimilið sér til þekkingar og þroska en það eru nemendur Háskólans á Akureyri. Ljúfar hugsanir koma upp í hugann: fyrr- um íbúar eru flestir fluttir í sjálf- stæða búsetu, meðal okkar hinna borgaranna, þar sem væntanlega bíður þeirra betra og innihaldsrík- ara líf. Þeir eiga nú auðveldara með að nýta sér almenna þjónustu bæjarfélagsins, eins og t.d. þjón- ustu Strætisvagna Akureyrar, en áætlunarleið þeirra hefur ekki leg- ið að Sólborg. Við þau umskipti sem eru að verða á Sólborg hafa samgöngur glæðst, stígurinn yfir klappirnar býður okkur velkomin og heyrst hefur að áætlun strætisvagnanna muni brátt ná til staðarins - og er það vel. Hér á Akureyri verður í fyrsta skipti á íslandi lögð niður sólar- hringsstofnun fyrir fatlaða og munu síðustu íbúarnir flytjast það- an um áramót. Eg tel það fötluð- um til góðs, þótt ég geri mér full- komlega ljóst að það að flytja í nýja búsetu gengur ekki átaka- laust. Ég óska öllum Sólborgurum - í fortíð, nútíð og framtíð - þess að þeir fái tækifæri til að nýta sem best hæfileika sína til aukins þroska og auðugra lífs. Ingibjörg Auðunsdóttir. Höfundur er móðir fjölfatlaðs drengs. Blíðviðrissunnudag í nóvember lögðum við hjónin af stað í göngutúr. Við gengum norður Grundargerði og austur á enda Klettagerðis. Þar blasti við okkur göngustígur sem bugðaðist milli klappanna. Það var yndisleg til- finning að horfa út fjörðinnn bað- aðan í geislum sólarinnar og upp- götva nýjar víddir í náttúrunni. Þessi stígur er vel hannaður, lag- aður að umhverfinu og gefur ný tækifæri til útivistar og til þess að njóta óspilltrar náttúru inni í miðj- um bænum okkar. Hann er öllum til sóma sem að honum hafa kom- ið. Við héldum göngunni áfram þar til stígurinn endaði við Vist- heimilið Sólborg. Þar var ekki mikið líf að sjá. Þá fyrst fór ég að hugleiða fyrir hverja þessi stígur var lagður. Hann var fyrir okkur borgarana, en hverja? Frá 1970 og þar til nú hafa ein- staklingar með fötlun búið á Sól- borg, rúmlega 60 manns þegar flest var. Fötlun þeirra var mis- munandi, þeir áttu misauðvelt með gang og að nýta sér þau lífs- Þessi mynd er frá þeim tíma er Sólborg var enn í uppbyggingu. Borgari - Háskólaborgari - Sólborgari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.