Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 17. júlí 1996 - DAGUR - 7 Danshópurinn Sporið frá Dalvík vakti mikla athygli fyrir söng sinn og dans. Myndir: Halldór. Starfsdagur í Laufási Það var svo sannarlega líf og fjör á þriðja starfsdeginum í Gamla bænum í Laufási sl. laugardag. Ungir sem aldnir létu norð- angarrann ekki á sig fá og fjölmenntu til að fylgjast með fólki sýna hin gömlu vinnubrögð sem tíðkuðust í gamla sveita- samfélaginu og eru órjúfanlegur þáttur af menningararfleifð íslendinga. Alls sóttu 650 manns Laufás heim af þessu tilefni. Þetta framtak hefur nú unnið sér fastan sess og þeir sem að því standa eiga heiður skilinn. HA Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, fyrrverandi kennari í Eyjafjarðarsveit, slær með orfi og Ijá. Úti var sýndur heyskapur með gamla laginu og þessi ungi gestur vildi taka þátt í fjörinu. Það var ekki síst yngsta kynslóðin sem hafði ánægju af því að fylgjast með starfsdegi í Laufási. í eldhúsi var kveikt upp í hlóðum og lummur bakaðar við miklar vinsældir. Hér er það Þórarinn E. Sveinsson. mjólkursamlagsstjóri KEA og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, sem fær sér að bragða á kræsingunum. Matast sunnan undir vegg. Lengst til vinstri er Ingibjörg Siglaugsdóttir, húsfreyja í Laufási, sem á heiður skilinn fyrir það framtak sem starfsdagurinn er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.