Dagur - 25.07.1996, Síða 5

Dagur - 25.07.1996, Síða 5
Fimmtudagur 25. júlí 1996 - DAGUR - 5 Bréf firá Partaborg Dagurinn í dag, miðvikudagur 17. júlí, er „dagur“ í a.m.k. tvennum skilningi. Til viðbótar því að enn rann upp einn slíkur kom Dagur með stórum staf í póstinum, heill vikuskammtur. Langþráðar fréttar af loðnuveiði, framhaldssögunni um UA bréfin, afmælishátíðum og öðru slíku voru lesnar upp til agna. Liðsmenn Dags, sem dvelja er- lendis eru iðnir við að senda blað- inu pistla og með þeim berst and- blær svo víða að sem frá Frakk- landi og Jórdaníu. Hér fer á eftir bréfkom frá Svíþjóð. Nánar tiltek- ið 'af vesturströndinni en þar dvelst höfundur ásamt fjölskyldu sinni, hluta úr sumri. Hér í Partille eða Partaborg er lífið í föstum skorðum að því er virðist á yfirborðinu að minnsta kosti. Flest það sem til samfélags- ins heyrir er í föstum skipulögðum sænskum velferðarríkisskorðum. Partille er eitt af nokkrum smærri sveitarfélögum sem liggja að Gautaborg. Bærinn samanstendur að talsverðu leyti af hverfum lít- illa íbúðarblokka, 2-3 hæða sem leigðar eru út af einhvers konar fyrirtæki eða félagi tengdu sveit- arfélaginu. Ibúðabyggðin er þaul- skipulögð hvort sem litið er til umferðar einkabfla og bílastæða STEINdRÍMUR J. SIGFÚSSON SKRIFAR FRÁ SVÍÞJÓÐ almenningsvag.-.a, leiksvæða barna eða nálægðar þjónustu. Unnt er að fara allra sinna ferða innan hverfisins, í skóla, dagheim- ili, félagsmiðstöð, búð o.s.frv. án þess að þurfa nokkum tímann yfir umferðargötu. Þær liggja utanum hverfið og er það eins og fleira til marks um hve mikið er lagt uppúr öryggi. Eins enn er vert að geta og það er víðáttumikil opin svæði, skógi vaxin með tjömum og vötnum. Allt er tengt saman með neti göngu- og hjólastíga þannig að skokkarar og hjólreiðagarpar þurfa eki að kvíða verkefnaleysi. Byggðin fellur vel inní hæðótt landslagið, því öfugt við íslend- inga reisa menn hér um slóðir blokkir og hærri byggingar í lægð- um en lægri hús utaní hæðum sem gjaman em svo óbyggðar og skógi vaxnar efst. Þannig hverfa út- hverfi og útborgir Gautaborgar að miklu leyti í gróðri og falla saman við landslagið. En nóg um það og lýkur þar með þesari hátíðlegu lýsingu á Partaborg og nágrenni, dæmi- gerðu sænsku hverfi. Um tímamun og hegðun Eitt af því sem íslendingar reka sig fljótlega á hingaðkomnir er að Unglingar með sykursýki: Aðhaldið ofit erfitt Á hverju ári greinast að meðaltali 7% barna yngri en 15 ára með sykursýki. Þetta er engu að síður lægri tala en víðast hvar á Norðurlöndun- um þar sem tíðni sykursýki fer vaxandi. Ekki er vitað hvers vegna færri greinast á íslandi en tal- ið er að erfðir og umhverfisþættir eigi þar nokk- urn hlut að máli. Þær Ásdís Hólmfríður Arinbjamardóttir. Lovísa Agnes Jónsdóttir, Sigríður Margrét Jónsdóttir, Sig- ríður Rúna Þóroddsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir útskrifuðust í sumar frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri og var lokarannsókn þeirra um unglinga með sykursýki. í rannsókninni senr nefnist Getum lifað góðu lífi var talað við fólk á aldrinum 20-30 ára, sem greindist með sykursýki á unglingsárun- um. Upplifun þeirra á áhrifum sjúkdómsins al- mennt var könnuð og eins samskipti þeirra við starfsfólk heilbrigðisstétta. Ásdís Hólmfríður Arinbjamardóttir segir að þörf hafi verið á að rannsaka þennan aidurshóp sér- staklega þar sem ungiingar eigi oft erfitt með það aðhald sem sykursjúkir verða að setja sjálfum sér í mataræði, reglulegum mælingum og sprautum. „Þetta fer ekki vel saman þar sem unglingar em oft í uppreisn gegn reglum og vanabindingu". En hvað er sykursýki? „Sykursýki er langvinnur og erfiður sjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri vegna skorts á insúlíni. Hann er flókinn í meðhöndlun en þó hefur mikil breyting orðið á meðferð og horfum sykur- sjúkra á síðustu áratugum. Tíðni sykursýki fer vax- andi en orsakir hennar eru óþekktar. Fyrstu ein- kenni eru m.a. þorsti, aukin þvaglát og þyngdartap en ef ekki er brugðist skjólt við geta einkennin orð- ið alvarlegri. Sjúkdómurinn er ólæknandi og miðar meðferð að jafnvægi bióðsykurs, viðhaldi efna- skipta og fyrirbyggingu fylgikviila.“ Hentar lífsstílnum stundum illa Ýmsar breytingar eiga sér stað á unglingsárunum, bæði andlegar og likamlegar. Þetta á sérstaklega við um fyrri hluta þessa tímabils sem einkennist af andstæðum tilfinningum og óvissu um hlutverk en á seinni hlutanum rfkir meiri stöðugleiki. Vegna þess hve unglingsárin em úmbrotasamur túni geta unglingar með sykursýki átt í erfiðleikum með að aðlagast sjúkdómnum en algengast er að sykursýki greinist á kynþroskaaldrinum. Sjálfstæðisþörf þeirra er aukin og þeir leita meira út fyrir fjölskyld- una. Greining sjúkdómsins getur skapað kreppu- ástand hjá þeim og fjölskyldum þeirra, m.a. vegna þess að meðferð getur hentað lífsstfl ungiinga illa. Rannsóknir hafa sýnt að bömum sem greinast með sykursýki gengur betur en unglingum að aðlagast sjúkdómnum og getur upplausn unglingsáranna spilað þar inn í. Erfítt fyrst eftir greiningu Rannsókn lijúkmnarfræðinemanna á sykursýki rneðal unglinga leiddi í ljós að timinn fyrst eftir Ásdís Hólmfríður Arinbjarnardóttir fræddi Dag um sykursýki í unglingum, þar sein fram kom að þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm geta þeir sem þjást af sykursýki lifað góðu lífi. greiningu reyndist erfíður. Ásdís segir þó að allir viðmælendurnir hafi tekist á við sjúkdóminn nema ein slúika sem í byrjun fékkst ekki til að breyta neinu í lifnaðarháttum sínum. „Hún neitaði að tak- ast á við sjúkdóminn og var því mikið á spítölum. Með aðstoð frá fjölskyldunni tókst henni síðan að bæta úr þessu og líður vel í dag.“ Ásdís segir að það sem hafi komið þeim mest á óvart við rannsóknina var hve lítið mál sykursýkin var í vinahópi þeirra einstaklinga sem greindust á unglingsárunum en sú niðurstaða stangast á við margar erlendar rannsóknir. Eins reyndust þátttak- endur almennt ánægðir með þjónustu heilbrigðis- starfsfólks og bendir það til þess að meðferð sykur- sýki í unglingum sé á réttri leið. Ásdís segir yfirþátt rannsóknarinnar felast í nafninu Getum lifað góðu lífi, þar sem fram kom að erfitt er að takast á við sykursýkina en með vissum forsendunr er engu að síður hægt að lifa góðu lífi með sjúkdóminn. mgh. Steingrímur J. dvelur í góöu yfir- læti ásamt fjölskyldu sinni í ríki Svíakóngs. tímamunurinn milli íslands og Svíþjóðar er ekki aðeins tveir tím- ar (sumartími) heldur nær því að vera þrír til fjórir. Þetta liggur í því að atburðir daglegs lífs eins og fótaferð og upphafi vinnu, mat- málstímar o.s.frv. eru þessum ein- um til tveimur tímum fyrr í sólar- hringnum en hjá okkur. Síðast en ekki síst fara menn svo a.m.k. sem þessu nemur fyrr að sofa. Næturgöltur íslendinga er reyndar alveg sér á parti og er helst samjöfnuð við það að finna sumstaðar í hitabeltinu þar sem mannlífið blómstrar seint á kvöld- in af þeirri einföldu ástæðu að það er of heitt á daginn. Þessar vangaveltur leiða auð- vitað hugann að tillögu Villa Egils um að taka upp sumartíma á nýjan leik á íslandi. Það er að segja, ofaná þann sumartíma sem fyrir er og festur var í sessi þegar Islend- ingar hættu að breyta klukkunni í sinni tíð. Sú spuming vaknar óhjá- kvæmilega hvort ekki væri heppi- legra að láta klukkuna í friði en setja frekar gangverk samfélagsins eins og einni klukkustund fyrr af stað á sumrin (skrifstofur opnuðu kl. sjö í stað átta, bankar átta í stað níu o.s.frv.) Þetta hafa menn jú lengi gert í mörgum frystihús- anna. Hinn kosturinn er sá að Vil- hjálmúr leggur til að flýta klukk- unni. Það myndi hins vegar leiða til þess að klukkan yrði, að sumr- inu, næstum þrem tímum á undan snúningi jarðar vestast á landinu. Þriðji möguleikinn er svo auð- vitað sá að hafa þetta einfaldlega eins og það hefur verið undanfarin ár. Ekki er annað vitað en það hafi gengið bærilega fyrir utan fræg vandræði Vilhjálms. Sem sagt þau að honum gengur illa að ná í vini sína út í Evrópu; þeir eru famir í mat þegar hann er við og svo er hann farinn í mat þegar þeir eru mættir, o.s.frv. Sá misskilningur hefur eitthvað verið á kreiki að tillaga Villa gangi einfaldlega út á það að bæta við sólarhringinn einni klukku- stund. Þær yrðu þá tuttugu og fimm í stað tuttugu og fjögurra. Hefur svo verið að skilja að þessi viðbótarklukkustund myndi bæt- ast við síðdegis. Þá yrði alltaf sól- skin og gott veður og menn dræpu tímann við að grilla lambakjöt og sötra rauðvín. Þeir sem lagt hafa þennan skilning í tillögu Vil- hjálms hafa eðlilega tekið henni fagnandi. Allt streymir Nóg um það. Með öllu er óvíst að smá fikt við klukkuna dragi langt til að breyta hegðun íslendinga og skapa suður-evrópska síðdegis- stemmningu uppá hvem dag. Að minnsta kosti ekki hvað veðrið snertir. Sinn er siður í landi hverju þrátt fyrir samrunaferlin og til- skipanimar. Lífið hefur sinn gang hjá mannfólkinu og þess vegna er, ennþá a.m.k., tilbreyting í ferða- lögum og fróðleikur í því fólginn að kynnast högum og siðum ann- arra. Hvað verður, ef einn allsherjar- sumartími gildir á jörðinni, skal ósagt látið (þá verður að ákveða hvar á hnettinum er unnið á dag- inn og hvar á nóttunni). En allt er í heiminum hverfult, einnig sænska velferðin, og nú standa hér í Svíþjóð miklar um- ræður um stöðu sænska velferðar- ríkisins og framtíð. Sænska þingið kom saman til sérstaks fundar til að ræða vandamál vandamálanna, atvinnuleysið og úrræði eða úr- ræðaleysi ríkisstjómar í því sam- bandi. En af því er önnur saga. Föstudags* og laugardagskvöld Hin bráðfjöruga hljómsveit HAFRÓT frá Reykjavík Aldurstakmark 20 ár - Munið snyrtilegan klæðnað obb-vicmn STRANDGÖTU 53 • SÍMI462 6020 tei ............. ..... S

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.