Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. júií 1996 - DAGUR - 15 að bragur hans bæri merki mikill- ar áreynslu. Og bestu sögur hans eru annað og meira en skemmti- lestur. Þótt húmorinn sé formerki þeirra margra liggur víða fiskur undir steini eins og löngum hefur þótt fara vel í góðri smásögu. Ein- mitt kímninnar vegna er hæðni- blandin ádeila þeirra miklu fremur ísmeygileg en köld og miskunnar- laus og vopn höfundarins vel til þess fallin að leiða í ljós brestina og veiku blettina í fari manns og samfélags sem urðu honum einatt að yrkisefni. I hugskoti og hjarta lesandans skilja sögur Einars eftir undrun yfir broslegum atvikum lífsins og duttlungum tilverunnar eða samkennd með þeim sem eiga undir högg að sækja, stundum hvort tveggja í senn. Og séu smá- sögur „stuttar og samþjappaðar svipmyndir úr lífinu", sem ekki er vitlausari skilgreining en hver önnur, þá veit ég skemmtilegt dæmi þess hve góður myndasmið- ur Einar Kristjánsson var. „Blóm afþökkuð" heitir ein af bókum hans og var smábók Menningarsjóðs 1965. Ur henni las ég í útvarp söguna „Kona af Snæfjallaströnd“ stuttu eftir að bókin kom út. Sama kvöld hringdi til mín hlustandi sem stóð á því fastar en fótunum að hann þekkti konuna sem þar segir frá með nafni og vildi fá það staðfest að sagan væri um hana. Eg taldi það af ýmsum ástæðum ólíklegt og fékk það seinna staðfest hjá höf- undinum. En ekkert dugðu and- mæli mín, þótt ég segðist þekkja hann vel persónulega, og sá sem hringdi var vissari í sinni sök en nokkru sinni fyrr þegar við slitum samtalinu. Þetta kitlaði Einar sem fannst hann óneitanlega hafa feng- ið þama sönnun fyrir því að sér hefði tekist að draga upp óvenju raunsanna mannlífsmynd og heppnast hin listræna blekking til fullrar hlítar. En þótt sögur hans sem nokkrar eiga með ágætum heima í úrvali íslenskra smásagna séu mörgum kunnar var Einar ekki síður þekkt- ur og vinsæll fyrir landfleygar stökur sínar, léttar, hnyttnar og vel kveðnar, einatt ortar af tilefnum sem gáfu honum færi á að láta njóta sín þann óborganlega spaug- ara sem í honum bjó, en aðrar sprottnar úr tilfinningalífinu án þess að þurfa skýringa við. I þeim var oft alvarlegri tónn og þar gat skáldskapur Einars í fjórum línum notið sín óháður stund og stað. Um sumar stökur hans þykir mér vænst af öllum sem hann festi á blað, enda hafa þær yljað mörgum um hjartarætur og verið eftirsóttar af vísnavinum og vísnasöfnurum. Einn þeirra var Sigurður frá Haukagili, en þeir Einar höfðu ungir kynnst í Reykholti og ræktu löngum vináttu og vísnakynni. Slíkt heldur eldinum lifandi, og ekki glæddi það logann minnst að á Akureyri var Einar í áratugi samferða öðrum skáldum sem áttu ýmislegt saman að sælda. Nánastir honum úr þeirra hópi vegna ým- issa aðstæðna og eðlisskyldleika voru Rósberg G. Snædal, Heið- rekur Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk - hnytmir menn og afburða vel hagmæltir sem skipt- ust oft á misjafnlega föstum skot- um eða lögðu í púkk, enda spaug- arar miklir og uppáfinningasamir þegar sá var gállinn á þeim, og æði margar eru þær vísur sem voru sameign þeirra eða Pétur og Páll kenna þeim til skiptis. Ég var anda þessa samfélags býsna vel kunnugur þegar ég var að tánast upp á Akureyri á sjötta áratugnum og aðeins fram á þann sjöunda og á það að þakka vináttu minni við Óttar, næstelsta son Einars og Guðrúnar, sem haldist hefur í röska fjóra áratugi og rofn- ar varla úr þessu. Við kynntumst fyrst að marki í landsprófsdeild gagnfræðaskólans og fylgdumst síðan að til stúdentsprófs í M.A. og reyndar suður að því loknu. Fyrir bragðið urðu ég og fleiri skólabræður og vinir Óttars eins og gráir kettir á heimili hans á neðstu hæð Bamaskólans á Akur- eyri þar sem Einar var þá hús- vörður og hann og Guðrún tóku öllum sem að garði bar opnum örmum, héldu þá vel í mat og drykk og voru heldur ekki spör á andlegar veitingar og vingjamlegt viðmót hvemig sem á stóð. A unglingsárum höfðum við sem þessa nutum ekki áhyggjur af því hvem tíma, fé og fyrirhöfn þetta kostaði húsráðendur, en eftir á að hyggja hlýtur að hafa munað um minna og ekki seinna vænna að þakka allt atlætið og örlætið í Bamaskólanum. Þaðan var ekki langt í hina skólana og auðvelt að skjótast þangað í löngu frímínút- um, yfir Bamaskólatúnið upp á næsta skólastig, en upp Skólastíg og suður Laugagötu, Möðruvalla- stræti eða Eyrarlandsveg í menntaskólann. I eldhúsinu hjá Guðrúnu var alltaf heitt á könn- unni, enda þáði þar margur bita og sopa dögum oftar - í frímínútum og utan þeirra - þ.á.m. sumir kennarar Bamaskólans sjálfs. Húsvörðurinn var þá oft á næstu grösurn og lét ekki hjá líða að glettast við gestina, stundum af engu minni galsa en unglingunum var eiginlegur. Þótt hann væri hvorki mikill að vallarsýn né and- litsdrættir hans minntu á gleði- grímu í fljótu bragði fór áreiðan- lega flestum svo við nánari kynni að á þeim lyftist brúnin við að mæta honum líkt og gerist um gamanleikara sem þurfa ekki ann- að en að birtast á sviðinu til að koma öllum í gott skap. Og þegar heimiliskettirnir kvöddu með nýj- ustu stökuna eða brandarann í nesti heyrðu þeir smitandi hlátur húsfreyjunnar langt út á stétt. Oft minnti heimilið í Bama- skólanum mest á einhvers konar umferðarmiðstöð þangað sem einn kom og annar fór. Þangað komu skyldmenni, vinir og sveitungar húsráðenda og aðrir gestir að sunnan og austan og vinir og skólasystkin barnanna sem vom á öllum aldri, Aggi tveimur árum eldri en Óttar og líka vinur okkar og vinnufélagi á summm, Bekka og Hildigunnur stútungsstelpur og Einar enn í smekkbuxum. Og full- trúi elstu kynslóðarinnar var svo Kristján, faðir Einars, með útvarp- ið sitt og koffortið í kompunni inn af herbergi eldri bræðranna. Margt sem gerðist á þessu góða heimili meðan ég þekkti þar best til á ekki erindi til annarra og get- ur ekki skemmt öðmm en þeim sem þá vom þar tíðastir gestir, enda ástæðulaust að rjúfa friðhelgi einkalífsins og svipta hulunni af öllum launhelgum æskunnar. En svo að nefnt sé aðeins eitt dæmi gleymist sjálfsagt viðstöddum seint kátínan á tvítugsafmæli Ótt- ars þegar hálft kvöldið fór í að rífa utan af afmælisgjöfinni sem faðir hans og e.t.v. fleiri höfðu pakkað inn í hvem kassann og bréfið á fætur öðru og bundið þrælslega utan um með ótal rembihnútum. Ysti kassinn gat vel verið utan af kæliskáp eða þvottavél, en þegar afmælisbamið var að niðurlotum komið hmndu loks úr þeim innsta nýútkomnar ritgerðir Þórbergs Þórðarsonar í tveimur bindum. Þannig var unnt að verða sér úti um ódýra skemmtun með dálitlum húmor og hugmyndaflugi sem í Sigvaldi Gunnlaugsson Ul Fæddur 9. nóvember 1909 - Dáinn 6. júlí 1996 Sigvaldi Gunnlaugsson var fæddur 9. nóvember 1909 í Hofsárkoti í Svarfaðardal og iést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júlí 1996. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Sigurðs- son, f. 24. maí 1878, d. 17. des- ember 1921, og Anna Stefáns- dóttir, f. 6. desember 1874, d. 23. nóvember 1957. Systkini Sigvalda voru Stefán, f. 1902, Egill, f. 1904, Tryggvi, f. 1906, Sigurður, f. 1912 og Anna Sig- ríður, f. 1920. Bræðurnir eru allir látnir en Anna Sigríður er búsett í Kópavogi. Sigvaldi kvæntist eftirlifandi konu sinni Margréti Kristínu Jóhannes- dóttur frá Sandá í Svarfaðardal 12. ágúst 1934. Þau eignuðust átta börn. 1) Gunnlaugur, f. 29. janúar 1935, maki Sigríður Jónsdóttir og eiga þau fjögur börn; 2) Jó- hannes, f. 26. ágúst 1936, maki Kristín Tómasdóttir og eiga þau þrjú börn; 3) Árdís Fanney, f. 1. janúar 1939, maki Jón Ármann Árnason (skildu) og eiga þau fjögur börn; 4) Anna Kristín, f. 26. janúar 1941, 5) Steinunn Helga, f. 25. febrúar 1944, maki Ófeigur Hólmar Jóhannesson og eiga þau þrjú börn; 6) Rósa, f. 11. janúar 1947 og á hún einn son; 7) Adda Hólmfríður, f. 28. september 1950 og 8) Elín Sig- ríður, f. 28. september 1950, maki Thorbjörn Byrnes og eiga þau tvö börn. Útför Sigvalda Gunnlaugssonar fór fram síðastliðinn laugardag og var jarðsett á Dalvík. Með nokkrum orðum viljum við kveðja Sigvalda Gunnlaugs- son, afa okkar. Frá því við munum eftir okkur og fram á fullorðinsár vorum við alltaf velkomin til hans og ömmu í sveitinni. Syngjandi hlátur afa og glaðlyndi hans urðu það besta veganesti sem hann gat gefið okk- ur og munum við ætíð minnast hans með þakklæti fyrir það. Það sem kannski situr mest eft- ir frá þessum heimsóknum er þó áhugi hans á hugðarefnum okkar og hæfileiki til þess að ræða þau mál sem á okkur brunnu hverju sinni. Ræddum við um heima og geima og umræðumar bárust þá oftar en ekki inn á heimspekileg svið þar sem rúm var fyrir ýmsar skoðanir og kenningar. Ekki vor- um við alltaf sammála en þó end- uðu viðræðumar alltaf á góðum nótum og iðulega fylgdi þessi dill- andi hlátur. Afi hafði mikið yndi af því að taka myndir jafnt af fólki sem feg- urð landsins. Þessi brennandi áhugi hans á því að mynda og njóta þess sem fagurt er, varð okk- ur hvatning til þess að hafa augun opin fyrir sérkennum mannlífsins og náttúrunnar. Fallegi dalurinn hans varð honum ætíð innblástur og mun um ókomna tíð minna okkur á hann og fegurð lífsins. Deyrfé, deyjafrœndur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálura). Árni, Margrét Kristín, Sig- valdi Oskar og Anna Sigrún. Kynni okkar Sigvalda hófust er ég réði mig sem kaupamann að Hofs- árkoti um eins árs skeið fyrir tæp- um 20 ámm síðan. Þá var Sigvaldi reyndar hættur sjálfstæðum bú- skap og fluttur að Skeggstöðum, sem liggja að Hofsárkoti, en Gunnlaugur sonur hans tekinn við búskap. Sigvaldi tók þó þátt í bú- störfum með okkur þótt kominn væri hátt að sjötugu og gekk til allra verka bæði kvölds og morgna. Þessi stuttu kynni nægðu til þess að tengja okkur vináttu- böndum sem haldist hafa síðan þótt ekki hafi gefist mörg tækifæri til þess að halda þeim við hin síð- ari ár. Ekki tel ég mig færan til þess að lýsa lífshlaupi hans en þó veit ég það að hann hafði búið alla sína ævi á ættarbýlinu Hofsárkoti í Svarfaðardal, þar sem faðir hans hafði einnig búið og forfeður og formæður. Aldrei hygg ég að hafi hvarflað að honum að nokkur ann- ar staður á jarðríki væri betri og ekki veit ég til þess að hann hafi farið af bæ nema brýna nauðsyn bæri til. Enda eru fáir staðir eins vel til þess fallnir að tengjast átt- hagaböndum og Svarfaðardalur. Há og tignarleg fjöll skarta á alla vegu, Stóllinn gnæfir fyrir miðju dalsins og beggja vegna rísa há- reistar og brattar hlíðar, með Rimar trónandi efst að austan- verðu. Eftir fjarðarbotni rennur lygn áin en bæir standa í þéttum röðum beggja vegna. í ímynd minni er þetta hinn íslenski dalur þjóðsagnanna. Sigvaldi var ekki hár í lofti en bætti það upp á sviðum sem ekki verða mæld með mælistiku. Hann stendur mér fyrir hugskotssjónum sem fulltrúi þeirra eðliskosta sem prýtt hafa hinn íslenska bónda öld fram af öld, þrautseigju, þolgæði og óendanlegu langlundargeði. Ég sé hann fyrir mér berandi byrðar á baki, tína grjót úr túni og slétta fyrir orf og ljá, vinnandi frá morgni til kvölds. Og ekki veitti af því, bamahópurinn sem sjá þurfti fyrir var stór. En hann var reyndar sá sjóður sem skilaði sér margfalt til baka þegar bömin uxu úr grasi. Hann var kvikur á fæti, glað- lyndur og skrafhreifinn og hann gat alltaf séð hina spaugilegu hlið hlutanna þótt um grafalvarleg málefni væri að ræða. Hann var ákafamaður í rökræðum og urðu margar rökræðumar við morgun- verðarborðið þegar búið var að sinna fjósverkum. Hann hafði mikla unun að ræða um landsins gagn og nauðsynjar og reyndar allt milli himins og jarðar og hafði yfirleitt mjög ákveðnar skoðanir á bland við margt annað gerir æsku- árin engu öðru æviskeiði lík. Yfir og allt um kring svífur svo í minningunni söngur ungra og aldinna og tónar gítars og harm- óniku sem þeir Bamaskólafeðgar gátu allir þanið af list og tilfinn- ingu, enda Einar vel kunnur fyrir harmóníkuleik sinn í útvarp og á mannamótum. Auðvelt er líka kunnugum að sjá fyrir sér bakvið árin Grétar við píanóið, Gísla með munnhörpuna og Agga með tón- kvíslina á lofti meðan fjórði mað- ur reynir við háa c-ið í „Söng ferjumannanna á Volgu“. Seinna tók litli drengurinn á heimlinu gít- arinn enn fastari tökum en elsti bróðirinn og systur þeirra, en öll erfðu börn Einars og Guðrúnar margar bestu gáfur og eigindir foreldra sinna, þ.á.m. léttlyndið og listhneigðina í tónlist og skáld- skap. Otter er t.d. einhver snjall- asti vísnasmiður sem nú bregður fyrir sig ferskeyttum brag, þótt fá- ir njóti þess sem skyldi vegna meðfæddrar hlédrægni hans. Þeir eru áreiðanlega margir sem hugsa nú með þökk og hlýju þeli til Guðrúnar Kristjánsdóttur í minningu Einars bónda hennar og senda henni, bömum þeirra og öðmm ástvinum samúðarkveðjur um mislangan veg. Sjóði góðra minninga eyða mölurinn og ryðið seint. Þó að vafalaust séu til mörg dramatískari verk en „Bjargið" eftir Sigurð Heiðdal sem Fjalla- bæjafólk lék í stofunni í Dal á út- mánuðum 1937 varð það fleirum gæfuvegur en Gunnu í Holti og Einari frá Hermundarfelli, sem þó fóru með hlutverk elskendanna, að þau skyldu setja upp hringana í al- vöm áður en tjaldið féll og taka þá ekki ofan eftir það. Hjörtur Pálsson. hlutunum. Og hann gat æst sig talsvert ef honum var misboðið eða einhverjir þeir atburðir voru í fréttum sem ekki samrýmdust hans siðferðiskennd. Ég minnist sérstaklega eins sem honum fannst forkastanlegt, og þreyttist aldrei á að.tjá sig um, en það vom akstursíþróttir. Honum fannst óskiljanlegt hvemig menn gætu gert sér að leik að hætta lífi og limum á þennan hátt og þar að auki valda fólki og fénaði óþæg- indum með slíku háttalagi. Hann var eins og uppruni hans stóð til sannur framsóknarmaður en þó var ekki þar með sagt að hann gæti ekki hlustað á rök annarra. Þegar staðið var upp frá borðum eftir harðar rökræður, urðu þó aldrei neinir eftirmálar þótt skoð- anir hefðu verið skiptar. Það var aldrei leiðinlegt að vinna með Sigvalda, hvort sem það vom fjósverkin, heyskapur eða kartöfluupptaka. Þótt handtök væm oft viðvaningsleg og afköst lítil var viðkomandi leiðbeint um rétt handbrögð góðlátlega og gamanyrði látið fylgja með. Enda var viðbmgðið hvað bömum og unglingum gekk vinnan vel í um- sjá hans. Hann var líka einstak- lega hlýlegur og nærgætin við þá sem þurftu á uppörvun að halda. Þótt samverustundimar yrðu fáar seinni árin vegna fjarlægðar og anna, var alltaf jafn endumær- andi að koma í Svarfaðardalinn og ekki sakaði þá að spjalla við Sig- valda í leiðinni. Seinustu árin vom þau hjónin þó flutt til Dalvíkur og urðu því stundimar færri. Fyrir um ári síðan hitti ég hann á götu á Akureyri og fannst mér hann þá enn jafn léttur á sér og áður og grunaði mig þá ekki að innan árs yrði hann allur. Ég votta Margréti, bömum hans og ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Egill Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.