Dagur - 03.02.1996, Page 7
Laugardagur 3. febrúar 1996 - DAGUR - 7
Alíir bræðumir bakarar
„Það er sagt að fyrsta kynlslóð
byggi upp, sú næsta safni auði og
sú þriðja komi öllu á hausinn. Við
skulum vona að við verðum und-
antekningin sem sanni regluna,“
segja bræðurnir og bakaramir
Kjartan og Birgir Snorrasynir sem
eiga og reka Kristjánsbakarí á Ak-
ureyri. Reyndar virðist ekkert því
til fyrirstöðu að bræðrunum verði
að ósk sinni því bakaríið hefur
blómstrað undir þeirra stjóm ekki
síður en þegar faðir þeirra og afi
voru við stjómvölinn.
Afi Kjartans og Birgis, Krist-
ján, stofnaði Kristjánsbakarí árið
1912. Snorri sonur hans og faðir
bræðranna tók við rekstrinum þeg-
ar Kristján settist í helgan stein og
nú er þriðja kynslóðin sem sagt
tekin við. Reyndar em Birgir og
Kjartan ekki einu bakararnir í fjöl-
skyldunni af þessari kynslóð því
allir synir Snorra, fjórir að tölu,
em lærðir bakarar. Fram til ársins
1989 unnu allir bræðurnir fjórir í
bakaríinu en þá keyptu Birgir og
Kjartan hlut bræðra ,'iinna og ári
seinna keyptu þeir hlut föður síns.
Þeir eru því tveir eigendur í dag og
hinir bræður þeirra hafa snúið sér
að öðru, annar er erlendis í námi í
matvælatæknifræði en hinn vinnur
sem húsasmiður.
Á samning sextán ára
Hvorugur bræðranna segist hafa
ætlað sér að verða bakari. „Ég
held ég hafi eiginlega ákveðið að
verða ekki bakara þegar ég var
ungur,“ segir Birgir og Kjartan
bætir við að þetta hafi meira kom-
ið af sjálfu sér. Þeir áttu heima í
sama húsi og bakaríið var í, unnu
þar oft á sumrin og í fríum og
voru komnir á samning sextán ára.
Þeir litu samt ekki á það sem sjálf-
sagðan hlut að vinna við bakstur
þó þeir færu á samning og fóm
báðir í frekara nám. Arið 1973
veiktist hins vegar faðir þeirra
skyndilega og bræðumir tóku við
rekstrinum. „Þegar ég var kominn
út í þennan daglega rekstur fór ég
að fá meiri áhuga en ef pabbi
hefði haldið heilsu á þessum tíma
hefði ég alveg eins getað farið út í
eitthvað annað þó ég hefði lært að
baka,“ segir Birgir.
Þegar Snorri er spurður hvað
honum hafi fundist um að allir
strákamir hans færu í bakaranám
brosir hann og kveðst ánægður
með það enda kemur upp úr kaf-
Þrír ættliöir bakara. Birgir Snorrason (lengst til vinstri), Snorri og Kjartan Snorrason. í baksýn sést í mynd af ættföðurnum og stofanda
Kristjánsbakarís, Kristjáni Jónssyni. Mynd: BG
inu að það er ekki síst hann sem
ber ábyrgðina á að synimir völdu
þessa leið. „Það var viss pressa frá
honum á sínum tíma. Ég bað alla
vega ekki um að fá að fara á
samning hjá honum heldur var
það hann sem vildi fá mig,“ segir
Birgir. Kjartan tekur undir orð
bróður síns. „Þetta er svolítið
bindandi starf og eðlilegt að pabbi
hafi ýtt við okkur frekar en hitt til
að geta létt á sjálfum sér. Nú er
þetta orðið öðruvísi. Umsvifin eru
önnur og meiri og við stöndum
ekki sjálfir alla daga og bökum
eins og pabbi gerði."
Þegar Snorri var ungur var það
þó ekki faðir hans sem ýtti á hann
heldur ætlaði hann sér alltaf að
verða bakari. „Ég er fæddur í bak-
aríinu og hef aldrei gert ánnað en
að vera í bakstri. Ég fór í verslun-
arskólann og þegar ég kom heim
bjóst pabbi alveg eins við að ég
færi að vinna hjá Kaupfélaginu.
Ég var ekkert kaupfélagslega
sinnaður og fór í staðinn að vinna
á móti Kaupfélaginu í bakstri en á
þessum tíma voru þeir mun stærri
í brauðgerðinni en við,“ segir
Snorri.
Af brauði ertu koniinn...
Eins og áður sagði keyptu Kjartan
og Birgir hlut föður síns í Krist-
jánsbakaríi árið 1990. Snorri fylg-
ist þó enn vel með rekstrinum.
„Ég kem hingað á hverjum degi
og þeir halda engu leyndu fyrir
mér. Ég hef því ekki þá tilfinningu
að ég hafi sleppt hendinni af bak-
aríinu. Það skiptir í raun engu
máli hvort ég á fyrirtækið eða
ekki, bakaríið er hluti af mér og
verður alla tíð,“ segir hann. Þeir
bræður brosa að þessum orðum
föður síns og Birgir segir að oft
hafi verið sagt við föður sinn: „Af
brauði ertu kominn, að brauði
muntu verða.“ Snorra finnst þetta
ekki vitlaust til orða tekið og seg-
ist helst vilja deyja í bakaríinu.
„Ég get ekki hugsað mér betri
dauðdaga," segir hann.
Hraði og fjölbreytni
Rekstur bakarís er vissulega bind-
andi en þeir bræður segja hann
líka vera spennandi og skemmti-
legan. „Það sem heillar mig í
þessu er hraðinn og fjölbreytileik-
inn,“ segir Kjartan. Hann bendir á
að í bakaríinu sé á hverjum ein-
asta degi framleidd vara úr grunn-
hráefni, henni pakkað og hún seld
í búð. „Allt þarf að gerast á einum
degi,“ segir hann og Birgir bætir
við: „Ef ekki næst að baka eitt-
hvað í dag er það töpuð sala. Það
þýðir ekkert að baka bara fleiri
brauð næsta dag.“
Kristjánsbakarí framleiðir ekki
aðeins heldur selur það bakaríis-
brauð í eigin verslunum eða í
endusölu í gegn um stórmarkaði.
Kjartan segir að það felist tölu-
verð áskorun í því að selja undir
eigin merki. „Við erum ekki að
selja pakkavöru sem á stendur
Johnsons eða eitthvað annað vöru-
merki og getum því ekki vísað á
einhvem framleiðanda út í heimi.
Það er enginn annar til að skýla
sér bak við því við framleiðum
vömna sjálfir sama daginn. Þetta
gerir það að verkum að það þýðir
ekki annað en að standa sig vel.“
- Bakið þið mikið sjálfir?
„Já, við tökum helgarvaktir á
móti hinum bökurunum og á virk-
um dögum emm við oftast í fram-
leiðslunni frá sex á morgnana til
níu eða tíu en eftir það fer tíminn í
stjómunarstörf.“
Þriðja kynslóðin hefur tekið
við og fetað þar með í fótspor föð-
urins. En hvað með þá tjórðu?
Leynast einhverjir bakarar í næstu
kynslóð?
„Nokkrir af fjórðu kynslóðinni
em byrjaðir að starfa hér,“ segir
Kjartan, en vill láta framtíðina
ieiða í ljós hver áhuginn verði
seinna meir hjá hinum ungu.
Það er vel við hæfi að enda
samtalið á því að spyrja bakara-
feðgana um hvaða sætabrauð þeir
haldi mest upp á. Þeir eru ekki í
vandræðum með svarið. „Sumir
segja að maður fái leið á sæta-
brauði ef maður vinnur í bakaríi
en ég fæ aldrei leið á vínar-
brauði,“ segir Birgir og Kjartan og
Snorri taka heilshugar undir að
vínarbrauðið standi alltaf fyrir
sínu. AI
A Feðginin og dýralæknarnir
^ Ágúst Þórleifsson og Elfa
Ágústsdóttir ásamt hestinum Þór
frá Höskuldsstöðum og hundinum
Max. Mynd: BG
útskýra fyrir fólki að þurfi að
svæfa dýrin. „Þar sem ég þekki til
annars staðar, t.d. í Noregi, er fólk
farið að gera svo miklar kröfur um
að halda dýrinu bara lifandi hvað
sem það kostar en sem betur fer
eru Islendingar ekki komnir á
þetta stig. Aftur á móti er í raun-
inni ekkert skemmtilegra í þessu
starfi en að hjálpa fólki sem þykir
virkilega vænt um dýrin sín og
vill allt fyrir þau gera.“
Elfa er gift en á ekki böm en
systkini hennar eru hins vegar
sum komin með böm og þau
koma oft á dýraspítalann og hafa
mjög gaman af dýrunum. Getur
verið að í einhverju þeirra leynist
lítill dýralæknir?
„Börnunum finnst þetta mjög
spennandi starf og algengur
draumur hjá þeim að verða dýra-
læknir," svarar Elfa og segir fram-
tíðina leiða í ljós hvort draumur-
inn lifi hjá einhverju bamanna í
næstu kynslóð. AI