Dagur - 25.07.1996, Side 4

Dagur - 25.07.1996, Side 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júlí 1996 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1600 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 150 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGISÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (fþróttir), BLAÐAMAÐUR HÚSAVÍK - GUÐRÚN K. JÓHANNSDÓTTIR SÍMI Á SKRIFSTOFU 464 1585, FAX 464 2285. HEIMASÍMI BLAÐAMANNS Á HÚSAVÍK 464 1547 LJÓSMYNDARI: BJÖRN GÍSLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 LEIÐARI------------------- Loftpressudýrkunin Sumarið er tími athafna, þegar fólk gerir við híbýli sín. Birtuna verður að nýta sem best og því má víða sjá byggingapalla við hús yf- ir sumartímann. Ekki síst ber á viðgerðum á fjölbýlishúsum, sem eru oft mjög kostnaðar- samar og koma við pyngju íbúðaeigenda. Sérfræðingar á Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins hafa á undanförnum árum unnið að ítarlegri úttekt á sprunguviðgerð- um á steinsteyptum húsum hér á landi og komist að raun um að á því sviði hafa menn vaðið elginn og kapp hafi oft verið meira en forsjá. Niðurstaðan hafi því í mörgum tilfell- um verið sú að íbúðaeigendum hafi verið gert að punga út mun hærri upphæðum í viðgerðarkostnað en nauðsynlegt hafi verið. Og meira að segja hafa sérfræðingar orðað það svo að verkfræðistofur og iðnaðarmenn hafi með ómældu múrbroti skapað sér at- vinnu á fölskum forsendum, húseigendum hafi í stórum stíl verið talin trú um að nauð- synlegt væri að brjóta svo og svo mikið upp úr sprungum og múra síðan aftur yfir. Niðurstaða Rannsóknastofnunar bygg- ingariðnaðarins er í stórum dráttum sú að allt of langt hafi á undanförnum árum verið gengið í sprunguviðgerðum húsa hér á landi og reikningar húseigenda hafi því ver- ið allt of háir. Þetta er vissulega alvarlegur hlutur og úr því væri fróðlegt að fá skorið hverjir bera á því ábyrgð að húseigendur hafa verið að greiða miklu hærri sprungu- viðgerðarreikninga en í raun hafi verið nauðsynlegt. Ef til vill voru þessi vinnu- brögð samkvæmt þess tíma bestu vitn- eskju? Hvað sem því líður, er ánægjulegt að margir iðnaðarmenn og verkfræðistofur hafa snúið af þessari braut loftpressu- og múrsögunardýrkunar og skynsemin ræður við viðgerðir steinhúsa. Það mun þegar til lengri tíma er litið spara húseigendum og þar með þjóðfélaginu öllu ómælda fjármuni. Nýlega voru reikningar Ólafs- fjarðarbæjar fyrir árið 1995 afgreiddir í bæjarstjóm. Þeir reikningar sýna verstu stöðu bæj- arins frá upphafi og er Ólafsfjarð- arbær nú eitt af skuldsettustu og verst reknu bæjarfélögum lands- ins. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti en engu að síður verð- um við að horfast í augu við þá staðreynd. Með reikningunum fylgdi greinargerð frá endurskoð- endum bæjarins þar sem varað er við mjög slæmri stöðu og rakin nokkur atriði úr reikningunum. Þær tölur sem hér eru birtar eru teknar úr þessari greinargerð. Hærri tekjur - Meiri skuldir Fjárhagsáætlun fyrir árið 1995 gerði ráð fyrir að tekjur umfram gjöld yrðu 3,9 milljónir en sam- kvæmt reikningum ársins urðu gjöld umfram tekjur 42,4 milljónir eða 46,3 milljónir umfram áætlun. Ef tekið yrði tillit til eignfærslu félagslegra íbúða fæm heildar- gjöld umfram tekjur 93,6 milljónir fram úr áætlun. Gert var ráð fyrir því að tekjur bæjarins yrðu 164,6 milljónir en þær urðu 171 milljón, sem er um 3,9% meira en gert var ráð fyrir. Aætlað var að rekstur mála- tlokka að frádregnum tekjum yrði 112.4 milljónir en fór 33% fram úr áætlun og endaði í 149,5 millj- ónum. Munar þar um gjaldfærslu ábyrgða- og niðurfærslu krafna Glits hf. sem nema 10,6 milljón- um. Gjaldfærð og eignfærð fjárfest- ing bæjarins nam 33,9 milljónum og fór 69,5% fram úr áætlun. Rekstur málaflokka fór 13,4 milljónir fram úr áætlun. Heildar ráðstöfun bæjarins um- fram tekjur námu 117,7 milljónum en gert hafði verið ráð fyrir 5,2 milljónum í áætlun. Þama munar 106.5 milljónum króna. Peningaleg staða bæjarins hef- ur versnað um 90 milljónir á árinu 1995 og er hún nú neikvæð um 358,9 milljónir. Heildarskuldir bæjarins námu í lok síðasta árs 441 milljón króna eða sem nemur 369 þúsundum á hvem íbúa Ólafsfjarðarbæjar. Það er nærri 80 þúsund krónum meira en árið áður á hvem íbúa. Það þarf næstum þriggja ára óskertar tekjur „Hvaða þjónustu gætu þeir ætlað að skera niður? Hætta með vinnuskólann? Hækka leikskólagjöldin eða draga úr starfseminni þar? Skera niður þjón- ustu við aldraða? Lækka framlög til íþróttamála? Draga úr starfsemi tónskólans? Jafnvel að hætta kennslu í einhverjum fögum skólans?“ til að geta greitt skuldimar. End- urskoðandinn bendir á að bærinn hafi gengið í sjálfsskuldarábyrgð vegna Glits hf. án nokkurra bak- trygginga en slíkt er óheimilt sam- kvæmt sveitarstjómarlögum. Jafn- framt er bent á að óuppgerð séu mál vegna íbúða sem farið hafa í gegnum hendur bæjarstjómar og brýnt sé að koma á hreint. Margt fleira þessu lfkt væri hægt að tína úr skýrslu endurskoðenda, en þetta látið nægja í biii. Aðvörunarorð Endurskoðandi bæjarins varar mjög við slæmri stöðu bæjarins og leggur ofuráherslu á að brugðist sé við hið fyrsta. Orðrétt segir í skýrslunni: „Þessi mikla skuldsetning og slœma veltufjárstaða hlýtur að vera áhyggjuefni... Á nœstu árum mun fjármagnskostnaður fara vaxandi vegna mikillar skuldsetn- ingar auk þess sem greiðslubyrði lána verður þung.“ Endurskoðandinn bendir á að rekstur málaflokka hafi farið úr 71% af tekjum á árinu 1993 í 98% á síðasta ári. Á sama tíma hefur gjaldfærð fjárfesting verið á bilinu 40-60% af tekjum. Síðan segir endurskoðandinn: „Afleiðing þessa er veruleg skuldasöfnun bœjarfélagsins. Ef gert er ráð fyrir að rekstur mála- flokka verði um 80% af tekjum miðað við óbreyttar tekjur á nœstu árum, má búast við því að um 18- 23 milljónir vanti til greiðslu langtímalána. Það er því fullvíst að greiðslustaða bœjarins verður mjög erfið á nœstu árum og stefna verður að varanlegri skuldalœkk- un. “ Hvað er framundan? Eins og einhverjir muna þá lofuðu sjálfstæðismenn því að lækka skuldir bæjarins um 50 milljónir á kjörtímabilinu. Af framansögðu er ljóst að það loforð var gefið út í bláinn og verður ekki staðið við það. Við fyrri umræðu um reikn- ingana töldu flestir bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra að staða bæjar- ins væri mjög slæm og lýstu sig reiðubúna að gera eitthvað í mál- inu. Þrátt fyrir að eftir því væri Björn Valur Gíslason. Björn Valur Gíslason, bæjarfulltrúi Vinstrimanna og óháðra í bæjarstjórn Ólafsfjarðar, varar í þessari grein við erfiðri skuldastöðu bæjarfélagsins. Þessi mynd er frá Ólafsfirði. gengið komu hins vegar engar til- lögur frá meirihlutanum um ráð- stafanir til að bæta stöðuna. Einn bæjarfulltrúi meirihlutans benti á að skera þyrfti niður þjónustu án þess að tilgreina hvar og var greinilegt að engin markviss vinna er í þessum málum hjá meirihlut- anum. Hvaða þjónustu gætu þeir ætlað að skera niður? Hætta með vinnuskólann? Hækka leikskóla- gjöldin eða draga úr starfseminni þar? Skera niður þjónustu við aldraða? Lækka framlög til íþróttamála? Draga úr starfsemi tónskólans? Jafnvel að hætta kennslu í einhverjum fögum skól- ans? Eða horfir meirihlutinn til þess að geta skorið niður í gmnn- skólanum nú þegar sveitarfélagið tekur við öllum rekstri skólans af ríkinu? Við þessu eru engin svör til en það hlýtur að verða að bregðast við slæmri stöðu bæjarins ekki seinna en í dag. Það ber hins veg- ar að vara við þeim hugmyndum bæjarfulltrúans að helsta ráðið sé að skera niður þjónustu við íbúa bæjarins. Þegar það er gert er van- inn að niðurskurðurinn lenti þar sem síst skyldi og fyrirstaðan er minnst. Það er hins vegar áhyggjuefni þegar meirihluti bæj- arfulltrúa í sveitarfélagi jafn skuldsettu og Ólafsfjarðarbær er í dag segist ekki getað tekið undir það að staða bæjarins sé mjög slæm. Það er varla hægt að ætlast til þess að róttækar tillögur til úr- bóta komi frá mönnum með slíkt hugarfar. Ég tel rétt til að undirstrika al- vöru málsins, að vitna í lokaorð endurskoðanda bæjarins um reikn- inga Ólafsfjarðarbæjar fyrir árið 1995: „Af framansögðu er Ijóst að fjárhagslega staða bœjarfélagsins er mjög slœm. Rekstur bœjarfé- lagsins tekur til sín mestan hluta tekna hvers árs og skuldir eru miklar. Því þarf að gœta ítrustu aðhaldsaðgerða og leita allra leiða til að lækka skuldir bœjarfé- lagsins svo það geti staðið við skuldbindingar sínar í framtíð- inni. “ Svo mörg vom þau orð. Björn Valur Gíslason. Höfundur er bæjarfulltrúi minnihlutans í bæjar- stjóm Ólafsfjarðar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.