Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1995 Kökugerðarmeistari verður í KEA Hrísalundi á föstudaginn milli kl. 15 og 18 og sýnir og kennir viðskiptavinum hvernig á að búa til konfekt og kransaköku úr Odense marsipani Kynningar á föstudag Dinner mint Oetker fromage Odense marsipan Skugga kökukrem Jólasteikin frá KEA Afgreiðslutími: Mánud.-föstud. kl. 10.00-19.30 laugard. kl. 10.00-18.00 -fyrir þig! Tllboð Odense konfektmarsipan 200 g kr. 148 Odense konfektmarsipan 500 g kr. 337 Dinner Mint 250 g kr. 289 pk. Oetker fromage kr. 112 pk. Egg 1. fl. kr. 278 kg Jólaostakaka kr. 589 stk. Ungnautahakk kr. 598 kg KEA kjötbúðingur kr. 399 kg Naggar kr. 399 pk. Af íslendingum í Vesturheimi - gripid niður í sögulega skáldsögu Böðvars Guðmundssonar „Híbýli vindanna“ Á dögunum var skáldsaga Böðv- ars Guðmundssonar „Híbýli vindanna“, sem Mál og menning gefur út, tilefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Á bókarkápu segir um þessa skáldsögu Böðvars: „Ólafur fíólín er kenndur við hljóðfærið sem Jör- undur hundadagakonungur gaf föð- ur hans á leið sinni úr landi, en að fiðlunni frátekinni er fátt konung- legt við lífshlaup Ólafs í Borgar- firði og norðan heiða. Að lokum gefast þau Steinunn upp á fátækt- arbaslinu, kveðja eymdina á Islandi og ákveða að hefja nýtt líf í auð- sæld Vesturheims. Á ferðalaginu yfir hafið og á öræfum Ameríku skiptast á skin og skúrir en að lok- um kemst landnemahópurinn á eig- ið land vestan Winnipeg-vatns og stofnar þar nýlendu í nágrenni við indjánana: Nýja ísland." Hér er gripið niður í II. kafla bókarinnar sem nefnist Nýja ísland. „Innflytjendahúsið í Québec var stór bygging úr rauðgulum tígul- steini, stórt anddyri eða biðsalur, fjórir gríðarstórir svefnskálar og tveir enn stærri matsalir. Sighvatur Þingmann sleppti ekki af þeim hendinni uns þau höfðu komið sér fyrir á hörðum trébekk úti í homi biðsalarins. Þar bað hann þau að bíða meðan hann skryppi frá til að sækja lækni. Þama var sami kliður ólíkra tungumála og á bryggjunni í Glasgow. Þau biðu góða stund og sögðu fátt nema hvað þau báðu bömin að gæta sín og fara ekki frá. Svo var eins og konumissirinn rynni allt í einu upp fyrir Jóni Jóns- syni frá Amarstapa þar sem hann sat með Sigríði litlu á hjánum. Hann tók fast utan um bamið og sagði með brostinni rödd: „Hún mamma er dáin.“ Bamið sagði ekkert, og hann endurtók þetta hvað eftir annað. Hin leiddu þetta hjá sér fyrst í stað, það er nú einu sinni svo með sorg- ina, hún er alltaf einkamál. Gróa frá Skuggadal gekk loks til hans og lagði hönd á öxl honum, en fann engin huggunarorð. Bamið smitað- ist af örvæntingu föður síns og fór að gráta, þau grétu þama bæði um stund og Ingibjörg litla bættist í hópinn. En allur grátur stöðvast um síðir, hljóðnar og verður að ekka sem loksins hverfur út í bláinn eins og minning hinna dánu. „Hún mamma er dáin, og hvað verður nú um okkur?“ Því gat enginn svarað og þau þögðu öll góða stund. „Hvað hefur orðið af mannhel- vítinu?“ sagði Loftur loks. „Ætlar hann að láta okkur dúsa hér til ei- lífðamóns?“ Þeim létti öllum við orð hans. „Já, hvaða seinlæti er þetta?“ sagði Hákon frá Beylubúð. „Og hver var þetta eiginlega?" I þeim svifum kom Sighvatur Þingmann til þeirra, í fylgd með honum var hávaxinn velklæddur herramaður og hélt á lítilli tösku. „Þetta er læknir,“ sagði Sighvat- ur. „Hann ætlar að líta á ykkur, fylgið okkur nú í sjúkraskýlið." Þau litu hvert á annað og varð hreint ekki um sel. Ekkert þeirra hafði nokkum tímann lent í læknis- höndum. „Fariði með manninum,“ sagði svo Loftur. „Ég skal gæta að drasl- inu ykkar á meðan. Það amar ekk- ert að mér.“ Þau eltu Sighvat og lækninn yfír í fjarlægasta hluta innflytjenda- hússins. Þar vom nokkur herbergi með tölustafi í dyrum, rétt eins og um borð í skipinu. Þau vom látin setjast á bekk og læknirinn fór að skoða upp í bömin, það gekk ekki hljóðalaust, yngri bömin grétu sár- an og Jón Pálsson frá Skuggadal beygði líka af bugaður í örmum föður síns. Hákon Hákonarson einn setti hart á móti hörðu og ákvað að selja líf sitt dýrt. Hann beit saman tönnunum og barði lfá sér. Móðir hans grátbað lækninn og Guð að fyrirgefa honum ótuktarskapinn. Áð lokum tók faðir hans hann haustaki og læknirinn spennti upp gin hans með skeið. Það var svo sem nógu slæmt að láta skoða upp í sig eins og skepnu, en þá tók stein- inn úr þegar læknirinn fór að skoða augun í bömunum. Hann dró upp langan sting á skafti, og þó það væri hnúður á enda stingsins þá var ekki laust við að það flökraði að sumum foreldranna að maðurinn væri orðinn geggjaður og ætlaði að stinga augun úr bömunum þegar hann renndi áhaldinu undir hvarma þeirra og lyfti. Sighvatur Þingmann róaði þau með því að hann væri bara að gá hvort þau væm með nokkum augnsjúkdóm. Þegar búið var að skoða bömin kom röðin að fullorðna fólkinu, læknirinn lét sér nægja að skoða upp í Gest og Halldóru. Rétt leit á Pál og Gróu og Ólaf fíólín, en hann vildi fá að skoða hin betur, fór með hvert þeirra fyrir sig bakvið tjald innst í herberginu og sagði þeim með aðstoð Sighvats að fara úr að ofan. Konumar setti dreyrrauðar af blygðum og bjuggust við dauða sínum, en hann tók þeim ekki einu sinni blóð, heldur lét sér nægja að leggja trektlaga hólk við rifjahylkin og hlustaði svo í hinn endann með- an þær hóstuðu og blésu. „Bömin þurfa öll að fitna,“ þýddi Sighvatur fyrir þau að lok- inni skoðun. „Og konumar þurfa að koma meira undir bert loft. Sæunn Hjálmarsdóttir fær meðul til að ná sér eftir pestina á skipinu." Þar með var þessu lokið og þau voru öll enn á lífi og meira að segja nokkum veginn jafngóð eftir. Að lokum fékk læknirinn Sæunni meðalaglas og Sighvatur þýddi fyr- ir hana fyrirmæli hans, þrjá dropa í matskeið fullri af vatni skyldi hún taka tvisvar á dag uns lokið væri úr glasinu. Það var léttir að sleppa við frekari læknisskoðun, en þeim brá heldur í brún þegar þau komu aftur í homið sitt og Loftur var allur á bak og burt. Fyrst héldu þau að hann hefði bara brugðið sér frá að sinna eðlilegu kalli líkamans, en svo tóku þau eftir því að farangur hans, sem reyndar var ekki mikill, var einnig horftnn. „Já, hann var alltaf eitthvað undarlegur," sagði Páll frá Skuggadal. „Og gott ef hann hafði ekki eitt- hvað meira en lítið á samviskunni,“ bætti Hákon Jónsson við. Svo leið dagur að kvöldi. Sig- hvatur Þingmann leiddi þau til fundar við fleiri íslendinga sem þama bjuggu svo það var um nóg að ræða annað en Loft og hvarf hans. Þama var hópur fólks sem hafði farið frá Seyðisfirði fyrr um sumarið til Noregs og hafði komið í hópi norskra innflytjenda til Qué- bec fyrir viku. Þetta fólk var orðið heimavant í innflytjendahúsinu og sýndi þeim hvemig þau fengju mat sinn á kvöldin. Sighvatur Þing- mann lét þau hafa miða fyrir hvem munn sem þyrfti að metta. Þau af- hentu svo manni í lúgu miðann og hann fékk þeim í staðinn skál með kássu úr baunum og kjöti ásamt smjörlausum rúgbrauðshleif. „Þið skuluð ganga snemma til náða,“ sagði Sighvatur þegar hann kvaddi þau, „þið verðið vakin klukkan sex í fyrramálið og ég fylgi síðan öllum Islendingum á stöðina, við förum með treini til Toronto.“ ✓ X \ íslenskt Ojátakk Eflum atvinnu Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Rafvirkjafélag Norðurlands. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.