Dagur - 25.07.1996, Page 8

Dagur - 25.07.1996, Page 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 25. júlí 1996 Ein vika til flutnings grunn- skólans til sveitarfélaganna Efasemdaraddir hafa víða heyrst, frá því fyrst var farið að ræða um að flytja grunnskólann alfarið frá ríkinu til sveitarfélaga. Sumir vildu jafnvel taka svo djúpt í árinni, að það væri ómögulegt, sveitar- félögin gætu hreinlega ekki staðið undir rekstrin- um, nema með svo mikilli hjálp ríkisins, að betur væri heima setið en af stað farið. Kennarar uggðu um sín mál, og töldu að réttindi þeirra og kjör yrðu í hættu. Flestir voru sammála um að tíminn sem ætlaður var fram að flutningnum væri alltof skammur, en nú er ljóst að af flutningnum verður og eftir nákvæmlega viku flyst grunnskólinn yfir til sveitarfélaganna, á þeim degi sem áætlaður var. Svo virðist sem enn hafi ekki allir endar verið hnýttir, í það minnsta eru flestir þeir, sem tengjast grunnskólaflutningnum á einhvern hátt, sammála um að einhverjir hnökrar verði á í byrjun. - ýmis sjónarhorn Launamál Hannes Þórsteinsson, launafulltrúi hjá Kennarasambandi íslands, segir menn á þeim bæ bera kvíð- boga fyrir 1. ágúst og 1. október. Þann fyrsta ágúst á að greiða út föst laun, en 1. október koma vinnuskýrslur kennara inn, og flækja launavinnsluna til muna. Hann hefur áhyggjur af því að undirbúningur fyrir launaútreikn- inginn sé ekki nægur, og nefnir sem dæmi að gögn sem nota á við útreikninginn hafi ekki verið kom- in til sveitarfélaganna um síðustu helgi. „Undirbúningurinn er hálfu ári á eftir því sem hann hefði þurft að vera, þetta hefði allt þurft að ger- ast á öðrum tíma, og hraðar. Ég veit ekki hvort við einhvem einn er að sakast, en þetta gegnur allt saman hægar fyrir sig en við hefð- um viljað. Forsvarsmenn sveitar- félaganna hafa að vísu sagt að allt verði klappað og klárt um næstu mánaðamót, og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér um að svo verði ekki. Þegar launagreiðendum fjölgar jafn mikið og nú, liggur í augum uppi að nýtt fólk þarf að setja sig inn í hlutina og ég held að það sé fátt sem fari meira í taugamar á fólki en að fá ekki rétt laun á rétt- um tíma, og ég geri ráð fyrir að það verði það fyrsta sem fólk verður vart við eftir flutninginn.“ Sigurjón Pétursson, deildar- stjóri grunnskóladeildar hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, vill lítið gera úr áhyggjum kennara af launamálum. „Vafalaust verða einhverjir hnökrar þegar svona stórt verkefni flyst til, en í sjálfu sér er ekkert flóknara að reikna út laun kennara en annarra starfs- manna sveitarfélaganna. Hins vegar er tíminn nú, þegar flutning- urinn á sér stað, óþægilegur, þar sem margir eru í sumarfríi hjá sveitarfélögunum. Það breytir þó ekki því að allir kennarar fá út- borgað 1. ágúst. Við verðum svo að gera ráð fyrir því að búið verði að undirbúa fólk fyrir 1. október, þegar kemur að því að reikna út úr vinnuskýrslum.“ Samningar Annað áhyggjuefni kennara voru samningamál, og hvemig færi um réttindi þeirra og skyldur. Hannes Þorsteinsson hjá KÍ segir þau mál á lygnum sjó nú, sveitarfélögin

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.