Dagur


Dagur - 21.12.1995, Qupperneq 13

Dagur - 21.12.1995, Qupperneq 13
IÞROTTIR Fimmtudagur 15. júní 1995 - DAGUR - 13 FROSTI EIÐSSON Knattspyrna: Gauti í raðir KA Gauti Laxdal, sem leikið hefur með Fram undanfarin ár, hefur ákveðið að ganga í raðir KA að nýju. Gauti lék með KA um nokk- urra ára skeið en hefur haldið sig á suðvesturhominu á undanfömum ámm og lék með Framliðinu síð- asta tímabil. Hann er fyrsti leik- maðurinn sem skiptir yfir til KA frá því keppnistímabilinu lauk, en búast má við því að KA-menn fái meiri liðsstyrk fyrir vorið. Knattspyrna - U17: Óðinn í 16 manna hóp sem keppir í ísrael ar. Hann er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Freyr Karlsson, Haukur Hauks- son, Davíð Stefánsson, allir úr Fram, Ámi Ingi Pjetursson, Björn Jakobsson, Edilon Hreinsson og Egill Skúli Þórólfsson, allir úr KR, Grímur Garðarsson Val, Konráð Konráðsson ÍR, Amar Hrafn Jóhannsson Víkingi, Hauk- ur Ingi Guðnason Keflavík, Krist- ján Jóhannsson Keflavík, Bjami Guðjónsson IA, Guðjón Skúli Jónsson Selfossi, Óðinn Ámason Þór og Stefán Gíslason Austra. Óðinn Árnason úr Þór var ný- lega valinn í sextán manna landsliðshóp skipaðan leik- mönnum sautján ára og yngri, sem tekur þátt í móti í ísrael á milli jóla og nýárs. Guðni Kjart- ansson er þjálfari liðsins og var Óðinn eini leikmaðurinn frá Norðurlandi sem hann valdi til fararinnar. Þess má geta að þjálfarinn valdi son sinn, Hauk Guðna, í liðið en það er sannar- lega ekki algengt að landsliðs- þjálfarar velja syni sína í lið. Hópurinn heldur utan á annan í jólum en kemur heim sjötta janú- Gauti Laxdal. Góð þátttaka í kjöri lesenda á íþrótta- manni Norðurlands - þau voru í fimmtán efstu sætunum Lesendur Dags tóku vel við sér í kjörinu á íþróttamanni Norðurlands, en síðasti skiladagur var á mánudaginn. Fjór- ir íþróttamenn fengu yfir 100 atkvæði í kjörinu, þar af var sigurvegarinn nálægt 250 stigum. Alls fengu sextíu íþrótta- menn stig frá lesendum. Ekki verður greint frá úrslitum í kjörinu fyrr en í síðasta blaði árs- ins, sem út kemur þann 30. des- ember. Dagur hefur ákveðið að birta nöfn þeirra fimmtán efstu í kjörinu en þeir voru eftirtaldir, auk þess sem imprað er á helstu afrekum þeirra á árinu. Listinn er hér birtur í stafrófsröð. Birgir Öm Birgisson, körfu- knattleiksmaður úr Þór, sem ný- lega var valinn í íslenska landslið- ið, Daníel Jakobsson, skíðagöngu- maður úr Leiftri á Ólafsfirði, sem hefur verið atkvæðamikill í sinni grein, hér heima og erlendis, Guð- rún Sunna Gestsdóttir, frjáls- íþróttakona frá Blönduósi, sem skipað hefur sér í röð með bestu frjálsíþróttakonum landsins, Ingi- björg Harpa Ólafsdóttir, knatt- spymukona frá Akureyri, sem lék sl. sumar með ÍA og var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildar- innar, Julian Duranona, Kúbu- maðurinn sem átt hefur mjög góða leiki með KA og hefur verið markahæsti leikmaður 1. deildar- innar, Jón Amar Magnússon, tug- þrautarkappi á Sauðárkróki, sem setti glæsilegt Islandsmet og skip- aði sér ofarlega á heimslistann í sinni grein, Kristinn Bjömsson, skíðamaður frá Ólafsfirði, sem undanfama mánuði hefur verið að klífa upp heimslistana í alpagrein- um, Konráð Ólafsson, fyrirliði Þórsara í körfuknattleik, sem náðu góðum árangri á síðustu leiktíð og virðast til alls líklegir í vetur eftir heldur rólega byrjun, Leó Örn Þorleifsson, línumaðurinn úr bik- armeistaraliði KA, sem nýlega var valinn í landsliðið, Lárus Orri Sig- urðsson frá Akureyri, sem verið hefur fastamaður með liði Stoke í ensku 1. deildinni og var valinn besti leikmaður liðsins af stuðn- ingsklúbbum hjá liðinu, Ómar Þorsteinn Ámason, sundmaður úr Óðni, sem hefur verið meðal fremstu sprettsundmanna landsins á undanfömum árum, Patrekur Jó- hannesson, handknattleiksmaður úr KA, sem valinn var besti leik- maður 1. deildar í vor og var ný- lega valinn í Evrópuúrvalið, Sig- urpáll Geir Sveinsson, kylfingur úr GA, sem náði góðum árangri í erlendum mótum á árinu, Vem- harð Þorleifsson, júdómaður, sem varð tvöfaldur íslandsmeistari í sinni grein og náði góðum árangri erlendis og Vilhelm Þorsteinsson, skíðamaður frá Akureyri, sem lét mikið að sér kveða í alpagreinum sl. vetur. Á þessum lista eru þrettán karl- menn en tvær konur og þess má geta að af þeim sextíu íþrótta- mönnum sem fengu atkvæði, vom aðeins sjö konur. Alls bámst tæplega 130 at- kvæði og verður dregið úr þeim á næstu dögum, um glæsilegt ferða- tæki, sem verslunin Radíónaust gefur heppnum þátttakanda. Þorvaldur Orlygsson: Var nógu vitlaus til að velja þetta - segir Þorvaldur Örlygsson, leikmaður Stoke, sem kemst ekki heim í jólafrí Lítið hefur heyrst frá Þorvaldi Ölygssyni, Akureyringnum sem er í herbúðum 1. deildarliðisins Stoke City í Englandi. Þorvald- ur var valinn besti leikmaður liðsins sl. vor af nefnd undir for- sæti Sir. Stanley Matthews, eins frægasta leikmanns Englend- inga á sínum tíma og Þorvaldur hefur átt fast sæti í landsliðinu. Á þessu keppnistímabili hefur mál hans hjá félagsliðinu verið í hnút, Þorvaldur hefur ekki leik- ið með Stoke undanfarna mán- uði, vegna ósættis við stjórnend- ur í félaginu. Hann segist þó ekki hafa yfir neinu að kvarta, hann býr með eiginkonu sinni, Ólöfu Ellertsdóttur, sem verið hefur við nám flest öll þau ár sem Þorvaldur hefúr verið í at- vinnumennskunni. Dagur sló á þráðinn til Þor- valds fyrir stuttu og spurði hann út í atvinnumennskuna, landsliðið og jólin. - Nú hefur þetta verið nokkuð kaflaskipt ár hjá þér hjá Stoke. Ertu óánœgður með það hvernig málin hafa þróast upp á síðkast- ið? „Það koma góðir og slæmir kaflar hjá hverjum og einum, en mér finnst hlutimir ekki hafa gengið illa. Ég get ekki neitað því að hlutir gengu vel fyrri part árs, og hafa ekki mundi ég segja geng- ið illa. Annað hvort lætur maður vaða yfir sig eða ekki, tímabilið er ekki nema rétt hálfnað og vonandi eiga þessir hlutir eftir að leysast.“ - Ef þú lítur á árið, hvernig finnst þér þá hafa gengið hjá þér? „Ég hefði viljað geta gengið frá samningum í vor eins og átti að gerast. Maður vill kannski ein- blína á síðustu tvo mánuði en síð- asta keppnistímabil var að mörgu leyti skemmtilegt. En það hefði getað verið miklu betra ef klúbb- urinn hefði verið til í að standa við bakið á framkvæmdastjóranum, sem var á undan þeim sem nú er. Það sem staðið hefur upp úr er að ég spilaði marga leiki og hafði gaman af því og að vera valinn besti leikmaðurinn hjá Stoke var mjög ánægjulegt.“ - En er engin pressa á þeim sem ráða hjá Stoke aðfá þig aftur íliðið? „Nei, það hefur ekki verið neina pressa á þeim. Það hefur gengið ágætlega hjá liðinu að und- anfömu og hlutimir eru fljótir að breyast. Frá minni hendi séð, sé ég engan tilgang að fara inn á völlinn aftur þegar mörg mál em óleyst utan vallar. Af hverju á ég að vera ódýr þræll inn á vellinum. Þetta er mín atvinna og ég verð náttúrulega ekki í henni lengi." - Það hafa öðru hvoru verið fréttir um það að þú vœri á förum til annarra liða. Er eitthvað að gerast íþeim málum? „Sögur eru fljótar að. spretta upp. í sumar átti ég í viðræðum við nokkra klúbba og var búinn að ganga frá persónulegum launum við ónefndan klúbb í 1. deildinni og var jafnvel á leiðinni til þeirra á æfingu, daginn eftir. Vegna ástæðna sem ég get ekki rætt á þessari stundu slitnaði upp úr því og ég er ekki tilbúinn að ræða það neitt frekar, á meðan ég hef ekki gengið frá mínum málum." - Hvað með landsleikina, ertu sáttur við þá? „Það hefur gengið upp og niður hjá landsliðinu. Menn gera sér kannski alltaf heldur háar vonir þegar landsliðið er annars vegar og setja ekki alltaf fram raunhæfar kröfur. Það getur stundum leitt til góðs, en stundum ekki, en ég reikna með því að árangur liðsins eigi eftir að batna. - Birkir Kristinsson, markvörð- ur liðsins, talaði um það í Morg- unblaðinu að menn hefðu ekki lengur nógu mikinn metnað til að spila landsleiki. Finnst þér það álit eiga við rök að styðjast? „Ég er svolítið svekktur á því að markvörðurinn geti komið með slíkar staðhæfingar. Ég þekki Birki vel og vona að þessi um- mæli hafi verið höfð vitlaus eftir honum. En ef satt er þá held ég að það sé óttalegt bull að menn séu áhugalausir. Hvort sem það er Birkir eða einhver annar sem á í hlut, þá gefa menn sig á fullu í hvað leik sem er. Þeir sem valdir eru í landsliðið væru ekki á því stigi í fótboltanum ef þeir hefðu ekki metnað að gefa sig í leikina. Þó má samt segja að áhuginn hafi ekki verið mikill fyrir síðasta leiknum í riðlinum, en hann hafði enga þýðingu fyrir bæði liðin. Hins vegar eru þetta ekki réttmæt ummæli frá manni, sem er í lands- liðinu." - Nú eru hátíðir fiamundan. Kemstu heim í urn jólin og ára- mótin? „Nei, ekki frekar en fyrri dag- inn. Jólin eru sá tími þar sem mest er spilaður fótbolti héma, þegar annars staðar eru nær alltaf teknar pásur. Ég held að það séu ein sex ár síðan ég komst heim í jólafrí. Ég komst heim eitt árið þegar ég var hjá (Nottingham) Forest. - Ertu ekki farinn að sakna þeirra? „Ja, maður er eiginlega að fara að gleyma hverju maður saknaði. Það er óneitanlega hálfleiðinlegt að hanga inni á hótelherbergi og spila fótbolta á þessum tíma. Það er lítið varið í það að hanga héma úti á þessum tíma, en maður var nógu vitlaus til að velja þetta, þannig að maður verður að sætta sig við þetta. Það er aldrei neitt mjög jólalegt héma, án þess að fá snjóinn og annað sem tengist jól- unum.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.