Dagur - 28.12.1995, Page 16

Dagur - 28.12.1995, Page 16
XEROX 5090 MAX ljósprentarinn tekur við þeim gögnum sem skal ljósprenta (ljósrita) og skilar útkomunni innbundinni, sé þess óskað. I einni og sömu aðgerðinni má prenta sjálft meginmálið, kápuna, stinga inn aukasíðum (litasíðum td.) og binda inn (kjölband (6 litir) eða vírhefta). KOMIÐ OG SJÁIÐ - SJÓN ER SÖGU RÍKARI. nýja mzzz: Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 462 7422 Hvammstangi: Bygging nýs vélsmiðjuhúss hefst á næsta ári Vélsmiðja Hvammstanga hf. hyggst heija á næsta ári byggingu húsnæðis undir starf- semina, en vélsmiðjan hefur ver- ið í húsnæði í eigu rækjuverk- smiðjunnar Meleyrar hf. Fyrir- tækið var stofnað á þessu ári, en undanfari þess var þjónustu- deild Meleyrar hf. Bæði er að fyrirtækið hefur sprengt utan af sér húsnæðið og eins þarf Mel- eyri hf. á húsnæðinu að halda. Sigurborg VE landaði 30 tonn- um af rækju á Hvammstanga fyrir jól, en rækjuna fékk báturinn í „Paradísarholunni" eftir sex daga veiði. Hún er hins vegar mjög smá, sem ekki gleður þá sem vinna hana í landi. Sigurborg VE fór aftur á veiðar annan dag jóla og landar á gamlársdag. Ekkert er unnið milli jóla og nýárs. Vinna hefst aftur á nýju ári 2. eða 3. janúar. Síðasti vinnudagur hjá ígul- keravinnslunni ígli hf. var 22. des- ember og hefst vinnsla aftur 3. janúar 1996. fgulkerin eru veidd í Húnaflóa og hefur veiðin verið ágæt, hrognafyllingin nokkuð misjöfn eftir svæðum, allt upp í 10%. Mest getur hrognafyllingin orðið um 18% í mars og aprflmán- uðum. Um 15 manns starfa hjá ígli hf. og starfsemi verksmiðj- unnar því mikilvægur hlekkur í at- vinnumálum Hvammstanga- hrepps. GG Hærra verö máltíða í \ íslenskt Qj'átakk Tryggjum framtíðina Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði. Iðja, félag verksmiðjufólks Akureyri og nágrenni. Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Félag byggingamanna Eyjafirði. Félag málmiðnaðarmanna Akureyri. Sjómannafélag Eyjafjarðar. Rafvirkjafélag Norðurlands. mötuneytum Akureyrarbæjar: Starfsmenn hafa greitt fýrir þriðjung af kostnaði Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - islenskt og ilmandi nýtt Við síðari umræðu um fjár- hagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 1996 var samþykkt hækkun á verði máltíða í mötu- neytum bæjarins. Starfsmenn greiða nú 100 kr. fyrir léttar máltíðir en það mun hækka í 150 kr. nú um áramótin og 200 kr. frá fyrsta júní nk. Með þessu hækka tekjur, eða lækka út- gjöld, vegna mötuneyta um tæp- ar 1,4 milljónir. í bæjarstjórnarfundi fyrir jól kom fram í máli bæjarstjóra að samkvæmt kjarasamningum er gert ráð fyrir að starfsmenn borgi efniskostnað vegna reksturs mötu- neytanna en verulega skortir á að svo sé. Á árinu nemur efniskostn- aður 8 milljónum, starfsmenn hafa með kaupum á máltíðum greitt 2,8 milljónir eða um þriðjung kostn- aðarins þannig að 5,2 milljónir lenda á bænum. Hlutfallið þarna á milli mun þó vera eitthvað mis- jafnt milli mötuneyta. Sigurður J. Sigurðsson, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagðist vera ósáttur við meðferð málsins, þ.e. að taka skyndiákvörðun um hækkun sem þó skilaði aðeins broti af kostnaðinum. Nær væri að Q VEÐRIÐ Ekki er að búast við miklum breytingum á veðri í dag og áfram verður mikið frost inn til landsins. í dag verður austan og norðaustan gola og smá él við ströndina. Fyrst á gamlársdag er spáð minnkandi frosti, þó áfram bjartviðri fyrir norðan. Á ný- ársdag er spáð 1-10 stiga frosti en úrkomulausu norð- anlands. ganga í málið í heild sinni, skoða allan rekstur mötuneytanna og ná saman endum í sátt við starfsfólk. Ama Jakobína Bjömsdsóttir, formaður STAK, sagði að ekki hefðu farið fram umræður um málið í félaginu en kvaðst vel vita að ekki væru allir sáttir. Hins veg- ar stæði til endurskoðun á þessum málum þannig að þeir sem ekki vilja kaupa sér fulla máltíð geti keypt sér t.d. súpudisk fyrir mun lægri upphæð. Bæjarstjóri viðraði einmitt hugmyndir í þessa veru á bæjarstjórnarfundi fyrir jól. Hann sagði t.d. ljóst að fólk borðaði mismikið og því vel hugsanlegt að taka upp einhvers konar eininga- kerfi. Árna Jakobína sagði að með þessum breytingum myndi fólk hafa ákveðið val og slíkt væri til bóta. Hún sagði mötuneytismálin ekki beinlínis hafa verið inn á borði STAK til þessa en sagðist eiga von á að félagið yrði haft með í ráðum þegar endurskoðun á þessum málum færi í gang. HA MnMNHnBHMMBBBBMnHHHHMI er íslensk hágæða mjólkurafurð sem gefur ótal möguleika við matargerð. Sýrður rjómi hentar vel m.a. í salöt, sósur, ídýfur og með ávöxtum og tertum Ðetra bragð með Sýrðum - líka á jólunum Mjólkursamlag KEA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.