Dagur - 16.07.1996, Síða 9

Dagur - 16.07.1996, Síða 9
Þriðjudagur 16. júlí 1996 - DAGUR - 9 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON EM drengja í golfi: Birgir spilaði feiknarvel i Austurriki íslenska unglingalandsliðð í golfí hafnaði í 14. sæti á Evrópumeist- aramótinu í Austurríki, sem fram fór dagana 10.-14. júlí. fs- lensku strákarnir voru að spila ágætis golf og sérstaklega var Birgir Haraldsson frá Akureyri sterkur á þessu móti. Hann byrj- aði ekki vel fyrsta daginn en náði sér síðan á strik og spilaði meist- aralega eftir það og vann sína andstæðinga í holukeppninni gegn Portúgölum og Belgum. ' Fyrst var spilað í 36 holu und- ankeppni þar sem íslendingar höfnuðu í 12. sæti og voru þar með í B-flokki í úrslitakeppninni, sem fram fór um helgina. íslensku strákamir voru á frábæru skori fyrsta daginn. Friðbjöm Oddsson, GK var á 69 höggum, Öm Ævar Hjartarson, GS, á 72, Ómar Hall- dórsson, GA, og Þorkell Snorri Sigurðsson, GR, á 73 og Birgir Haraldsson á 75. Ottó Sigurðsson, GKG, var á 77 en það gilda aðeins fimm bestu skorin og ísland var því samtals á 362 höggum. Þrátt fyrir þennan góða árangur var spil- ið almennt það gott að árangur ís- lensku strákanna nægði aðeins í 13. sæti. Þeir léku á sama höggafjölda seinni daginn í undan- keppninni en það dugði þeim ekki til að klífa upp í A-flokk. Birgir bætti sig og lék á 69 eins og Öm. Ómar var á 74 en Friðbjöm og Ottó á 75 og Þorkell Snorri á 77. ísland mætti Portúgal í holu- keppni á föstudag og það leit út fyrir íslenskan sigur lengst af en í lokin gáfu Ómar og Friðbjöm eftir og viðureignin tapaðist 2:3. Ottó og Þorkell Snorri sigruðu 5:4 í fjórmenningi gegn portúgölskum andstæðingum sínum og Birgir lagði sinn andstæðing 2:1 en Frið- björn, Ómar og Öm töpuðu sínum viðureignum. Portúgalinn sem vamn Omar bjargaði sér glæsilega úr gryfju á síðustu brautinni. Island spilaði síðan við Belga á sunnudag um 13. sætið en tapaði þeirri viðureign 2:3. Ómar og Frið- bjöm töpuðu í fjórmenningnum 0:1 en Birgir og Þorkell sigmðu sína andstæðinga. Birgir 3:1 og Þorkell Snorri 1:0. Öm ,og Ottó töpuðu og 14. sætið því staðreynd. SH Birgir Haraldsson lék frábært golf í EM drengja í Austurríki. Hann byrjaði ekki vel fyrsta daginn en spilaði meist aralega eftir það. Mynd: BC Tröllaskagatvíþraut: Daníel setti nýtt met Tröllaskagatvíþrautin 1996 í umsjón Skíðadeildar Leifturs var haldin í Ólafsfirði og Dalvík sl. laugardag en þetta er í þriðja sinn sem þrautin er haldin. Skíðagöngukappinn Daníel Jak- obsson frá Ólafsfirði sigraði í keppnisflokki karla og setti nýtt tímamet en það eru allt skíðagöngumenn sem eru í fímm efstu sætum í karlaflokki. í kvennaflokki var það Hólmfríð- ur Vala Svavarsdóttir sem sigr- að líkt og undanfarin ár. Þrautin fólst í því að hlaupa frá ráðhúsinu á Dalvík, inn Böggvis- staðadalinn, yfir Reykjaheiði og niður að Reykjum, sem er sumar- bústaðahverfi innst í Ólafsfirði við rætur Lágheiðar. Þessa þraut fóru 20 manns í keppnisflokkum karla og kvenna og trimmarar án tíma- töku. Hlaupnir voru 13 km og hjólað 15 km. Auk þess var hópur göngufólks sem gekk frá mynni Böggvisstaðadalsins og að Reykj- um. Slegið var nýtt met í karlaflokki en það gerði Daníel Jakobsson frá Ólafsfirði og var hann 1.47 klst., en besta tíma áður átti Ólafsfirðingurinn Kristján Hauksson, 2.03 klst. Ámi Gunnar Gunnarsson, Ólafsfirði, varð ann- Vala Svavarsdóttir, frá Ólafsfirði sigraði í kvennaflokki á tímanum 2.29,47. Myndir: Múli ar og náði þriðja besta tíma í þrautinni frá upphafi en hann er einungis 16 ára gamall. í kvennaflokki sigraði Hólmfríður Vala Svavarsdóttir frá Ólafsfirði en hún hefur sigrað í öllum þraut- unum. Vegleg verðlaun vom fyrir þrjú efstu sæti í keppnisflokkunum, m.a. vöruúttektir frá verslununum Valbergi og KEA Ólafsfirði og Sportvík á Dalvík. Auk þess var ýmiss búnaður frá Sportvík og Skátabúðinni og myndbandsspól- ur frá IMF myndböndum í Ólafs- firði og að sjálfsögðu hefðbundnir bikarar. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna. Skíðadeild Leifturs hefur ætið notið liðsinnis björgunarsveitanna í Ólafsfirði og á Dalvík við gæslu á leiðinni og svo var einnig nú. SH Daníel Jakobsson er þekktur fyrir afrek sín á gönguskíðuin en honum er fleira til lista lagt og setti nýtt met í þriðju Tröllaskagatvíþraut- inni, sem þreytt var um helgina. Úrslit voru eftirfarandi Karlaflokkur: 1. Daníel Jakobsson, Ólafsfirði 1.47,41 2. Ámi Gunnar Gunnarsson, Ólafsfirði 2.09,17 3. Gísli Einar Ámason, fsafirði 2.11,03 4. Þóroddur Ingvarsson, Akureyri 2.11,49 5. Ólafur Bjömsson, Noregi 2.14,13 6. Sturla Fanndal Birkisson, Mývatnssveit 2.15,28 7. Gísli Harðarson, Akurcyri 2.15.28 8. Ingólfur Magnússon, Siglufírði 2.20,14 9. Jón Garðar Steingrímsson, Siglufirði 2.31,04 10. Baldur Ingvarsson, Akureyri 2.34,17 11. Helgi Jóhannesson, Akureyri 2.38,46 12. Karl. G. Kristinsson, Reykjavfk 2.38,54 13. Bjarni Traustason, Fljótum 2.41,11 14. Guðmundur Ólafsson, Reykjavík 2.44,42 15. Jóhannes Kárason, Akureyri 3.04,49 Kvennaflokkur 1. Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, Ólafsfirði 2.29,47 2. Ágústa Gísladóttir, Grindavík 3.10,37 Trimmhópur Ólafur Ámason, ísafirði Steinþór Þorsteinsson, Ólafsfirði Hafsteinn Sæmundsson, Grindavfk Gönguflokkur Gunnlaugur Ingi Haraldsson, Ólafsftrði Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði Sunna Eir Haraldsdóttir, Ólafsfirði K. Haraldur Gunnlaugsson, Ólafsfirði Jóna Gígja Eiðsdóttir, Ólafsfirði Jón H. Jóhannsson, Ólafsfirði Handknattleikur: KA byrjar gegn Haukum Dregið hefur verið um töfluröð í 1. deild karla og kvenna og í 2. deild karla í handknattleik. íslandsmót- ið hefst þann 18. september og þá heldur KA til Hafnaríjarðar og mætir Haukum í fyrstu umferð Nissandeildarinnar. Handboltatímabilið hefst fyrir al- vöru miðvikudaginn 11. september þegar KA og Valur mætast í Meist- Miðvikudaginn 17. júlí verður Heilsuhlaup Krabbameinsfélags- ins haldið á Dalvík. Skráning hefst klukkan 17:30 við sund- laugina og þar verður síðan upp- hitun klukkan 17.50. Hlaupið hefst kl. 18:00 við sundlaugina. Vegalengdir eru 2 og 4 kfló- metrar og að venju er allur ferða- máti leyfilegur, hlaup, hjól (munið arakeppni karla en síðan tekur ís- landsmótið við. Aðrir leikir í 1. um- ferð eru Stjaman-ÍR, Fram-HK, Sel- foss-UMFA, Valur-FH og ÍBV- Grótta. Þórsarar hefja keppni í 2. deild karla með heimaleik gegn Herði frá Isafirði 5. október og kvennalið ÍBA heimsækir Fram sama dag í 1. deild kvenna. SH að hafa hjálm), ganga, eða það sem ímyndumaraflið býður. Um- sjón með hlaupinu hafa Lína Gunnarsdóttir og Anna Hallgrims- dóttir. Þátttökugjald er 250 krónur og er verðlaunapeningur og drykkur innifalinn. Fyrr í sumar fóm fram samskonar hlaup á Grenivík, Grímsey, Akureyri og Ólafsfirði. SH Valgeir þjálfar Hvöt Valgeir Baldursson hefur tekið við þjálfun Hvatíir í 4. deild- inni í knattspymu. Valgeir, sem lék áður með Stjömunni í 1. deild, ætlaði að ganga til liðs við Þór frá norska liðinu Raufoss í Noregi í vetur en meiddist illa og leikur ekki knattspymu á næstunni. Val- geir hefur áður þjálfað Hvöt. Sverrir í Gróttu Sverrir Ragnarsson, sem leikið hefur með Þór og KA, hefur gengið til liðs við Gróttu á Sel- tjamamesi og mun leika með liðinu í 3. deildinni í sumar. Leiftur fær markmann Guðmundur Erlingsson, fýrr- um markvörður Þróttar Reykjavík, hefur gengið til liðs við Leiftur og mun verma bekkinn á meðan Þorvaldur Jónsson er meiddur. SH Heilsuhlaup á Dalvík

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.