Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 17.07.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Miðvikudagur 17. júlí 1996 - DAGUR - 3 Sauðkrækingar taka við sorpi frá Siglfirðingum: „Greiði við nágrannana" Bæjarráð Sauðárkróks hefur samþykkt að taka við sorpi frá Siglufírði til urðunar. Siglfirð- ingar hafa verið í vandræðum með sorp sitt að undanförnu, eftir að ákveðið var að hætta að brenna það í sorpbrennslunni skammt utan bæjarins. Hafa þeir m.a. leitað fyrir sér á Akur- eyri og á Blönduósi en fengið neitun á báðum stöðum. „Við erum að gera nágrönnum okkar greiða,“ sagði Bjöm Sigur- bjömsson, formaður bæjarráðs Sauðárkróks, aðspurður um þessa greiðvikni Sauðkrækinga. Sorp Siglfirðinga verður urðað með sorpi heimamanna á svokallaðri Reykjaströnd, rétt fyrir utan bæ- inn. Björn segir þennan stað þó ekki bjóða upp á urðun til langs tíma. „Við verðum komnir í vand- ræði eftir nokkur ár og menn hafa verið velta fyrir sér að hefja leit að nýjum urðunarstað," sagði Björn. HA Strandgata 7 og 9 til sölu - til niðurrifs eða viðgerðar Kaupfélag Eyfirðinga og Verka- lýðsfélagið Eining hafa auglýst húseignirnar á Strandgötu 7 og 9 og eignarlóðina Strandgötu 9 til sölu. Byggingarnar hýstu áð- ur Kaupfélag verkamanna, en frá 1969 hefur húsgagnaverslun- in Augsýn verið þar til húsa. Akureyrarbær hefur þegar key.pt lóðina Strandgötu 7 í tengslum við framkvæmdir í miðbænum, þar sem hluti henn- ar fór undir malbik. Að sögn Sigurðar Jóhannes- sonar, aðalfulltrúa hjá KEA, er ætlunin að selja eignimar í einu lagi, og er afhending eignanna bundin uppsagnarfresti Augsýnar, sem er u.þ.b. eitt ár. Aðspurður um hvort hægt væri að kaupa hús- in til niðurrifs, sagði Sigurður að eigendur settu engin skilyrði vegna eignanna, utan uppsagnar- frests Augsýnar, en auðvitað þyrfti kaupandi að hlíta bæjar- skipulagi. Strandgata 7 er um 480 fer- metrar og er brunabótamat á eign- inni 8,5 milljónir, en Strandgata 9 er 600 fenrietrar og metin á 20 milljónir. í tillögu um deiliskipu- lag fyrir norðurhluta miðbæjar, sem lögð var fram í vor, er gert ráð fyrir að húsin megi hvort held- Ólafsfjörður: Foreldrafélagið gróðursetur Foreldrafélag skólanna í ÓI- afsfirði sendi bæjarráði er- indi á dögunum þar sem far- ið var fram á að skólunum yrði úthlutað landsvæði aust- an Óiafsfjarðarvatns í landi Burstabrekku. f forsvari fyrir hópnum er mikill áhugamað- ur um skógrækt, Þorvaldur Jónsson, best þekktur sem markvörður 1. deildar liðs Leifturs í knattspyrnu. Bæjarráð afgreiddi erindið þannig að samþykkt var að verða við því, rneð fyrirvara urn að ekki korni fram aðilar sem geri kröfu um afnotarétt á svæðinu. Strax daginn eftir var síðan drlflð í að gróðursetja plönturnar. Kaup á plöntum í þetta verkefni voru annars vegar fjámtögnuð með fram- lagi úr svokölluðum Yrkju- sjóði, sem stofnaður var fyrir tilstuðlan frú Vigdísar Finn- bogadóttur, forseta. Hins vegar var foreldrafélagið með fram- lög á móti frá fyrirtækjuin í bænum. Þarna er verið að leggja grunn að trjálundi, sem tengjast myndi jgöngustíga- svæði meðfram Olafsfjarðar- vatni, að sögn Hálfdáns Krist- jánssonar, bæjarstjóra. HA ur er standa eða víkja, en ef þau verða rifin þarf að byggja hús í þeirra stað, sem taka mið af gömlu byggingununt, þ.e. verði stakstæð, tveggja eða þriggja hæða og lengd húsalínunnar um tuttugu metrar. í tillögunni segir einnig að ef húsin eigi að fá að standa sé ljóst að þau þarfnist viðgerðar, en þau eru hluti af húsalínu Strandgötu, frá Oddeyrartanga og mikilvæg fyrir útlit bæjarins. Benjamín Jósefsson, eigandi Augsýnar, sagðist í gær ekki geta sagt til unt hvað tæki við hjá sér og versluninni, þar sem hann hefði ekki vitað af söluáformun- um. shv Verði húsin rifin er skilyrði að byggja ný í staðinn og þarf útlit þeirra að taka mið af þeim gömlu. Mynd: BG Kaldur sjór og ördeyða í Smugunni í Barentshafi: Útgerðir halda að sér höndum - slæmar afleiðingar fyrir þjóðarbúið ef Smuguveiðar bregðast Enn er alger ördeyða í Smug- unni í Barentshafi og þau skip sem þar eru láta reka. Sjór er enn mjög kaldur og ekki er búist við að veiðin glæðist fyrr en tunga með hlýrri sjó nær þang- að. Nokkuð er um að útgerðir séu farnar að halda að sér hönd- unum með að senda skip sín í Smuguna og vilja menn bíða eft- ir að eitthvað gerist, að sögn Péturs Arnars Sverrissonar hjá LÍU. Þannig átti t.d. Sléttbakur EA, skip Utgerðarfélags Akur- eyringa, að halda í Smuguna í gærmorgun, en frá því var horf- ið og fór skipið þess á stað á veiðar í gærkvöld, innan land- helgi. Margrét EA, skip Sam- herja, fór frá Akureyri á laugar- dagskvöld, áleiðis í Smuguna. Tveir togarar Fiskiðjunnar Skagfirðings er komnir í Smuguna og eru menn að brýna hnífana, eins og Gísli Svan Einarsson, út- gerðastjóri fyrirtækisins orðaði það. Hann segir fráleitt að örvænta enn þó fiskurinn láti á sér standa. „Þetta byrjaði 11. júlí 1994, 15. júlí 1995 og samkvæmt því ætti þetta að byrja 20. júlí núna,“ sagði hann í léttum tón. „Við vitum auðvitað ekkert hvenær þessi heiti sjór kemur þama en við erum tiltölulega ró- legir enn þá. Það sem hefur gerst í Smugunni um miðjan júlí til fjölda ára er að tunga með hlýrri sjó kemur sunnan að og í henni er fiskurinn í óhemju magni. Auðvit- að er ekkert hægt að fullyrða hvort fiskurinn kemur en þetta er eini valmöguleikinn sem við höf- um þegar kvótinn er búinn. Þetta er ekkert öðru vísi en önnur út- gerð. Þú veist ekki þegar þú legg- ur upp í veiðiferð hvort þú hittir í afla eða ekki,“ sagði Gísli. Fjórir af fimm togurum fyrirtækisins verða í Smugunni við veiðar. Tveir eru þegar komnir sem fyrr segir, Málmey SK leggur af stað í kvöld og Skagfirðingur SK um helgina. Fari svo að Smuguveiðar bregðist hefði það slæmar afleið- ingar í för með sér fyrir þjóðarbú- ið. Að sögn Ásgeirs Daníelssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, hafa íslensku skipin verið að veiða 35-36 þúsund tonn á ári sl. tvö ár. Brúttó útflutningsverðmæti þess afla nemur um 4-4,5 milljörðum króna. „Gróflega reiknað höfum við talið að um 60% af brúttó and- virðinu sé innlend verðmætasköp- un. Það er þá á bilinu 2-2,5 rnillj- arðar og það er sú upphæð sem þjóðarbúið yrði af ef veiðar myndu bregðast, að viðbættum þeim kostnaði sem útgerðir verða fyrir við að fara þama norðureftir og fá ekki bein úr sjó,“ sagði Ás- geir. Þessi upphæð svarar til um 0,5% af landsframleiðslu og myndi því segja til sín í minni hagvexti. En sem fyrr segir er allt of snemmt að gera ráð fyrir að veiðar bregðist. HA Útgerðarfélag Akureyringa frestaði för Sléttbaks í Smuguna í gær og sama hafa fleiri útgerðir verið að gera. Enn er þó engin ástæða til að afskrifa Smuguveiðar. Mynd: BG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.