Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. júlí 1996 - DAGUR - 3 FRETTIR Sameiningarmál rædd í Vestur-Húnavatnssýslu: „Tel kosti sameiningar ótvíræða" - segir Þorvaldur Böðvarsson á Hvammstanga „Ég tel að kostir sameiningar sveitarfélaga hér um slóðir séu fjölmargir. Til að mynda gæti stjórnsýslan orðið mun virkari og eitt sameinað sveitarfélag hef- ur meiri burði til að takast á við ijölþætt verkefni, en mörg fá- menn,“ sagði Þorvaldur Böðv- arsson, sveitarstjórnarmaður á Hvammstanga, í samtali við blaðið. en þar ætla menn að standa utan viðræðnanna að svo komnu máli. Nú er komin á laggimar sameigin- leg viðræðunefnd um sameiningar- mál sem í eiga sæti fulltrúar Hvammstanga-, Staðar-, Fremri- Torfustaða, Kirkjuhvamms, Þver- ár- og Þorkelshólshreppa. Nefnd- armenn héldu sameiginlegan fund í vor, en Þorvaldur Böðvarsson býst við að málið liggi í láginni fram á haust, en þá verði þráðurinn tekinn upp á nýjan leik. - Ibúar í V-Hún. em alls um 1.400, þar af tæpur helntingur á Hvammstanga. Þorvaldur Böðvarsson segir að engar formlegar viðræður séu haínar um sameiningu sveitarfé- laga í V-Hún., heldur séu menn fyrst og fremst að athuga hvort einhver ávinningur séu af slíku. Sjálfur telur hann ávinninginn ótvíræðan því einsog málum er háttað í dag hafi sveitarfélögin ekki nægilega burði, stjómunar- og peningalega, til að takast á við krefjandi viðfangsefni á ýmsum sviðum. Segir Þorvaldur að til að ntynda liggi fyrir að framlög Jöfn- unarsjóðs sveitarfélaga til V- Hún. væru 18,5 millj. hærri væri þar eitt sveitarfélag - en ekki sjö, einsog nú er. -sbs. Hafnar eru óformlega viðræður meðal manna í Vestur-Húnavatns- sýslu um sameiningu sveitarfélaga sýslunnar. Aðdragandi málsins er sá að Þorvaldur Böðvarsson og Guðmundur H. Sigurðsson, sem báðir eiga sæti í sveitarstjóm Hvammstangahrepps, kölluðu saman óformlegan hóp manna síð- astliðinn vetur til að skoða mál þessi og var ennfremur aflað ým- issa tölulegra gagna í þessu sam- bandi. í framhaldi af því var óskað eft- ir að öll sveitarfélög í sýslunni lil- nefndu fulltrúa í viðræðunefnd um sameiningarmál og það hafa öll gert, utan Ytri-Torfustaðahreppur - Fiskiðjan Skagfirðingur: 80 starfsmönn- um sagt upp Fiskiðjan Skagfirðingur hefur sagt upp um 80 starfsmönnum í vinnsluhúsum fyrirtækisins á Sauðárkróki og Hofsósi. Upp- sagnir þessar voru tilkynntar sl. fóstudag og koma til fram- kvæmda í kringum 10. ágúst næstkomandi. Ástæða þeirra er meðal annars hráefnisskortur. Atli Viðar Jónsson, starfandi framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, sagði í samtali við Dag að upp- sagnir þessar næðu til um 80 starfsmanna fyrirtæksins; tæplega 60 á Sauðárkróki og rösklega 20 á Hofsósi. Starfsmenn þessir eru þó ekki allir í heilsdagsstörfum, þannig að stöðugildin eru því eitt- hvað færri en 80. Atli kvaðst vænta að tryggja mætti nægilegt hráefni til vinnslu þar til uppsagn- imar tækju gildi, en það myndi þó standa tæpt. Reiknað er með að starfsemi hefjist að nýju í byrjun september, eða þegar nýtt fisk- véiðitímabil tekur gildi. - Upp- sagnir þessar ná ekki til vinnslu- húsa Fiskiðjunnar í Ólafsvík og á Grundarfirði, en þar er einvörð- ungu unninn hörpudiskur og rækja. I fréttum Sjónvarpsins um helgina sagði Friðrik Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði, að staða bolfisk- vinnslunnar væri þvílík að ráðast yrði hvort starfsemi fyrirtækja í þeim geira færi af stað á nýjan leik í ágúst, eftir vinnslustopp. Um þessi ummæli Friðriks sagði Atli Viðar Jónsson að hjá Fiskiðj- unni Skagfirðingi yrði tíminn í stoppinu nýttur vel til að skoða málin og meta stöðuna, en bol- fiskvinnsla fyrirtækisins hefur verið rekin með halla að undan- fömu. -sbs. Guðrún ekki af baki dottin! Þótt nieira en hálfur mánuður sé liðinn frá forsetakosn- ingum og úrslit ráðin virðist Guðrún Agnarsdóttir ekki vera af baki dottin. Á flettiskilti við KA-heimilið á Ak- ureyri er auglýsing með mynd af Guðrúnu þar sem seg- ir að hún vinni með þér! Vel iná það vera, en það er þá væntanlega á einhverjum öðrum vettvangi en í kosning- um til embættis forseta Islands, sem Olafur Ragnar Grímsson hefur veriö réttkjörinn til. Mynd: -sbs Kvóti norðlenskra skipa - þegar líður að lokum fiskveiðiársins Nú þegar einn og hálfur mánuð- ur er eftir af fiskveiðiárinu er orðið lítið eftir af kvóta sumra fisktegunda. Ef skoðaðar eru aflaheimildir norðlenskra tog- araflotans kemur í Ijós að af rúmlega 17 þúsund tonna var- anlegum aflaheimildum í þorski eru óveidd tæplega 2 þúsund tonn, skv. upplýsingum frá Fiskistofu. Þess ber að geta að mikið er um að kvóti hafi verið færður milli skipa, sem flækir málið talsvert. Af einstökum togurum áttu tvö af skipum Samherja áberandi mest eftir af þorski, Akureyrin EA með 493,4 tonn og Hjalteyrin EA með 627.7 tonn, en síðamefnda skipið hefur engan þorsk veitt á fisk- veiðiárinu. Mánaberg ÓF á óveidd 192.7 tonn, Margrét EA 153,2 og Skafti SK 107,6. Hjá öðrum er magnið óverulegt. Af rækju eiga norðlensk skip ríflega 2.600 tonn óveidd, þar af er Sunna frá Siglufirði með rúm- lega 1.000. Lítið hefur verið veitt af skarkola og ufsa og þannig eru 7.600 tonn óveidd af 8.000 tonna kvóta í ufsa. Karfinn er hins vegar búinn. Varanlegar aflaheimildir í ýsu voru 6.300 tonn hjá norð- lenskum útgerðum í upphafi fisk- veiðiárs og óveidd eru 2.930 tonn. Rétt er að ítreka að taka þessar tölur ekki of bókstaflega þar sem þær taka daglegum breytingum, bæði vegna veiða og þegar kvóti er færður milli skipa. HA Frystihúsinu á Grenivík: Lokað tímabundið vegna endurbóta Frystihúsinu á Grenivík hefur nú verið lokað tímabundið vegna endurbóta og mun það verða lokað fram yfir verslunar- mannahelgi. Útgerðarfélag Akureyringa hf. rekur sem kunnugt er frystihúsið og starfsfólki var boðin vinna hjá frystihúsi félagsins á Akureyri. Frekar fáir munu hins vegar hafa þegið það boð, mest sumarafleys- ingafólk, en aðrir munu ætla að taka sín sumarfrí. Þær úrbætur sem á að gera voru orðnar aðkallandi og eru gerðar að kröfu Fiskistofu og Brunamaálstofnunar. Lagfærðar verða skemmdir á gólfum, bún- ingsaðstaða starfsfólks verður endurbætt, auk endurbóta á bruna- vömum og verður húsinu skipt í brunahólf. Verkinu á að ljúka í þessum mánuði, að sögn Gunnars Larsen hjá ÚA. HA Áfram mok á loðnunni Loðnuveiði er áfram góð og í gær hafði samtals verið tilkynnt um tæplega 143 þús- und tonna afla til Samtaka fiskvinnslustöðva, þar af hefur tæplega 4 þúsund tonnum ver- ið landað úr erlendum skipum. Skipin hafa síðustu daga verið að veiða við landhelgismörkin, svo að segja beint í norður frá Hraunhafnartanga. Nú eru tæp 600 þúsund tonn eftir af upphafskvóta vertíðar- innar. Mestri loðnu hefur verið landað hjá SR-mjöli á Siglufirði, rúmlega 18 þúsund tonnum. SR- Mjöl á Seyðisfirði hefur tekið á móti 14.330. Hraðfrystihús Eskifjarðar 14.039, Vinnslustöð- in í Vestmannaeyjum 12.016, SR-Mjöl á Raufarhöfn 10.828 og Krossanes 10.454 tonnum. _____________________HA Skagaströnd: Byrjað á íþróttahúsi í haust Unnið er þessa dagana að hönnun íþróttahúss á Skaga- strönd, en væntanlega verður hafist handa um framkvæmdir á haustmánuðum. Húsið verð- ur alls um 1.214 fermetrar að flatarmáli og á þremur hæð- um. Að sögn Magnúsar B. Jóns- sonar, sveitarstjóra á Skaga- strönd, verður fþróttahúsið mjög svipað að lögum og stærð og íþróttahúsið á Þelamörk, skammt frá Akureyri, og annað svipað hús er í Vogum á Vatns- leysuströnd. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir er um 90 millj. kr og þar af eru áætlaðar til framkvæmda um 50 millj. kr. í ár. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir 40% kostnaðar við frani- kvæmdir - sem er í samræmi við tjölda skólabama á staðnum, en íþróttahúsið verður byggt skammt frá grunnskóla staðar- ins. Sem áður segir verður væntanlegt iþróttahús 1.214 metrar að flatarmáli og er fyrsta hæð þess 869 nr að stærð og þar er íþróttaleikvangur og búnings- aðstaða. Önnur hæð er 260 m: og sú þriða er 85 m:, en í upp- hæðum íþróttahússins verða kennslustofur og ýmiskonar að- staða, s.s. til félagsiðkunar. -sbs. Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð 1,5 af 5 1 6.428.450 2.4pSÍ < 167.940 3. 88 9.870 4. 3af 5 2.944 680 Samtals: 9.802.750 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig i símsvara 568-1511 eöa Grœnu númeri 800-6511 og í textavarpi á siðu 451. / sumar verða í boði fjölbreytt og skemmtileg námskeið í Myndlistaskólanum á Akureyri. myndsmiðja fyrir börn t umhverfi - vatnslitamálun skrift og leturgerð módelteiknun andlitsteiknun internet - heimasíður fýrir listamenn graflk - einþrykk hlutateiknun tölvugrafik (illustrator) http://akureyri.ismennLis/~hvh M ' Upplýsingar og innritun t síma:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.