Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júlí 1996 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON Knattspyrna - 3. deild karla: Dalvík valtaði yfir Gróttu - 5:1 sigur og aftur í 2. sæti Dalvíkingar unnu stóran og vænan sigur á Gróttumönnum á heimavelli á föstudagskvöldið. Leikurinn var fjörugur og endaði með 5:1 sigri Dalvíkinga en gest- irnir léku einum ieikmanni færri allan síðari hálfleik eftir að einn Ieikmanna liðsins fékk rauða spjaldið. Heimamenn voru sterkari allan tímann og áttu skot í þverslá snemma leiks og skömmu síðar skölluðu þeir naumlega framhjá. Fyrsta markið kom síðan á 17. mínútu og það gerði Garðar Níels- son úr vítaspymu, eftir að Jón Þór- ir Jónsson, þjálfari og leikmaður, var felldur inn í vítateig Gróttu. Tíu mínútum síðar bætti Örvar Eiríksson öðru marki við með skalla eftir góðan undirbúning Jóns Þóris og Dalvíkingar komnir í vænlega stöðu. Heimamenn misstu taktinn í smá kafla og Gróttumenn nýttu sér það með því að minnka muninn á 36. mínútu eftir að Dalvíkingum mistókst að hreinsa. En á síðustu mínútu fyrri hálfleiks má segja að Dalvíkingar hafi tryggt sigurinn. Sverrir Björgvinsson átti þá skot að marki sem vamarmaður Gróttu varði á línu með hendi. Víti var dæmt og vamarmanninum vikið útaf. Garðar skoraði aftur úr víti og Dalvík hafði 3:1 yfir í hálfleik. Einum fleiri höfðu heimamenn leikinn í höndum sér og aldrei spurning hvorum megin sigurinn lenti. Stefán Gunnarsson skoraði fjórða markið eftir mikinn einleik upp allan vallarhelming gestanna og kláraði dæmið að öryggi, fram- hjá Hauki Bragasyni, markverði Gróttu, sem annars var besti mað- ur síns liðs í leiknum og bjargaði Gróttu frá stærra tapi. Fimmta markið kom um miðjan síðari hálfleik þegar föst fyrirgjöf Örvars Eiríkssonar hrökk af vam- armanni Gróttu og í netið og eftir það áttu Dalvíkingar fjölda færa til að bæta við mörkum en tókst ekki. Örvar var valinn maður leiksins en segja má að allt Dalvíkurliðið hafi spilað mjög vel. Dalvíkingar em nú komnir upp í 2. sæti deild- arinnar á ný þegar íslandsmótið er hálfnað. Þeir eru famir að eygja sæti í 2. deild að ári, en 3. deildin er að skiptast mjög greinilega í topp- og botnbaráttu. Fjögur lið em í hnapp á toppnum og má gera ráð fyrir að röðin komi til með að breytast eftir hverja umferð. Dal- víkingar mæta Ægi á Dalvík nk. föstudag og með hagstæðum úr- slitum þar geta þeir enn tryggt stöðu sína í toppbaráttunni. SH KA-menn tóku hraustlega á móti Skallagrímsmönnum á sunnudaginn og uppskáru sanngjarnan sigur. KA hefur spiiað mjög vel að undanförnu og fjölmörg færi líta dagsins ljós í leikjum liðsins en leikmönnum hefur gengið illa að klára dæmið. Hér er það Halldór Kristinsson, varnarmaður KA, sem hefur betur í baráttu við leikmann Skalla- gríms. Mynd: sh Knattspyrna - 2. deild karla: KA-menn skelltu Skallagrími - sköpuðu fjölda færa en nýttu aðeins eitt Örvar Giríksson var í banastuði gegn Gróttu og var valinn maður leiksins. KA tók á móti Skallagrími frá Borgarnesi á Akureyrarvelli sl. sunnudag og sigraði 1:0 en mörk heimamanna hefðu hæglega get- að verið mun fleiri. KA sótti nær allan tímann á meðan Borgnes- ingar áttu í mestu vandræðum og náðu sjaldan að ógna KA- markinu. Þetta var fyrsti ósigur Skallagríms í sumar og Framar- ar sitja því einir í toppsætinu þegar átta umferðum er lokið. „Þetta var magnað. Við spiluð- um skynsamlega, fórum aftarlega á völlinn og stoppuðum þá þar. Það gekk upp og þeir fengu bara eitt eða tvö færi í leiknum en við hefðurn getað skorað mun fleiri mörk. Það hefur gengið erfiðlega að undanfömu að nýta færin en ljósi punkturinn er að við emm að skapa mikið af færum. Nú bíðum við spenntir eftir að mæta Þórsur- um í bikamum. Þar verður tekið duglega á og við ætlum okkur í undanúrslit,“ sagði Halldór Krist- insson, vamarmaður KA, sem átti góðan leik gegn Skallagrími á sunnudag. KA lék af öryggi úti á vellin- um, lét boltann ganga vel og Borgnesingar vom alltaf í því hlutverki að elta heimamenn. Höskuldur Þórhallsson fékk tvö góð færi snemma leiks en Friðrik Þorsteinsson, markvörður Skalla- gríms og fyrmrn Leiftursmaður, Knattspyrna - 4. deild karla, c-riðill: Toppliðin sigruðu öll Úrslit í Mjólkurbikar ÍA-Fylkir 9:2 Kellavík-ÍBV 4:6* 'Markalaust í venjulegum leiktíma. 1:1 eftir framlengingu og ÍBV sigraði í vítakeppni. Úrslit í 3. deild Víðir-Reynir 1:1 HK-Fjölnir 1:1 Dalvík-Grótta 5:1 Höttur-Ægir 2:1 Selfoss-Þróttur 1:1 Staöan Víðir 96 1 2 26:15 19 Dalvík 95 3 1 27:15 18 Reynir S. 95 3 1 26:14 18 Þróttur N. 952222:16 17 HK 93 15 16:21 10 Selfoss 92 3 4 17:25 9 Höttur 9 2 3 4 14:26 9 Ægir 9225 14:14 8 Fjölnir 9 2 2 5 16:24 8 Grótta 9 1 44 12:20 7 Úrslit í 4. deild SM-TindastólI 0:2 Neisti-Magni 1:5 Hvöt-KS 1:7 Staðan KS 7 5 1 1 24: 6 16 Magni 7 5 1 1 19:10 16 Tindastóll 7 5 1 1 17: 8 16 SM 7 2 1 4 12:12 7 Neisti H. 7 2 1 4 5:18 7 Kormákur 6 2 04 8:14 6 Hvöt 7 0 1 6 6:23 1 Þrír leikir voru í Norðurlands- riðli 4. deildar um helgina. Þrjú lið, KS, Magni og Tindastóll, eru efst og jöfn og þau unnu öll um helgina. KS lagði Hvöt á Blönduósi 7:1, Magni sigraði Neista á Grenivík 5:1 og Tinda- stóll hafði betur gegn SM á Hörgárvelli, 2:0, þar sem Óli Þór Magnússon skoraði annað markið en hann lék þar sinn fyrsta leik fyrir Tindastól. Leikur SM og Tindastóls var bamingsleikur þar sem Tindastóll byrjaði betur og það dugði til sig- urs. Eftir stundarfjórðung voru Tindastólsmenn komnir með 2:0 forustu en eftir það jafnaðist leik- urinn. Fyrra markið skoraði Guð- brandur Guðbrandsson með skalla snemma leiks eftir fyrirgjöf frá Helga Má Þórðarssyni og skömmu síðar bætti Óli Þór öðru marki við þegar löng spyrna frá markverði fór yfir alla vöm SM- manna og Óli Þór skallaði framhjá markverðinum og í netið. Keflvík- ingurinn Óli Þór byrjar því vel með Sauðkrækingum og færir lið- inu mikla reynslu. Liðið er ungt ef undan em skildir framherjamir, sem samtals eru 65 ára. Óli Þór er 33 og Guðbrandur er 32 ára. KS gerði góða ferð á Blöndós og sigraði Hvöt örugglega 7:1. Einstefna var að marki Hvatar og staðan var orðin 5:1 í leikhléi en gestimir tóku lífinu rólega eftir hlé og bættu aðeins við tveimur mörkum. Ragnar Hauksson og Jó- hann Möller gerðu tvö mörk hvor og þeir, Mitza úr víti, Steingrímur Öm Eiðsson og Magnús Þorgeirs- son gerðu hin mörk KS. Asgeir Valgarðsson skoraði mark Hvatar. Hjördís Úlfarsdóttir, fyrirliði kvennaliðs ÍBA í knattspyrnu, fótbrotnaði og sleit liðbönd á æf- ingu með liðinu sl. fostudag og leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hjördís segist jafnvel bú- ast við að knattspymuferli sín- um sé lokið. Hjördís hefur verið burðarrás í ÍBA-liðinu undanfarin ár og bund- ið vöm liðsins saman. Hún lenti í Magni átti ekki í miklum erfið- leikum með Neista þegar liðin mættust á Grenivík á föstudag. Staðan var orðin 5:0 fyrir Magna í leikhléi en þeir slökuðu á eftir hlé og skoruðu ekki fleiri mörk þrátt fyrir nokkur góð færi. Neisti náði að klóra í bakkann undir lokin og lokastaðan því 5:1. Ólafur Þor- bergsson og Pétur Friðriksson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Magna og Jóhann Amarsson eitt en mark Neista skoraði Magnús Jóhannesson. SH tæklingu á æfingu með þeim af- leiðingum að hún fótbrotnaði og liðbönd í ökkla slitnuðu. Hjördís verður sex vikur í gifsi og það er ljóst að hún leikur ekki meira með liðinu í sumar. Hjördís er 31 árs og búin að vera í meistaraflokki í knattspymu frá 16 ára aldri. Hún lék ávallt með KA þar til Akureyr- arliðin sameinuðust undir merkj- um ÍBA fyrir fjómm ámm. SH Kvennaknattspyrna: Hjördís úr leik varði í bæði skiptin mjög vel. Stefán Þórðarsson fékk þó besta færi fyrri hálfleiks þegar hann fékk glæsilega fyrirgjöf frá Dean Martin en skalli hans fór framhjá. Þorvaldur Makan og Dean Martin fengu einnig góð færi sem ekki nýttust og Borgnesingar gripu til þess ráðs að leggjast í völlinn við minnsta tilefni til að reyna að róa leikinn niður. Eina umtalsverða færi gestanna í leiknum kom á 50. mínútu fyrri hálfleiks en þá varði Eggert Sigmundsson meistaralega frá Valdimar Sigurðssyni. Sókn KA hélt áfram eftir hlé og Halldór Kristinsson átti skalla í stöng en enn vildi boltinn ekki inn. Logi Jónsson og Þorvaldur Makan fengu næstu tvö dauðafær- in en enn björguðu Borgnesingar og það var ekki fyrr en á 66. mín- útu að Stefán Þórðarsson kom boltanum loks í netið. Langt inn- kast barst yfir vítateiginn til Stef- áns við tjærstöng og hann skoraði af öryggi, 1:0. KA hefði enn getað bætt við mörkum en þeim voru mislagðir fætur fyrir framan markið og Stef- án og Logi brenndu af í góðum færum. En eitt mark dugði til sig- urs og ef KA heldur áfram að skapa eins mörg færi og í síðustu tveimur leikjum hljóta mörkin að fara að koma. KA liðið lék allt mjög vel. Halldór Kristinsson og Jón Hrann- ar Einarsson voru sterkir í vamar- leiknum og á miðjunni var Bjami Jónsson feiknargóður. Stefán Þórðarson og Dean Martin hafa oft farið meira upp kantana en þeir skiluðu sínum hlutverkum vel. Það er einna helst hægt að setja út á framlínuna, því þó svo að framherjarnir þafi fundið réttar staðsetningar og átt góð hlaup þá vantaði að klára dæmið. SH/SI Lið KA: Eggert Sigmundsson - Helgi Aðalsteinsson, Jón Hrannar Einarsson, Halldór Kristinsson - Bjami Jónsson, Steinn Viðar Gunnarsson, Logi U. Jóns- son, Dean Martin, Stefán Þórðarsson - Þorvaldur M. Sigbjömsson (Bjarki Bragason 90.), Höskuldur Þórhallsson (Steingrímur Birgisson 73.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.