Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 1
Verið
viðbúin
vinningi!
Bóksölulisti Dags:
Guðrún á toppnum
Bóksala fyrir jólin er sem
óðast að fara í gang þessa
dagana og komið er að fyrsta
bóksölulista Dags, en listarnir
munu birtast á föstudögum
fram til jóla. Listinn er byggð-
ur á upplýsingum frá bóka-
verslum á Norðurlandi, nánar
tiltekið frá Bókabúð Brynjars
á Sauðárkróki og bókaversl-
ununum Möppudýrið, Tölvu-
tæki-Bókval, Bókaverslunin
Edda og Bókaverslun Jónasar
á Akureyri.
Bóksalar tóku fram að hreyl'-
ing á bókum hefur ekki verið
mjög mikil það sem af er. Svo
virðist sem engin ein bók skeri
sig úr varðandi sölu. Bók Guð-
rúnar Helgadóttur, Ekkert að þakka, hefur greinilega freistað
margra og svo er einnig um aðra bók fyrir yngri lesendur, Afrek
Berts. Bókin um Maríu Guðmundsdóttur hefur sömuleiðis vakið
áhuga. En þá er það listinn fyrir fyrstu vikuna í desember.
1. Ekkert að þakka - Guðrún Helgadóttir.
2. María ■ konan bak við goðsögnina - Ingólfur Margeirsson.
3. Afrek Berts ■ Jacobsson og Olsson.
4. Hjartastaður - Steinunn Sigurðardóttir.
5. Þeim varð á í messunni - Guðjón Ingi Bríksson og Jón Hjaltason.
6. Lífsgleði • Þórir S. Guðbergsson.
7. Vetrareldur • Fríðrík Erlingsson.
8. Áfram latibær • Magnús Scheving.
9. Hin hljóðu tár • Sigurbjörg Árnadóttir skráði.
10. Paula - Isabel Allende.
Af öðrum bókum sem seljast vel má nefna, barnabókina Kon-
ungur ljónanna, Myrkranna á milli eftir Sidney Sheldon, Betri
helmingurinn, Falsarinn og dómari hans eftir Jón Hjaltason, Leik-
soppur örlaganna eftir Victoriu Holt, Milli vonar og ótta eftir Þór
Whitehead og fleiri. Næsti listi birtist síðan að viku liðinni. HA
Plötusölulisti Dags:
Páll Óskar efstur
Eins og fyrir undanfarin jól
birtir Dagur lista yfxr sölu-
hæstu íslensku geisladiskana
og hefur við gerð hans verið
stuðst við söluupplýsingar úr
sex verslunum á Norðurlandi;
Hljómveri, Radiovinnustof-
unni Kaupangi, Radionausti,
Hljómdeild KEA og Tónabúð-
inni á Akureyri og Skagfirð-
ingabúð á Sauðárkróki.
Það sama virðist vera uppi á
teningnum í sölu á tónlistarefni
nú og á sama tíma í fyrra, að
ekki er enn sem komið er kom-
inn í hana þessi venjulegi „jóla-
kippur", eins og einn verslunar-
maðurinn orðaði það. Nokkrir
titlar seljast þó áberandi betur
en aðrir eins og eftirfarandi sölulisti gefur til kynna. Dagur birtir
aftur sölulista föstudaginn 15. desenxber og síðan föstudaginn 22.
desember.
1. Palli - Páll Óskar Hjálmtýsson.
2. Dísir vorsins • Karlakórínn Heimir.
3. Pottþétt 2 - safnplata.
4. Reif í skóinn - safnplata.
5. Aldarminning Davíðs Stefánssonar • ýmsir flytjendur.
6. Cronpe d’oú lá • Emelíana Torrini.
7. í skugga Morthens ■ Bubbi Morthens.
8. Tekið stórt upp í sig - Sverrir Stormsker.
9. Jólagestir 3 - Björgvin Halldórsson o.fl.
10. Heyr mitt Ijúfasta lag - safnplata með lögum Ragga Bjarna.
Dómsátt fyrir Hæstarétti
- í máli Eiríks Sigfússonar gegn Sveini Sigurbjörnssyni, Tryggva
Stefánssyni, Jóhanni Benediktssyni og Sigurði Stefánssyni
Náðst hefur fyrir Hæstarétti dómsátt í
málarekstri Eiríks Sigfússonar annars vegar
og Sveins Sigurbjörnssonar, Tryggva Stefánssonar,
Jóhanns Benediktssonar og Sigurðar Stefánssonar
hins vegar. Málið var endanlega útkljáð í gær með
dómi Hæstaréttar.
Þetta mál hefur margítrekað verið í umræðunni,
ekki síst í tengslum við fyrirtöku þess fyrir Héraðs-
dómi Norðurlands eystra. Mál þetta á í raun rætur í
Kaupfélagi Svalbarðseyrar, sem eins og kunnugt er
var á sínum tíma lýst gjaldþrota.
Eiríkur Sigfússon skaut málinu til Hæstaréttar 13.
janúar 1994. Krafa hans fólst í því að dómi Héraðs-
dóms yrði breytt á þann veg að allar kröfur hans yrðu
teknar til greina, auk þess sem honum yrði dæmdur
málskostnaður í héraði og fyrir Hæstarétti.
Sveinn, Tryggvi, Jóhann og Sigurður skutu málinu
til Hæstaréttar með stefnu 11. febrúar 1994. Þeir
kröfðust sýknu en til vara að dómur Héraðsdóms yrði
staðfestur. Þá kröfðust þeir málskostnaðar í héraði og
fyrir Hæstarétti.
Við munnlegan málflutning fyrir Hæstarétti lagði
Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Eiríks, fram
breytta kröfugerð sem kveður á unt að Sveinn,
Tryggvi, Jóhann og Sigurður greiði Eiríki kr. 5,4
milljónir ásamt dráttarvöxtum og vaxtavöxtum frá 1.
febrúar 1996 til greiðsludags, allt að frádregnum kr. 3
milljónum, sem þegar hafa verið greiddar Eiríki.
Lögmaður fjómienninganna, Jón Oddsson, lýsti
því yfir við munnlegan málflutning, að hann sam-
þykkti þessar breyttu kröfur. Voru kröfur um máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti látnar niður falla
af beggja hálfu.
Niðurstaða Hæstaréttar í gær var því í samræmi
við þetta samkomulag lögmanna málsaðila, að
Sveinn Sigurbjörnsson,' Tryggvi Stefánsson, Jóhann
Benediktsson og Sigurður Stefánsson greiði Eiríki
Sigfússyni 5,4 milljónir króna ásamt dráttarvöxtum
frá 1. febrúar 1996 til greiðsludags allt að frádregnum
3 milljónum króna, sem þegar hafa verið greiddar Ei-
ríki. óþh
í gærmorgun var veriö að skipa upp jóiatrénu frá Randers, en Einxskip
flutti tréð án endurgjalds til Akureyrar. Pað er Karl Viðar, starfsmaður
Eimskips, sem heldur á merkimiðanum sem skýrir sig sjálfur. Mynd: BG
Ljósin kveikt á morgun
á jólatrénu frá Randers
- jólasveinarnir mæta á svalir Vöruhúss KEA
s
Amorgun verður mikið um að
vera í miðbænum á Akur-
eyri. Um er að ræða tvo fasta
punkta í jólaundirbúningi bæj-
arbúa, jólaveinana á svölum
Vöruhúss KEA og síðan verða
ljósin kveikt á jólatrénu frá Ran-
ders.
Kl. 14.00 á laugardaginn mæta
jólasveinamir á svalir Vöruhúss
KEA, eins og þeir hafa gert mörg
undanfarin ár. Munu þeir segja frá
því sem á daga þeirra hefur drifið
síðasta árið og hinni erfiðu ferð
jólasveinanna á leið til byggða.
Ekki er alveg vitað hvaða jóla-
sveinar mæta þarna, en það verða
greinilegar einhverjir sem eru létt-
ir á fæti og hafa náð góðu forskoti
á félaga sína, þar sem fyrsti jóla-
sveinninn á ekki að koma til
byggða fyrr en að morgni 12. des-
ember, „lögum samkvæmt.“ Hvað
sem því líður er um að gera að
mæta á staðinn og taka lagið með
þessum heiðursmönnum.
Kl. 15.45 hefst síðan athöfn á
Ráðhústorgi með leik Lúðrasveit-
ar Akureyrar. Þá flytja ávörp þeir
Jakob Björnsson, bæjarstjóri,
ásamt góðum gestum sem eru
bæjarverkfræðingurinn í Randers
og sendiherra Dana á íslandi. Kl.
16.15 rennur síðan upp sú stund
að ljósin verða tendruð á hinu
myndarlega jólatré sem íbúar
Randers, vinabæjar Akureyrar í
Danmörku, færa Akureyringum
að gjöf á hverju ári. Að því loknu
syngur Kór Akureyrarkirkju jóla-
lög og loks koma jólasveinamir í
heimsókn. HA
Akureyri og Grímsey:
Sóknarnefndir
mæla með
Svavari
Sóknarnefnd
Akureyrar-
kirkju og sókn-
arnefnd Mið-
garðarkirkju í
Grímsey kusu
séra Svavar Al-
freð Jónsson síð-
degis í gær í
embætti aðstoðarprests í sókn-
unum tveimur. Svavar var sókn-
arprestur í Ólafsfirði en frá því í
sumar hefur hann gegnt stöðu
héraðsprests með aðsetur á Ak-
ureyri.
Alls voru 24 sem greiddu at-
kvæði á kjörfundi í gær, aðalmenn
og varamenn í sóknamefndunum
tveimur. Að sögn séra Birgis Snæ-
björnssonar, prófasts, hafa sóknar-
böm lögum samkvæmt rétt til að
óska eftir aimennri kosningu en þá
þarf fjórðungur sóknarbama að
skrifa undir yfirlýsingu þess efnis
innan viku. Ef engar athugasemdir
koma fram ræður biskup í stöðuna
að þeim tíma liðnum. AI