Dagur - 12.03.1996, Síða 5
Þriðjudagur 12. mars 1996 - DAGUR - 5
FESYSLA
éélKAUPÞING
NORÐURLANDS HF
Það snjóar alltaf á endanum
Fjölmargir litu viö í Polarisumboöinu í tilefni 20 ára afmælisins. Frá vinstri:
Jón Ingi Sveinsson, Tómas Sæmundsson, Gunnar Heigason og Gestur Jóns-
son. Gegnt þeim sitja Tómas Búi Böðvarsson og Stefán Þengilsson.
- segir Tómas Eyþórsson, sem hefur flutt inn vélsleda frá Polaris í 20 ár
Um þessar mundir eru 20 ár frá
því að Tómas Eyþórsson fékk
einkaumboð fyrir Polaris vélsleða
á Islandi. Sleðar af þessari gerð
voru þá óþekktir hér á landi en
hafa síðan heldur betur látið til
sín taka. Þeir hafa til fjölda ára
verið afar vinsælir um allt land
og engin sleðategund á að baki
viðlíka sigurgöngu í vélsleða-
keppnum hér á landi. Tómas rek-
ur fyrirtækið ásamt Eyþóri syni
sínum og þeir héldu upp á 20 ára
afmælið sl. föstudag.
Mikið vatn hefur runnið til sjáv-
ar síðan Tómas fyllti út blað sem
kom í seriospakka og fékk senda
myndabæklinga og fleira um Pol-
aris vélsleða. Haustið 1975 komu
fyrstu tveir sleðamir en árið eftir
fóru hlutimir að rúlla fyrir alvöm,
segir Tómas. Fyrsti sleðinn var Colt
250 og kaupandi var Tómas Búi
Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Ak-
ureyri. Verðið var 371.300 krónur.
Nokkum tíma tók fyrir forsvars-
menn Polaris að sannfærast um að
hægt væri að treysta einhverjum
manni upp á Islandi fyrir að selja
sleða, segir Tómas. En eftir að ísinn
var brotinn hafi samskiptin við for-
svarsmenn fyrirtækisins verið með
eindæmum góð. Öll tuttugu árin ut-
an eitt hefur hann farið til Banda-
ríkjanna í heimsókn í Polarisverk-
smiðjumar og ætíð fengið góðar
viðtökur. Um síðustu helgi hélt
hann einmitt utan en í mars á hverju
ári er umboðsmönnum kynnt næsta
árgerð af sleðum.
„Polarisverksmiðjumar hafa
vaxið gríðarlega síðan ég kynntist
þeim fyrst. Þá störfuðu þar 400-500
manns en sá fjöldi hefur margfald-
ast og nú em starfsmenn um
3.500,“ sagði Tómas. Nú framleiðir
Polaris einnig fjórhjól, sexhjól og
vatnaþotur, sem Tómas hefur að
sjálfsögðu einnig á boðstólnum.
Gríðarlegar breytingar hafa orðið á
sleðunum sjálfum á þessum 20 ár-
um og Tóms sagði að sig langaði
oft að vera 20-30 ámm yngri.
„Núna em að koma svo margir
sleðar sem virkilega kitla mann.“
Vöxtur fyrirtækisins
Fyrirtæki Tómasar Eyþórssonar
hefur einnig vaxið svo um munar
en hann hefur alla tíð rekið hjól-
barðaverkstæði samhliða Polaris-
umboðinu. Fyrst í litlu plássi bak
Verðlœkkun á Mazda 323
Þú fœrð ekki betri bíl
BSA Laufásgötu 9, Akureyri, sími 462 6300
Ingvar Grétarsson (t.v.) var um árabil ósigrandi á vélsleðamútum. Hann er
hér að ræöa við Halldór Jóhannesson, umboðsmann Polaris á Suðvestur-
landi.
við Brunabót og Valprent. Síðan
var flutt í húsnæði við Hvannavelli
sunnan við Lindu og árið 1992 var
flutt í hið glæsilega húsnæði þar
sem starfsemin er nú, við Undirhlíð.
Að sögn Tómasar em vélsleðamir
um 90% af starfsemi fyrirtækisins í
dag.
„Mann óraði ekki fyrir því fyrir
20 ámm að þetta myndi vefja svona
utan á sig. Mesta sleðasalan var
1991-92, yfir 200 sleðar á einum
vetri. Það var ævintýri sem við vild-
um hafa á hverju ári. Þessi vetur
hefur ekki verið okkur hagstæður,
en við vinnum okkur út úr því. Það
kemur alltaf snjór á endanum,
næsta vetur ef ekki núna.“
Tómas er skiljanlega stoltur af
húsnæðinu við Undirhlíð. Ekki vom
allir á eitt sáttir þegar honum var út-
hlutað lóðinni á sínum tíma og sáu
kannski fyrir sér óþrifalegt dekkja-
verkstæði. Það er dæmigert fyrir
Tómas að hann efldist allur við
mótlætið og húsið sem reis var sér-
lega glæsilegt. Það hefur vakið at-
hygli margra, var m.a. tilnefnt til
menningarverðlauna DV fyrir
byggingalist og lýsingin í því hefur
fengið sérstaka viðurkenningu.
„Það verður reyndar að viður-
kennast að húsnæðið er orðið í
þrengra lagi. Polaris hefur oftast
verið að framleiða 24-28 gerðir af
sleðum en er núna með 46 gerðir.
Við tökum auðvitað bara smá brot
af þessu. Núna tókum við 13 gerðir
og til að sýna þær þarf mikið pláss.
En við skipuleggjum bara og nýtum
húsið betur,“ sagði Tómas.
Rosalega gaman
Polarisumboðið er eina fyririrtækið
utan Reykjavíkursvæðisins sem
hefur haft aðalumboð fyrir vélknúin
ökutæki samfleytt í þessi 20 ár.
Ýmislegt hefur gerst þessi ár og
Tómas segir margs að minnast.
„Maður reynir alltaf að gera öllum
til hæfis en það segir sig sjálft að
aldrei eru allir ánægðir. Þessi 20 ár
hafa ekki alltaf verið dans á rósum
en mikið rosalega hefur þetta samt
verið skemmtilegt,“ sagði Tómas.
Hann sagist að lokum vilja koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra
sem átt hafa við hann viðskipti á
þessum árum. „Sérstaklega langar
mig að þakka þeim, sem verið hafa
að keppa á Polaris," sagði Tómas
Eyþórsson að lokum. HA
Gamli og nýi tíminn. Tómas Eyþórsson við fyrsta sleðann sem hann flutti
inn og sonur hans Eyþór við nýjustu gerðina af Polaris. Myndir: Halidór
Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, keypti fyrsta Polaris
sleðann af nafna sínum Eyþórssyni. Hér eru þeir við gripinn, Colt 250, og
lítur hann ótrúlega vel út.
Vikuna 3.-9. mars voru viðskipti með
hlutabréf 123,6 milljónir króna. Mest voru
viðskipti með hlutabréf í eftirtöldum félög-
um: Flugleiðum hf. fyrir 36,3 milljónir
króna á genginu 2,50-2,60, íslenskum
sjávarafurðum hf. fyrir 12,5 milljónir króna
á genginu 2,80-3,0, Hlutabréfasjóðnum
hf. fyrir 10,7 milljónir króna á genginu
2,08-2,10 og Árnesi hf. fyrir 9,5 milljónir
króna á genginu 1,10.
Viðskipti með Húsbréf voru 8 milljónir
króna, Spariskírteini ríkissjóðs 148 millj-
ónir, Ríkisvíxla 1.111 milljónir og Ríkis-
bréf 360 milljónir. Ávöxtunarkrafa Hús-
bréfa var í vikunni 5,68-5,70%.
SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJOÐS
Tegund K gengi K áv.kr.
92/1D5 1,3841 5,78%
93/1D5 1,2775 5,78%
93/2D5 1,2020 5,78%
94/1D5 1,0979 5,78%
95/1D5 1,0208 5,78%
HÚSBRÉF
Flokkur K gengi K áv.kr.
95/2 0,9665 5,68%
96/1 0,9529 5,70%
96/2 0,9259 5,68%
96/3 0,8978 5,66%
VERÐBREFASJOÐIR
Ávoxtun 1. mars. umfr.
verðtxilgu síðustu: (%)
Kaupg. Sölug. 6mán. 12 mán.
Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Kjarabrél 6,088 6,149 7,9 7,7
Tekjubréf 1,616 1,632 5,9 5,7
Markbréf 3,385 3,419 12,4 10,6
Skyndibréf 2,349 2,349 7,9 5,6
Fjölþjóðasjóður 1281 1,321 62 7,5
Kaupþing hf. Einingabréf 1 8,070 8,111 6,7 6,0
Einingabréf 2 4,466 4,489 62 4,2
Einingabréf 3 5,165 5,191 6,7 6,0
Skammtímabréf 2,792 2,792 6,7 5,3
Einingabréf 6 1,399 1,440 15,6 25,1
Einingabréf 10 1,140 1,163 112 14,4
Verðbréfam. Islandsbanka hf. Sj. 1 Vaxtarsj. 3,897 3,916 5,3 3,5
Sj. 2 Tekjusj. 2,072 2,093 4,8 4,7
Sj. 3 Skamml. 2,685 5,3 3,5
Sj. 4 Langt.sj. 1,846 5,3 3,5
Sj.5pgnask.lij. 1,762 1,774 5,1 3,4
Sj. 6 Island 1,512 1,557 40,2 34,4
Sj. 7 Pýsk hlbr. 1,009 1,014
Sj.10Evr.hlbr. Vaxtabr. 2,7463 5,3 3,5
Valbr. 2,5742 5,3 3,5
Landsbréf hf. islandsbréf 1,759 1,791 6,1 5,4
Fjórðungsbréf 1223 1,240 5,4 4,9
Þingbréf 2,086 2,112 10,5 7,4
Öndvegisbréf 1,837 1,661 6,0 4,5
Sýslubréf 1,916 1,940 18,7 12,0
Reiðubréf 1,660 1,660 3,5 4,1
Launabréf 1,092 1,108 7,9 5,0
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands:
Hagst. tilboð
Lokaverð Kaup Sala
Alm. hlutabr.sj. hf. 1,41 1,41
Auðlindarbréf 1,55 1,54 1,60
Eignfél. Alþýðub. 1,42 1,39 1,43
Eimskip 6,00 5,65 6,00
Flugleiðir 2,64 2,63 2,65
Grandi hf. 3,44 3,22 3,40
Hampiöjan 3,90 3,57 3,90
Haraldur Böðv. 3,50 3,35 3,75
Hlutabréfasjóðurinn 2,10 2,11 2,15
Hlutabréfasj. Norðurl. 1,66 1,61 1,66
Hlutabréfasj. VIB 1,32
islandsbankí hf. 1,59 1,53 1,59
Isl. hlutabréfasj. 1,51 1,52 1,58
Jarðboranir hf. 2,68 2,55
Kaupfélag Eyf. 2,10 2,10 2,20
Lyfjaverslun Islands 2,80 2,70 2,85
Marel hf. 8,20 6,35 6,90
Olís 4,00 3,52 4,18
Olíufélagið hf. 7,00 7,00 9,00
Síldarvinnslan hf. 5,50 5,00
Skagstrendingur hf. 4,50 4,30 5,91
Skeljungur hf. 4,30 4,30 4,37
Skinnaiðnaður hf. 3,50 3,50 4,00
SR mjöl 2,45 2,46 2,65
Sæplast 4,40 4,42 4,85
Útgerðarfélag Ak. 3,80 3,68 3,80
Vinnslustöðin 1,26 1,26 1,28
Þormóðurrammihf. 5,00 3,90 4,30
Sölu- og kaupgengi á Opna tilboðsmarkaðinum:
Armannsfell 1,00 0,89 1,05
Bifreiðaskoðun ísl. 2,15
Hraðfrystihús Eskifjarðar 3,30 3,20
isl. sjávarafurðir 3,00 3,02 3,25
isl. útvarpsfél. 4,00
Nýherji 2,15 2,13 2,15
Pharmaco 10,00 10,05 13,00
Samein. verktakar hf. 8,50 6,30 8,50
Samskip hf. 0,85 0,90
Sjóvá-Almennar hf. 6,85 7,80 12,00
Softís hf. 4,00 4,00 5,00
Sölusamb. fsl. fiskframl. 2,60 2,45 2,80
Tollvörugeymslan hf. 1,20 1,16 1,25
Tryggingamiðst. hf. 6,60 6,65
Tæknival hf. 3,00 2,90 4,10
Tölvusamskipti hf. 2,20 2,50
Þröunarfélag islands hf. 1,50 1,50
DRATTARVEXTIR
Mars 16,00%
MEÐ ALVEXTIR
Alm. skuldabr. lán mars 12,90%
Verðtryggð lán mars 8,90%
LÁNSKJARAVÍSITALA
Febrúar 3453
Mars 3459
VÍSITALA NEYSLUVERÐS
Febrúar 174,9
Mars 175,2