Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 17. júlí 1996 Hinum góðu gestum var boðið að Kieifum við utanverðan Ólafsfjörð. Hér sést Hálfdán Krist- jánsson, bæjarstjóri, bjóða mönnum íslenskan hákarl og brennivín. Mynd: Óskar Gísiason. Kirkjukór Ólafsfjarðar söng við setningu vinabæjamótsins. Kynnir við setningarathöfnina var Óskar Þór Sigurbjörnsson, skólastjóri og formaður undirbúningsnefndar mótsins. Ljósm: Múli - fréttablað. Lillas og Nordskogen Skolekorps og Fagerheim Skolekorps, 70 manna sameinuð skólalúðrasveit frá Horten/Borre í Noregi, Iék á vinabæjamótinu í Ólafsllrði, en þar í bæ er mikil og sterk hefð fyrir starfi lúðrasveita og leika þær ævinlega við upphaf sameiginlegra vinabæjamóta Ólafs- fjarðar, Horten/Borre, Kalskrona í Svíþjóð, Hilleröd í Danmörku og Lovisa í Finnlandi. Þessi mynd var tekin af lúðrablásurunum knáu í félagsheimilinu Tjarnarborg. Mynd: -sbs. Fjölsótt vinabæjamót var í Ólafsfírði um síðustu helgi: Gestafjöldinn þrefaidaðist frá síðasta móti - rætt við Óskar Þór Sigurbjörnsson, formann undirbúningsnefndar Um 260 gestir frá vinabæjum Ólafsfjarðar á Norðurlöndunum sóttu norrænt vinabæjamót, sem þar var haldið um síðustu helgi. Vinabæirnir eru Hilleröd í Dan- mörku, Horten/Böre í Noregi, Kalskrona í Svíþjóð og Lovisa í Finnlandi og skiptast þessir bæir á um að haldin mót á tveggja ára fresti. Síðast var vinabæja- mót haldið í Ólafsfirði árið 1986 og sóttu það þá rösklega 100 gestir. Nú, þegar röðin kemur að Ölafsfirðingum aftur, hefur Qöldi gesta nær þrefaldast. Óskar Þór Sigurbjömsson, for- maður undirbúningsnefndar móts- ins, kveðst ánægður með fram- kvæmd þess og ekki síður hve virkan þátt bæjarbúar tóku í hátíð- arhöldum. Dagskrá vinabæjamóts- ins var þéttskipuð frá upphafi til enda, en það hófst á föstudags- morgun með skrúðgöngu og lúðrablæstri um götur bæjarins. Síðan tók við formleg setningarat- höfn við félagsheimilið Tjamar- borg. Eftir hádegi var farið í kynnisferðir um bæinn og ná- grenni með gesti, svo sem í sigl- ingu með togaranum Múlabergi að Bergrisunum í Ólafsfjarðar- múla og að Hvanndalabjargi. Sögusýningin Horfðu glaður um öxl var í Tjarnarborg - auk þess sem tónleikar voru haldnir, ung- lingar skemmtu sér í sundlaugar- partýi og gestir skiptust á gjöfum og góðum óskum. Tröllaskagatvíþraut A laugardagsmorgun var efnt til Tröllaskagatvíþrautar, fulltrúar vinabæjanna fimm héldu sameig- inlegan fund, grillhátíð var við Tjamarborg og þar lék Lillas og Nordskogen Skolekorps og Fager- heim Skolekorps, sem er 70 manna sameinuð skólalúðrasveit frá Horten/Borre og nágrenni við Frá setningu vinabæjamótsins á föstudagsmorgun. Lúðrasveit í fylk- ingarbrjósti. Ljósm: Múli - fréttablað. frábærar undirtektir. Þá var mark- aður við og í Tjamarborg, ýmsar skemmtiferðir vom farnar um fjörðinn og nágrenni hans - og um kvöldið var lokahóf mótsins hald- ið, svo fáein dagskráratriði laugar- dagsins séu nefnd. Á sunnudag var samnorræn guðsþjónusta í Ól- afsfjarðarkirkju og laust eftir há- degi þann dag yfirgáfu hinir góðu gestir staðinn og em nú væntan- lega flestir komnir til síns heima. Hinir norrænu gestir gistu jafnt á Hótel Ólafsfirði, í skólunum eða á heimilum bæjarins - og fléstir reyndar á síðastnefndu stöðunum. Óskar Þór Sigurbjörnsson segir að margir Ólafsfirðingar hafi kostað kapps að fá gesti inná heimili sitt til að geta þannig kynnst þeim og viðhorfum þeirra. Óft hafi tekist góð og langvarandi kynni meðal fólks með þessu upphafi. Einnig segir Óskar að með þessu náist fram almenn virkni bæjarbúa í samstarfinu; vinabæjastarf sé ekki einvörðungu á meðal bæjarfulltrúa og embættismanna, heldur sé kappkostað að virkja krafta sem flestra. Vaxandi áhugi „Hinir erlendu gestir undra sig á ýmsu hér í bæ, svo sem uppbygg- ingunni hér og ýmiskonar aðstöðu sem hér er að hafa. Það er mitt álit að hér sé vaxandi áhugi^ á vina- bæjasamskiptum. Við Ólafsfirð- ingar fórum inn í þessa vinabæja- keðju með Hilleröd í Danmörku, Horten í Noregi, Kalskrona í Sví- þjóð og Lovisa í Finnlandi árið 1977 og höfum reynt að standa okkur í stykkinu. Samskiptin hafa verið með ýmsu móti og að þeim hafa komið bæði fyrirtæki, fólk, félög þess og stofnanir og menn sýnt þessum málum áhuga. Nor- ræna félagið í Ólafsfirði er þunga- miðjan utan um þetta norræna starf. Það er að vísu ekki fjöl- mennt félag, en sá hópur sem stendur að því er afskaplega sam- hentur og sterkur," segir Óskar Þór Sigurbjömsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.