Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. desember 1995
FRÉTTIR
Fyrrverandi framkvæmdastjóri
Hafspils hf. dæmdur í Hæstarétti
Hæstiréttur dæmdi í gær Hrein
Ómar Elliðason, fyrrverandi
framkvæmdastjóra Hafspils hf.
á Svalbarðseyri og síðar Haf-
spils-vélaverkstæðis hf. á Þórs-
höfn, í sjö mánaða fangelsi skil-
orðsbundið í þrjú ár vegna brots
á lögum um virðisaukaskatt og
almennum hegningarlögum.
Jafnframt var Hreinn dæmdur
til að greiða 1 milljón króna til
ríkissjóðs og vararefsing 3ja
mánaða fangelsi.
fullu skilorðsbundin í 3 ár frá upp-
kvaðningu dóms þessa.“
Þá kemur fram í dómi Hæsta-
réttar að við skýrslugjöf fyrir hér-
aðsdómi 7. apríl sl. hafi Hreini,
sem flutti mál sitt sjálfur, verið
heimilað að spyrja vitni beint.
Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir
slíku í lögum, hefði Hreinn átt að
beina spumingum sínum til dóm-
ara, sem hefði lagað þær og beint
þeim til vitna. óþh
Þjónusta Heyrnar- og talmeinastöðvar íslands við Norðlendinga:
Heimsóknir þyrftu að vera tíðari
- segir Magnús Ólafsson, yfirlæknir Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
Ríkissaksóknari skaut máli
Hreins Ómars Elliðasonar til
Hæstaréttar með stefnu 30. júní
sl„ en Hreinn hafði óskað end-
urskoðunar héraðsdóms með til-
vísan til laga um meðferð opin-
berra mála. Akæruvaldið á móti
krafðist þyngingar refsingar.
í dómi Hæstaréttar segir að
ekki séu efni til að verða við kröfu
Hreins um ómerkingu eða frávís-
un málsins, „enda eru þær engum
haldbærum rökum studdar."
Síðan segir orðrétt í dómi
Hæstaréttar: „Með vísan til for-
sendna héraðsdóms verður fallist
á sakfellingu ákærða og heimvís-
an til refsiákvæða um hana.
Einnig ber að fallast á ákvörðun
héraðsdóms um refsivist ákærða.
Varðandi refsivistina verður hins
vegar að líta til þess, að ríkissak-
sóknari beindi málinu til rann-
sóknarlögreglu ríkisins með bréfí
7. júlí 1992. Þar var skýrsla ekki
tekin af ákærða fyrr en 27. októ-
ber 1994 en í kjölfarið var tekin
skýrsla af einu vitni 1. nóvember
sama ár og ákæra var síðan gefin
út 28. sama mánaðar. A þessum
verulega drætti á rannsókn hefur
engin skýring verið gefin. í þessu
ljósi verður refsivist ákærða að
Ekki mun fólk vera ánægt með
þá þjónustu, sem hægt er að
bjóða upp á á Akureyri, til
handa þeim sem þurfa á aðstoð
að halda vegna skertrar heyrn-
ar. Virðist mega rekja þetta til
þess að fólki fínnst heimsóknir
sérfræðinga frá Heyrnar- og tal-
meinastöð íslands, sem annast
þessa þjónustu, vera of fáar á
hverju ári og undir það tekur
Magnús Ólafsson, yfirlæknir
Heilsugæslustöðvarinnar á Ak-
ureyri.
A Heilsugæslustöðinni á Akur-
eyri eru fullkomin og góð tæki til
heymarmælinga, sem Magnús
segir vera mikið notuð. Frekari úr-
vinnsla mælinganna fer hins vegar
fram á vegum Heymar- og tal-
meinastöðvar íslands og annast
hana sérþjálfað starfsfólk, sem
Siglufjörður:
Sunna SI-67
með 150 tonn af rækju
eftir 17 daga
Rækjutogarinn Sunna SI-67,
eign Þormóðs ramma hf. á
Siglufirði, landaði 150 tonnum
af rækju á Siglufirði í gær eftir
17 daga veiðiferð en aflann
fékk skipið á miðunum fyrir
Norðurlandi.
Aflaverðmætið er nálægt 25
ntilljónir króna og fer togarinn
einn túr í viðbót fyrir jól. Ekki er
ákveðið enn hvert skipið verður
sent eftir áramót, hvort það
verður áfram á veiðurn á heima-
slóð eða t.d. sent til veiða vestur
í Flæmska hattinn. Þar er togar-
inn Amames SI-70, en hann
kemur heim til Siglufjarðar fyrir
jól. Rækjuskipin Stálvík SI- 1 og
Sigluvík SI-2 hafa aflað vel að
undanfömu en aliur þeirra atli
fer til vinnslu hjá rækjuverk-
smiðju Þormóðs ramnta hf. Þar
hefur verið mikil vinna að und-
anfömu og verður það allt til
jóla. _______________________GG
Messinn
Móasíðu l
Taktu með heim
HELGARTILBOÐ MESSANS:
Hamborgari m/osti, sósu og káli, A lítra
dós Pepsi og Lúxus pinni frá Kjörís
á aðeins 385 kr
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-22
Föstudaga og laugardaga frá kl. 10-23
Sunnudaga frá kl. 10-22
Nýbygging
Dögunar hf.
fokheld
Nýbygging rækjuverksmiðjunn-
ar Dögunar hf. á Sauðárkróki er
orðin fokheld en stefnt er að því
að taka hana í notkun í janúar-
mánuði. Verklok verða væntan-
lega ekki fyrr en næsta sumar
því ýmsum verkþáttum er ekki
hægt að ljúka í vetur og bíða því
vorsins.
í nýja húsinu verður frysti-
geymsla og móttaka fyrir rækju en
núverandi móttaka er allt of lítil
fyrir verksmiðjuna og því löngu
þörf á stærra húsnæði. Áætlað er
að fyrsti verkþátturinn, þ.e. að
gera húsið fokhelt, kosti 25 millj-
ónir króna, en síðan verður farið í
að setja upp einangrun í frysti,
vélbúnað og fleira en kostnaðar-
áætlun þar að lútandi liggur ekki
fyrir. Vélar og tæki eru á leið til
landsins.
Ágæt aflabrögð hafa verið á
innfjarðarrækju á Skagafirði en
rækjan hefur verið fremur smá,
farið niður í 350 stk/kg en hún er
hins vegar nokkuð blönduð, innan
um er ágætis rækja. Við óveðrið
sem gekk yfir landið í lok októ-
bemiánaðar og brimið sem eðli-
lega fylgdi í kjölfarið, blandaðist
rækjan í Skagafirðinum mjög
mikið þótt einhver átuskilyrði og
önnur líffræðileg skilyrði í hafinu
kunni að hafa haft þar einnig
áhrif. GG
kemur frá Reykjavík nokkmm
sinnum á ári, „en allt of sjaldan að
okkar mati,“ segir Magnús. Hann
sagðist gera ráð fyrir að fjárhags-
ramminn ráði einhverju um það að
ekki er komið oftar, en sagðist að
öðru leyti ekki hafa fengið við-
hlítnandi svör þegar hann hafi
óskað skýringa.
Heymar- og talmeinastöðin
rekur útibú á Akureyri, sem stað-
sett er í Heilsugæslustöðinni, og
þar er starfsmaður í hlutastarfi
sem sinnir þjónustu við þá sem
eru með heyrnartæki, sér um eftir-
lit og viðhald á þeim. Hann sinnir
einnig heyrnarmælingum sam-
kvæmt beiðnum lækna þannig að
heyrnarmælingamar er alltaf hægt
að framkvæma, en frekari úr-
vinnsla er sem fyrr segir í höndum
aðila sem koma frá Reykjavík.
Magnús segir þjónustuna sem
slíka vera prýðisgóða en heim-
sóknimar frá Reykjavík þyrftu að
vera tíðari. Það sé engin spuming.
Birgir Ás Guðmundsson, for-
stöðumaður Heymar- og talmeina-
stöðvar íslands, segist vissulega
kannast við þessar óánægjuraddir,
en þær séu ekkert einsdæmi fyrir
Akureyri eða Norðurland. Málið
snúist um takmarkaða fjármuni
stofnunarinnar og viðurkennir að
heimsóknir til Akureyrar hafi
aldrei verið færri en einmitt í ár.
„Við ætluðum að koma núna í
haust, en úr þessu verður það ekki
fyrr en eins fljótt og hægt er eftir
áramótin. Það er nú svo að við er-
um löngu búin með fjármagnið
fyrir heynartæki og komin langt
framyfir. Fjármunir sem við fáum
í þetta hafa staðið í stað 6 ár í röð
meðan heymartæki hafa hækkað
að raungildi um 25%. Þegar svo er
þá er ekki von á góðu. Eins má
segja að það sé til lítils að koma
norður og fara að taka niður pant-
anir í heymartæki sem ekki eru
til,“ sagði Birgir. HA
Hafralækjarskóli:
Tveir söngleikir
frumfluttir
-100 börn á sviðið í kvöld
Árshátíð Hafralækjarskóla í Að-
aldal er í kvöld, 1. desember.
Allir nemendur skólans, 100
talsins, koma á svið á árshátíð-
inni í tveimur söngleikjum sem
settir eru upp af þessu tilefni og
frumfluttir á fslandi.
Söngleikimir eru eftir Michael
Hurd, og er annar þeirra, Sköpun-
arsagan þýdd af Hauki Ágústs-
syni, en hinn, Jólasöngleikur
þýddur af sr. Sigurði Ægissyni.
Sigurður Hallmarsson stjómar
uppsetningu verksins en Robert
Faulkner annast tónlistarstjórnun.
Juliet Faulkner og börn úr skólan-
um sjá um tónlistarflutninginn.
IM
Akureyri:
Bæjarráðs-
punktar
Búseti sækir um
Húsnæðissamvinnufélagið Bú-
seti hefur sótt um óafturkræft
framlag úr bæjarsjóði til bygg-
ingar 6 fbúða að Hafnarstræti
24. Framlagið reiknast 3,5% af
kostnaðarverði íbúðanna, sem
er áætlað kr. 40,3 milljónir.
Bæjarráð samþykkti að leggja
til að orðið yrði við erindi Bú-
seta.
Flateyrarhreppur styrktur
Að tilmælum Sambands fs-
lenskra sveitarfélaga sam-
þykkti bæjarráð í gær að
styrkja Flateyrarhrepp með kr.
1,1 milljón vegna tekjumissis
og tjóns á eignum hreppsins af
völdum snjóflóða 26. októ-
ber sl.
Sameining
almannavarnanefnda
Bæjarráð fjallaði í gær um er-
indi héraðsnefndar Eyjafjarðar
þar sem óskað er eftir afstöðu
bæjarstjómar til tillögu um
sameiningu almannavama-
nefnda Akureyrar og Dalvíkur.
Bæjarráð samþykkti að mæla
með sameiningu almanna-
vamanefndanna.
Bréf Ingibjargar
Bæjarráð fjallaði í gær um bréf
Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur, borgarstjóra í Reykjavík,
þar sem minnt er á umræður
sem undanfarið hafa farið fram
á vettvangi borgarmála um
stöðu og framtíð Landsvirkj-
unar, m.a. hugsanlega sölu
borgarinnar á eignarhluta sín-
um. í bréfinu óskar borgar-
stjóri eftir fundi með iðnaðar-
ráðherra og bæjarstjóranum á
Akureyri til þess að ræða ýmis
mál er varða fyrirtækið.
Sala á Krossanesi
Á bæjarráðsfundinum í gær
kynnti Baldur Dýrfjörð, bæjar-
lögmaður, drög að samningi
um sölu Framkvæmdasjóðs
Akureyrar á hlutabréfum í
Krossanesi hf. að nafnverði kr.
110 milljónir króna. Kaupend-
ur em Lán hf. og Fimman hf.
Söluverð bréfanna er kr. 150
milljónir. Bæjarráð fól bæjar-
lögmanni að halda áfram
samningaviðræðum við kaup-
endur.
Skattaprósentur
Meirihluti bæjarráðs sam-
þykkti í gær að leggja til að út-
svarsprósenta í staðgreiðslu
opinberra gjalda á árinu 1996
verði 9,2% af útsvarsstofni. Þá
verði fasteignaskattur 0,36%
og 1,40% af álagningarstofni,
vatnsgjald 0,16% af álagning-
arstofni, fráveitugjald 0,18%
af álagningarstofni, sérstakur
fasteignaskattur af verslunar-
og skrifstofuhúsnæði 1,25% af
álagningarstofni og sorp-
hreinsigjald á íbúðarhúsnæði
kr. 2 þúsund á hverja íbúð.