Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1995
LEIPARI----------------
Sameinmgartónn
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI,
SÍMI: 462 4222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.)
AÐRIR BLAÐAMENN:
AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON,
HALLDÓR ARINBJARNARSON,
SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285).
LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 462 7639
SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087
Niðurstaða skoðanakönnunar um vilja sveitarstjórnar-
manna á Eyjafjarðarsvæðinu til sameiningar sveitarfé-
laga við Eyjafjörð, sem kynnt var á fundi Héraðsnefnd-
ar Eyjafjarðar sl. miðvikudag, er afgerandi; yfirgnæf-
andi meirihluti þeirra telur æskilegt að stíga það skref
að sameina sveitarfélög við Eyjafjörð í eitt stórt og öfl-
ugt sveitarfélag.
Þessi niðurstaða kemur ef tO vill ekki mjög á óvart.
Þótt sameiningarkosningin hérna um árið hafi fokið út
í veður og vind, þá var vitað að margir sveitarstjórnar-
menn, sem eru dags daglega í hringiðu stjórnunar
sveitarfélaganna, voru eindregið þeirrar skoðunar að
stækka bæri sveitarfélögin.
Eftir héraðsnefndarfundinn sl. miðvikudag er ljóst
að umræða um sameiningu sveitarfélaga er aftur kom-
in af stað og þvi ber að fagna. Dagur er eindregið
þeirrar skoðunar að það beri að sameina sveitarfélög
við Eyjafjörð og sá ferill sem nú virðist hafinn að frum-
kvæði sveitarstjórnarmanna er til þess fallinn að koma
málinu í höfn. Eyfirðingar reyndust ekki tilbúnir til
sameiningar þegar kosið var um hana, en helsta skýr-
ingin á þvi var sú að frumkvæðið kom ekki frá heima-
mönnum sjálfum. Forsenda fyrir því að almenningur
veiti málinu stuðning er að heimamenn sjálfir vinni
alla heimavinnu og taki allar ákvarðanir um hvert
skref málsins. Sú leið leiðir til jákvæðrar niðurstöðu.
Það má öruggt telja að sú ákvörðun íbúa sveitarfé-
laga á norðanverðum Vestfjörðum að sameina þau
sveitarfélög, komi til með að ýta undir sameiningar-
umræðu annars staðar á landinu. Fram kom í Degi á
dögunum að Skagfirðingar hyggjast taka upp samein-
ingarumræðu á nýjan leik fyrir jól og eins og áður
sagði eru Eyfirðingar farnir að hreyfa málinu.
Sveitarstjómarstigið verður að eflast frá því sem nú
er. Sameining er þó ekki forsenda verkefnaflutnings
frá ríkinu, en hún auðveldar hann tvímælalaust. Það
hefur þegar komið fram að mörg minni sveitarfélaga
hafa ótta af flutningi grunnskólans frá ríkinu til sveit-
arfélaganna. Það er út af fyrir sig eðlilegt.
Ef litið er til Eyjafjarðarsvæðisins hafa sveitarfélög
nú þegar mikla og vaxandi samvinnu. Má þar nefna
öldrunarþjónustu, tónlistarkennslu, sorphirðu, bruna-
vamir og almannavamir. Með aukinni samvinnu á öll-
um sviðum er það hin eina rökrétta niðurstaða að
stíga skrefið til fulls og mynda um 20 þúsund manna
sveitarfélag við Eyjafjörð.
Hægt að spara 50 millj-
ónir í leikskólarekstri
hjá Akureyrarhæ
ESAkureyrarbaar
-♦-Lancismeðaltal
Tafia 1
Kostnaður Akureyrarbæjar vegna eins heilsdags leikskóiapláss á ári.
25.000
20.000
.tti.h,-
■ Kostnaöuráárj
□ Fast gjald til einkar.
HSpamaðurá ári
Tafla 2
t
■3
í
2
Sparnaður á ári miðað við 12.000 króna fast gjald á heilsdagspláss til einka-
rekstrar.
Með því að bjóða út rekstur leik-
skóla væri hægt að spara Akureyr-
arbæ um 50 milljónir króna á ári.
Með þessu fjánnagni væri hægt að
byggja upp leikskóla fyrir öll böm á
leikskólaaldri á innan við tíu árum.
Samkvæmt árbók sveitarféiaga er
rekstrarkostnaður vegna hvers bams
sem er á leikskólum Akureyrarbæj-
ar, að meðaltali 34.000 krónum
hærri en landsmeðaltal og rekstrar-
kostnaður hvers heilsdagspláss á
leikskólum Akureyrarbæjar er að
meðaltali 11.000 krónum hærra en
landsmeðaltal. Foreldrar á Akureyri
greiða að meðaltali 7.000 krónum
minna en landsmeðaltal fyrir hvert
heilsdagspláss á leikskólum Akur-
eyrarbæjar. Er hægt að réttlæta
bruðl með skattpeninga bæjarbúa
og hver er ástæðan fyrir þessum
óhagkvæma rekstri hjá Akureyrar-
bæ?
Samkvæmt árbók sveitarfélaga
1995 fyrir rekstrarárið 1994 kemur í
ljós að 6 af 9 leikskólum Akureyr-
arbæjar eru illa reknir miðað við
landsmeðaltal og með því að bjóða
út þennan rekstur mætti ná fram allt
að 50% spamaði.
Hver er ástæða siæms
rekstrar?
Það er athyglisvert að þeir þrír leik-
skólar sem koma þokkalega út í
rekstri (þ.e.a.s. Iðavellir, Árholt og
Lundarsel) eru leikskólar sem ekki
buðu upp á fæði árið 1994. Heildar-
kostnaður við hvert heilsdagspláss
er mun hærra á 6 leikskólum á Ak-
ureyri miðað við landsmeðaltal. Sú
skýring sem ég tel líklegasta er að
Akureyrarbær greiðir stórlega með
fæði á leikskólum bæjarins. Fæðis-
gjald til foreldra er lægst á landinu
á Akureyri og er 1.000 krónum
minna en t.d. hjá Reykjavíkurborg
og ekki er hægt að sjá hvers vegna
fæði á Akureyri ætti að vera ódýr-
ara en í Reykjavík.
Foreldrar greiða að meðaltali
7.000 krónum minna að meðaltali
fyrir hvert heilsdagspláss á leik-
skólum bæjarins og tel ég að hluti
af skýringunni sé að vistunargjald
fyrir forgangshópa er 1.200 krónum
lægra á mánuði en t.d. í Reykjavík,
einnig gæti hluti af skýringunni fal-
Sigurjún Haraldssun.
ist í verri nýtingu á plássum hjá Ak-
ureyrarbæ eða hærra hlutfalli for-
gangshópa.
Samspil innra og
ytra skipulags
Nú kann einhver að segja sem svo
að þeir leikskólar sem koma verst
út séu stærstu leikskólamir og því
hljóti þeir að vera mun dýrari í
rekstri á hverja einingu. Það tel ég
ekki vera rétt að öðru leyti en því
að þar reynir meira á innra og ytra
skipulag þar sem um stærri einingu
er að ræða. Sem dæmi má nefna
leikskólann Garðavelli í Hafnarfirði
þar sem eru 125 heilsdagspláss, þar
Er hægt að
réttlæta bruðl
með skattpen-
inga bæjarbúa
og hver er
ástæðan fyrir
þessum óhag-
kvæma rekstri
hjá Akureyrar-
bæ?
kostar hvert heilsdagspláss í rekstri
fyrir Hafnarfjarðarbæ krónur 179
þúsund, þrátt fyrir að hlutfall leik-
skólakennara sé þar 60% en er 30%
að meðaltali hjá Akureyrarbæ og
kostnaður við hvert pláss er 253
þúsund að meðaltali hjá Akureyrar-
bæ (sjá töflu 1). Því hlýtur stjómun
stærri leikskólanna að hafa brugðist
s.s. starfsmannastjórnun, innkaup
og eftirlit fæðiskaupa og rekstur
mötuneytis.
Hvernig er haegt að ná fram
50% sparnaði?
Með því að bjóða út þá 6 leikskóla
sem eru illa reknir hjá Akureyrarbæ
(sjá töflu 2) og greiða með þeim
12.000 króna fast gjald fyrir hvert
heilsdagspláss (eins og gert er hjá
Reykjavíkurborg til einkarekstrar) á
mánuði þá væri hægt að spara sem
nemur 45 milljónum á ári sem er
tæplega helmingur af því fé sem
Akureyrarbær greiddi með leikskól-
um árið 1994, en það voru rúmlega
100 milljónir króna.
Er hægt að réttlæta bruðl með
skattpeninga bæjarbúa?
Uppi eru þær skoðanir að engir aðr-
ir en bæjarfélög eigi að vera í leik-
skólarekstri. Er eitthvað réttlæti í
því að bæjarfélög bruðli með skatt-
peninga í óhagkvæmum rekstri þeg-
ar aðrir geta gert hlutina á mun hag-
kvæmari hátt, með minni kostnaði
fyrir bæjarbúa og leggja meiri
metnað í starfsemina til að hún
þjóni sem best þörfum neytend-
anna.
Sigurjón Haraldsson.
Höfundur er framkvæmdastjóri Leikráðs ehf.
rekstrarráðgjöf á sviði leikskólamála.
Opið bréf til bæjarstjórnar Akureyrar
Á sameiginlegum fundi stjóma
Foreldrafélags Blásaradeildar,
Foreldradeildar Strengjadeildar,
Foreldrafélags Píanódeildar og
Foreldra- og kennarafélags Suz-
ukinemenda við Tónlistarskólann
á Akureyri, sem haldinn var 6.
desember, komu fram áhyggjur
vegna umræðna í bæjarstjóm um
fyrirhugaða endurskoðun á starf-
semi Tónlistarskólans í tengslum
við umræður um spamað og nið-
urskurð í stofnunum bæjarins. Við
vörum við þessari umræðu sem
ein sér er til þess fallin að spilla
því ágæta og mikilsverða starfi
sem unnið er í skólanum. Við
heitum á ykkur að stíga ekki það
óheillaspor að skerða fjárframlög
til skólans, frekar væri ástæða til
að minnast 50 ára afmælis hans á
næsta ári með því að gera áætlun
um myndarlegar úrbætur í hús-
næðismálum hans.
Við hvetjum bæjarstjómarmenn
til að kynna sér sjálfir starfsemi
skólans með því að sækja tónleika
sem haldnir eru á vegum hans,
koma í skólann á rneðan kennsla
stendur sem hæst þegar aðrar
starfsstéttir em að ljúka vinnudegi
sínum og við hvetjum bæjarstjóm-
armenn sérstaklega til að koma á
hljómsveitaræfingar á sal skólans
og sjá með eigin augum og heyra
með eigin eymm við hvers konar
aðstæður bömum okkar er boðið
að læra. Við teljum að þrátt fyrir
þessi erfiðu starfsskilyrði sé unnið
mjög gott starf í skólanum sem
skilar sér í auðugra, fjölbreyttara
og á allan hátt betra mannlífi í
bænum okkar og gerir hann eftir-
sóknarverðari til búsetu.
Við viljum hér með bjóða bæj-
arstjómarmenn, skólanefndarmenn
og alla aðra, sem láta sér annt um
framtíð skólans, velkomna á
hljómsveitartónleika sem verða
haldnir í Glerárkirkju nú á sunnu-
dag kl. 14.00 og sjá og heyra hvað
bömin okkar eru að gera með að-
stoð kennaranna sinna. Við erum
viss um að þið verðið líka stolt af
því starfi sem unnið er í Tónlistar-
skólanum. Á eftir gefst vonandi
tækifæri til að skiptast á skoðunum
við ykkur yfir veitingum sem við
bjóðum upp á.
Stjórnir foreldrafélaganna
við Tónlistarskólann á
Akureyri.