Dagur


Dagur - 17.07.1996, Qupperneq 15

Dagur - 17.07.1996, Qupperneq 15
IÞROTTIR Miðvikudagur 17. júlí 1996 - DAGUR - 15 FROSTI EIÐSSON Knattspyrna: Ottó Karl í KA KA-menn hafa fengið góðan liðsstyrk í knattspyrnulið sitt því í fyrradag gekk tengilið- urinn Ottó Karl Ottósson í þeirra raðir frá Stjörnunni. Ottó Karl er uppalinn KR- ingur en skipti yfir í Stjömuna fyrir tveimur árum. Hann átti þá tvo 1. deildarleiki að baki með KR en lék 16 leiki með Stjörnunni í 1. deild sumarið 1994 og skoraði eitt mark. Hann tók sér frí frá knattspyrnu í fyrra en hóf að leika aftur með Stjömunni í vor og kom inná sem varamaður í tveimur leikj- úm liðsins í 1. deild í sumar. Hann á að baki einn leik með U21 landsliðinu. SH Bikarslagur Akureyrarliða - verður sami hasar og 1992? Erkifjendurnir, Þór og KA, mætast í 8-liða úrslitum Mjólk- urbikarkeppni KSÍ annað kvöld og má búast við að hart verði barist og allt lagt í sölurnar til þess að knýja fram sigur. Þær em ávallt fjörugar viður- eignir þessara liða og ekki síst í bikarkeppninni. Síðast mættust liðin í Mjólkurbikamum fyrir fjór- um árum og þá í 16-liða úrslitum. Þórsarar sóttu ntun meira í leikn- um en KA nýtti færin sín og segja má að allt hafi verið á suðupunkti. Páll Gíslason, sem nú leikur með Þór, skoraði fyrra mark KA en Gunnar Már Másson það síðara í 2:0 sigri en Bjarni Sveinbjömsson klúðraði vítaspymu sem Þórsarar fengu. Liðin mættust einnig í 16- liða úrslitum fyrir níu árum og þá sigruðu Þórsarar í vítaspyrnu- keppni eftir hörkuspennandi við- ureign. SH Athafnasvæði Skotfélags Akureyrar í Glerárdal: Fyrirhugað að setja upp trappvöll og riffilbraut Fyrirhugað er að setja upp olympískan trappvöll og riffil- braut samkvæmt ströngustu kröfum sem gerðar eru til slíkra valla í Evrópu á athafnasvæði Skotfélags Akureyrar í Glerár- dal. Erindi þess efnis, frá Hannesi Haraldssyni, formanni Skotfélags Akureyrar, var tekið fyrir á fundi bæjarráðs á dögunum, þar sem hann sótti um leyfi til skipulags- breytinga á svæði félagsins. Erind- inu fylgdi nýr uppdráttur af svæð- inu, unnin af Ivari Ragnarssyni, byggingafræðingi á Akureyri. Um- hverfisnefnd tók málið fyrir og leggur til fyrir sitt leyti að orðið verði við erindinu en málið er nú í höndum skipulagsnefndar og eru allar líkur á að af þessu verði. Fyrirhugaður riffilvöllur verður niðurgrafinn og glæsilegur. Um er að ræða 300 m braut í U-laga gryfju og hönnunin er slík að ekki verður mögulegt að skjóta upp fyr- ir brúnina. Farið verður eftir staðli Heimssambands skotíþróttamanna við byggingu vallarins. Trappvöllur er annars konar og meginuppistaðan er sjálfvirkur skífuþeytir, sem skýtur diskum í mismunandi áttir. Fimm skotstöð- ur eru fyrir aftan vélina og skot- maður færir sig milli palla eftir hvert skot. Áætlað er að trappvöllurinn verði settur upp síðar í sumar og byrjað verður að ryðja jarðveg fyr- ir riffilvöllinn og hann mótaður í haust en næsta vor hefjast fram- kvæmdir. SH Umdeilt atvik í síðustu bikarviðureign KA og Þórs. Gunnar Már Másson, sem þá leiddi sóknarlínu KA, og Lárus Sigurðsson, fyrrum markvörður Þórs, kijást um boltann langt úti í vítateig Þórsara. Gunnar Már náði bolt- anum og skoraði en Lárus iá óvígur eftir og Þórsarar heimtuðu aukaspyrnu en fengu ekki. KA sigraði 2:0. Mynd: Golli. Heimasíða Liverpool-klúbbsins flutt: Boltinn í beinni á netinu Jaðarsvöllur n.k. laugardag: Opna Ariel Ultra-mótið Næstkomandi laugardag verður opið golfmót, Ariel Ultra-mótið, á Jaðarsvelli á Akureyri. Keppt verður í karla-, kvenna- og ung- lingaflokki, með og án forgjafar. Ariel Ultra-mótið er 18 holu golfmót, þar sem aukaverðlaun verða veitt fyrir að vera næst holu á öllum par 3 brautum vallarins, dregið verður í happdrætti í lok móts og ef leikin er hola í höggi á 4. eða 18. braut er Ping golfsett í verðlaun. Að venju verður Greifamót á morgun á Jaðarsvelli og er þetta fimmta mótið í sumar. SH Liverpool-klúbburinn á íslandi hefur verið með öfluga starfsemi undanfarið ár og frá síðustu ára- mótum hefur klúbburinn haft heimasíðu á alnetinu með góðum viðtökum. Nú hafa yfír 5000 heimsóknir verið skráðar. Heimasíða Liverpool-klúbbsins er komin með nýtt heimilisfang og er það eftirfarandi: http ://www.est.is/Li verpool Flutningurinn var nauðsynlegur vegna þess að ísmennt, þar sem síðan var áður, hefur hætt allri þjónustu við einkanotendur. Jón Geir Sigurbjömsson hefur haldið síðunum við í samvinnu við Liverpool-klúbbinn á Islandi og hafa þær verið geymdar á Akur- eyri. Síðumar verða áfram á Akur- eyri en hjá nýjum aðilum, EST. Þar er að finna yfirlit yfir leiki Liverpool fyrir tímabilið 1996-97 og ýmsar fréttir, úrslit o.s.frv. Klúbburinn hefur gert tvo mjög at- hyglisverða samninga við stærstu Liverpool-heimasíðu á netinu. Annar samningurinn er um frétta- öflun og tryggir hann Liverpool- aðdáendum nýjustu fréttir, þýddar á íslensku og uppfærðar daglega frá og með 15. júlí og út þetta tímabil. Hinn samningurinn er við fyrirtækið Intemation og er kannski öllu athyglisverðari. Hann felur í sér einkarétt á beinum út- sendingum frá knattspymuvöllum á Englandi á intemetinu í vetur. Þetta er algjör nýjung en þetta er á svokölluðu „java“ formi og var þetta prufukeyrt á meðan á EM stóð. Klúbburinn fylgdist með úr- slitaleiknum á netinu, samhliða beinni útsendingu sjónvarpsins og reyndist kerfið mjög vel. Enn hefur ekki verið gefin út dagskrá fyrir þessar beinu útsendingar en stefnan er sú að vera með alla heimaleiki Liverpool í vetur „í beinni." (Úrfréttatilkynningu) Með kork og kút Jafnvel fremsta sundfólk heims þarf að nota hjálpartæki í lauginni. Hér sést japanska sundkonan Hitomi Kashima á æfingu fyrir Ófympíuleikana en hún mun keppa í 100 og 200 m flugsundi og þykir líkleg til að blanda sér í baráttuna um gullið í 200 metrunum þrátt fyrir að hún sé aðeins 16 ára. Hundrað ár eru síðan Ólympíuleikarnir voru endurvaktir í þeirri mynd sem nú þekkist en árið 1896 voru þeir haldnir í Aþenu í Grikklandi. Þá voru keppendur alls 280 frá 13 lönd- um og keppt var um 45 gullverðlaun. Þróunin hefur verið hröð og í Barcelona fyrir fjórum árum voru keppendur 9.465 frá 159 löndum og keppt um 260 gullverðlaun. Nú mæta um 10.800 íþróttamenn til leiks og þar af eru 3.800 konur og er það 40% aukning frá því fyrir fjórum árum. Fulltrúar 197 þjóða munu keppa um 271 gullverðlaun í 26 íþróttagreinum. Barkley kærður fyrir barsmíðar Körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley var sl. föstudag kærður fyrir líkamsárás á 23 ára New York-búa, sem fer fram á 50.000 dollara eða 3,5 milljónir króna í skaðabætur. I ákærunni kemur fram að Barkley barði manninn nokkrum sinnum í höfuð og andlit á skemmtistað í Cleveland, þar sem Barkley var að skemmta sér með félögum sínum í Draumaliði III. Barkley ber því við að maðurinn hafi verið dónalegur við fylgdar- konu sína og hafi síðan ráðist á sig og hann hafi aðeins verið í sjálfs- vöm. SH Charles Barkley í baráttu við Oscar Schniidt frá Brasilíu í æflngaleik á dögunum. Maður bað sér konu á Ólympíuleikvanginum Til að fjármagna byggingu nýja Ólympíuleikvangsins í Atlanta, The Centennial Olympic Park, voru seldir 325 þúsund múr- steinar fyrir 35 dali eða tæpar 2500 krónur stykkið. Þannig söfnuðust rúmlega 800 milljónir króna til byggingarinnar. Hver og einn múrsteinn er áletraður með persónulegum skilaboðum frá kaupandanum. Jeff Speer er einn þeirra sem keypti sér hlut af Ólympíuleik- vanginum með þessum hætti og hann vildi með þessu sanna ást sína fyrir kærustu sinni, Joy Di- amond. Á múrstein hans var áletr- unin: „Joy, viltu giftast mér.“ Hann laumaðist síðan með kær- ustuna inn á leikvanginn að kvöld- lagi, kraup á kné og bauð henni demantshring á sama tíma og hún skoðaði áletrunina. Með tárin í augunum tók Joy bónorðinu og öryggisvörður tók myndir af par- inu áður en hann fylgdi þeim út af leikvanginum. SH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.