Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 17. júlí 1996 ÓLYMPÍ U LEI KARN I R í ATLANTA Aðbúnaður erlendra löggæslumanna í Atlanta: ^—7 „Ekki eins slæmt og af er látið“ - segir Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, stendur í ströngu í Atlanta. Hann segir aðbúnað ekki eins slæman og fram hefur komið í ís- lcnskum fjölmiðlum og ástandið sé í nokkuð góðu lagi eftir óskipulag við komuna til Atlanta. ■ Mynd: bg Ólympíuleikarnir í Atlanta heQ- ast um næstu helgi og undirbún- ingur er á lokastigi. Það verða fleiri en bara íþróttamenn sem standa í ströngu og eins og fram hefur komið fór stór hópur lög- reglumanna frá íslandi tii Atl- anta til að vinna að öryggis- og löggæslu í Ólympíuþorpinu ásamt starfsbræðrum sínum víða að úr heiminum. Hópurinn fór út þann 2. júlí til undirbún- ings fyrir leikana en undir lok síðustu viku bárust þær fréttir frá Atlanta að illa væri staðið að skipulagi fyrir lögregluliðið og það hafi bækistöðvar sínar í svæsnasta glæpahverfí borgar- innar. Hreiðar Eiríksson, rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri, er einn Islendinganna í löggæsluhópnum. Þegar Dagur náði tali af honum í Atlanta á föstudag sagði hann að sögur um byssubardaga og að lög- gæslumenn væru flúnir af svæð- inu væru mjög ýktar. „Þetta er ekki eins slæmt og af er látið. Þetta var sjokkerandi fyrst en svo er þetta orðið mjög gott núna. Eins og alltaf hafa einhverjir verið óánægðir en ég held að þeir hafi bara haft einhverjar aðrar vænt- ingar. Við erum hér til að læra og vinna. Þjóðfélagshættir hér em ekki þeir sömu og heima og þetta er annað umhverfi en menn eru vanir og það var svolítið sjokk þegar við komum fyrst í þetta um- hverfi,“ sagði Hreiðar. Löggæslumönnum var úthlutað heimavistaríbúðum við More- house-háskólann í Atlanta, sem staðsettur er í miðju hverfi blökkumanna í borginni. „Hús- næðið sem við erum í er ekki íburðarmikið og mörgum leist ekki á blikuna þegar þeir sáu að skólinn er í mjög slæmu hverfi héma í borginni. En það er mjög ströng gæsla héma í kringum okk- ur og vopnaðir lögreglumenn á hverju strái og þjóðvarðliðið pass- ar hliðið og girðinguna. Hér keyra stanslaust um lögreglubílar og þyrlur sveima yfir af og til,“ sagði Hreiðar og íbúðirnar sem þeim var úthlutað eru ekki stórbrotnar. „Þetta er heimavist en minnir mik- ið á fangelsi. Þetta eru hlaðnir veggir og ekki pússaðir, bara mál- að á grjótið. Það er loftkæling héma og á hverri hæð er sameig- inleg snyrtiaðstaða. Þetta er ekkert lúxushótel en þetta er alveg full- komlega nrönnum bjóðandi." Skipulagsleysi Þegar löggæslumenn mættu á staðinn var í raun ekki búið að undirbúa komu þeirra. „Það var ekki búið að koma á neinu kerfi til að flytja okkur á lestarstöð eða í Ólympíuþorpið þannig að það voru engar leiðir fyrir okkur burtu nema labbandi. Þá vorum við í raun innilokuð hérna því hverfið var þannig að okkur var ráðlagt að vera ekki á ferðinni. Það reyndi mjög á mannskapinn," sagði Hreiðar, en nú er búið að bæta úr því, auka löggæsluna í hverfinu og erlendu lögreglumennimir, sem allir em óvopnaðir, hafa fengið passa í allt samgöngukerfi borgarinnar auk þess sem sérstak- ar rútur flytja þá til vinnu í Ólympíuþorpinu. Hreiðar sagði að íbúum hverfisins væri illa við að sjá einkennisklædda menn á ferli. „Eg frétti að þeim væri djöfullega við að við værum hérna vegna þess að lögreglan er svo mikið í hverfinu þessa dagana. En það er líka blaðamannamiðstöð hérna í Morehouse vegna þess að körfu- boltinn er leikinn hérna í þessu háskólahverfi.“ Sumir ósáttir Ekki voru allir jafn sáttir við að sinna störfum í þessu umhverfi og nokkuð var um að löggæslumenn snéru heim eða héldu í frí á ströndina í Flórída. „Það voru ein- hverjir sem höfðu önnur plön eftir leikana og þeir flýttu þeim bara og fóru. Þetta var ekki rosalega stór hópur en við finnum fyrir því héma í þorpinu að það eru færri heldur en að áætlað var. Fyrir vik- ið er meira að gera hjá hinum. Síðan hef ég heyrt að Kanada- menn og Bandaríkjamenn, sem eiga stutt að fara eða koma keyr- andi, hafi farið aftur heim. Eg veit ekki til þess að það sé nein óánægja hjá okkur Islendingun- um.“ Hreiðar segir að heimamenn hafi verið lítið undirbúnir fyrir að taka við svona stórum hóp er- lendra löggæslumanna. „Þetta var ekki eins og lofað var og reyndar hafa þeir Iögreglumenn sem eru í þessum hóp að hluta til tekið yfir stjómunina niðri í Ólympíuþorp- inu. Þeir sem voru að skipuleggja þetta vom ekki komnir það langt að það lá ekkert fyrir hvernig skipulagið yrði niðri í þorpi. Við komum þar á laugardaginn og gengum bara í það að skipuleggja þetta og setja þetta upp. Það er til óhemju reynsla í þessum hóp, sem þeir voru ekkert að nota.“ „Hér fáum við mjög góða reynslu og vinnum mikið með bandarískum lögreglumönnum og þjóðvarðliðum niðri í Ólympíu- þorpi og ég t.d. starfa við að gæslu á einu hliðinu, stjóma að- gangi að Ólympíuþorpinu og þetta hefur verið mjög fróðlegt og skemmtilegt." Þrátt fyrir skipulagsleysið í byrjun sagði Hreiðar að ástandið væri orðið gott og milli vakta er slappað af og baðað sig í sólinni. „Hér er þrjátíu og fimm stiga hiti og sólskin og mikill raki, sem ger- ir hitann ennþá meiri. Það á að fara heldur hlýnandi næstu daga. í vinnunni erum við í grænum bux- um og hvítum stuttermabolum en það var ekki samþykkt að við fengjum að vera í stuttbuxum. Það er frekar heitt í þessum búningi. Við fáum frí tvo daga í viku og þá lítur maður í kringum sig í borg- inni. Það er mjög góð aðstaða héma núna til að nota fríin sín og okkur er boðið á alls konar uppá- komur í Ólympíuþorpinu og það er jafnvel verið að tala um að við verðum hluti af lokahátíðinni. Það er alltaf að verða meira og meira fyrir okkur að gera héma og okkur var t.d. boðið á hljómleika hjá Ho- otie and the Blowfish. Það er reynt að gera eins mikið fyrir okk- ur og mögulegt er,“ sagði Hreiðar. Brjálað að gera íþróttamenn eru famir að streyma til Atlanta og allt iðandi af lífi í Ólympíuþorpinu. „Það er að fjölga íþróttamönnum og þjálfur- um, þetta breytist dag frá degi og maður reiknar með að það verði brjálað að gera upp úr miðri vik- unni. Eg er við hlið sem er næst miðbænum þannig að þegar það er einhver uppákoma á kvöldin utan þorpsins eða íbúar þorpsins flykkjast út úr þorpinu á kvöldin þá er lang líklegast að þeir fari um þetta hlið sem ég er við. Maður verður með myndavélina minnsta kosti klára ef það kemur einhver frægur,“ sagði Hreiðar hlæjandi. I Ólympíuþorpinu er nóg við að vera fyrir íþróttamenn og ann- að starfsfólk. Þar er boðið upp á ýmisa afþreyingu að kostnaðar- lausu. Það eru t.d. leiktækjasalir, það koma hljómsveitir á hverju kvöldi og Arnold Schwarzenegger kemur og forsýnir myndina Eras- er. Hreiðar og félagar hans missa af stórum hluta leikanna þegar þeir eru á vak.t í Ólympíuþorpinu en þeim hefur verið boðið á „gen- eralprufu“ fyrir opnunarhátíðina þann 17. júlí. „Á lokahátíðinni eigum við síðan að fara inná leik- vanginn enda orðnir brúnir og sæt- ir,“ sagði Hreiðar að lokum. SH Miklar væntingar bundnar við Johnson Spretthlauparinn Michael John- son á þess kost að skrá nafn sitt með feitum stöfum á spjöld Ólympíusögunnar. Til þess þarf hann að sigra í 200 og 400 metra hlaupi en það hefur engum tek- ist til þessa. Auk þess er talið líklegt að hann næli í gullverð- laun með 4x400 metra sveit Bandaríkjanna. Miklar vonir eru bundnar við að Johnson sigri í öllum sínum greinum og ekki þætti verra ef einhver heimsmet fylgdu með. Johnson jók enn á væntingarnar þegar hann setti heimsmet í 200 m hlaupi í síðasta mánuði en hann hljóp þá á 19.66 sekúndum. Johnson varð fyrstur í sögunni til að verða heimsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi á síðasta ári. Það afrek er einstakt ef litið er til þess að hlaupin eru mjög ólík. í 200 metrunum er einn ákafur sprettur en nota þarf meiri tækni og hugvit í 400 metrunum, þar sem þeir sem eru of ákafir geta auðveldlega klúðrað sigurmögu- leikum sínum. Johnson hefur allan hugann við að tryggja sér gull í báðum hlaupunum á Ólympíuleik- unum. „Nú hefur dagskránni verið breytt og mér gefst tækifæri til að mæta á stærsta íþróttamót sem haldið er og standa mig eins vel og ég get í báðum greinum. Mér hefur verið gefið tækifæri á að gera allt sem ég vil gera. Ég þarf ekkert að halda aftur af mér og ætla að grípa tækifærið á meðan það gefst,“ segir Johnson. Michael Johnson á þess einnig kost að græða á tá og fingri ef rétt er staðið að markaðsmálum hans í sumar. Þegar Carl Lewis sló í gegn á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984 gerði umboðs- maður hans alvarleg mistök eftir leikana og Lewis varð aldrei eins þekktur og hann hefði getað orðið. „Hann er stærri stjama en Michael Jackson,“ sagði Joe Douglas, um- boðsmaður íþróttamannsins, og bandarísk stórfyrirtæki hættu snögglega við að gera risasamn- inga við Lewis. Yfirlýsingin þótti ekki við hæfi og sérfræðingar segja að þessi setning hafi kostað Lewis marga milljarða. Johnson mun reyna að forðast að gera sömu mistök og ætlar að einbeita sér að keppninni. Johnson er ekki eins þekktur í heimalandinu eins og íþróttahetjur í öðrum og vinsælli íþróttagrein- um. Hann er í þeirri aðstöðu að þó hann setji heimsmet í 400 m hlaupi og tapi með hundraðshluta úr sekúndu í 200 metrunum mun almenningur í Bandaríkjunum telja að honum hafi mistekist. Johnson hefur um eina milljón dala í árslaun. Hann hefur gert auglýsingasamninga við fyrirtæki á borð við Nike og Bausch & Lomb en þrátt fyrir það koma um 70% af tekjum hans frá Evrópu, þar sem frjálsar íþróttir eru mun vinsælli meðal almennings en í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna að í júní þegar Johnson mætti á opna franska meistara- mótið í tennis voru augu áhorf- enda á hlauparanum í heiðursstúk- unni og þegar hann veifaði til áhorfenda var ákaft klappað, þrátt fyrir að Pete Sampras væri að spila á vellinum og leikurinn væri í fullum gangi. í Bandaríkjunum getur Johnson gengið meðal al- mennings án þess að þekkjast. Einn fljótasti hlaupari sögunnar getur farið út að skemmta sér án þess að vera angraður. SH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.