Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 19

Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 19
Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 19 MINNINO 'ír Hreiirn Sævar Símonarson Fæddur 23. janúar 1951 - Dáinn 31. október 1995 Sævar vinur okkar er dáinn. Þetta var harmafregn er okkur barst 31. október sl. Við sem töldum hann á batavegi sl. sumar og hann væri að sigrast á þeim sjúkdómi er hann hefur átt við að stríða sl. ár. Upp í hugann koma margar minn- ingar frá þeim samverustundum er við áttum saman í uppvextinum og skal minnst á nokkrar þeirra hér. Hversu gott það var að eiga þig sem vin og félaga í hverju sem á gekk. Þú varst traustur vinur sem ætíð var hægt að reiða sig á. Ég man fyrst eftir þér þegar við vorum á leið í skólann, Hreiðars- skóla, í fyrsta sinn. Við vorum í fylgd mæðra okkar, tveir sex ára gamlir snáðar. Við urðum strax miklir vinir og síðan hafa þessi vináttubönd haldist. Öll barna- skólaárin vorum við saman í bekk og allt upp í Gagnfræðaskólann. Það gekk varla hnífurinn á milli okkar, þessi fyrstu skólaár og oft vorum við spurðir, hvort við vær- um bræður eða jafnvel tvíburar, svo mikið vorum við saman. Og fljótt var ég eins og einn úr fjöl- skyldu þinni. Við fórum með Kidda og Dísu yfir í sumarbústað og eins Jóni og Ingu. Það var verið að taka til, setja niður kartöflur, taka upp og planta trjáplöntum og fl. og fl. Og þú talaðir um reitinn sem þú og mamma þín áttuð og það var auð- í framhaldi af tilkynningu um al- mennan opnunartíma verslana á Akureyri í desember telur Akur- eyrar apótek nauðsynlegt að koma eftirfarandi á framfæri: Eigandi og starfsfólk apóteks- ins hafa í samráði ákveðið opnun- artíma í desember með eftirfar- andi hætti, sem víkur verulega frá almennum auglýstum opnunar- tíma. Dagana 6.-8. desember - opið til kl. 19. Laugardag 9. desember - opið kl. 10-12 og 20-21. Sunnudag 10. desember - opið kl. 11-12 og 20-21. Dagana 11.-15. desember - opið til kl. 18. Helgina 16.-17. desember - lokað. séð hversu ánægður þú varst með hann. Ég var í sveit flest sumur á þessum árum, en alltaf hittumst við jafn góðir vinir sem fyrr. Og alltaf var nóg að gera. Við unnum hjá Kidda, bundum dýnur, boruð- um kústa og pússuðum lok. Og síðast en ekki síst var gripið í spil mörg kvöld á löngum vetrum. Nú, það var svo eitt vorið að faðir minn veiktist og móðir mín þurfti að fara suður. Þá var nú ekkert mál fyrir þau í Brekkugötu að taka mig og systur mína í fóst- ur í nokkum tíma. Síðan urðum við félagamir þrír Dagana 18.-22. desember - opið til kl. 19. Þorláksmessu - opið kl. 10-12 og 20-21. Aðfangadag - opið kl. 11-12. Jóladag - - opið kl. 11-12 og 20-21. Nýársdag - opið kl. 11-12 og 20-21. Svipað fyrirkomulag á opnun- artíma hefur verið síðastliðin 2 ár án kvartana og við teljum að leng- ing opnunartímans umfram það sem hér hefur verið lýst, bæti ekki raunverulega þjónustu við við- skiptavini apóteksins, en þetta fyr- irkomulag skiptir aftur á móti sköpum fyrir starfsfólk apóteksins hvað varðar að taka þátt í undir- búningi helgidagahalds með böm- um Og fjölskyldu. (Fréttatilkynning) um tíu ára aldurinn og áfram var haldið við leik og störf og ekki var vináttan minni hjá okkur þremur. Fórum saman í sumarbúðir og úti- legu, stofnuðum kvikmyndafélag og þar af leiðandi era til myndir af okkar samverustundum. Þegar við byrjuðum að vinna sumarvinnu fórst þú að vinna hjá Kidda frænda þínum á dívanavinnustof- unni og þar hefur þinn áhugi á smíðum vaknað, en það átti síðan fyrir þér að liggja að læra þá iðn. Óft hittumst við þar og spjölluð- um um eitt og annað er fyrir okkur kom eða ofarlega var á baugi í þjóðfélaginu og fylgdist Kiddi þá ætíð vel með og tók þátt í sam- ræðum. Þarna lá alltaf vel á þér og var það auðfundið hversu vel þú kunnir við þig við smíðar og handverk. Þó við hittumst á heim- ilum hvors annars var það svo að lang oftast komum við saman á þínu heimili að Brekkugötu 15. Þú varst alla tíð heimakær og mikill fjölskyldumaður. Þannig liðu þessi bemskuár okkar sem við minnumst með hlýju og söknuði. Við minnumst þess er við hjól- uðum þrír saman Eyjafjarðar- hringinn, sumir nýbúnir að eignast tvíhjól og áðum við Kristnes og borðuðum nestið, sem mun nú ekki hafa verið margbrotið, þar sem við héldum að við væmm hálfnaðir en annað kom nú í ljós. Það kom þó ekki til greina að gef- ast upp þrátt fyrir að leiðin væri mikið lengri en við héldum, ferð- inni skyldi lokið en nú hefur þú lokið þínu ferðalagi í þessu lífi og heldur áfram þinni för á öðrum stað. Það á víst fyrir okkur öllum að liggja en erfitt er að sætta sig við að leiðin skuli ekki verða lengri hjá sumum en raunin varð á hjá þér, elsku vinur. Við munum ætíð minnast þín og þeirra mörgu góðu stunda er við áttum saman í uppvextinum. Elsku Kittý, þú sem hefur stað- ið svo dyggilega með manni þín- um í veikindum hans og tekið þátt í baráttu hans við þennan illskæða sjúkdóm. Við sendum þér og bömum ykkar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Og elsku Fidda, þú sem misst hefur þitt eina bam sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Missir ykkar allra og sorg er mikil og megi góður Guð hjálpa ykkur og vemda. Óli og Jóhann Karl. Orðsendíng frá Akureyrar apóteki L TYH Vinningstölur 06.12.1995 | VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ m63,6 1 48.350.000 B] 5 af 6 |L33+bónus 1 1.230.400 tcl 5 af 6 2 110.550 Q 4afe 214 1.640 | 3 af 6 778 190 I/inningur: fór til Noregs Aðaltölur: ©@('3 (gl(24)(§) BÓNUSTÖLUR Heíldarupphæð þessa viku; 50.300.280 á ísl.: 1.950.280 UPPLYSINGAR. SIMSVARI 91* 68 16 11 LUKKULINA 99 10 00 * TEXTAVARP 451 Akureyringar Nærsveitamenn! Nú fer að styttast til jóla og við get- um því miður ekki tekið á móti fatn- aði fyrr en á næsta ári. Þeir sem þurfa að hafa samband við okkur, hringið í síma 462 1813 eða 462 2975 á kvöldin. Mæðrastyrksnefnd. Strætisvagnar Akureyrar Akstur S.V.A. á laugar- dögum í desember Laugardaginn 9.12 Frá kl. 09.14 Síðasta ferð kl. 18.14. Laugardaginn 16.12 Frá kl. 09.14 Síðasta ferð kl. 22.14. Laugardaginn 23.12 Frá kl. 09.14 Síðasta ferð kl. 23.14. Leið 1B frá Ráðhústorgi 14 mín. yfir heilan tíma. Leið 1A frá Ráðhústorgi 52 mín. yfir heilan tíma. Leið 2A frá Ráðhústorgi 14 mín. yfir heilan tíma. Leið 2B frá Ráðhústorgi 41 mín. yfir heilan tíma. Bridgefélag Akureyrar: Ein umferð eftir í hraðsveitarkeppni Þriðjudaginn 5. desember var spil- uð þriðja og næstsíðasta umferðin í hraðsveitarkeppni Bridgefélags Akureyrar og er staðan nú þessi: 1. Sv. Sveins Torfa Pálssonar 888 2. Antons Haraldssonar 884 3. Ævars Ármannssonar 846 4. Kristjáns Guðjónssonar 838 5. Páls Pálssonar 832 Fjórða og síðasta umferðin verður spiluð þriðjudaginn 12. desember og má búast við spenn- andi keppni þar sem mjög lítill munur er á stöðu efstu sveita. Kælismiðjan Frost óskar eftir tilboðum í þrif á skrifstofum og starfsmannaaðstöðu fyrirtækisins. Uppl. í síma 461 1700 milli kl. 9 og 12. •j&mw

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.