Dagur - 16.07.1996, Síða 16

Dagur - 16.07.1996, Síða 16
Akureyri, þriðjudagur 16. júlí 1996 TnYzHk Wrfóúfbnfa [YFtzwanh w**w>**m mwmiitmmm wwn*i IniiBðu IV ...þú færð kríli með hverjum filmutilboðspakka! GPedtSmyndir’ Skipagata 16 - 600Akureyri - Sími 462 3520 VEÐRIÐ í dag spáir Veðurstofan áframhaldandi vestan- og suðvestlægum áttum. Þetta er ávísun á bjartviðri norð- austanlands og getur hitinn þar farið upp í 20 stig. Sama eða svipuðu veðri er spáð á miðvikudag og fimmtudag. Á föstudag og laugardag er spáð suðaustan strekkingi og áfram þurru veðri norð- anlands með góðum hita. Rimlagardínur (plast-ál-tré) Rúllugardínur (Sólarfilma-myrkva-venjulegar) Komdu og líttu ó úrvalið 0KAUPLAND Kaupangi ■ Slmi 4623565" Subway á Akureyri: Staður númer tólf þúsund og eitthvað! Bandaríska skyndibitakeðjan Subway opnar á Akureyri í lok mánaðarins. Að sögn Skúla G. Sigfússonar, forsvarsmanns og einkaleyfishafa Subways á fs- landi, hefur rekstur þeirra þriggja staða sem reknir eru á Reykjavíkursvæðinu gengið framar öllum vonum. „Við erum bjartsýn á að þetta muni ganga jafnvel á Akureyri. Ég þekki marga Akureyringa sem mæta á Subway þegar þeir koma til Reykjavíkur og ætla því að þeir verði ánægðir að fá ferskan og fitulítinn bita til bæjarins. Það eru líka ágætis skyndibitastaðir fyrir norðan, sem bendir til þess að fólk fari þó nokkuð út að borða.“ Subway hefur nýverið opnað stað númer 12.000 en keðjan opn- ar nýjan stað í heiminum á um fimm klukkutíma fresti. Til að átta sig betur á fjölda staðanna má geta þess að McDonalds hefur opnað hátt í 19.000 staði. Banda- ríkjamaðurinn Fred DeLuca, sem er ennþá aðaleigandinn, opnaði fyrsta Subway-staðinn árið 1967. Hann var þá aðeins 17 ára gamall og fékk 1000 dollara að láni frá fjölskylduvini. Subway er orða- leikur því í Bandaríkjunum er bit- inn kallaður ’sub’ sem er stytting á submarine. Engar styttingar eru gerðar á nafninu á íslensku og heitir bitinn því kafbátur. Staðurinn á Akureyri er stað- settur í Kaupvangsstræti 1, hann verður á tveimur hæðum með sæti fyrir um 30 manns. Rekstrarstjóri er Anna María Malmquist, en Skúli segir að um 15 manns muni vinna á staðnum, sumir í hluta- stöðum. mgh F-16 þotur í fyrsta skipti á Akureyri Orrustuþotur af gerðinni F-16 komu í fyrsta skipti til Akureyrar í gær þegar tvær F- 16 A vélar úr 334 flugsveitinni norsku flugu yfir bænum. Flugsveitin hefur aostöðu í Bodö í Noregi og hafa vélarnar verið í um vikutíma á Keflavíkurflugvelli vegna æfinga. Æfingar af því tagi eru reglubundnar hjá vélum frá danska og norska hernum. Akureyringar hafa eflaust orðið þess varir þegar vélarnar flugu yfir bæinn í gærmorgun enda mikill hávaði þegar þær fara um. Vélarnar flugu tvisvar yflr bænum en héldu síðan æfingaferð sinni áfram. JÓH/Mynd: Hörður Geirsson. Sem sjá má liefur orðið mikil breyting á Eyborginni enda hefur skipið iengst um 73%. Mynd: SH Hrísey: Eyborgin komin úr lengingu Aföstudag kom Eyborg EA-59 til hafnar í Hrísey eftir að hún var lengd um 19 metra í Noregi. Eyborgin var áður 26 metrar en er nú orðið 45 metrar að lengd. „Þetta er rosaleg breyt- ing og nú er þetta orðinn fullorðinn togari,“ sagði Eiríkur Sigurðsson, skipstjóri, í samtali við Dag. „Við vorum á 26 metra bát þegar við fórum til Noregs en nú er þetta orðinn 45 metra togari," sagði Eirtkur og hann segir breytingamar gefa Eyborginni stóraukna möguleika. Eyborgin, sem er nýmáluð, hélt síðan til Akureyrar fyrir helgina þar sem settur verður vinnslubúnaður á millidekkið, bæði fyrir bolfisk og rækju. SH Bílvelta í Öxnadal - margir sektaöir fyrir aö nota ekki öryggisbelti Þrennt var flutt á slysadeild Fjórungssjúkrahússins á Ak- ureyri sl. laugardag eftir bflveltu á móts við Hóla í Óxnadal. Fólk- ið slapp með minniháttar meiðsl en talið er að bfllinn hafl oltið 2- 3 veltur og er álitinn ónýtur. Að sögn lögreglu á Akureyri var frekar rólegt um helgina hjá lögreglunni í tenglsum við skemmtanahald bæjarbúa en tals- vert að gera á vettvangi umferðar- innar. Þannig voru 8 manns kærð- ir fyrir of hraðan akstur um helg- ina, 1 fyrir að aka mót rauðu Ijósi, 4 fyrir að virða ekki stöðvunar- skyldu, 1 fyrir að aka réttindalaus, 2 fyrir ölvun við akstur, 1 fyrir að aka bifreið án skráningarmerkja og hvorki meira né minna en 21 fyrir að nota ekki bflbelti. Hefur lögregla verið að skoða þann þátt sérstaklega að undanförnu og er sektum beitt ef belti eru ekki not- uð. Þessu til viðbótar má geta þess að bflar skemmdust mikið í árekstri á Dalvík um helgina en fólk slapp án meiðsla. HA Hrísey: Aukinn feröa- mannastraumur Ferðamannastraumurinn til Hríseyjar hefur aukist í sum- ar og skipulagðar komur er- lendra gesta eru fleiri nú en ver- ið hefur. Nú koma reglulega tveir stórir hópar í viku og kynna sér náttúrufegurðina og lífið hjá eyjaskeggjum. Rólegt hefur verið í atvinnulífinu í Hrísey undanfarnar vikur, þar sem frystihúsið hefur verið lok- að en vinnsla fór í fullan gang á ný í gær. Akureyringurinn Gunnar Jóns- son, tók við starfi sveitastjóra í Hrísey í maí sl. og hefur verið að koma sér fyrir í nýju starfi. „Mér líkar mjög vel- héma og það hefur verið afskaplega vel tekið á móti mér og minni fjölskyldu hér í eyj- unni,“ sagði Gunnar í samtali við Dag, en hann var áður skrifstofu- stjóri hjá Endurskoðun Akureyri um langt skeið og sagðist kunna því vel að breyta um starfsvett- vang. Hann sagði allt í rólegri kantinum í Hrísey þessa dagana þar sem frystihúsið hefur verið lokað í þrjár vikur en þar hófst vinnsla á ný í gær. Þá ætti at- vinnulífið í eynni að lifna við aft- ur enda er frystihús KEA stærsti vinnuveitandinn á staðnum. Engar stórar nýframkvæmdir verða á vegum hreppsins í sumar en nú er verið að ljúka við hafnarfram- kvæmdir frá því í fyrra og væntanlega verður hafist handa við brimgarðinn á næsta ári eins og fyrirhugað var. SH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.