Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 7

Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 7 Hagar hendur með sölusýningu Samstarfshópurinn Hagar hendur verður með sölusýningu í vinnu- húsnæði hópsins í gamla Hús- mæðraskólahúsinu á Laugalandi nk. sunnudag kl. 13-18. A boð- stólum verður úrval af gjafavöru fyrir öll tækifæri, t.d. prjóna- og saumavörur og ýmsir munir. Opið hús hjá Stubbi Gullasmiðjan Stubbur, sem Georg Hollanders rekur í gamla kvenna- skólahúsinu á Laugalandi í Eyja- fjarðarsveit, verður með opið hús á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 13-18 báða dagana. Fólki gefst kostur á að kynna sér tréleikföng í úrvali sem búin eru til á vinnu- stofunni. Brúðuleikhús í Deiglunni Brúðuleikhús Hallveigar Thorlaci- us sýnir í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 11 og 13 „Þrettánda jólasveininn", sem fjallar um ævintýri Stúfs, yngsta sonar Grýlu. Jólakötturinn kemur við sögu og að sjálfsögðu einnig Grýla. Sýningin er ætluð bömum á aldrinum 2-10 ára. Hún er stund- arlöng og byggir að nokkru á þátt- töku barnanna. Aðgangseyrir er kr. 500 og ókeypis fyrir foreldra. Aðventusamkoma eldri borgara í Glerárkirkju Aðventusamkoma eldri borgara verður í Glerárkirkju nk. mánudag 11. desember kl. 15.30. Söngur, upplestur og helgistund. Boðið verður upp á léttar veitingar. Eldri borgarar eru hvattir til að koma til kirkjunnar og eiga þar saman vinafund á aðventunni og undir- búa með því andann undir kom- andi hátíð. Félagarnir á Odd-vitanum Hljómsveitin Félagamir skemmta gestum Odd-vitans á Akureyri í kvöld og annað kvöld. Aldurstak- mark er 20 ár og er snyrtilegur klæðnaður áskilinn. Aðventuhátíð í Akureyrarkirkju N.k. sunnudagskvöld kl. 20.30 verður hátíðarsamkoma í Akur- eyrarkirkju. Bjöm Bjamason, menntamálaráðherra, verður ræðumaður kvöldsins. Hann er mikill kirkjuvinur og tíður kirkjugestur. Barnakór Akureyr- arkirkju mun flytja helgileik undir stjórn Hólmfríðar Bene- diktsdóttur og hefur mikil vinna verið lögð í það verk. Einsöngvari kvöldsins verður Björg Þórhallsdóttir. Félagar úr Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju annast í lokin ljósahátíð. Kirkju- gestir munu syngja jólasöngva og endað verður á sálminum al- kunna „Heims um ból“. A að- ventukvöldinu verður vígt ljósa- altari, sem margir hafa lagt fé í, til minningar um séra Þórhall Höskuldsson. I framtíðinni geta menn kom- ið, fengið kerti og tendrað ljós og sett á altarið, sem staðsett verður l'raman við predikunar- Björn Bjarnason. stól. Aðventukvöldin í Akureyr- arkirkju hafa ætíð verið fjölsótt og verið góður undirbúningur undir komu jólanna. jólatónleíkar hljóm- sveita Tónlistar- skólans á Akureyri Næstkomandi sunnudag, 10. desember, verða jólatónleikar hljómsveita Tónlistarskólans á Akureyri haldnir í Glerárkirkju og hefjast þeir kl. 14. Á tónleik- unum koma fram um 120 nem- endur í 7 hljómsveitum og hóp- um. Að tónleikum loknum verða kaffiveitingar í safnaðarsal kirkjunnar í boði foreldrafélaga. Tónlistarskólinn á Akureyri hefur um langt skeið haft forystu meðal íslenskra tónlistarskóla á sviði hljómsveitarstarfsemi. Nemendur deildanna sem tengj- ast þeirri hljómsveitastarfsemi er hér um ræðir, blásaradeild og strengjadeild, byrja að leika í hljómsveitum fljótlega eftir að nám þeirra hefst. Heldur þjálfun nemenda í hljómsveitarleik át'ram meðan á námi þeirra stendur og flytjast þeir úr einni sveit í aðra með aukinni fæmi. í hljómsveitunum þjálfast nent- endur í samstillingu og ögun í hópi. Hljómsveitastarfinu fylgir einnig nokkurt félagslíf, einkum þegar hljómsveitirnar l'ara í æf- ingabúðir, tónleikaferðir og á hljómsveitamót. í skólanum eru nú starfandi 3 blásarasveitir undir stjóm Sveins Sigurbjömssonar og Jóns Hall- dórs Finnssonar. Auk þeirra kemur á sunnudaginn fram blás- arasveit Oddeyrarskóla sem er santvinnuverkefni Tónlistarskól- ans og Oddeyrarskóla sem hófst nú í haust undir stjóm Jóns Hall- dórs Finnssonar. Þá koma frant tvær strengjasveitir undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar og hópur Suzuki-fiðlunemenda. Auk þessara sveita eru starfandi við Tónlistarskólann kammer- hljómsveit, blokktlautusveit, málmblásarakvintett, jasshljóm- sveitir og rokkliljómsveitir. Allir em velkomnir á tónleik- ana og aðgangur er ókeypis. íslandsfrumsýn- ing á Assassins í Borgarbíói Þessa dagana sýnir Borgarbíó á Akureyri stónnyndina Ass- assins með Sylvester Stallone og Antonio Banderas í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Richard Donner, sent gerði Le- athal Weaopn myndirnar. Þessi stórmynd er frumsýnd á íslandi á sama tíma í Borgar- bíói og Sambíóunum. Hún verður sýnd unt helgina í Borgarbíói kl. 21 og 23.15 Um helgina verður einnig sýnd kl. 21 spennumyndin The Net með Söndru Bullock í að- alhiutverki, en hún sló eftir- minnilega í gegn í myndunum Speed og While You Were Sleeping. Þá verður kl. 23 sýnd hin vinsæla mynd The Bridges of Madison County með Clint Eastwood og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Á sunnudag kl. 15 verða sýndar í Borgarbíói myndimar Hundalíf og Leynivopnið. Geirmundur í Sjallanum í kvöld verður diskótek og tísku- sýning í Sjallanum og verður hús- ið opnað kl. 23. Sýnd verður jóla- tískan frá eftirtöldum verslunum á Akureyri: Amaro, Centro, Sport- veri, Ynju, Perfect og Vöruhúsi KEA. Aðgangur verður ókeypis. Annað kvöld verður sjálfur sveiflumeistarinn Geirmundur í syngjandi sveiflu í Sjallanum. Verð á dansleik til kl. 00.30 kr. 700 og 1000 kr. eftir kl. 00.30. Verð á jólahlaðborð og dansleik ki. 2.400. KÆRKOMIN NYJUNC A DISKINN ÞIN MEIRA FRI MINNA PUf> FLOKKS HORPLENSK NATTURUAFUkÐ FAGMENNSKA í FYRIRRÚMI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.