Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 18

Dagur - 08.12.1995, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1995 ÍÞRÓTTIR UMStÓN: FROSTI EIÐSSON Handbolti -1. deild karla: Haukar uppí 2. sætið Haukar skutust upp í annað sæti 1. deildarinnar í handkatt- leik með sigri á ÍR í íþrótthúsi Seljaskólans í fyrrakvöld. KA lék ekki vegna þess að ÍBV-Iiðið komst ekki frá Eyjum og á Akureyrarliðið nú tvo leiki til góða á efstu lið deildarinnar. Úrslit urðu þessi í 1. deild karla í handknattleik í fyrra- kvöld: FH-Stjarnan 26:26 ÍR-Haukar 20:24 KR-Grótta 20:22 Selfoss-UMFA 21:19 Valur-Víkingur 24:18 Staöan er nú þessi: Valur 108 1 1 248:219 17 Haukar 10 7 1 2 259:232 15 KA 8 70 1 233:205 14 Stjaman 9 6 1 2 237:215 13 FH 104 2 4 261:246 10 UMFA 94 1 4 223:221 9 Grótta 104 15 239:242 9 Selfoss 10 4 0 6 248:260 8 ÍR 103 16216:236 7 Víkingur 10 3 07 224:233 6 ÍBV 8 2 15 185:200 5 ' KR 100 1 9 223:287 I Næsta umferð fer fram á sunnudagskvöldið en þá á KA leik gegn Víking og er leikur liðanna í Víkinni. Síðasti leikur liðsins fyrir jólafrí verður síðan gegn Stjöm- unni, n.k. miðvikudag. Tindastóll sleginn út Tindastóll mátti þola tap á heima- velli sínum í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í fyrrakvöld. Tinda- stólsstúlkur fengu Stúdínur í heimsókn og lyktaði leiknum með sigri ÍS 48:59. Patrekur ekki til Grænlands Patrekur Jóhannesson fer ekki með landsliðinu í æfinga- og keppnisferð íslenska landsliðsins til Grænlands í næstu viku eins og til stóð. Landsliðsþjálfarinn, Þorbjörn Jensson, gaf honum frí, vegna leiks Evrópuúrvalsins gegn Frökk- um, sem fram fer nokkrum dögum síðar í Luxemborg, en eins og kunnugt er var Patrekur valinn í úrvalsliðið. Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 Vígsluleikur á Sauðárkróki Þórsarar vígðu flóðlýsinguna á malarvcllinum á Sauðárkróki með sex mörkum í leik gegn Tindastóli í fyrra- kvöld. Það var Sveinn Sverrisson sem kom heimamönnum á bragðið með marki úr vítaspyrnu en Arnar B. Gunnarsson og Hrcinn Hringsson svöruðu með mörkum fyrir Þór fyrir leikhlé. Halldór Áskelsson og Árni Þór Árnason voru á skotskónum fyrir Þór í síðari háltlciknum, skoruðu báðir tvívegis og lokatölur urðu því 1:6. Það voru átta staurar með sextán kösturum sem lýstu upp völlinn fyrir leikmennina og lét þjálfari Þórs, Nói Björnsson, vel af öllum aðstæðum. Mynd: Lýður Handbolti: ÍH leikur gegn bæði Þór og KA íþróttafélag Hafnarfjarðar, eða ÍH eins og félagið er gjarnan nefnt, leikur gegn bæði KA og Þór um helgina. Liðið mætir KA í 16-liða úrslitum bikarkeppn- innar klukkan 20 í kvöld í KA- heimilinu og á morgun kl. 13:30 leikur liðið gegn Þór í 2. deild ís- landsmótsins í íþróttahöllinni. Það var Hafnarfjarðarliðið sem fékk heimaleik gegn KA þegar dregið var í bikamum en það varð síðan að samkomulagi milli lið- anna, að leikið skyldi á heimavelli KA-liðsins. Ef KA sigrar í leikn- um verður það annað liðið af Norðurlandi til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum. Völsungar eru þegar komnir áfram, en Þórsarar leika bikarkleik sinn í næstu viku gegn Breiðabliki og fer leikurinn fram í Kópavogi. ÍBA-KR IBA-stúlkumar sem leika í 1. deild kvenna í handknattleik leika sinn síðasta heimaleik fyrir jólafrí á laugardaginn. Þær mæta þá KR í KA-heimilinu og hefst leikur lið- anna klukkan 15:30. Karfa - Úrvalsdeild: Þórsarar mæta Valsmönnum Badminton - U18: Ólöf Guðrún í landsliðið? Ólöf Guðrún Ólafsdóttir, 18 ára gömul badmintonstúlka úr TBA, verður líklega valin í landsliðið skipað spilurum 18 ára og yngri, sem æfír fyrir Evr- ópukeppnina í vor. Ólöf tók þátt í sérstökum úr- tökuleikjum gegn efnilegustu badmintonspilumm landsins og vann sigur í fjórum þeirra. Fjórar stúlkur eru í landsliðshópnum og hafa þær allar verið úr TBR til þessa. Liðið verður að öllum lík- indum valið um næstu helgi en þá fer fram mót í Reykjavík. Hafsteinn Lúðvíksson úr Þór verð- ur í eldlínunni á sunnudagskvöldið. Þórsarar leika gegn Valsmönn- um í íþróttahöllinni á sunnu- dagskvöldið og hefst leikur lið- anna klukkan 20. Gífurlegar sveiflur hafa verið í leikjum lið- anna í vetur. Þór sigraði í fyrri viðureign Hðanna á Akureyri með 50 stiga mun, en varð fyrsta lið deildarinnar til að tapa fyrir Val í síðari leik liðanna að Hlíð- arenda. Það má því búast við spennandi leik á milli liðanna. Valsmenn fengu til sín Bandaríkjamanninn Ronald Bayless, sem gert hefur góða hluti með liðinu. Tindastóll leikur gegn Njarð- víkingum í „ljónagryfjunni" í Njarðvík og má búast við því að heimamenn taki vel á móti Sauð- árkróksliðinu, sem vann óvæntan sigur á þeim í gryfjunni fyrr í vet- ur. Knattspyrna: Hefur gengið framar mínum björtustu vonum - segir Lárus Orri Sigurðsson, sem leikur sinn 50. ieik með Stoke á morgun „Þegar ég skrifaði undir samn- inginn við Stoke vonaðist ég eft- ir að geta klárað samninginn með liðinu og kannski fá áframhaldandi samning. Nú er ég á þriggja ára samningi og verð hjá liðinu fram til 1998, þannig að þetta hefur gengið framar mínum björtustu von- um,“ segir Lárus Orri Sigurðs- son, varnarleikmaður, sem hélt upp á ársafmæli hjá enska félag- inu fyrir ijórum dögum og leik- ur sinn 50. leik með liðinu á laugardaginn, gegn WBA. Stoke hefur skotið upp töfluna í síðustu leikjum og er nú aðeins fjórum stigum frá toppliðinu. „Við erum bara búnir að tapa ein- um leik af síðustu fjórtán og í síð- ustu umferðum erum við búnir að vinna Sunderland, Millwall og Norwich, þrjú efstu liðin. Það hef- ur því allt gengið okkur í haginn að undanförnu. Við erum með nokkuð traustan hóp, en við vor- um seinir í gang og svo virtist sem við þyrftum nokkra leiki til að fá sjálfstraustið,“ sagði Lárus Orri, þegar Dagur sló á þráðinn til hans í gær. Það er mikið álag á leikmönn- um og samkeppni um stöður. Lár- us Orri var út í kuldanum fyrstu mánuðina hjá nýju félagi en fékk síðan að spreyta sig með aðallið- inu. „Ég fékk mitt tækifæri þegar annar leikmaður fór í leikbann og mér hefur tekist að hanga í liðinu frá því í febrúar og næsti leikur minn verður minn fimmtugasti með liðinu. Ég er því búinn að leika á einu ári með Stoke eins marga leiki og fimm síðustu ár með Þór. Því er hins vegar ekki að. neita að álagið er mikið og það er lítill tími til að slaka á. Leikirnir eru margir og þjálfarinn er þekkt- ur fyrir hörku. Við æfum á hverjum degi, nema hvað það er oft frí hjá okkur daginn eftir leik. Fyrir fjórum vikum gaf hann okk- ur þriggja daga frí og þá vissu menn ekki hvernig á þá stóð veðr- ið,“ sagði Lárus Orri. - En hvernig hefur þcr gengið sjálfum í síðustu leikjum? „Mér hefur gengið þokkalega og náð að skila mínu. Ég hef verið að spila sem miðvörður að undan- skildum tveimur eða þremur leikj- um þar sem ég lék sem hægri bak- vörður. Við höfum heldur ekki fengið á okkur mörk í síðustu leikjum og þegar það tekst að halda hreinu er maður ánægður." - Heldur þú að margjr íslenskir knattspyrnumenn geti átt framtíð fyrir sér í ensku knattspyrnunni? „Það er mjög erfitt að svara því. Það er mjög misjafnt hvers konar knattspyma hentar hverjum og einum. Ég held að enski bolt- inn henti mínum leikstíl vel, en það er svo margt annað sem skipt- ir máli. Síðasta árið sem ég var hjá Þór var undirbúningstímabilið gífurlega strangt og ég var því í mjög góðu úthaldi þegar ég kom út. Ég held að þær æfingar hafi hjálpað mér mikið og séu meira en nokkuð annað ástæðan fyrir því að ég er hér enn í dag,“ sagði Lárus. Lárus Orri Sigurösson hefur verið fastur maður í Stoke-liöinu síðustu mánuði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.