Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 17. júlí 1996 - DAGUR - 9 Óskar Þór Sigurbjörnsson var formaður undirbúningsnefndar mótsins. „Enn hafa engin bein viðskiptasambönd opnast í gegnum þetta vinabæja- samstarf. Slíkt getur þó ef til vill þróast í fyllingu tímans. Hitt er svo annað mál að þetta mót hefur að undanförnu hleypt krafti í mannlíf og viðskipti hér í Ólafsfirði.“ Mynd: -sbs. Gefur möguleika í skólastarfi Að vinabæjamótunum slepptum hafa samskipti milli þessara fimm vinabæja helst verið á sviði skóla- og æskulýðsmála. íþróttahópar frá Ólafsfirði hafa farið utan og einnig hafa verið sumarvinnu- skipti unglinga milli bæjanna. „Þetta samstarf gefur möguleika í skólastarfinu ef við höfum afl til og áhuga á. I þessu samstarfi hef- ur ísland af skiljanlegum ástæðum algjöra sérstöðu. Við búum á eyju úti í hafinu, en íbúar hinna vina- bæjanna geta farið í gagnkvæmar heimsóknir með lítilli fyrirhöfn. Hjá okkur kostar þetta miklar til- færingar og peninga - og það sjá- um við að ferðalag gesta okkar hingað er talsvert mál,“ segir Ósk- ar. Hann segist binda vonir við að efla megi þetta samstarf með nýj- um möguleikum, svo sem með tölvusamskiptum og þá geti ýmsir styrkir, innlendir sem erlendir, greitt fyrir ferðum ungs fólks milli þessara staða. Umhverfíð fegrað „Enn hafa engin bein viðskipta- sambönd milli fyrirtækja opnast í gegnum þetta vinabæjasamstarf, enda er slfkt ekki meginmarkmið. Slíkt getur þó ef til vill þróast í fyllingu tímans. Hitt er svo annað mál að þetta mót hér hefur að und- anförnu hleypt lífi í mannlíf og viðskipti hér í Ólafsfirði. Ungling- ar bæjarins hafa haft kappnóg að gera við að fegra umhverfið hér og þá hafa viðskipti við ferðaþjón- ustufyrirtæki í bænum tekið kipp,“ sagði Óskar Þór. Sem kunnugt er gegnir Óskar Þór Sigurbjömsson starfi skóla- stjóra Gagnfræðaskólans í Ólafs- firði. Með hliðsjón af því starfi annars vegar og hins vegar út frá hinu norræna samstarfi, sem hann vinnur að sem áhugamaður, var hann inntur eftir því hvort hann teldi rétt að breyta núverandi fyr- irkomulagi í tungumálakennslu grunnskóla: að byrja kennslu í dönsku á undan enskunni. Danskan verði áfram fyrsta mál „Eg var í ensku í mínu fyrsta há- skólanámi, er enskukennari og hef stundað háskólanám í enskumæl- andi löndum eingöngu. Einnig hef ég unnið að umfangsmiklum ung- lingaskiptum á vegum Rótarý- hreyfingarinnar við enskumælandi lönd, en ligg samt ekkert á þeirri Á laugardagsmorgun var grillveisla í Ólafsfirði, samfara vinabæjamótinu, og var hún haldin við og inni í félags- heimilinu Tjarnarborg. Mynd: -sbs. Bæjarstjórnir hinna fimm norrænu vinabæja héldu á laugardagsmorgun sameiginlegan fund í Húsi aldraðra. Við borðsendann á þessari mynd má sjá Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóra, og fremst í hægri röð er Þorsteinn Ásgeirs- son, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar. Mynd: -sbs. Mótsgestir leggja upp í útreiðartúr um Ólafsfjörð. Mynd: Múli - fréttabiað. Æska Ólafsfjarðar bauð jafnöldrum sínum sem þátt tóku í vinabæjamótinu í sundlaugarpartý á laugardagskvöld. Mynd: múií - fréttabiaB. skoðun minni að ég vil áfram sjá Norðurlandamál vera fyrsta er- lenda tungumálið í grunnskólum hér á landi. Þá gildir einu hvort um er að ræða dönsku, norsku eða sænsku. En þar sem við höfum þróað kerfi til dönskukennslu hér á landi er ekki ástæða til að breyta því. Nám í einu þessara rnála kemur að gagni við að ná tökum á hinum. Sameiginlegan menning- ararf og skyldleika eigum við að rækta og svo liggur leið okkar ís- lendinga svo oft til Norðurland- anna, hvort heldur er til náms eða starfa og að því leyti er kunnátta í þessum málum okkur mikilvæg. Eg hef haft ánægju af því að nota mína menntaskóladönsku og þá kunnáttu hef ég þróað til að geta bjargað mér einnig í sænsku og norsku. Þá sér maður hve undir- staðan sem fæst með dönskukunn- áttu er mikilvæg og því er full ástæða til að halda því tungumáli hátt á lofti í skólastarfinu," sagði Óskar Þór Sigurbjömsson. -sbs. Verslunarráð íslands: Sveitarfélögin yfirtaki rekstur kirkjugarðanna Verslunarráð íslands hefur ritað Þorsteini Pálssyni, kirkjumála- ráðherra, bréf þar sem þess er eindregið óskað að hann taki upp á ný lagalega skipan kirkju- garðsmála með það að mark- miði að þau verði alfarið færð undir umsjá sveitarfélaga. Hvatt er til þess að ráðherra, sem og Alþingi, Samband íslenskra sveitarfélaga og Þjóðkirkjan vinni bráðan bug að því í sam- einingu að koma umgerð og um- sjá kirkjugarða á það sem ráðið kallar „eðlilegan grundvöll sem verndaðra helgireita og skrúð- garða í trúfrjálsu umhverfi.“ í frétt frá Verslunarráði íslands segir að tímabært sé að sveitarfé- lögin í landinu yfirtaki rekstur kirkjugarða. „I kirkjugarðalögum hafa þau verið skylduð til þess um langan tíma að leggja fram endur- gjaldslaust hæfileg kirkjugarða- stæði, frágengin og girt. Hins veg- ar hefur sérstökum kirkjugarða- stjómum innan Þjóðkirkjunnar verið falinn reksturinn en á grund- velli sérskatts, kirkjugarðagjalda, sem er að fjara út í samræmi við ákvörðun Alþingis. Því liggur beint við að sveitarfélögin taki þetta verkefni alfarið að sér og að þar með falli saman í einn farveg stofnkostnaður og rekstrarábyrgð í þessu efni,“ segir í greinargerð Verslunarráðs. í umsögn um frumvarp að nú- gildandi kirkjugarðalögum vakti Verslunarráð athygli á að umsýsla sveitarélaga eftir settum lögum og reglum myndi leysa Þjóðkirkjuna undan rekstrarábyrgð, sem hún hafi ekki haft nægjanlegt vald á og hafi auk annars leitt til þess að skatttekjur til kirkjugarðareksturs hafi verið notaðar umfram laga- heimildir til annarar starfsemi, s.s. í þágu samkeppni við fyrirtæki í útfararþjónustu. I því efni sé nú fallinn Hæstaréttardómur um misnokun skatttekna Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma og ágreiningsmál um hliðstæð efni séu til umfangsmikillar umfjöllun- ar um þessar mundir hjá Sam- keppnisstofnun. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.