Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 16.07.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 16. júlí 1996 TÓNLIST Branahanajazz Fimmtudaginn 11. júlí var haldið hið vikulega jazzkvöld Lista- sumars 96 og Cafe Karolínu í Deiglunni í Grófargili á Akureyri. Fram kom nýstofnuð jazzsveit, kvartettinn Brunahanar, og mun þetta vera fyrsta sinnið sem kvart- ettinn kom fram opinberlega. Jazzkvartettinn Brunarhanar er skipaður Jóeli Pálssyni, sem leikur á saxafóna, Kjartani Valdemars- syni, píanóleikara, Einari Val Scheving, sem leikur á trommur, og Þórði Högnasyni, kontrabassa- leikara. Félagamir í jazzkvartett- inum Brunahanar hafa greinilega leikið mikið saman, þó ekki hafi það verið opinberlega. Glögglega mátti heyra á samleik þeirra, að lögin, sem þeir fluttu, voru prýði- lega samhæfð. Innkomur, styrk- breytingar, taktskipti og annað af sama toga var vel unnið og ná- kvæmt í útfærslunni, þó að hlut- fall á milli hljóðfæra hefði mátt vera betra á stundum. Einkum voru það píanóið og bassinn sem liðu í þessu efni. Jóel Pálsson tók flestan innleik f lögum þeim, sem flutt voru á tónieikunum í Deiglunni. Hann fór víða á kostum. Bæði var leikur hans langoftast tæknilega vel unn- inn og einnig voru sóló hans iðu- lega fallega uppbyggð, ekki hvað síst í rólegri lögum á efnisskránni I þeim sýndi Jóel gjörla, að í hon- um er rómantísk æð, sem hann nýtir í ljúfum stefjabútum, sem hann vinnur lipurlega úr. Jóel er höfundur nokkurra laga á efnis- skránni, sem var að mestu leyti frumsamin. Píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson sýndi víða góð tök á hljóðfærið. Hann lék sér skemmtilega að stílhrifum og gerði tíðum fallega í sólóum, sem voru tæknilega vel unnin og iðu- lega byggð úr melódískum bútum, sem Kjartan spann lipurlega sam- an. Fimi Kjartans var tfðum glæsi- leg. Þó fór hann hvergi út í innan- tóma fingraleikfimi, heldur var leikur hans byggður upp í andrám, sem gengu vel upp. Kjartan er höfundur meiri hluta þess efnis, sem jazzkvartettinn Brunahanar flutti á tónleikunum í Deiglunni. Einar Valur Scheving er trommuleikari, sem vert er að gefa gaum. Hann hefur mikið og áhugavert vald á hljóðfærum sín- um. Taktslag hans er öruggt og fjölbreytt og fylgir vel þvf, sem fram fer í öðrum hljóðfærum. Þó var það einna helst í slagverkinu, sem styrkur varð of mikill á Húseignir á miðbæjarsvæðinu Húseignirnar Strandgata 7 og Strandgata 9 og eignarlóðin Strandgata 9, sem eru í eigu Kaupfélags Eyfirðinga og Verkalýðsfélagsins Einingar eru til sölu. Upplýsingar gefur Sigurður Jóhannesson, aðalfulltrúi, sími 463 0300. Tilboð óskast send eigendum fyrir 31. júlí nk. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélag Eyfirðinga Verkalýðsfélagið Eining. AH'innn . . AlVÍnna HEILSUGÆSLUSTÖÐIN, DALVÍK Staða hjúkrunarforstjóra Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöðina á Dalvík er laus frá og með 1. október 1996. Um er að ræða 100% stöðu. Allar nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í vinnu- síma 466 1500 eða heimasíma 466 1037. Umsóknum skal skilað fyrir 1. ágúst 1996 til Heilsu- gæslustöðvarinnar á Dalvík. Hjúkrunarforstjóri. Skrifstofustarf Iðnfyrirtæki á Akureyri óskar eftir starfskrafti til al- mennra skrifstofustarfa. Krafist er góðrar tölvukunnáttu ásamt þekkingu á bók- haldi og lipurðar í mannlegum samskiptum. Um er að ræða ca. 70% starf. Skriflegum umsóknum skal skilað á afgreiðslu Dags, Strandgötu 31, Akureyri, merkt „Atvinna nr. 101“. stundum. Þetta kom ekki að sök í samleik við saxafóna; ásækinn tónn þeirra skilaði sér vel yflr þróttugan trommuslátt Einars Vals. Hins vegar hefði hann iðu- lega mátt draga nokkuð úr í sam- leik við píanó og kontrabassa. Gjarnan var allt í góðu hófi fram- an af, en er hiti færðist í vildi slag- verkið verða yfirgnæfandi. Bassaleikarinn Þórður Högna- son náði vel að halda uppi öruggri bassalínu. Hann átti nokkra sóló- búta en fá löng sóló. Þau sem hann tók voru skemmtilega per- sónuleg og skemmtileg og áhrifa- rík var notkun hans á bassanum í nokkurs konar taktrænum organ- punkti. Bassinn var heldur lágvær á stundum, þegar af styrk var leik- ið f öðrum hljóðfærum. Mikill hluti efnisins á tónleik- um Brunahananna var nokkuð kaldur jazz. Þeir skiluðu honum vel og hafa greinilega iðkað form- ið af atorku og náð áhugaverðum tökum á því. Þeir slógu einnig á aðra strengi í fallegum söngvinn- um laglínum, sem þeir spunnu út frá og náðu iðulega afar lifandi sveiflu. Svo var til dæmis í öðru laginu af tveim á efnisskránni, sem ekki var frumsamið, en það var Ef ég væri ríkur, sem var skemmtilega unnið og vel jazz- ískt. Það er ljóst, að í Brunahönun- um er til orðinn flokkur, sem vert er að fylgjast með. Haldist sam- vinna þeirra er vafalítið að þeir eiga eftir að auðga íslenskt jazzlíf með flutningi sínum. Fleytt ofan af ferlí Kristjáns Péturs Laugardaginn 13. júlí efndi Krist- ján Pétur Sigurðsson, söngvari, lagahöfundur og textahöfundur til tónleika í Deiglunni í Grófargili á Akureyri. Á tónleikunum naut Kristján Pétur fulltingis Haraldar Davíðssonar, sem lék á gítar, og Matta, sem lék á fiðlu í tveim lög- um á efnisskránni. Haraldur og Kristján Pétur mynda saman Hið Aðallega Skrokkaband, sem hyggst gefa út plötu innan tíðar. Kristján Pétur hóf tónleikana á því að flytja án undirleiks lagið Það er ekki svona, sem er nokkurs konar heimsádeila. Síðan lék hann sjálfur undir söng sinn í tveimur lögum: Rokk er betra en fúl tæm djobb og So that you will Hear Me. Hið síðara er við texta eftir Pablo Neruda, en hið fyrra samdi Kristján Pétur á Kaupmannahafn- arárum sínum. Það er fjörlegt og áheyrilegt - og rokklag, svo sem nafnið bendir til. í þessum lögum leið flutningur nokkuð fyrir það, að söngvarinn var sjálfur með gít- arinn í höndum og gat því ekki beitt sér svo að hljóðnemanotkun sinni sem skyldi. í því sem við tók lét Kristján gítarleik vera og var hann í hönd- um Haraldar Davíðssonar, sem beitti gítarnum af öryggi auk þess, sem hann söng meðrödd í nokkr- um lögum. Gítarleikur Haraldar var mest fólginn í hljómaslætti og hélt hann þannig uppi góðum takti. Það, sem á skyggði nokkuð á stundum var það, að gítarsláttur- inn var helst til harður og óvæg- inn, en tíðast var undirleikshlut- verkið svo af hendi leyst, að vel fór við flutning söngvarans. Flest laganna og textanna á efnisskrá tónleikanna í Deiglunni eru eftir Kristján Pétur, en nokkur laganna eftir Harald Davíðsson. Textar eftir aðra höfunda auk Pa- blo Neruda voru í tvílyftu timbur- húsi, sem er eftir Stein Steinar, og Til skýsins eftir Jón Thoroddsen. Lögin við þessa texta eru eftir Harald Davíðsson. Þau eru bæði áheyrileg og þó sérlega það, sem er við ljóð Steins Steinars. Eitt lag var flutt sem aukalag á tónleikun- um, sem að engu er eftir þá félag- ana Kristján Pétur og Harald, en það var Caprí Katarína við ljóð Davíðs Stefánssonar. Kristján Pétur var nokkum tíma að ná sér á strik í flutningi sínum, en er kom að „kántrflögun- um“ I austur, I shot My Mother’s Hen og My Way á efnisskránni, fór hiti að færast í flytjandann. Þessi lög eru öll eftir Pétur og öll í verulegum „kántrístíT. Trúast anda þessarar tónlistagreinar er lagið My Way, sem sver sig vel í flokkinn og var skemmtilega flutt. í laginu í austur lék Matti á fiðlu og náði vel bærilegum sveita- fiðluanda þegar líða tók á lagið. Einnig lék Matti með í flutningi lagsins Tíminn er ekki til eftir Harald Davíðsson, en það er man- söngur úr söngleiknum Rómeró og Júlíanna, sem er eftir Harald og Kristján Pétur og var fluttur fyrir nokkrum árum í aðstöðu Norðan- pilta f Grófargili. Þetta er hugljúft lag og lék Matti fallegt sóló á flðlu sína. Eftir Harald er einnig hið fjörlega lag September, en kíminn texti eftir Kristján Pétur. Kristján Pétur lauk efnisskrá tónleikanna með því að flytja tvö lög, Sófablús og Svar, við undir- leik skemmtara. í flutningi þessara laga var söngvarinn kominn í ham og greip svo sannaralega áheyr- endur sína, sem klöppuðu honum ákaft lof í lófa. Að launum fengu þeir fjögur aukalög í flutningi þeirra Haraldar og Kristjáns Pét- urs og eitt að auki, þar sem Matti jók við með fiðlu sinni. Það var lagið Tíminn er ekki til, sem var viðeigandi og róandi lokapunktur vel lukkaðra og líflegra tónleika. Haukur Ágústsson. -y ■A' * Akureyrarkirkju gefínn kaleikur í síðustu viku afhentu fermingarsystkin frá árinu 1946 Akureyrarkirkju að gjöf kaleik til notkunar við kirkjulegar athafnir. Gjöfin er til minningar um séra Friðrik Rafnar, vígslubiskup, og Ásdísi Rafnar, konu hans. Séra Friðrik bjó hópinn á sín- um tíma undir ferminguna og fermdi síðan vorið 1946. „Hann var umburðarlyndur og góðviljaður lærifaðir og okkur eftirminnilegur,“ segir í skjali sem fylgdi gjöfínni. Á myndinni afhendir Þórunn Sigurbjörnsdóttir (t.h.) Guðríði Eiríksdóttur, formanni sóknamefndar, kaleikinn góða. Að baki þeim er Rafn Hjaltalín, sem einnig var í fermingarhópnum vorið 1946. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.