Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 17. júlí 1996 - landbúnaðarráðherrar Noregs og Svíþjóðar eru konur Á nýloknum fundi landbúnaðar- ráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var á Húsavík, voru tvaír konur í hópi ráðherranna. Annika Ahnberg, landbúnaðarráðherra Svía, og Gunhild Öyangen, land- búnaðarráðherra Noregs. Þær héldu báðar erindi á ráðstefnunni um landbúnaðarmál í sínum heimalöndum, um stöðu mála í þeim efnum í dag og ekki síður stefnumörkun og framtíðarsýn í landbúnaði. Báðar vildu ráðherr- amir undirstrika mikilvægi land- búnaðar ekki bara í Noregi og Svíþjóð heldur á Norðurlöndunum öllum þrátt fyrir að þær byggju við ólíkt atvinnuumhverfi, þar sem Svíþjóð er í Evrópusamband- inu en Noregur ekki. Gunhild Öyangen, landbúnað- arráðherra Noregs, þekkir land- búnaðinn vel, þar sem hún er upp- alin í sveit í Þrændalögum. Hún brautskráðist frá Háskóla í Noregi með áherslu á tungumál, en hefur nú verið landbúnaðarráðherra Noregs í samtals níu ár, tvö tíma- bil og hlé á milli. Gunhild segir mikla áherslu hafa verið lagða á umhverfisvæna landbúnaðarfram- leiðslu á síðustu árum, m.a. með því að spoma við lyfjagöfum til dýranna. Þá hefur styrkjakerfi til bænda allt verið stokkað upp og vonast menn eftir enn meiri hag- ræðingu í framleiðslunni. Land- búnaður í Noregi er að langmestu leyti kjöt- og mjólkurframleiðsla auk afurða unnum úr mjólk og vaxandi grænmetisræktunar. Gun- hild er hér á landi í þriðja sinn, hefur áður komið til Reykjavíkur og skoðaði þá Þingvelli og næsta nágrenni Reykjvíkur og Austfirði hefur hún heimsótt og nú Húsa- vík. „Svo nú hef ég fengið að sjá sýnishom af mörgum ólíkum stöðum á Islandi, hver öðrum fal- legri og ég er ekki hér í síðasta sinn,“ sagði Gunhild Öyangen. Annika Ahnberg, landbúnaðar- ráðherra Svíþjóðar, starfaði hjá neytendasamtökum í heimalandi sínu áður en hún varð ráðherra í mars á þessu ári. „Ég hef alltaf haft áhuga á landbúnaðarmálum og verið meðvituð um mikilvægi landbúnaðar þótt ég sé borgar- bam. Landbúnaður í Svíþjóð er mismunandi eftir því hvort við er- um í suður- eða norður-Svíþjóð. Norðar í Svíþjóð er aðallega SP * Gunhild Öyangen, landbúnaöarráðherra Noregs, Guðmundur Bjarnason og Annika Ahnberg, landbúnaðarráðherra Svíþjóðar. Mynd: GKJ mjólkurframleiðsla en fjölbreytt- ari framleiðsla í suðurhlutanum þar sem láglendið er mest. Ég hef sérstakan áhuga á lífrænni og vist- vænni ræktun í landbúnaði og tel slíka ræktun vera það sem koma skal og í því sambandi má geta þess að Riksdagen, sænska þjóð- þingið, hefur sett sér það markmið að árið 2000 þá verði 10 prósent af öllum sænskum landbúnaði vistvænn og að þessu er markvisst unnið í dag. Það er að mínu mati forréttindi að fá að stýra þessum mikilvæga málaflokki sem land- búnaðurinn er. Ég er á Islandi í fyrsta sinn og er alveg stórhrifin, náttúran er stórbrotin og íslenski hesturinn ógleymanlegur. Ég kem alveg örugglega aftur,“ segir Annika Ahnberg. GKJ (Jmferðarhornið Akstur á malarvegum! Til skamms tíma þekktu íslenskir ökumenn ekki a&ra gerð slitlags en mölina. Akstursþjálfun, leikni og ökuhra&i tóku mi& af því. Nú er öld önnur. Möíin víkur ó&um fyrir bundnu slitlagi, malarvegum fækkar. En um lei& virðast mal- arvegir kalla á æ fleiri slys og óhöpp. Og e.t.v. veldur tilkoma bundna slitlagsins einhverju þar um. Hinum góðu vegum fylgir aukinn ökuhraði jafnt á möl sem malbiki og tækifærum til þjálfunar í akstri á malarvegi fækkar. Okumenn geta lagt sitt a& mörkum til aukins umferðaröryggis með því að hafa þetta í huga: A) Leyfóur hámarkshraði á malarvegi er 80 km/klst„ Ýms- ar aðstæður (sjá liði B - D) lækka hámarkshraðann enn frekarl B) Yfirborð malarvega er laust í sér. Einkum safnast lausa- möl í vegkanta og beygjur. Lausamölin er mjög varasöm! C) Flestir malarvegir eru gömul mannvirki og því mjóir og krókóttir með blindhæðum, þröngum brúm og ræsum! D) Malarvegum fylgir grjótkast. Meiri hraði eykur grjótkast! Fundur landbúnaðarráðherra Norðurlandanna á Húsavík: Tvær konur í ráðherrahópnum Akið varlega - forðist slysin Al MCKIMAD ^óðhústorgi 5 • 600 Akureyri ALIVlLlNlNAK Sími 462 2244 • Fox 462 3631 „Fimm ráð gegn fíkniefnum“: Atakgegn fíkniefnaneyslu á útihátíðum Yfír sumartímann eru ungmenni utan aðhalds skóla, hafa meira fé milli handanna og leita uppi fjör og ævintýr Þá byrja margir ung- lingar að neyta ólöglegra fíkni- efna í skjóli útihátíða sem oft endar með sorglegum hætti. Um síðustu áramót létust 2 ungmenni vegna neyslu á E-pillunni, sem þau komust fyrst í kynni við á útihátíðum, það sama ár. Fjölmiðlar skýrðu frá að eftir síðasta sumar hafi „dóp flætt um landið“ og ntargir unglingar prófað þá í fyrsta sinn eiturlyf. E-pillan er með hættulegustu efnum sem selt hefur verið sem fíkniefni, líkamlegar og andlegar afleiðingar af neyslu þess eru rnun alvarlegri en talið var í fyrstu. Við neyslu E-pillunnar verður neytandinn fyrir miklurn líffæraskemmdum og sálarangist sem oft endar með sjálfsmorði. Flestir neytendur E-pillunnar er ungt fólk, jafnvel einstaklingar sem aldrei hafa neytt annarra fíkniefna. Þeir sem selja dóp svífast einskis fyrir ágóðahlut en nteð ábyrgðarleysi þeirra og glæpa- starfsemi valda þeir óbætanlegu tjóni á iífi og heilsu mörg hundr- uð bama og unglinga. Fíkniefna- salar eru einn ljótasti bletturinn á okkar samfélagi! Nú er að hefjast samstarf Vímulausrar æsku - foreldrasam- taka, Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vömum og IUT-æskulýðssam- taka um átak til að fyrirbyggja eiturlyfjaneyslu unglinga á úti- hátíðum. Átakið nefnist 5 ráð gegn fíkniefnum - líf bamsins er í hættu og byggir á áskorun og ráðgjöf til foreldra unglinga. Fjölmiðlakynning, auglýsingar og bæklingur, sem allir foreldrar 14 og 15 ára unglinga fá sent, verður uppistaðan í átakinu en auk þess mun væntanleg umræða kalla á fleiri aðila sem hafa með málefni unglinga að gera. Það er von þeirra sem að átakinu standa að löreldrar, fjöl- miðlar og þeir aðilar sem skipuleggja útihátíðir sumarsins, taki þátt í ábyrgri umræðu og starfi saman að vímuvömum, áð- ur en skaðinn er skeður. (Fréltalilkynning) Utboð Krossanes - þekja og lagnir Hafnarstjórn Akureyrar óskar eftir tilboðum í þekju, lagnir og Ijósamasturshús á stálþil í Krossanesi. Verkefnið er fólgið í því að leggja ídráttarlagnir fyrir raf- magn og vatn, smíða og koma fyrir tengibrunnum og steypa um 1150 fermetra af þekju og eitt sambyggt Ijósa- og vatnshús. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1996. Útboðsgögn verða afhent á Vita- og hafnamálastofn- un, Vesturvör 2, Kópavogi og á skrifstofu Akureyrar- hafnar, Oddeyrarskála við Strandgötu frá og með mið- vikudeginum 17. júlí, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðvikudaginn 31. júlí, 1996 kl. 11. Hafnarstjórn Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.