Dagur - 03.02.1996, Page 8
Hann hefur slegið í
gegn í aðalhlutverkinu
f Gauragangi. Hann er
framkvæmdastjóri
sjúkrahússins og
heilsugæslustöðvarinn-
ar ú Húsavík og hann
er orðinn Þingeyinqur.
Hann leikur Orm Oð-
insson en heitir Frið-
finnur Hermannsson.
Hverra manna er
hann?
„Það sem |»arf
er meira loft"
„Foreldrar mínir eru Hermann
Amason, löggiltur endurskoðandi,
hann rekur Bókend, bókhalds- og
endurskoðunarskrifstofu á Akur-
eyri. Þar starfar líka móðir mín,
Guðríður Sólveig Friðfinnsdóttir.
Við fórum saman í viðskiptafræði
í Háskóla íslands áður en ég fædd-
ist. Ég var því tvisvar á fyrsta ári í
viðskiptafræði fyrst í móðurkviði
og svo aftur einn og sjálfur tuttugu
árum seinna. Móðir mín lauk hins
vegar ekki náminu en hefur starfað
við bókhald alla tíð.
Allir í
meistaraflokki KA
Ég á þrjá bræður, Áma, sem er í
viðskiptafræði í Háskólanum,
Tómas, tryggingasala og tónlistar-
mann, hann gaf út plötuna „Endist
varla“ ásamt sambýliskonu sinni
Ingunni Gylfadóttur og svo er það
yngsti bróðir minn, hann Jóhann
Gunnar. Hann er 16 ára og er á
kafi í boltanum hjá KA eins og við
bræðumir höfum allir verið. Hann
spilar bæði handbolta og fótbolta
en er í landsliði unglinga í fótbolta
og ég spái því að hann velji fót-
boltann. Hann hefur fylgt okkur
bræðrunum á meistaraflokksæf-
ingar hjá KA alveg frá barnæsku
svo hann gæti örugglega slegið
mætingamet á æfingar hjá meist-
araflokki KA.
Ættin úr eyjum og
djúpum
Ég er ættaður úr Gnmsey og Vest-
mannaeyjum. Afi minn í föðurætt
hét Árni Guðmundsson, oftast
kallaður Ámi úr Eyjum. Hann
samdi texta við mörg lög Oddgeirs
Kristjánssonar, texta eins og Blítt
og létt og Kveikjum eld. Eigin-
kona hans heitir Ása Torfadóttir
og starfaði hjá SÍBS en býr nú í
Reykjavík. Ég heiti hins vegar eft-
ir hinum afa mínum, Friðfinni Ól-
afssyni, sem var lengi bíóstjóri í
Háskólabíói, hann var úr Isafjarð-
ardjúpi. Móðuramma mín Hall-
dóra Sigurbjömsdóttir var hins
vegar úr Grímsey.
Stuttur strúkur í
Mývatnssveit
Ég er fæddur í Reykjavík en á
bamsaldri lá leiðin í Mývatnssveit.
Foreldrar mínir bjuggu þar um
tíma og ég var auk þess í sveit þar
í nokkur sumur. Ég á því margar
góðar minningar þaðan og mitt
annnað heimili hjá þeim Guðnýju
og Snæbirni í Reynihlíð. Ég bjó
hjá þeim en var í sveit hjá Ár-
manni Péturssyni, sem er bróðir
Snæbjöms. Hann var þá með stórt
fjárbú í Reynihlíð.
Foreldrar mínir fluttu til Akur-
eyrar þegar ég var sjö ára. Ég gekk
í Bamaskóla íslands, Gagnfræða-
skólann á Akureyri og Mennta-
skólann á Akureyri. Þaðan lá leið-
in í viðskiptafræði í Háskólanum.
Ég kom norður á vorin því að á
þessum árum spilaði ég með
meistaraflokki KA í fótbolta.
Meiri og meiri
Þingeyingur
Það er því svoh'tið flókið að svara
- segir
Friðfinnur
Hermcmnsson,
sem er orðinn
Þingeyingur
spumingum eins og; hvaðan ertu?
En í dag er ég Þingeyingur, og
verð alltaf meiri og meiri Þingey-
ingur eftir því sem dagamir líða.
Hér á Húsavík hef ég búið í rúm-
lega sex ár og kann ljómandi vel
við mig. Mér hefur alltaf liðið sér-
staklega vel í Þingeyjarsýslu, það
er bæði loftið og fólkið.
Að duga eða drepast
Ég verð samt að segja það að ég
hef svolitlar áhyggjur af því að
það vanti loft í Þingeyinga. Það
sem þarf núna er einmitt loft. Við
erum að koma að nýjum aldamót-
um og ég held að Þingeyingar nú-
tímans þurfi að taka af skarið eins
og Þingeyingar gerðu fyrir hundr-
að árum síðan. Þá vom þeir sem
hér bjuggu frumkvöðlar, einfald-
lega á undan öðrum í menningar-,
félags- og verslunarmálum. Nú er
annað hvort að duga eða drepast
og ég held að framtíðin byggist á
því að Þingeyingar standi saman.
Að við séum öll fyrst og síðast
Þingeyingar, styðjum hvert annað
og berjumst saman fyrir framför-
um í sýslunni, til dæmis í
samgöngu-, skóla- og heilbrigðis-
málum.
Ég held að framtíðin sé svaka-
lega björt einmitt hér ef menn
standa saman. Ég er viss um að
Þingeyingar geta orðið leiðandi á
í franska bollanum
og kaþólskum skóla
Við Berglind útskrifuðumst
bæði í Háskólanum árið 1989.
Þá lögðum við land undir fót og
fórum til Lyon í Frakklandi í
kaþólskan frönskuskóia, þar átt-
um við ógleymanlegan vetur.
Það voru margar nunnur og
kaþólskir prestar með okkur í
skólanum, fólk allsstaðar að úr
heiminum.
Eftirminnilegast var þó að
kynnst prestinum og meðhjálp-
aranuin í skólanum. Við hjónin
fórum með þeim í gönguferð
einn daginn og eftir það áttum
við margar skemmtilegar stund-
ir ineð þeim. Ég hef aldrei rætt
eins mikið uni trúmál eins og
þennan vetur enda rnjög gaman
að ræða við þetta fólk um trú.
Þó fannst mér þessar umræður
stundum fara út í öfgar. Til
dæmis þegar við ræddum heilt
kvöld um það hvort María mey
hefði verið hrein mey eftir að
hún fæddi Jesú. Þennan vetur
spilaði ég svo í sjöttu deildinni í
franska fótboltanum.