Dagur


Dagur - 30.12.1995, Qupperneq 16

Dagur - 30.12.1995, Qupperneq 16
16 - DAGUR - Laugardagur 30. desember 1995 Minnisverðustu atburðir ársins 1995 að friðurinn, sem virðist vera í sjónmáli, væri ekki orðin tóm. „Morðið á Rabin, forsætisráðherra ísraels, snart mig. Skömmu áður hafði ég hlýtt á hann flytja ræðu og sitja fyrir svörum. Mér gast að málflutningi hans og taldi friðar- vilja hans ófalskan. Og í þing- kosningum í Rússlandi fóru kommúnistar með sigur af hólmi. Sá tónn er falskur þar - eins og hér. Sigur kommúnista kom mér ekki sérlega á óvart, eftir að hafa rætt við ýmsa stjómmálamenn í gömlu austurblokkinni.“ Sigbjöm sagðist hafa trú á því að bjartar horfur væru á íslandi nú, en dökkar á annan hátt. Ytri aðstæður væru hagstæðar, s.s. uppsveifla á okkar helstu mörkuð- um þar sem hagvöxtur fer vax- andi. Þá hefði tekist að viðhalda stöðugleika um nokkurt skeið. A hinn bóginn væri nauðsynlegt að deila bættum hag út til fólksins í landinu, en Sigbjöm kvaðst óttast að menn skorti vit og jafnvel vilja til að slíkt mætti ná fram að ganga. Hér ætti skattakerfið m.a. hlut að máli; skattar væm of háir og það dræpi niður frumkvæði fólks. Sigbjöm segir að verkalýðinn á íslandi skorti körftugri baráttu- menn. Hann segir jafnframt að hann óttist kyrrstöðu í landinu. Við stjómvölinn sitji flokkar og menn sem vilji ekki ræða frekari þróun í Evrópumálum, þeir vilji ekki ræða um breytingar í land- búnaðarmálum og veiðileyfagjald sé bannorð. „Það má helst ekkert ræða. Með slíka aðila við stjóm- völinn í langan tíma verða engar framfarir. Slíkt óttast ég og óttast að ungt fólk muni flýja kyrrstöð- una og hverfa til annarra landa,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson. Gylfi Þór Magnúsjon: Atökin um UA og flutningur norður eftirminnileg mál „Mér er efst í huga flutningur á hluta starf- semi Sölumið- stöðvar hrað- frystihúsanna úr Reykjavík og hingað til Akur- eyrar. Við Ilutt- um hingað síðsumars og skrifstofa okkar hér var opnuð í september. í þessu sambandi eru mér ekki síður eftir- minnileg átökin um sölumál Út- gerðarfélags Akureyringa í byrjun ársins, sem meðal annars leiddi til flutninga SH á um þriðjungi starf- semi sinnar hingað," sagði Gylfi Þór Magnússon, framkvæmda- stjóri Akureyrarskrifstofu SH. Niðurstöðu málsins segir hann hafa verið jákvæða og afgerandi fyrir stöðu ÚA, á innlendum sem erlendum mörkuðum. Gylfi Þór Magnússon sagði að það að setja skrifstofu SH á Akur- eyri á fót hefði verið einkar skemmtilegt verkefni. „Ég sé fyrir mér afar spennandi tíma, við að marka þessari starfsemi enn fast- ari sess. Þetta hefur gengið mjög snurðulaust fyrir sig og aðfluttum starfsmönnum okkar sem og nýj- um, er fyrir bjuggu á Akureyri, líkar vel hér held ég að megi segja. Og talandi um Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna sé ég fyrir mér áhugaverð verkefni, svo sem enn frekari markaðssókn á innlendum og erlendum mörkuðum," sagði Gylfi Þór Magnússon. Þegar horft var til komandi árs sagði Gylfi að nýir friðarsamning- ar ríkja á Balkanskaga bentu til þess að friðsamlegra yrði í heim- inum á næsta ári, að minnsta kosti í Evrópu. „Fréttir um góðan þorskafla af Vestfjarðamiðum að undanfömu gefa nokkrar vonir um betri stöðu bolfiskveiða og vinnslu á komandi ári,“ sagði Gylfi Þór Magnússon. Svanfríður Jónasdóttir: Ég byrja á gleði- legu fréttunum... „Ég byrja á gleðilegu frétt- unum. Þar stendur upp úr hve okkar fólk hefur staðið sig vel í því að gera garðinn frægan erlendis, - og þar tala ég um sjávarútvegsfyrirtækin okkar, sölusamtökin og listamenn, eins og hana Björku," sagði Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík, þingmaður Þjóðvaka á Norðurlandi eystra, þegar hún leit yfir farinn veg árs- ins. „Dapurlegar minningar tengj- ast hins vegar afleiðingum nátt- úruhamfara og slysa og nú í lok ársins berast fréttir af vaxandi fíkniefnaneyslu og erfiðleikum ungs fólks. Þar þurfum við að snú- ast betur til vamar,“ bætti Svan- fríður við. „Það sem ég er þakklátust fyrir, nú í lok ársins, er að fjölskylda mín hefur verið hraust og mínu fólki almennt farið fram. Hjá mér persónulega stendur það uppúr að ég skipti um starf á árinu og hafði það nokkra röskun og breytingu á mínum högum í för með sér. Ég eignaðist líka marga góða vini á árinu og met það miklis. Ég átti þess kost nú á haustdögum að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna í New York og ég hygg að það verði mér einna eftirminnileg- ast frá árinu,“ sagði Svanfríður. Svanfríður Jónasdóttir kvaðst binda þær vonir við næsta ár að áfram mætti rækta og treysta sam- band dýrmætt við fjölskyldu og vini. „Svo vona ég að ég hafi rýmri tíma en verið hefur til hlýða á tónlist og lesa; ...og þá á ég við eitthvað annað en skýrslur," sagði hún. Kristján Aðalsteinsson: Góð sveifla í rekstri Sæplasts „Góð sveifla hefur verið í rekstri Sæplasts hf. allt þetta ár og mikill upp- gangur. Við hugum nú að því að auka framleiðslugetu verksmiðjunn- ar, auk þess sem í gangi eru áætl- anir um stækkun húsnæðis. Ein helsta ástæða fyrir góðu gengi fyr- irtækisins er gott og mikið mark- aðsstarf, sem unnið hefur verið á undanfömum árum. Þá tel ég að ekki megi gera lítið úr þeim stöð- ugleika sem náðst hefur í íslensku efhahagslífi,“ segir Kristján Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Sæ- plasts hf. á Dalvík. „Það sem stendur mér næst þegar ég lít yfir atburði ársins em þær hörmungar sem gengu yfir á Vestfjörðum í tvígang. A þann hátt stendur þetta mér nærri að ég missti ættingja í snjóflóðinu í Nes- kaupstað árið 1974 og því þekki ég þær tilfinningar sem ég hygg að Súðvíkingar og Flateyringar lifi með - og eins hvemig þeir syrgja ættingja sína. Af erlendum fréttum koma mér í hug strfðs- átökin á Balkanskaga og tilraunir manna til að ná þar friði á ný,“ sagði Kristján. Kristján sagði að tala mætti um að íslensk fyrirtæki hefðu gert innrás á erlenda markaði á sfðustu misserum og væru nú í æ ríkari mæli farin að leita fyrir sér um fjárfestingarkosti erlendis. Á viss- an hátt hefði þetta orðið Sæplasti til góða enda hefðu nýir markaðs- möguleikar skapast með þessu. Þá væri það og ekkert leyndarmál að fyrirtækið væri farið að huga að möguleikum á að hefja fram- leiðslu erlendis. Sagði Kristján að því þætti sér það um margt skjóta skökku við að erlendum fyrirtækj- um væru þröngar skorður settar um að starfa hér á landi og þeim væri það í raun ekki mögulegt, nema að ströngum skilyrðum upp- fylltum. „Við hjónin eignuðumst okkar fjórða bam undir lok síðasta árs. Því hefur mestur fritími farið í bamauppeldi og eftir þeim stund- um sé ég ekki. Þetta - ásamt vinn- unni - tekur nær allan tíma manns. Ég nefndi að uppgangur hefði ver- ið í rekstri Sæplasts og við þyrft- um að auka mjög framleiðslugetu okkar. Á síðari hluta þessa árs hófum við framleiðslu á fiskiker- um úr endurvinnanlegu efni og lít ég á það sem stórt framfaraskref. Mikið þróunarstarf hefur verið í gangi til að koma þessari fram- leiðslu af stað og mörg stór verk- efni bíða okkar henni samfara. Markaður fyrir þessi ker er eink- um í löndum þar sem umræða og vitund um umhverfismál er komin lengra á veg en hér á landi, svo sem í Danmörku, Hollandi og Þýskalandi.“ Vigfús B. Jónsson: Hélt sonarsyni og alnafna undir skírn „Mér er eftir- minnilegt þegar ég hélt á ungum sonarsyni mín- um undir skím í Húsavíkurkirkju þann 17. júní í sumar. Hann er alnafni minn og heitir Vigfús Bjarni. Annar eftirminnilegur at- burður var svo þegar sonarsonur okkar hjóna, Vigfús Bjami, varð dúx á stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund í Reykjavík. Hann fékk 9,3 í aðaleinkunn og fórum við hjónin suður og vorum við útskriftarathöfnina. Það var skemmtileg stund,“ sagði Vigfús B. Jónsson, bóndi á Laxamýri í Aðaldal. „Eftir þetta ár er ég orðinn leið- ur á stríðsfréttum. En það er ekki fyrr en nú, undir lok ársins, sem friðvænlegra er orðið í ríkjunum á Balkanskaga. Foreldrar mínir lifðu bæði fyrri heimsstyrjöldina og þegar henni sleppti sögðu þau að slíkur hildarleikur myndi ekki aftur eiga sér stað. Annað kom á daginn. Og ég var fimmtán ára á friðardeginum, í maí 1945, og þá hugsaði ég í svipaða veru og for- eldrar mínir gerðu forðum. Það er hörmulegt að svona hlutir gerist aftur og aftur, slag í slag. En öll- urn styrjöldum linnir - en aldrei þó fyrr en um síðir og þá þegar viti bornir menn setjast niður til samn- inga. Allt eigum við bændur svo undir veðráttunni og því verður mér hugsað til hennar þegar árið er gert upp. Síðasti vetur var erfið- ur, einkum á Vestfjörðum og hörmulegir atburðir þar; í Súðavík og á Flateyri, eru vafalítið það sem hæst ber í fréttum af innlend- um vettvangi. Ég nefni einnig kennaraverkfallið, sem gekk nærri mörgu ungu fólki. Með því fann ég til. Það er ákveðin brotalöm í hinu íslenska þjóðskipulagi að verkföll, á borð við verkfall kenn- ara, geti staðið svo lengi sem varð og þau bitnað verst og mest á þriðja aðila, sem til einskis ills hefur unnið en mest er til miska gert,“ sagði Vigfús. Vigfús á Laxamýri nefndi einnig umferðaróhapp sem hann lenti í sl. sumar og sagði þann at- burð sér afar minnisstæðan. „Ég ók á opinni dráttarvél hér fram á þjóðvegi og vissi ekki af mér fyrr en stórum jeppa var ekið aftan á dráttarvélina. Þetta var mikið högg og ég stökk af henni og flaug út í vegarkant og sjálfsagt hefur það bjargað lífi mínu. Ég ef- ast um að nokkur trúi því hve margt bærðist í huga mínum á þeirri örskotsstundu, á meðan ég flaug af traktomum og út í kant- inn. Verst var sú hugun, sem bærðist með mér, að ef til vill hlyti ég örkuml vegna þessa. Það sem hlífði mér mikið var að ég var í fóðruðum galla sem mildaði höggið. Því var stórkostlegt að finna tilfinningu í öllum líkama sínum og geta staðið upp, óstudd- ur,“ sagði Vigfús Jónsson. Páll Guðmundsson: Þegar ég synti yfir Ólafsfjörð „Þegar ég geri upp árið 1995 nefni ég helst það sem lýtur að íþróttunum, svo samofnar eru þær lífi mínu. Til að mynda get ég nefnt sund mitt við fjórða mann yfir þveran Ólafs- fjörð í apríl sl. Þetta sund var farið til söfnunar áheitum fyrir knatt- spyrnulið Leifturs,“ sagði Páll Guðmundsson, knattspymumaður í Ólafsfirði. Lið Leifturs blandaði sér í toppbaráttuna á íslandsmótinu í knattspyrnu sl. sumar og náði 5, sætinu. „Mér er eftirminnilegur leikur okkar Leiftursmanna við Akurnesinga þann 14. ágúst sl. Þar töpuðu Skagamenn sínum fyrstu stigum á mótinu, en leikn- um lyktaði með jafntefli, 2-2. Mín skoðun er sú að við hefðum getað náð betri árangri í mótinu, hefðu meiðsl nokkurra leikmanna ekki komið til. Við lentum í fimmta sæti, en raunhæft hefði verið - og sanngjamt - að ná því þriðja,“ sagði Páll. „Það hefur verið ný reynsla fyrir mig, Sunnlendinginn, að vera hér fyrir norðan. Síðasti vetur til að mynda var mjög snjóþungur hér í Ólafsfirði og slíku snjómagni hef ég aldrei kynnst. Einnig get ég nefnt þá nýju reynslu fyrir mig að fara með nokkrum Ólafsfirðingum á bát yfir í Héðinsfjörð til veiða. Þessi eyðifjörður er nánast óspillt- ur af mannanna verkum og sér- stakt að koma þangað og renna fyrir fisk,“ sagði Páll jafnframt. Sem kunnugt er er Páll nú á förum frá Ólafsfirði og hyggst leika knattspyrnu með skandí- navísku liði næsta árið. Mál þau munu skýrast á næstunni. „Mér hefur líkað vel hér í Ólafsfirði, en ætla nú að takast á við ný verk- efni. Það finnst mér nauðsynlegt að gera og það að skipta um verk- efni og viðfangsefni skapar manni sjálfum skemmtilegra líf en ella.“ Steingrímur J. Sigfússon: I tvennum kosningum „Því miður held ég að náttúru- hamfarimar á Súðavík og Flateyri sé það sem efst er í huga mínum þegar litið er yf- ir árið 1995. Þetta kom illa við mann, eins og sjálfsagt alla Is- lendinga. Sjálfur er ég fæddur og uppalinn í litlu byggðarlagi og þekki þannig þá samkennd sem býr með fólki á stöðum eins og fyrir vestan. Þá er ég menntaður jarðfræðingur og lærði í því námi um snjóflóð og þeir litlu tilburðir sem viðhafðir hafa verið hér á landi til að verjast þeim hafa ein- mitt verið, ekki síst á Flateyri. Auðvitað verður aldrei komist hjá því að nokkur áhætta felist í því að búa á Islandi, en betur má gera í vamaraðgerðum - ef duga skal,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, al- þingismaður. Um erlenda atburði sagði Steingrímur að styrjöldin á Balk- anskaga væri sér efst í huga - og jafnframt þær hörmungar sem henni hefðu fylgt. „Það var ekki fyrr en undir lok ársins sem friðar- viðræður hófust - og þá eftir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti lét til sín taka. Aðgerðir hans em þó fyrst og fremst tilkomnar vegna þess að nú styttist í forsetakosn- ingar vestanhafs og Clinton þarf að styrkja pólitíska stöðu sína, nú þegar nær dregur kosningum," sagði Steingrímur. „Ég gekk í gegnum tvennar kosningar á þessu ári. Annars veg- ar þingkosningar í apríl, þar sem erfitt tíðarfar setti svip sinn á ferðalög. Baráttan að hinum kosn- ingunum stóð yfir nær allt árið og hér á ég við formannskjörið í Al- þýðubandalaginu. Mér finnst gott að vita hve sársaukalaus sú barátta var og eins hvé allir gengu sáttir frá leik. Og þó ég hafi tapað í for- mannskjörinu er ég persónulega sífellt sáltari við niðurstöðuna, þótt hún hafi vitaskuld verið pólítísk vonbrigði fyrir mig sem stjórnmálamann. Þetta var jafn- framt ákveðið bakslag m.a. fyrjr þau máíefni sem ég hef starfað að sem stjómmálamaður. Því góða fólki, m.a. á Norðurlandi, sem studdi mig í formannskjörinu er ég þakklátur. Burtséð frá niður- stöðu kosninganna gaf það fólk, sem þekkti mig best og ég hef lengst unnið með, mér einkunn sem mér þykir vænt um með stuðningi sínum,“ sagði Stein- grímur. Um stöðu mála í íslensku sam- félagi um þessar munir sagði Steingrímur að þar blöstu við bæði ljósar myndir og dökkar. Hinar dökku væru alltof lág laun og of mikið' atvinnuleysi væri ríkj- andi. „Það er köflótt mynd sem blasir við okkur,“ sagði hann. - Hin ljósa mynd segir Steingrímur að sé hins vegar hve íslensk fyrir- tæki séu í æ ríkari mæli farin að hasla sér völl erlendis - og standist hinum erlendu fyllilega snúning. í þessu sambandi megi nefna Sam- herja og UA, sem rennt hafa sér fótskriðu í þýskum sjávarútvegi, Sæplast hf. á Dalvík, sé að hasla sér völl í æ ríkari mæli á erlendum markaði, og útgerðarmenn á Þórs- höfn, hafa verið frumherjar í út- hafsveiðum. „Allt þetta er mögu- legt þegar dugnaður, kraftur og þekking renna saman í einum far- vegi.“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.