Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 17. júlí 1996 FRÉTTIR Húsavík: Upplýsingamiö- stöð fyrir hvala- skoðunarferðir Ört vaxandi áhugi bæði innlendra og erlendra gesta á hvalaskoðun- arferðum á Skjálfandaflóa leiðir af sér aukin umsvif á hafnarsvæðinu og hefur nú gamall beituskúr fengið þar nýtt hlutverk. Þar hefur Amar Sigurðsson, sem flytur far- þega um Flóann í leit að hvölum, komið sér upp aðstöðu eins konar upplýsingamiðstöð fyrir ferðir sín- ar. Skilti, hvalslíki, hefur verið komið fyrir á þaki skúrsins og bekkjum og borðum utandyra. Amar Sigurðsson segir að aukn- ing í hvalaskoðunarferðum sé frá því í fyrra og vinsældir ferða sem þessara mjög miklar. GKJ Gamall beituskúr á hafnarsvæðinu hefur fengið það nýja hlutverk að vera uppiýsingamiðstöð fyrir hvaiaskoðunar- ferðir á vegum Arnars Sigurðssonar á Húsavík. Mynd: gkj Kennarar og skólastjórar á launaskrá hjá sveitarfélögum frá 1. ágúst: Kennarasambandið segir marga Kennarasantband íslands hefur sent sérrit til félagsmanna sinna, þar sem tekin eru saman helstu kjaraatriði ásamt algengum spurningum og svörum. Kenn- arar og skólastjórar flytjast yfir til nýs vinnuveitanda nú um mánaðamótin en að mati Kenn- arasambands íslands eru mörg atriði óljós enn, þrátt fyrir að að- eins séu fáir dagar til stefnu. Sveitarfélögin munu við flutn- ing grunnskólans frá nkinu yfir- taka alla ráðningarsamninga sem eru í gildi þannig að ekki þarf að gera nýja samninga við fastráðna og skipaða kennara. Aftur á móti Hamar félagsheimili Þórs: Líkamsrækt og tækjasalur Ljósabekkir Vatnsgufubað Nuddpottur Salir til leigu Beinar útsendingar Getraunaþjónusta Hamar sími 461 2080 ^ MTC " öryggisskápar Geymir þú dýrmætustu pappírana þína í kommódunni? Notadu eldvarnarskáp T* LVUTÆICI Furuvöllum 5 • Akureyri Sími 462 6100 L---------—------A þætti enn óljósa tengd starfs- eða þjónustualdri haldast óbreytt og sömuleiðis rétt- ur til bamsburðarleyfis og veik- indaréttur. JÓH Hnífar til sýnis þurfa þeir sem ráðnir eru til árs í senn að endumýja samninginn og einnig þeir sem eru að ráða sig í fyrsta sinn. Vitað er að enn á eftir að gera ráðningarsamning við fjölmarga kennara og verði því ekki lokið fyrir 1. ágúst munu þeir detta út af launaskrá. í því upplýsingariti sem Kenn- arasambandið sá ástæðu til að senda félagsmönnum sínum kem- ur fram að allir kennarar og skóla- stjórar skulu eftir flutninginn hafa nákvæmlega sömu réttindi og skyldur sem starfsmenn sveitarfé- laga og þeir hafa haft sem starfs- menn ríkisins. Þannig halda t.d. þeir sem skipaðir em í starf skip- un sinni og aðrir eiga sama rétt og áður á að sækja um skipun. Öll starfsréttindi, hvort sem þau eru Alls komu um 250 manns til að sjá farandsýningu í Handverks- húsinu á Laugalandi í Eyjafjarð- arsveit á bestu skógarhnífunum 1996. Um var að ræða sam- keppni sem Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið stóðu fyrir og voru sendir inn 60 hníf- ar sem nú er verið að fara með um landið og sýna. Sigurvegari var Hlynur Halldórsson frá Mið- húsum. Á sýningunni á Laugalandi gafst gestum kostur á að velja þann hníf sem þeim leist best á og svo skemmtilega vill til að í efstu sætin röðuðu sér hnífar frá fólki úr Eyjafirði. Georg Hollanders og Helgi Þórsson úr Eyjafjarðarsveit áttu þann hníf sem flestir völdu. Beate Stormo, Eyjafjarðarsveit, og Lene Zachariassen, Dæli, Skíða- dal, áttu hnífinn í næsta sæti, þá Bergsveinn Þórsson úr Eyjafjarð- arsveit, sem var með tvo hnífa og síðan Jón Geir Ágústsson frá Ak- ureyri. HA íslendingasogur á tölvutækt form: Vinnujálkur fyrir fræðimenn Kominn er út hjá bókaforlagi Máls og menningar geisladisk- ur fyrir tölvur (CD-Rom) sem geymir orðstöðulykil og texta allra íslendingasagnanna. Fyrsta eintak disksins var af- hent forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur, á Bessa- stöðum síðasta fimmtudag en hún hefur eindregið hvatt til þess að íslendingar ráðist í slíkar útgáfur. Öflugt Windows forrit gerir mönnum kleift að fletta upp orð- um og orðasamböndunt á auga- bragði og opna þannig nýja sýn um veröld sagnanna. Hægt er að fara að vild milli textans og orð- stöðulykilsins og beita hraðvirku leitarforriti á allt sem menn fýsir að finna. Texti íslendingasagnanna er að stofni til sá sem prentaður var í vinsælum almenningsútgáfum Svarts á hvítu fyrir tíu árum en með nokkrum leiðréttingum þó. Ömólfur Thorsson, einn ritstjóri verksins, segir texta fomritafé- lagsins ekki hafa hentað bæði sökum aldurs og eins er sá texti ekki til á tölvutæku formi. „Texti Svarts á hvítu er nýjasti textinn og því nær því sem nið- urstöður rannsókna segja núna, í mörgum tilvikum er hann lfka umtalsvert betri en t.d. texti ís- lenzkra fornrita". Diskurinn sem auðveldar rannsóknir á íslendingasögunum verulega er einkum ætlaður fræðimönnum, skólum, bóka- söfnum og öðrunt stofnunum sem stunda rannsóknir þeim tengdum. Með honum stóraukast möguleikar á skipulegum rann- sóknum á orðaforða, stíl, mál- fræði og bókmenntalegum ein- kennum. Ömólfur segir að disknum fylgi tvær skrár sent auðvelda muni rannsóknir text- ans verulega. Önnur er merking- arflokkuð skrá allra nafnorða í íslendingasögum en þá er búið að greina öll nafnorðin sem er u.þ.b. helmingur af orðaforðan- um en hann er um 12.400 orð. „Við flokkum þessi nafnorð og getum þannig kallað frarn öll nafnorð sem tengjast t.d. dýrum, vopnabúnaði, hjúskap o.s.frv. Þetta nýtist vel þegar menn vilja skoða tiltekin merkingarsvið í sögum hvort sem það er fræðileg vinna eða kennsla." Hin skráin heitir sérorð og samstæður og þar er gerð grein fyrir öllum orð- um sem korna bara fyrir í ein- hverri tiltekinni sögu og sam- hliða þessu er skrá með orðum sem koma einungis fram í einhverjum tveimur sögum. Að sögn Örnóifs hjálpar þetta veru- iega til við rannsóknir á skyld- leika sagna, athugun á þróun í stíl og orðaforða þó auðvitað séu takmarkaðar upplýsingar til um sögu orðanna. „Það er merk upp- götvun að vita nú hve Njáluhöf- undur notaði mörg orð og hve þau voru í rauninni fá eða u.þ.b. helmingi færri orð en starfs- bræður hans nota í dag.“ Örnólfur segir verkefnið aðal- lega hafa verið unnið yfir sumar- tímann og lelur að tíminn sem það tók telji um þrjú mannár. „Þetta var mikill lestur því tölv- an kann ekki málfræði og því þarf að greina sundur orðmynd- imar þannig að þær falli undir rétt uppfiettiorð þar sem mörg orð eiga sameiginlegar orð- myndir. Frægasta dæmið er ’á’ sem getur verið ær, vatnsfall eða sögnin ’að eiga’ og þar fram eft- ir götum.“ Ritstjórar textans voru auk Örnólfs Thorssonar þeir Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Sverrir Tómasson. Bergljót Kristjánsdóttir, Eiríkur Rögn- valdsson, Guðrún Ingólfsdóttir og Örnólfur Thorsson ritstýrðu orðstöðulyklinum. Umsjón með tölvuvinnslu og forritun hafði Axel Gunnlaugsson hjá Úrlausn- Aðgengi ehf. en Prentsmiðjan Oddi annaðist frágang umbúða. Mál og menning gefur efnið út og er áætlað söluverð disksins 70.000 krónur. mgh Akureyri: Bæjarmála- punktar Umboð kjarasamninganefndar Kjarasamninganefnd hefur bor- ist bréf frá svæðisnefnd Heil- brigðiseftirlits Eyjafjarðar, þar sem svæðisnefndin afturkallar umboð kjarasamninganefndar til samninga fyrir nefndina á þeirri forsendu að nefndin geti ekki fallist á lokatilboð kjara- samninganefndar vegna eins starfsmanns síns. Af þessu til- efni vísar kjarasamninganefnd í bókun frá því á árslok 1994, þar sem það álit kemur fram að nauðsynlegt sé að skýrar reglur gildi um kjaramál þeirra starfs- manna sem heyra undir ýmsar samstarfsnefndir sem Akureyr- arbær er aðili að og að samn- ingsumboð þeirra sé á einni hendi. Byggingúfrestur og steypuframleiðsla Bygginganefnd hefur borist er- indi frá SS-byggi, Viðjulundi 2, þar sem sótt er um að fá byggingafrest á lóðum við Viðjulund. Bygginganefnd samþykkti að veita frest til 1. september næstkomandi. Á sama fundi var Haraldi Áma- syni, fh. Malarhörpunnar ehf„ veitt starfsleyfi fyrir hreyfan- lega steypustöð í lögsagnarum- dæmi Akureyrar. Einnig var Gísla Gunnarssyni veitt heim- ild til að innrétta 12 íbúðir á 2.- 4. hæð hússins við Hafnar- stræti 100. Jarðeignir og dýraeftirlit Umhverfisstjóri lagði á fundi umhverfisnefndar á dögunum fram lista yfir þá sem sóttu um laus lönd 1996. Lögð var fram tillaga að úthlutun landa. Þeir sem ekki sóttu um á réttum tíma fá ekki úthlutun. Úthlutað var 49 spildum, 3 umsóknir bárust of seint og 11 var hafn- að. Á sama fundi vom lagðar fram og samþykktar 6 umsókn- ir um búfjárleyfi. Vaf á heimilstækjum Á fundi húsnæðisnefndar á dögunum var tekið fyrir bréf frá Klóa sf„ Draupnisgötu 7 á Akureyri, þar sem farið er fram á heimild til að nota önnur heimilistæki en fram koma í útboðsgögnum vegna smíði á félagslegum íbúðum við Snæ- gil 2-18. Húsnæðisnefnd hafn- aði erindinu þar sem í verklýs- ingu kemur fram að vilji verk- taki bjóða önnur tæki skal hann láta upplýsingar um slíkt fylgja tilboðinu. Það var ekki gert. Leiguhúsnæði Húsnæðisnefnd hafa borist mörg erindi þar sem óskað er eftir leiguíbúðum. Um er að ræða fjölskyldur sem ekki hafa greiðslugetu til að kaupa fé- lagslega íbúð. Oft er um erfiða skuldastöðu að ræða. Húsnæð- isnefndin samþykkti að bregð- ast við þessu með því að leigja í auknum mæli félagslegar íbúðir. Samstarf í jafnréttismálum Á fundi jafnréttisnefndar var lagt fram bréf frá jafnréttisráð- gjafa Reykjavíkur til skrifstofu jafnréttismála um fund ti! að ræða samstarf. Samþykkt var að jafnréttisfulltrúi Ákureyrar- bæjar taki þátt í umræðum um skipulag samstarfs Skrifstofu jafnréttismála við jafnréttis- nefndir og starfsmenn þeirra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.