Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 15
NYJAR BÆKUR Föstudagur 8. desember 1995 - DAGUR - 15 Setberg: Lát hjartað ráða för Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina Lát hjartað ráða för eftir Susönnu Tamaro í þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Bókin kom fyrst út í heimalandi höfundar, Ítalíu, í byrjun árs 1994 og hefur á átján mánuðum selst þar í rúmlega 2 milljónum eintaka. Slíkt hefur ekki gerst síðan bók Umberto Eco, Nafn rósarinnar, kom út á sínum tíma. Og sig- urganga bókarinnar Lát hjartað ráða för heldur áfram, því nú þegar hefur hún verið þýdd á yfir 20 tungumál og verið er að ljúka gerð kvikmyndar sem byggð er á bók- inni. Aðalpersóna bókarinnar, amm- an, er dauðvona og tími uppgjörs er upp runninn. Hún skrifar bréf til ungrar dótturdóttur sinnar í Amer- íku, rifjar upp liðinn tíma - og leyndarmál streyma fram. Hún segir harmsögu dóttur sinnar, móður stúlkunnar, frá foreldrahúsum, hjónabandi, - skrifar um djúpar til- finningar, sorg og gleði. Lát hjartað ráða för er saga konu sem lifað hefur langan dag - og óskar bamabami sínum þeirra heilla, að hjartað megi ráða för - áð- ur en það er um seinan. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt bókina úr frummálinu, - og af þeirri snilld sem lesendur hans þekkja frá verkum hans. Þetta er fyrsta bók eftir Súsönnu Tamaro sem kemur út á Islandi. Bókin er 160 blaðsíður og kostar 1.980 krónur. Strandvegsmálið - í bókaflokknum um Frank og Jóa Skjaldborg hf. hefur gefið út bókina Frank og Jói - Strandvegsmálið. Frank og Jói eru synir rannsókn- arlögreglumanns og em þeir ákveðnir í að feta í fótspor föður síns, en þeir vilja vinna sjálfstætt og án hjálpar hans. Og verkefnin eru á hverju strái. Frank og Jói lenda í margvíslegum ævintýrum við að upplýsa þau mál sem þeir fást við. Sögumar af þeim bræðram, Frank og Jóa, fara sigurför um heiminn. Milljónir bama og unglinga hafa skemmt sér við lestur þessara spennubóka. Verðkr. 1.380. Fróði: NBA ’95 - ný bók um bandarísku körfuboltasnillingana Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur gefið út bókina NBA ’95 eftir þá Þórlind Kjartansson og Eggert Þór Aðalsteinsson. Er þetta þriðja bókin um NBA, sem Fróði gefur út, en áður hafa komið bækumar NBA - þeir bestu eftir Eggert Þór og NBA stjörnurnar eftir Eggert og Þór- lind. í bókinni NBA ’95 er fjallað ítarlega um 31 leikmann í deildinni. Sagt er frá bakgrunni þeirra, íþrótta- ferli og afrekum, auk þess sem rnargir fróðleiksmolar fylgja frá- sögn af hverjum og einum, þar sem fjallað er um ýmislegt skemmtilegt og eftirtektarvert sem þessa íþrótta- menn hefur hent. Þá eru tölfræði- legar upplýsingar um íþróttaferil hvers og eins. Meðal þeirra kappa, sem fjallað er um á þennan hátt, má nefna: Anfemee Hardaway, Grant Hill, Shawn Kemp, Scottie Pippen og Horace Grant. Þá er fjallað sér- staklega um tvo þjálfara í NBA- deildinni sem náð hafa frábærum árangri, þá Pat Riley og Phil Jack- son. Að auki er fjallað í styttra máli um fjölmarga NBA snillinga sem eru á fjölunum með liðum sínum um þessar mundir. Höfundar bókarinnar, Þórlindur Kjartansson og Eggert Þór Aðal- steinsson, era báðir nemendur Menntaskólans í Reykjavík. Þeir hafa allt frá bamæsku verið miklir áhugamenn um NBA körfuknatt- leikinn og búa yfír mikilli þekkingu um hann og einstaka leikmenn deildarinnar. NBA ’95 er 120 blaðsíður í stóru broti og er bókin prýdd fjölmörgum myndum. Bókin er prentunnin í B.Ben Edda prentstofa hf. Kápu- hönnun annaðist Auglýsingastofan Argus-Örkin. Verð bókarinnar er kr. 2.190 m/vsk. Setberg: Frásagnir (imm lækna Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina Fimm læknar segja frá. Önundur Bjömsson skráði. Fimm þrautreyndir læknar segja frá sjálfum sér, fjölþættum skoðun- um sínum og læknisferli, en þeir era: Arni Björnsson fyrrverandi yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítalans og ótvíræður braut- ryðjandi í sinni sérgrein hér á landi. Hann er hestamaður góður og geð- ríkur félagsmálamaður. Björn Önundarson fyrrverandi héraðslæknir og heimilslæknir í Reykjavík til margra ára og braust úr sárastu fátækt til mennta. Hann segir frá störfum sínum sem héraðs- og heimilislæknir. Hrafnkell Helgason yfirlæknir á Vífilsstöðum er litríkur maður sem víða hefur farið og margt að- hafst. Hann er öræfafari frá fyrstu tíð og fuglaskoðari. Pétur Pétursson frá Höllustöð- um, heimilislæknir á Akureyri, er þekktur maður sem lúrir ekki á skoðunum sínum. Þorgeir Gestsson fyrrverandi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík, er einn félaganna úr MA-kvartettinum góðkunna, sem gladdi tónelsk eyru með fögram söng sínum um áratuga skeið. I bókinni eru 65 myndir og hún er 256 blaðsíður. Bókin kostar 3.250 krónur. Sendiboð úr djúpunum - eftir Egil Egilsson Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Egil Egilsson rithöfund og nefnist hún Sendiboð úr djúpunum. Þetta er fimmta skáldsaga höf- undar. Síðasta bók hans var Spell- virkjar, sem út kom 1991, hlaut góða dóma og var m.a. tilnefnd til menningarverðlauna DV. Egill er eðlisfræðingur að mennt og nýtir hér þekkingu sína á því sviði í óvenjulegri spennusögu sem á sér djúpar rætur í þjóðlífi undan- farinna áratuga. Um leið er bókin mergjuð og spennandi glæpasaga þar sem ógnir nútímans vofa yfir og óhugnanlegir atburðir steðja að. Rithöfundi er gert að skrifa við- talsbók, þvert gegn vilja sínum. Viðmælandinn er athafnamaður austan af fjörðum með litríkan feril að baki. Hann lætur þó fátt uppi um fortíða sína og leitin að sannleikan- um ber skrásetjarann allt suður til Spánar. Þar henda hann atburðir sem engan hefði órað fyrir og hann flækist í net óþekktra risa sem vfla ekkert fyrir sér ef hagsmunir era í hættu. Þetta er í senn glæpasaga, þroskasaga og þjóðlífslýsing, mögnuð saga unt vá og grandaleysi, forherta menn og bernska þjóð. Sendiboð úr djúpunum er 200 blaðsíður, prentuð í Prentbæ hf. Kápumynd gerði Brian Pilkington. Verð bókarinnar er kr. 3.480. Vaka-Helgafell: Konan sem man Vaka-Helgafell hefur gefið út bók- ina Konan sem man eftir Lindu Lay Shuler. Sagan gerist um tvö hundrum ár- um fyrir daga Kólumbusar í Amer- íku. Kvani er indíánastúlka sem hrakin er burt frá ættbálki sínum sökum þess að hún hefur blá augu og því talin nom. Sagan lýsir leit hennar að nýjum heimkynnum, nýrri ást, en óvinir og óblíð náttúra fylgja henni við hvert fótmál. í fjar- lægu gljúfri gerir hún síðan upp- götvun sent breytir öllu lífi hennar. í kynningu frá útgefanda segir: „Konan sem man er stórkostleg lýsing á heimi indíána á þrettándu öld, ástríðum þeirra og ævintýram. Sagan hefur farið sigurför um heim- inn, hlotið einróma lof lesenda og gagnrýnenda og hefur henni verið líkt við bækur Jean M. Auel um stúlkuna Aylu. Sjálf hefur Auel raunar sagt um Konuna sem man: „Hrífandi og skemmtileg saga sem ég gat ekki lagt frá ntér.“ Meðan beðið er eftir nýrri bók frá Jean M. Auel er þessi bók tilvalin lesning.“ Konan sem man er 429 blaðsíð- ur. Álfheiður Kjartansdóttir þýddi bókina en hún var filmuunnin í Prentmyndastofunni. Konan sem man kostar 2.990 krónur. Húsbréf Tuttugasti og fyrsti útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1989. Innlausnardagur 15. febrúar 1996. 500.000 kr. bréf 89110049 89110370 89110690 89111237 89111456 89111755 89112191 89112643 89112979 89113372 89110079 89110440 89110789 89111245 89111590 89111827 89112336 89112753 89113238 89113449 89110138 89110649 89110837 89111292 89111611 89111941 89112366 89112754 89113261 89113473 89110235 89110667 89111022 89111386 89111692 89112165 89112497 89112766 89113277 89113479 89110360 89110677 89111042 89111419 89111704 89112179 89112562 89112939 89113334 89113657 50.000 kr. bréf 89140005 89140591 89141160 89141654 89141986 89142265 89142865 89143327 89143827 89140039 89140900 89141268 89141692 89142001 89142320 89142983 89143460 89143869 89140124 89140906 89141329 89141764 89142024 89142454 89142991 89143515 89143929 89140164 89140907 89141350 89141880 89142063 89142485 89143071 89143521 89143973 89140250 89141014 89141425 89141885 89142075 89142648 89143117 89143678 89144008 89140459 89141154 89141528 89141923 89142122 89142654 89143154 89143760 89144036 5.000 kr. bréf 89170015 89170424 89170713 89171287 89171711 89172178 89172526 89172995 89173632 89174020 89170095 89170426 89170720 89171471 89171822 89172195 89172624 89173027 89173665 89174191 89170176 89170437 89170771 89171526 89171823 89172201 89172649 89173252 89173670 89174245 89170250 89170554 89170787 89171582 89171835 89172226 89172653 89173415 89173926 89170420 89170621 89170896 89171597 89171961 89172230 89172680 89173424 89174008 89170422 89170698 89170967 89171682 89172156 89172412 89172778 89173629 89174014 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: ö.OOO kr. (1. útdráttur, 15/02 1991) innlausnarverð 5.979,- 89171440 5.000 kr. (3. útdráttur, 15/08 1991) innlausnarverð 6.466.- 89170472 5.000 kr. (4. útdráttur, 15/11 1991) innlausnarverð 6.655,- 89170539 5.000 kr. (6. útdráttur, 15/05 1992) innlausnarverð 6.838.- 89170461 89170538 89171077 5.000 kr. (7. útdráttur, 15/08 1992) innlausnarverð 7.002,- 89172965 5.000 kr. (9. útdráttur, 15/02 1993) innlausnarverð 7.265.- 89171118 89171441 5.000 kr. (10. útdráttur, 15/05 1993) innlausnarverð 7.402,- 89171059 89171862 89173024 50.000 kr. 5.000 kr. (11. útdráttur, 15/08 1993) innlausnarverð 75.721.- 89140248 89142408 89143207 innlausnarverð 7.572,- 89170871 89171865 89171954 5.000 kr. (16. útdráttur, 15/11 1994) innlausnarverð 8.295,- 89170036 5.000 kr. (12. útdráttur, 15/11 1993) innlausnarverð 7.771,- 89172374 89173023 (14. útdráttur, 15/05 1994) innlausnarverð 79.919,- 89142414 innlausnarverð 7.992,- 89171408 5.000 kr. (15. útdráttur, 15/08 1994) innlausnarverð 8.160,- 89170545 (17. útdráttur, 15/02 1995) 500.000 kr. innlausnarverð 845.616,- 89111562 50.000 kr. innlausnarverð 84.562.- 89142484 5.000 kr. innlausnarverð 8.456.- 89171893 89174115 (18. útdráttur, 15/05 1995) 50.000 kr. innlausnarverð 85.651,- 89142944 5.000 kr. innlausnarverð 8.565.- ' 89170463 89172062 89172371 (19. útdráttur, 15/08 1995) 500.000 kr. innlausnarverð 873.685.- 89111564 50.000 kr. I innlausnarverð 87.368.- I 89140025 89142669 5.000 kr. I innlausnarverð 8.737.- ‘ 89171036 89171079 89172918 (20. útdráttur, 15/11 1995) 500.000 kr. | innlausnarverð 896.628.- 89110529 89111097 89111303 50.000 kr. I innlausnarverð 89.663.- 89140325 89141302 89141587 5.000 kr. I innlausnarverð 8.966.- 89170507 89171541 89173613 89171081 89171845 89174015 89171168 89172927 89171454 89173079 Útdregin ólnnleyst húsbréf bera hvorkl vexti né verðbætur frá tnnlausnardegi. Þvi er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar og koina andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst i veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavik. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 569 6900

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.