Dagur - 21.12.1995, Page 3

Dagur - 21.12.1995, Page 3
FRETTIR Fimmtudagur 21 .desember 1995 - DAGUR - 3 Engar ákvarðanir verið teknar um breyttan rekstur Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. vegna mikils tapreksturs: „Sé engan betri markað fyrir bolfiskafurðir en Bandaríkin“ - segir Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihús Ólafsíjarðar hf. hefur verið rekið með umtals- verðu tapi fyrstu 10 mánuði þessa árs og að sögn Karls Guð- mundssonar, framkvæmda- stjóra, er verið að skoða til hvaða ráðstafana sé hægt að grma, meðal annars af stjórn HÓ, en engar ákvarðanir verið teknar til að snúa þessari þróun við, hvorki um breytingar á vinnslu eða að vinna aðrar fisk- tegundir og þá jafnvel á aðra markaði. „Það verður eitthvað að gerast í umhverfinu eða þá að grípa verður til annarra ráðstafana, m.a. að leita að öðrum mörkuðum fyrir afurðir frystihússins. Þetta ástand er alls ekki ásættanlegt. Ég held hins vegar að við höfum ekki verið að róa á vitlausa markaði. Hér er rek- ið hefðbundið bolfiskfrystihús, aðallega unninn þorskur og ýsa, og ég sé engan betri markað fyrir þær afurðir en Bandaríkin. Það eru helst þeir sem senda sínar af- urðir á markaði erlendis með flugi sem hafa getað státað af betri af- komu. En vegna fjarlægðar frá flugvelli og m.a. stærðar fisksins getum við ekki verið að senda fisk á markaðinn með flugi,“ sagði Karl Guðmundsson. Verkefnastaða Slippstöðvarinnar-Odda hf. mjög góð til vors: Fullbókað í flotkvína til loka marsmánaðar Dagarnir um jól og áramót er mikill annatími í skipaviðgerð- um og viðhaldi vegna þess að þá eru mörg fiskiskip bundin við bryggju vegna lögboðinna frí- daga áhafna og því er þessi tími hávertíð í viðgerðum á fiskiskip- um. Verkefnastaða Slippstöðv- arinnar-Odda hf. er mjög góð og segist Ingi Björnsson, fram- kvæmdastjóri, sjá fram á góða verkefnastöðu allt til vors, vet- urinn iofi góðu. Unnið verður alla virka daga um jól og áramót og vinna hefst strax 2. janúar á nýju ári. Mikil ásókn hefur verið í að koma skipum í viðhald hjá Slipp- stöðinni-Ödda hf. kringum jólin en stöðina vantar jámiðnaðar- menn og væri hægt að ráða um 20 jámiðnaðarmenn strax til tíma- bundinna verkefna og álíka fjölda verkamanna. Ekki er eingöngu hægt að ráða verkamenn, að baki ráðningu þeirra verður að vera ákveðinn fjöldi iðnaðarmanna. Því getur stöðin ekki ráðið verkamenn til starfa þrátt fyrir verkefni þó margir séu á atvinnuleysisskrá og margir væru meira en fúsir til að þiggja vinnu hjá Slippstöðinni- Odda hf. Vegna þeirrar einmuna tíðar sem hefur verið ríkjandi hef- ur verið hægt að vinná ýmis verk utandyra sem að sumarlagi væri. Flotkvíin er fullbókuð til loka marsmánaðar, netið í bókuninni hefur óðum verið að þéttast. í flot- kvínni nú er Siglir SI-250 og lík- lega verður einn þýsku Mecklem- burger-togaranna næstur í flot- kvína á eftir honum. GG Síðustu tvö ár hefur rekstur Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. verið réttu megin við strikið en taprekstur tvö árin þar á undan. Lítið hefur verið keypt af Rússa- þorski nema rétt til þess að eiga til uppfyllingar ef hráefni bregst. Mikið framboð hefur verið af þorski úr Barentshafi frá Rússum en hann hefur verið á háu verði. Vinnslu lýkur hjá HÓ á morgun, föstudag, ekkert verður unnið milli jóla og nýárs og vinnsla hefst væntanlega ekki fyrr en um miðjan janúarmánuð 1996. Það er í samræmi við venjur undanfar- inna ára. GG Jólaljósin í Glerárgötu framleidd á Akureyri - ódýrari en innflutt Ijós frá Þýskalandi Rafveita Akureyrar hefur séð um öll jólaljós til skreytingar á Akureyri mörg undanfarin ár og bætt við á hverju ári umfram það sem fer forgörðum. í ár leggur Rafveitan til ljós í Glerár- götu sem vakið hafa verðskuld- aða athygli akandi sem gangandi. A næsta ári er stefnt að því að halda áfram með samskonar lýsingar suður Gler- árgötu og Drottningarbraut að Höefpnersbryggju. Til þessa hefur allt skraut verið flutt inn, m.a. stjömur, ljósaseríur og jólatré en nú eru ljósastjömum- ar í Glerárgötu smíðaðar af Sand- blæstri & málmhúðun hf. á Akur- eyri en Ljósgjafinn hf. sá um að setja á stjömumar ljós og greni. Með þessu er verið að styrkja iðn- að á Akureyri og jafnframt að spara peninga því þessar stjömur eru ódýrari en samskonar stjömur innfluttar frá Þýskalandi. Hver stjama með ljósabúnaði, greni og pemm kostar um 16 þúsund krón- ur og þá er eftir kostnaður við uppsetningu, að sögn Svanbjöms Sigurðssonar, rafveitustjóra. GG Fjárhagsáætlun Framkvæmdasjóðs Akureyrarbæjar: Eignasala haldi áfram Fyrri umræða um frumvarp að íjárhagsáætlun Framkvæmda- sjóðs Akureyrar fyrir árið 1996 fór fram á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Framkvæmda- sjóður var stofnaður á sínum tíma til að taka þátt í at- vinnurekstri, þegar bærinn fór að leggja verulega peninga í ÚA og hefur síðan tekið lán og lagt íjármuni í mörg fyrirtæki. Síðari umræða fer fram á bæjarstjórn- arfundi í janúar. I fmmvarpinu kemur fram að sala eigna muni halda áfram á næsta ári þannig að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sín- um án utanaðkomandi aðstoðar. Er talan 215 milljónir nefnd í því sambandi. Fram kom í umræðun- um hjá fulltrúum meiri og minni- hluta að eðlilegt væri að stefna að meiri eignasölu en við síðari um- ræðu mun afstaða manna væntan- lega koma betur fram. í bókun meirihluta bæjarstjómar kemur fram að söluandvirði hlutabréfa sem bærinn á verði fyrst og fremst notað til niðurgreiðslu skulda hjá Framkvæmdasjóði og Bæjarsjóði. Með sölu á hlutabréfum bæjar- ins í Skinnaiðnaði og Krossanesi á árinu hafa skuldir Framkvæmdas- sjóðs lækkað um u.þ.b. 215 millj- ónir. Hefði ekkert verið selt væru þær ríflega 700 milljónir nú um áramótin. Stærsta hlutabréfaeign Framkvæmdasjóðs eða bæjarins em hlutbréfin í Útgerðarfélagi Akureyringa. HA GEISLADISKAVEISLA PállÓskar .....................1.595,- Samlokugrill ...................2.990,- Bubbi .........................1.695,- Kaffikanna .....................2.190,- Barnabros ......................1.590,- Djúpsteikingarpottur ...........4.900,- Reif í skóinn ..................1.595,- Kenwood matvinnsluvél m/ávaxtapressu og safapressu, tilboð, áður 8.795, nú 7.900,- Gott úrval rafmagnsverkfæra Emiliana Torrini .................1.595,- Hárþurrkur ....................frá 990,- Sixties ..........................1.595,- Verkfærasett..................frá 1.990,- Pottþétt 2 .......................2.490,- Skrúfjárnasett ................frá 648,- og fleira og fleira. Frábærar jólagjafir

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.