Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. júlí 1996 - DAGUR - 11 Sá fullkomnasti Nýjasti og vafalaust fullkomnasti dráttarbíll landsins er staðsettur á Akureyri og er í eigu verktakafyr- irtækisins G. Hjálmarsson. Þetta er 12 milljóna króna Scania frá Svíþjóð, sem er í nýju 4 línunni frá verksmiðjunni. Þessum bíl ek- ur Jóhannes Hjálmarsson og kveðst ánægður með kosti hans. „Það er allt annað líf að aka þessum vagni. Hann fer mjög vel með mann, jafnvel í langvarandi akstri og loftpúðafjöðrunin að aft- an hefur sitt að segja hvað það varðar,“ sagði Jóhannes. „Aflið er feikinóg og hann leikur sér að því að draga 34 tonnin, sern við meg- uni draga samkvæmt lögum. Sjálf- ur bíllinn er um 10 tonn, en sam- kvæmt lögum má heildarþyngdin vera 44 tonn. í akstri er þetta eins og góður fólksbfll og ekkert til vandræða innanbæjar þó stór og þungur sé. I farþegarýminu er svefnpláss fyrir tvo, sem skiptir máli í lengri ferðum. Allur aðbún- aður er góður og mælaborðið er í hálfhring utan um ökumann.“ í farþegarýminu er búnaður til að hækka og lækka loftpúðafjöðr- unina um 15 sentimetra, eftir hleðslunni sem á bflinn er lögð og í hvaða hæð vörumóttaka á hverjum stað er. Má þá slá inn í minni mismunandi hæðir frá jörðu, eftir því hverja á að af- greiða. Loftkæling er í farþega- rýminu ef þörf krefur í sólarhita sumarsins og náttúrulega öflug miðstöð fyrir vetrarveður. Vélin í bílnum er öflug, 530 hestöfl og snúningsvægið 2300 Nm við að- eins 1100 snúninga á mínútu. Sæmilegt tog það. Þá er læsing og millilæsing á afturöxlum. í bremsukerfinu er hemlalæsivörn, sem er mikill kostur í hálku og bleytu. „Það kaupir enginn svona dráttarbíl í dag án loftpúðafjöðr- Cherokee valinn jeppi ársins Cherokee hefur tvö síðustu ár verið kjörinn jeppi ársins af bandaríska tímaritinu Four Wheeler, sem m.a. hefur fjallað mikið um íslenska jeppamennsku síðustu ár. Á hverju ári aka starfsmenn blaðsins öllum nýjum jeppum sem eru á markaðn- um og birta niðurstöður sínar. Jeppamir fást hérlendis með þrem- ur mismunandi vélum. Sú öflug- asta er V8 vél, sem skilar 220 hest- öllum og er í dýrustu útgáfu jepp- ans. Kostar Grand Cherokee sem hlaðinn er flestum hugsanlegum aukabúnaði rúmar 4,6 milljónir. Þá er fáanleg V6 vél, sem er 190 hest- öfl og hljóðlát díselvél, sem er 116 hestöfl og þykir spræk miðað við hestaflatölu. Díselvélin er 4 cy- lindra, 2489 cc og snúningsvægið er 278 Nm við 1800 snúninga á mínútu. Kostar Cherokee með dís- elvél rúmar 3,6 milljónir króna. Góðir aksturseiginleikar og frískar vélar eru taldir helstu kostir Che- rokee jeppanna að mati Four Whe- eler jeppasérfræðinganna, auk þess sem útlitið þykir vel heppnað. Grand Cherokee með díselvél kostar rúmar 3,6 milljónir. Vélin er 116 hestöfl. Cherokee var kjörinn jeppi ársins af bandaríska tímaritinu Four Wheeler. unar, sem er mismunandi útfærð eftir bíltegundum. Mér finnst bún- aðurinn í Scania skemmtilegur, en skiptar skoðarnir eru um hvað virkar best eins og alltaf. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Stærsti kost- urinn er fjöðrunin og vinnslan, sem skilar bílnum örugglega á áfangastað," sagði Jóhannes. ◄ Vélin er verkleg og skilar 530 hestöflum og hvorki meira né minna en 2300 NM við 1.100 snún- inga á inínútu. A Glænýr dráttarbíll G. Hjálmarssonar hefur vakið at- hygli, enda engin smásmíði. Þessi ungi veiðimaður er dvergvaxinn við hlið bílsins. ***• ◄ Jóhannes Hjálmarsson segir bílinn ineð skemmtilega fjöðr- un, sem er stillanleg innan úr bíln- um. vio þorsta HJOLBARÐAR í öllum stærðum og gerðum walker pústkerfi lir»iitl»rii|i dráttarbeisli í flestar tegundir bifreiða Ji HH mmtn ti wá É m

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.