Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júlí 1996 LEIÐARI------------------- Óæskileg þróun ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIR KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 „Með fáum undantekningum hefur hallað mjög á landsbyggðina. Fjölgun á höfuðborgar- svæðinu heldur áfram. Á síðustu 15 árum er tæpur helmingur íbúafjögunarinnar þar vegna aðflutnings af landsbyggðinni. Einn af hverjum 10 íbúum svæðisins er aðfluttur á þessu tímabili. Þessi þróun er ekki æskileg til langframa," segir í ársskýrslu Byggðastofnun- ar þar sem fjallað er um búsetubreytingar á ís- landi á síðustu 10 árum. Tölurnar eru sláandi en þurfa ekki að koma þeim á óvart sem horft hafa í kringum sig á síðustu árum. Við því er ekki að búast að fólk sitji á sama stóli, sama á hverju gengur í kringum það því atvinnan ræð- ur mestu um búsetu fólks. En þegar dæmi eru um 20% fækkun fólk á svæði á ekki lengra tímabili þá má tala um búsetubyltingar en ekki breytingar. Tölurnar eru ógvekjandi en þær segja líka mikla sögu. Þær segja til dæmis þá sögu að langvarandi samdráttarskeið í sauðfjárræktinni hefur skilið sum svæði landsins eftir í djúpum sárum. Gallinn er sá að þetta eru svæði sem vel eru til þessarar búgreinar fallin og enn og aftur skýst upp í hugann sú spurning hvort þau komist aftur í sömu byggð, jafnvel þótt rofi til í umhverfi sauðfjárræktarinnar. Alvar- legasta hlið talna um flutninga fólks milli svæða er þó að þeim hefur fylgt mikið eigna- tap fólks. Það er ekki hægt að standa upp einn daginn og kveða þann stóradóm yfir einu byggðarlagi að það eigi ekki framtíð því þá er um leið verið að gera eignir fólks verðlausar. Hver og einn getur séð sjálfan sig í þeirri stöðu að horfa upp á eignirnar verðlausar án þess að fá rönd við reist. Þess vegna er mikill sannleik- ur fólginn í þeim orðum í skýrslu Byggðastofn- unar að svona þróun getur ekki staðið til lang- frama. Þó við íslendingar teljum okkur vera auðuga þjóð þá getur hún aldrei talist auðug nema að byggð haldist út um landið en ekki á litlum og afmörkuðum svæðum. Frá stórstúkuþingi. Stórstúka íslands 110 ára í ár Sumartónleikar á Norðurlandi: Margrét og Kristinn með tónleika Margrét Bóasdóttir, sópran, og Kristinn H. Árnason, gítar, halda tónleika í tónleikaröðinni Sumar- tónleikar á Norðurlandi nk. föstu- dagskvöld, 19. júlí, kl. 21, í Snart- arstaðakirkju í Norður-Þingeyjar- sýslu og kvöldið eftir, laugardags- kvöldið 20. júlí, í Reykjahlíðar- kirkju í Mývatnssveit kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Augustin Barrios, Dom- enico Scarlatti, Francisco Tarrega, J.S. Bach, Isaac Albeniz og ís- lensk þjóðlög. Margrét. Kristinn. við guðfræðideild Háskóla Islands og hjá Söngmálastjóra þjóðkirkj- unnar. Kristinn H. Ámason fæddist ár- ið 1963. Hann lauk brottfararprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar árið 1983. Kristinn sótti tíma hjá Gordon Crosskey í Eng- landi 1983-1984. Næstu þrjú ár stundaði hann nám í Manhattan School of Music. Kristinn hefur haldið fjölda einleikstónleika bæði hérlendis og erlendis, t.d. í Bandaríkjunum, Italíu og Wigmore Hall í London. Kristinn tók þátt í Gítarhátíðinni á Akureyri 1991 og 1995. Stórstúkuþing og Unglingareglu- þing voru haldin í Reykjavík fyrir skömmu og í tengslum við fund- ina haldinn fundur um átak gegn vímuefnum. Á stórstúkuþinginu voru nokkr- ir talsmenn bindindisviðhorfa heiðraðir, þ.e. þau Ármann Gunn- laugsson, Ásta Sigurðardóttir, Jan- us Guðlaugsson, Jón Hj. Jónsson, Njörður P. Njarðvík, Kritján Pét- ursson, Ómar Smári Ármannsson, Óttar Guðmundsson og Ragnar Jónsson. Einnig voru gerðir að heiðurs- félögum innan Stórstúkunnar þau: Ámi Norðfjörð, Ámi Valur Vigg- ósson, Björn Eiríksson, Eiríkur Jónsson, Ema Haraldsdóttir, Guð- rún Geirdal, Sigurgeir Sigurpáls- son, Sigurlaug Jónsdóttir, Skúli Skúlason og Valdór Bóasson. Á unglingaregluþinginu var kosin ný stjóm til tveggja ára og skipa hana þær Lilja Haraldsdótt- ir, formaður og stórgæslumaður, Jóna Karlsdóttir, ritari, Bryndís Þórarinsdóttir og Sólveig Granz, meðstjómendur. Margréti Bóasdóttur ætti að vera óþarfi að kynna fyrir Norð- lendingum, enda er hún fædd og uppalin í Mývatnssveit og hefur búið lengi hér nyrðra, þótt nú sé hún búsett í Skálholti í Biskups- tungum. Margrét hefur haldið fjölda ljóðatónleika bæði hér heima og erlendis og sungið ein- söngshlutverk í mörgum helstu kirkjulegum verkum tónbók- menntanna. Hún var söngkennari við Tónlistarskólann á Akureyri 1987-1992 og einnig yfirkennari skólans 1990-1991. Hún kennir nú Sumartónleikar á Nordurlandi: Karel Paukert spilar í Akureyrarkirkju Karel Paukert, orgelleikari frá Tékklandi, sem er búsettur í Bandaríkjunum, spilar á tónleikum í Akureyrarkirkju 21. júlí kl. 17. Tónleikarnir eru liður í tónleika- Ný barnavöruverslun opnuð á Akureyri Hjalti og Aníta í Barnahúsinu. Mynd: BG Fyrir rúmri viku var opnuð ný barnavöruverslun á Akureyri, á 2. hæð í Amarohúsinu. Verslunin heitir Barnahúsið og eigendur hennar eru Hjalti Gestsson og Aníta Júlíusdóttir. Hjalti segir ætlun þeirra vera að bæta við úrval barnavöru í bænum, og er stefnan að bjóða eingöngu gæðavörur á samkeppnisfæru verði við Norðurlöndin. Munu þau Aníta selja allar vörur tengdar börnum nema fatnað, stórar sem smáar. Hjalti og Aníta flytja sjálf inn vörumar, og eru þau meðal annars með bílstóla frá Storchenmiihle, rúm frá Baby Italia, vagna og kerruvagna frá Knokin, sem er austurrískt rnerki, og Peg Perego og Brestil sem eru ítölsk merki, en einnig er mikið úrval annarra vara frá Peg Perego á boðstólum. Að sögn Hjalta er Peg Perego einn stærsti framleiðandi barnavöru í heiminum, og mjög þekkt erlendis, þó það sé lítt þekkt á íslandi. Aust- urríska fyrirtækið Knokin hefur framleitt kerrur og vagna í 65 ár, og hefur það alltaf lagt sérstaka áherslu á vönduð efni. „Við erum staðráðin í að vera með alvöruverslun, og ætlum að sérhæfa okkur á þessu sviði, en ekki bjóða upp á fatnað. Við mun- um því frekar auka úrvalið af þess- ari sérvöru, en við erum þegar með um 160 vörunúmer, og teljum okk- ur vera með úrval eins og best ger- ist á landinu," sagði Hjalti. Verslunin er opin alla virka daga, og frá 10-12 á laugardögum. shv röðinni Sumar- tónleikar á Norð- urlandi. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir Bem- ardo Pasquini, J.S. Bach, Vinc- enzo Bellini, Louis Vieme, Karel Paukert- Franz Lizt, César Franck, Jehan, Alain, Petr Eben og Charles Ives. Karel Paukert er fæddur í Tékkóslóvakíu. Hann stundaði nám við Prague Conservatory og Royal Conservatory í Ghent í Belgíu. Karel Paukert starfaði um tíma sem óbóleikari hjá Sinfóníuhljómsveit íslands og síðan sem organisti við St. Bavon Cathedral í Ghent. Hann fluttist til Bandaríkjanna og fékk amerískan ríkisborgararétt árið 1972. Þar kenndi hann fyrst við Washington University í St. Louis, Northwestern University í Evan- ston og The Cleveland Institute of Music. Karel Paukert starfar nú við Cleveland Museum of Art og skipuleggur tónlistardagskrá safns- ins, auk þess sem hann leikur fjölda tónleika árlega. Hann er einnig org- anisti og kórstjóri við St. Pauls Ep- iscopal kirkjuna í Cleveland. I íslandsheimsókn sinni nú mun hann einnig halda tónleika í Hall- grímskirkju í Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.