Dagur - 01.12.1995, Blaðsíða 11
NYJAR BÆKUR
Föstudagur 1. desember 1995 - DAGUR - 11
Áfram Latibær
Út er komin bókin Áfram Lati-
bær! eftir Magnús Scheving,
íþróttamann ársins og Evrópu-
meistara í þolfimi.
Magnús hefur haldið hundruð
fyrirlestra fyrir fólk á öllum aldri
og komið fram á ótal skemmtun-
um. Honum berast sífellt fyrir-
spurnir um ýmis atriði sem tengj-
ast fyrirlestrunum. Þess vegna
ákvað hann að svara þeim í bók
og samdi bráðskemmtilega sögu
sem verður lesendum bæði til
gagns og gamans!
Sagan er um fólk í bæ nokkrum
sem uppnefndur hefur verið vegna
eindæma leti þess. Sumir hafa líka
tamið sér aðrar slæmar venjur.
Bæjarstjórinn fær bréf um fþrótta-
hátíð sem halda á um land allt.
Hann er í stökustu vandræðum
með að fá krakka til að taka þátt í
henni. Þá kemur íþróttaálfurinn til
skjalanna. Hann kennir þeim mun
á leik og ofbeldi, hvað er hollur
matur, hvernig á að liðka sig og
leika sér í ýmsum útileikjum.
Magnús fléttar því fróðleik
saman við fyndna og fjörlega
sögu. Halldór Baldursson hefur
teiknað gamansamar myndir sem
falla mjög vel að söguþræðinum.
Að auki fylgir bókinni geisladisk-
ur með leiðbeiningum Magnúsar
um léttar leikfimiæfingar við tón-
list sem Máni Svavarsson hefur
samið og valið.
Þetta er fyrsta bók Magnúsar
en engum sem fylgst hefur með
fyrirlestrum hans og atriðum á
skemmtunum mun koma á óvart
að hann hefur sagnalistina á valdi
sínu. Hann hefur einstakt lag á að
halda athygli fólks á öllum aldri,
ekki síst krakka.
Áfram Latibær! er 84 síður í
stóru broti. Grímur Bjarnason tók
myndir á kápu en Halldór Bald-
ursson og Auglýsingastofan Mátt-
urinn og dýrðin sáu um útlit henn-
ar. K-prent annaðist umbrol og
filmuvinnu, Prentsmiðjan Oddi hf.
prentun og bókband. Útgefandi er
Æskan.
Þeir breyttu
Islandssögunni
Komin er út bókin Þeir breyttu
Islandssögunni - Tveir þættir af
landi og sjó eftir Vilhjálm
Hjálmarsson fyrrverandi mennta-
málaráðherra.
Vilhjálmur hefur tekið saman
tvo fróðlega þætti um efni sem of
lengi hefur legið í þagnargildi.
Annar þeirra fjallar um örlagaat-
burði um miðja öldina. Þegar
bjargarleysi vofði yfir og botnlaus
ófærð og illviðri lokuðu leiðum
gripu vaskir menn til nýrra ráða
og beittu skriðbeltatækjum sem
höfðu verið gjörsamlega óþekkt á
íslandi. Guðmundur Jónasson fór
til hjálpar á fyrsta snjóbíl sínum
og þúsundþjalasmiðir eystra smíð-
uðu geysistóra sleða sem jarðýtur
drógu.
1 hinum þættinum segir frá ára-
bátaútgerð Færeyinga héðan, all-
gildum þætti í atvinnusögu okkar.
Að róa til fiskjar frá Islandi á eig-
in vegum, á sínum eigin bátum,
það hét að fara til lands. Sjómenn-
irnir tóku sér far með færeysku
skútunum, ellegar með póstskip-
unum dönsku og norsku. Þeir
komu til Islands sunnan við sæinn
- eins og vorið - og höfðu sumar-
dvöl við einhvern fjörðinn eða
víkina.
Þetta er tólfta bók Vilhjálms
Hjálmarssonar. Flestar bækur
hans hafa komist á metsölulista
enda er honum einkar vel lagið að
segja frá eins og alkunna er.
Þeir breyttu Islandssögunni
er 235 blaðsíður. Mikill fjöldi
mynda er í bókinni. Bókarauki er
eftir Aðalbjöm Úlfarsson. Guðjón
Ingi Haukson sá urn útlit kápu;
Offsetþjónustan hf. setningu, um-
brot og filmuvinnu; Prentsmiðjan
Oddi hf. prentun og bókband.
Útgefandi er Æskan.
Myrkranna á milli
- eftir Sidney Sheldon
Skjaldborg hf. hefur gefið út bók-
ina Myrkranna á milli eftir Sidney
Sheldon.
Harry Stanford, einn ríkasti
maður heims, drukknar þegar
hann fellur útbyrðis af snekkju
sinni með dularfullum hætti
skammt frá Korsíku. Þetta kemur
af stað atburðarás sem hefur áhrif
jafnt austan hafs sem vestan. í
fjölskylduboði eftir útförina í
Boston, birist ljómandi falleg, ung
kona. Hún segist vera dóttir Stan-
fords og krefst þess að fá sinn
skerf af eignum auðjöfursins. Er
hún sú rétta eða ekki? Segir hún
satt? Eða er hún að leika snjallan
og stórhættulegan leik?
Einn víðlesnasti og snjallasti
spennusagnahöfundur heims.
Verð kr. 2.480.
Þriðja bók Lárusar Hinrikssonar
„Bergmál tímans - Brotið gler“ er
heiti nýútkominnar ljóðabókar eft-
ir Lárus Hinrikson. Þetta er fyrsta
ljóðabók Lárusar en áður eru
komnar út tvær skáldsögur eftir
hann, Gátuhjólið árið 1993 og
Lúpína 1994.
Bókaútgáfan ÍS-EY gefur bók-
ina út og um hana segir Lárus að
hún sé ort í hringrás tímans og um
tilfinningar einstaklings (sálar)
sem fæðist og gleypir fyrsta súr-
efnið áður en naflastrengurinn er í
sundur. Væntingar og vonir og
hringrás tímans eru búin að marka
sín fyrstu spor á sál sem í mörkum
þyngdar sinnar á vogskálum ver-
aldarinnar og með fyrirbænum og
álögum lífsins á þó sannfæringu
sína.
Lárus gerði myndirnar í bókina
og verða þær sýndar í Deiglunni
á Akureyri 2.-16. desember
Lárus Hinriksson.
næstkomandi.
Bókin var prentuð í G. Ben
Kápusíðu nýju Ijóðabókarinnar
„Bergmál tímans - Brotið gler“
Edda í Kópavogi og kostar kr.
1450.
KVIKMYNDIR
Englendingurinn sem fór upp hæð
en kom niður af fjalli, og það var
svo sannarlega það sem hann
gerði undir lokin. Myndin snýst jú
einmitt um þetta, mismuninn á
hæð og fjalli. Hún gerist á tímum
fyrri heimsstyrjaldar í þorpi í Wa-
les þegar lífsgæðin voru dálítið
önnur og þorpsbúar skammta sér
fæðuna. Dag einn koma tveir Eng-
lendingar í þorpið, nánar tiltekið
kortagerðarmenn sem ferðast um
héraðið og mæla misfellur lands-
ins, hvort þær teljast vera hæðir
eða fjöll. Þorpsbúar eru stoltir af
hæðinni sinni sem stendur fyrir
ofan byggð þeirra (sem þeir telja
vera fjall) og verða því fyrir mikl-
um vonbrigðum þegar í ljós kem-
ur að hæðin þeirra nær ekki 1000
fetum, en það segja kortagerðar-
mennimir að sé lágmarkshæð
fjalls. Það er því einfaldlega
brugðið á það ráð að bera mold
upp á hæðina og hækka hana svo
Hæðín sem varð
aðfjaffi
hún nái þessum 1000 fetum og
þorpsbúar geti haldið áfram að
vera stoltir. Þeir beita líka öllum
brögðum sem gaman er að fylgjast
með.
Þetta er ljúf og skemmtileg
mynd, þó nokkuð listræn líka ef
tekið er tillit til umhverfisins, fag-
urt landslag og stundum brá fyrir
undurfögrum litum sem minnti
óneitanlega á litmyndirnar frá
1950-60 þegar verið var að fikra
sig áfram með litgæðin. Þetta er
mynd fyrir alla aldurshópa og
þægileg tilbreyting frá flestu því
sem kvikmyndahúsin hafa uppá
að bjóða í dag, hasar, hryllingi eða
því um líkt. Hér er bara á ferðinni
indæl og gamansöm saga um fólk
sem á erfiðum tímum kunni að
meta það litla sem það hafði og
skildi hvað landið var þeim mikils
virði. - ej
IMytsamir hlutir
til jólagjafa!
Handklæði .... . kr. 1.300,-
Bjórkönnur .... . kr. 800,-
Kveikjarar .... . kr. 120,-
Skeiðar . kr. 400,-
Fingurbjargir . kr. 400,-
Bindisnælur .....kr. 800,-
Ermahnappar . . . . kr. 800,-
Pennasett .......kr. 2.800,-
Pennar ..........kr. 200,-
Pennar ..........kr. 500,-
Allir þessi hlutir eru með Þórsmerkinu og eru til sýnis og sölu í
Hamri, fálagsheimili Þórs, afgreiðslunni.
fs UJ
Kvenfélagið Iðunn verður með sinn árlega
köku- og munabasar í Laugarborg
sunnudaginn 3. desember kl. 15.
Húsið opnað kl. 14.30.
Jafnfram verður kaffisala á staðnum.
Þetta er basarinn sem aldrei svíkur.
Nefndin.
Takið
eftir!
1. desember og til jóla verður afgreiðslan
opnuð kl. 10 árdegis og opin að öðru leyti
eins og bókaverslanir á Akureyri.
Sögufélag Eyfirðinga og
Bókaútgáfan Skjaldborg, sími 462 4024.
Styrkir úr
Málræktarsjóði
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Málræktarsjóði.
Sjóðurinn var stofnaður árið 1991.
Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans:
a) að styrkja fjárhagslega nýyrða- og íðorðastarf í landinu,
b) að styrkja fjárhagslega starf orðanefnda sem vinna að þýðingum
á tæknimáli eða sérhæfðu máli,
c) að styrkja fjárhagslega útgáfu handbóka og leiðbeininga um mál-
notkun,
d) að styrkja fjárhagslega útgáfu kennsluefnis í íslensku,
e) að styrkja fjárhagslega útgáfu orðabóka,
f) að veita einstaklingum, samtökum og stofnunum viðurkenningu
fyrir málvöndun og málrækt,
g) að styrkja með fjárframlögum hvers konar framtak sem verða má
til þess að markmiðum Málræktarsjóðs verði náð.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu fslenskrar málstöðvar,
Aragötu 9, 101 Reykjavík (sími 552 4480), og skal umsókn-
um skilað þangað fyrir 1. febrúar.
■
MÁLRÆKTARSJÓÐ UR.