Dagur - 30.12.1995, Page 19

Dagur - 30.12.1995, Page 19
Laugardagur 30. desember 1995 - DAGUR - 19 Minnisverðustu atburðir ársins 1995 Jónína Óskarsdóttir: Vænti árs friðar og hamingu á Islandi „Mér er ofar- lega í huga sú afdankaða þjóðemis- hyggja, sem formaður stærsta stjóm- málaflokks landsins virðist vera haldinn. Hann heldur allri umræðu um ísland og samskipti þess við Evrópusambandið nánast í herkví, enda þótt við Islendingar eigum mikið undir þessum málum - ætlum við þá ekki að verða al- gjört útsker þjóða á meðal,“ sagði Jónína Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks í Ólafsfirði. Líkt og margir aðrir viðmæl- endur Dags sagði Jónína að sér væri ofarlega í huga sú mikla samkennd Islendinga með þeim sem um sárt áltu að binda vegna snjóflóðanna á Flateyri og í Súða- vík. Af erlendum atburðum nefndi Jónína friðarsamningana í Júgó- slavíu - sem hún kvaðst innlega vona að fram næðu að ganga. „Ef ég nefni eitthvað sem teng- ist mér sjálfri, persónulega, er mér ofarlega í huga hve fjölskyldan hefur staðið vel við bakið á mér í þessu pólítíska brölti mínu. Einnig eru einnar viku hátíðarhöld hér í Ólafsfirði, vegna 50 ára kaupstað- arafmælis, mér ofarlega í minni. Ibúafjöldinn hér þrefaldaðist og öll dagskráin heppnaðist afar vel. Um komandi ár el ég þá von í brjósti að þjóðarframleiðslan auk- ist, atvinnuleysi minnki, að friður verði á vinnumarkaði og slysum fækki. í stuttu máli segi ég því að ég vænti að 1996 verði ár friðar og hamingju meðal allra Islend- inga,“ sagði Jónína Óskarsdóttir í Ólafsfirði. Haukur Halldórsson: Frumhlaup verkalýðshreyí- ingarinnar „íslendingar búa í harðbýlu landi og eru vamarlitlir gagnvart nátt- úruöflunum. Á þetta vorum við minnt í upphafi árs og síðan t lok þess. Snjóflóðin á Vestfjörð- um hrifu með sér mannvænlega einstaklinga og ollu ótrúlega miklu tjóni á eignum. Um leið og ég vil nota þetta tækifæri til að votta aðstandendum látinna sam- úð mína vil ég minnast þess að umræddar hörmungar löðuðu einnig fram það besta í fari Islend- inga. Samstaða fólks, hjálpsemi og greiðvikni mun lengi í minnum höfð,“ segir Haukur Halldórsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins. „Fréttir undanfamar vikur benda ótvírætt til að efnahagslíf landsmanna sé á uppleið eftir of langa vist í öldudal. Þannig virðist atvinnuleysi á undanhaldi og þjóðartekjur vaxa á nýjan leik. Þjóðhagsstofnun og Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, spá hag- vexti og erlendir fjárfestar hafa sýnt landinu áhuga á nýjan leik. Oróleiki á vinnumarkaði hefur hins vegar neikvæð áhrif og má rekja óánægjubylgjur ekki síst til verkalýðsleiðtoga sem hafa magn- að upp meiri óánægju en þeir virðast menn til að stýra. Laun eru vissulega lág hér á landi, mun lægri en ásættanlegt er, en stað- reyndin er hins vegar sú að samn- ingar hafa verið gerðir og dómur Félagsdóms í máli Baldurs á ísa- firði segir sitt um frumhlaup verkalýðshreyfmgarinnar. Við bú- um í landi sem gjaman kennir sig við lýðræði. Það þýðir einfaldlega að menn verða að standa við gerða samninga en reyna að ná meim fram þegar næst er sest að samningaborði. Að sjálfsögðu er sameining Búnaðarfélags íslands og Stéttar- sambands bænda mér ofarlega í huga. í mörg ár vann ég að því að þetta yrði að veruleika enda er ég sannfærður um að sameinaðir munu bændur ná mun meiri ár- angri. Hvað mig sjálfan varðar þá var árið viðburðaríkt. Um langt skeið hafði ég starfað sem formaður Stéttarsambands bænda en er nú í forsvari fyrir afar áhugavert verk- efni sem snýr að vömþróun, fram- leiðslu og markaðssetningu vist- og lífrænna landbúnaðarvara. Hér er á ferðinni gæðastjórnunarverk- efni í íslenskum landbúnaði. þar sem stefnt er að sjálfbæru og vist- vænu íslandi. Færa má rök fyrir því að trúlega er fátt eins mikil- vægt í menguðum heimi og hollar og hreinar landbúnaðarafurðir. Þar eigum við góða möguleika ef rétt er á málum haldið. Trúlega fer fyrir mér eins og fleimm að minnast þess að loks virðist friður vera í augsýn í fyrr- um ríkjum Júgóslavíu. Um langt skeið hafa þjóðir heims fylgst með hryllingi með fréttum af átökum og hryðjuverkum frá þessum slóð- um. Menn skulu minnast þess að umræddir atburðir hafa átt sér stað innan Evrópu og héldu þó margir að tvær heimsstyrjaldir hefðu átt að vera víti til vamaðar. Nú minnast þjóðir heims að liðin eru 50 ár síðan herflugvél varpaði kjarnorkusprengjum á tvær borgir í Japan. Það er því dapurlegt til þess að vita að tvær menningarþjóðir, Frakkar og Kín- verjar, séu enn að gera tilraunir með helsprengjur.“ Valdimar Guðmannsson: „Sjaldan er góð vísa...“ „Þegar litið er til baka og yfir það ár sem nú er senn horfið í aldanna skaut stendur uppúr sú mikla um- ræða um launa- kjör og kjara- mál almennt sem verið hefur í gangi á þessu ári. Nú síðast var til umræðu uppsögn kjarasamninga og þar ákvað launanefnd Alþýðu- sambands íslands að þiggja des- emberuppbót, fremur en að krefj- ast raunverulegrar leiðréttingar launa þorra almennings,“ sagði Valdimar Guðmannsson, formað- ur Alþýðusambands Norðurlands. Valdimar sagði það ekkert launungamál af sinni hálfu að myndun ríkisstjómar sl. vor hefði valdið sér vonbrigðum. „Ég hefði viljað sjá stjómarmynstur allra annarra flokka en þessara tveggja sem nú stjórna landinu. Taldi Framsóknarflokkinn eiga að hafa forystuhlutverk í stjóm vinstri flokka landsins. Hægri stjóm, sem nú situr, er versti kosturinn sem hægt var að hugsa sér fyrir stjóm- málin og þar með líf fólksins í landinu,“ sagði Valdimar. Taldandi um sjálfan sig sagðist Valdimar á árinu hafa hætt búskap í Bakkakoti í Engihlíðarhreppi og helgað sig alfarið verkalýðsmál- um. Verið svo kosinn formaður Alþýðusambands Norðurlands á haustmánuðum. Þetta hefðu óneit- anlega verið viðbrigði. „Við í verkalýðshreyfingunni höfum heitið okkur því taka daginn snemma, ef svo má að orði kom- ast, og hefja mjög fljótlega undir- búning fyrir gerð næstu kjara- samninga, en þeir sem nú standa, losna eftir rúmt ár. Það hljómar eins og ofkveðin vísa að þar ætlum við að krefjast bættra kjara hinna lægst launuðu, en meðan það brýna verkefni er ekki í höfn mun- um við áfram hafa vísu þessa yfir. Sjaldan er góð vísa of oft kveðin." Sigfús Jónsson: Veruleikafirring bænda- forystunnar „Fyrir mér stendur veru- leikafirring bændaforyst- unnar upp úr þegar litið er á atburði líðandi árs. Þegar Bændasamtök Islands og landbúnaðarráðuneyti sammæltust um að efna til kjötút- sölu í lok sláturtíðar til að losa sig við á annað þúsund tonn af gömlu umframkjöti. Þetta varð jú auðvit- að til að létta á gömlum birgðum, en nýtt kjöt hefur ekkert selst í haust. Kjötmarkaðurinn er í upp- námi. Hér hafa menn stofnað til algjönar hringavitleysu og sami vandi verður uppi á borðinu næsta haust þegar fara á að selja kjöt þess árs. Þá þarf fyrst að losa sig við kjötið frá í haust. Vandinn verður áfram hinn sami,“ sagði Sigfús Jónsson, sláturhússtjóri Ferskra afurða ehf. á Hvamms- tanga. Sigfús Jónsson sagði að vita- skuld minntust allir íslendingar snjóflóðanna miklu í Súðavík og á Flateyri. Þau hefðu snert streng í brjósti hvers manns. „En maður gerir greinarmun á þeim atburðum sem enginn sér fyrir eða ber ábyrgð á og aftur þeim sem menn stofna sjálfviljugir til. Vil ég nefna til dæmis skattakerfið, kvótakerfi til lands og sjávar, hús- næðiskerfi og fleira. í þessum málaflokkum sýndist mér stefna í algjöra blindgötu," sagði Sigfús. Af sínum persónulegu högum sagði Sigfús að hann hefði, sem kunnugt er, skipað þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fyr- ir kosningar á liðnu vori. Hann væri því fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu. „Ég hef enn ekki tekið sæti á þingi, en á jafnvei von á því að svo verði fljótlega eftir áramót - þegar um fer að hægjast hér í sláturhúsinu. Og ég ætla að vinna vel og skyn- samlega á þingi og koma einhverju góðu til leiðar fyrir þjóð mína,“ sagði Sigfús. Um erlenda atburði sagði Sig- fús að sér væri eftirminnileg helg- arferð út til Noregs um miðjan júní á þessu ári. Þar hefði hann átt kost að ferðast um Upplönd og Guðbrandsdal í sannkallaðri sum- arblíðu. Sama dag og heim var komið sagðist Sigfús hafa ekið norður og farið beint á bænda- fund, sem haldinn var í Ásbyrgi í Miðfirði. „Vorið var hart hér norðan- lands og um þetta leyti var varla farið að grænka. Því fylltist maður vonleysi gagnvart íslenskum sveitum, að minnsta kosti þegar maður bar saman andstæðumar - það er í Noregi og hér á Islandi. Og ég veit reyndar ekki hvernig íslenskir bændur geta keppt við þessar þjóðir í verðum. Munurinn á rekstrarkostnaði búa íslenskra og norskra bænda er svo mikill að erfitt er fyrir okkur að keppa við þá á jafnréttisgrundvelli, svo ekki sé talað um bændur sunnar í Evr- ópu. Ef ég gæti jafnað þennan að- stöðumun eða haft svör á reiðum höndum hvað skuli til bragðs taka væri ég sjálfsagt heldur ekki slát- urhússtjóri hér á Hvammstanga, heldur hefði samfélagið án efa lyft mér á hærri stall,“ sagði Sigfús Jónsson. Birgitta Halldórsdóttir: Ljósir punktar „Öllum hljóta að vera hörm- ungamar á Vestfjörðum efstar í huga. Þær eru þyngri en tárum taki. Hins vegar leynast ævin- lega ljósir punktar í myrkrinu og það er hin mikla samstaða sem þjóðin sýndi með Súðvíkingum og Flateyringum í þeirra miklu erfið- leikum og sorg,“ segir Birgitta Halldórsdóttir, skáldkona og hús- móðir á Syðri-Löngumýri í Húna- þingi. „Við ritstörf hafði ég mörg skemmtileg verkefni með höndum á árinu. Skrifaði tvær bækur, ann- ars vegar ævisögu Guðrúnar Ól- afsdóttur reikimeistara og svo skáldsögu. Enn önnur skáldsagan er í smíðum og hún kernur út á næsta ári. Maður er alltaf með fullt af hugmyndum í kollinum. Síðan er mér vitaskuld minnis- stæður hinn þungi vetur hér norð- anlands, sem setti t.d. samgöngur mikið úr skorðum," sagði Birgitta á Syðri- Löngumýri. Sr. Svavar A. Jónsson: Skipti tvisvar um starf á árinu „Eftir að hafa verið prestur í Ólafsfirði í á níunda ár skipti ég tvisvar sinn- um um starf á líðandi ári. I vor tók ég við starfi héraðs- prests á Norðurlandi eystra og lluttist aftur til Akureyrar. í haust kom svo til að staða aðstoðar- prests við Akureyrarkirkju losnaði eftir hið sviplega andlát sr. Þór- halls Höskuldssonar, sem var öll- um mikið áfall. Um þetta starf sótti ég og hlaut löglega kosningu til,“ sagði sr. Svavar Alfreð Jóns- son, aðstoðarprestur við Akureyr- arsókn. „En auðvitað hljóta eftirminni- legustu atburðimir að vera snjó- flóðin vestra. Það voru reiðarslög sem alla þjóðina snertu. En gleði- leg var þó hins vegar sú samstaða sem landsmenn sýndu Vestfirð- ingum - samhug í verki, í bestu merkingu. Af erlendum vettvangi minnist ég síðan friðaisamning- anna sem gerðir voru í Júgóslavíu milli þeirra sem þar hafa barist svo lengi. Vissulega eru samning- ar þessir ótryggir, en engu að síð- ur eygir maður von um að varan- legur friður komist á,“ sagði Svavar. Um komandi ár sagði sr. Svav- ar að ærinn starfi væri að setja sig inn í nýtt starf. „Ég verð að leggja mig allan fram við það verkefni sem er spennandi og krefjandi." Elín Sigurðardóttir: Sveitarstjómar- máliní lausu lofti „Það sem allir hafa á orði og allir minnast þegar litið er yf- ir árið 1995 eru náttúruhamfar- irnar á Vest- tjörðum. Nei, ég minnist fárra annarra markverðra atburða á þessu ári - að minnsta kosti einskis slæms. Það er gott á með- an svo er,“ sagði Elín Sigurðar- dóttir, oddviti Lýtingsstaðahrepps í Skagafirði. Um sveitarstjórnarmál sagði Elín að allir einblíni nú á flutning verkefna frá ríki til sveitarfélaga, en grunnskólinn fer þá leið í byrj- un ágúst á næsta ári. „Það mál er allt í mjög lausu lofti og sveitar- stjómarmenn bíða með allar ákvarðanir, til dæmis um fram- kvæmdir. Þannig er allt í biðstöðu hjá okkur hér í Lýtingsstaðahreppi og engar framkvæmdir á stefnu- skránni í bili,“ sagði Elín Sigurð- ardóttir. Bjöm Rögnvaldsson: Afrnælishátíðin er minnisstæð „Mér eru ofar- lega í huga há- tíðarhöld hér í Ólafsfirði, þann 8. júlí, þegar forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, heimsótti okkur, á 50 ára afmæli kaupstaðarins," segir Bjöm Rögnvaldsson, sýslu- maður í Ólafsfirði. „Hvað varðar minnisstæða at- burði úr fréttum hljóta snjóflóðin á Vestfjörðum að standa uppúr - og eins mikil snjóþyngsli hér á Norðurlandi sl. vetur. Og úr er- lendum fréttum get ég nefnt frið- arsamkomulagið sem gert var milli stríðandi aðila í Bosníu. Nei, ég minnist reyndar einskis sér- staklega eftirminnilegs úr mínu einkalífi frá líðandi ári,“ sagði Bjöm. Samantekt: Sigurður Bogi Sævarsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.